Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. áglist 1981 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 5 Fornleifa- rannsóknum í Papey lokið: Nú um helgina lauk dr. Kristján Eldjárn forn- leifarannsóknum sínum í Papey en þær hófust 1967. Rannsakaði hann fjórar húsatóftir sem allar eru eldri en 1362 og sagði í gær að hann gæti ekki fullyrt• neitt um búsetu Papa i eynni eins og sagan segir. Þjóðviljinn bað dr. Krist- ján að rekja aðdraganda og niðurstöður þessara rannsókna í stuttu máli. Ég fékk áhuga á Papey á sjö- unda áratugnum, sagöi dr. Krist- ján, og viö byrjuöum fornleifa- rannsóknir þar 1967. Ég fór aftur 1969 og enn fór ég 1971 en siöan þá hef ég ekki fariö fyrr en i sumar að ég er búinn að fara tvisvar sinnum. Þaö var meiningin aö skoöa allar mannaminjar sem sýnilegar eru og sem manni er bent á eöa finnur sjálfur, tóftir og garölög og skyggnast svolitiö Hannsóknarsvæðið frá 1971 var nú vlkkað út á alla vegu, og fékkst að iokum sæmilega heilleg mynd af grunnfleti hússins. Hafa ber I huga að allar þessar myndir eru teknar í upphafi rannsóknarinnar I sumar. Engar sannanir um búsetu Papa segir dr. Kristján Eldjárn undir grasrótina þar sem manni sýndist ástæöa til. A þann hátt er ég búinn aö rannsaka f jórar húsa- tóttir hér og hvar á eynni. Þær eru allar gamlar og sumt örugg- lega frá söguöld og allar eru þær eldri en 1362. Ariö 1362 gaus öræfajökull miklu gosi og lagöist þá hvitt gjóskulag yfir Papey og allt S-Austurland a.m.k. Þetta gjóskulag sker sig úr i jarðveg- inum sem drifhvitt strik og markar þvi mjög örugg timamót. Þaö má nærri geta aö menn eru aö spyrja hvort ég hafi fundið eitthvaö sem mætti eigna þessum Pöpum sem eiga aö hafa verið i Papey og ekki er þvi aö leyna aö maöur hefur haft það i huga. En ég get ekki fullyrt neitt um þaö. Ég hef örugglega engan hlut fundið, sem hægt væri að eigna neinum irskum mönnum. Allt sem ég hef fundiö og hægt er að eigna einhverjum mönnum er norrænt. Hins vegar gat hugsast aö maður fyndi húsatóftir sem féllu mjög vel að þvi aö hafa verið bústaður irskra manna. — Þaö er mjög erfitt að gera aldursákvaröanir þarna. Að visu er hægt aö ná i viöarkolsmola i vissum toftum, en þaö er áreiöan- lega mest rekaviður sem fólk hefur tint saman i fjörunni. Aldursgreining gæti þvi veriö svikul upplýsing, þvi viöurinn gæti hafa veriö mörg hundruö ára gamalla þegar hann fannst sem rekaviöur. Þaö getur samt vel verið aö menn vilji láta gera aldursakvaröanir. Tóftirnar eru allar eldri en frá 1362. Ein þeirra er ágætur forn- aldarskáli á norræna visu og auö- þekkjanlegur af sjálfu lagi byggingarinnar og hlutum sem’ þar fundust. Þetta gróf ég upp 1969 að ég held. Svo voru skoðuð garöalög og ýmsar mannaminjar á eynni i heild sinni, sem var býsna fróðlegt aö sjá. Hvað sjálfum Pöpum viðkemur. bá fann ée ekkert sem rekja má beint til þeirra. Örnefni og nafngiftir geta orkað tvimælis og geta veriö seinni tima til- búningur. örnefnin gætu verið til- komin frá sögunni, jafnvel þótt þessir blessaöir menn hafi veriö þarna. En örnefni rakin til Papa eru viöar eins og t.d. i Lóni, en ég hef ekkert krukkað i tóftir þar. Þegar á allt þetta er litiö finnst mér að þaö hafi ýmislegt gott komið út úr þessu. Ég fór nú i sumar út i Papey af þvi aö ég hafði ailtaf á tilfinningunni aö vera alls ekki búinn þarna, en ég geri ekki ráö fyrir aö fara þangaö oftar. — Meöfylgjandi myndir eru allar frá byrjunarstigi rannsóknar- innar og gefa þvi heldur ófull- komna mynd af niöurstöðu hennar. Kristján Eldjárn var svo elskulegur aö skýra fyrir okkur hvað væri aö gerast á hverri mynd og eru myndatextarnir eftir hann. —óg Húsiö undir Hellisbjargi hefur staöið undir snarbröttum hnjúk, sem gott var að taka myndir frá. Fremst á myndinni er vatnsgeymir eöa þró, sem vatn var leitt frá heim á bæ i Papey. Talsvert fyrirferðarmiklir grjótveggir hafa verið I húsinu undir Hellis- bjargi. Þeir voru gjörhrundir og aðeins undirstöðusteinar sýndu hvar veggirnir voru. Hústóftin undir Hellisbjargi var að nokkru grafin upp áriö 1971. Hún er á mjög blautum stað, nánast mýri, þar sem allt flýtur i vatni I rigningartíð. Aðkoman var þvi ekki góð þegar þráöurinn var tekinn upp eftir tiu ár. Svo fór þó að úr rættist. Hér sést gjóskulagið frá öræfajökulsgosinu mikla árið 1362, hvernig það sleikir sig upp meö steini, sem þá hefur staðið hálfur upp úr jörð, en nú fyrir löngu kominn undir græna torfu. Húsiö undir Hellisbjargi er sýnilega þó nokkru eldra en frá 1362, hefur reyndar þá verið komið i rúst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.