Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 þessum Austrahornum. Hann gaf þá litiö út á þaö — svona lagaö er ekki hægt að gefa út, sagði hann þetta er skrifað fyrir liðandi stund. Má vera. En hver sá sem þræðir þann annál, sem á heima i islenskum dagblööum, mun undr- ast þessi hvössu leiftur sem skera grámóskuna, þessi litlu listaverk og kennsludæmi i þvi að láta hvert orð draga hægt og bitandi upp þann boga, sem skyndilega er skotið af i siðustu setningu. Magnús gaf leiðurum dagblaðs annan og nýjan svip en þeir áður höfðu. Hann var glöggur ferða- söguhöfundur og brá þvi fyrir sig að semja þrautir og dægradvöl ýmislega i hátiðablöð Þjóðvilj- ans. Oftar en menn nú muna var hann og mættur i uppslætti á for- siðu blaösins — það kallaði hann i hálfkæringi „að reka upp gól”. Þar fléttaði hann saman með sin- um sérstæða hætti pólitisk tiðindi og ádrepu i skemmtilegri and- stæðu við fjölmiðlafræði nútim- ans, en samkvæmt þeim á blaða- maðurinn að vera einhverskonar svampur sem úr lekur á fréttasið- urnar, en sérhæfðir menn vinna svo úr lekanum pólitiskt stöðu- mat á sérstökum básum annars- staöar. Lengri greinar Magnúsar munu vafalaust gefa besta mynd af þekkingu hans, rökfimi og bar- áttugleði. bar er að finna snarpar ádrepur á lágkúru og nisku, áróð- ur fyrir réttlæti og örlæti i menn- ingarmálum sem og jafnréttis- málum aldraðra og fatlaðra. Þar er skotið á þá ófrjóa neysluhyggju sem kreppir að hverri djarfri hugsjón. Og fyrst og siðast er þar lyft merki i baráttu fyrir islensku sjálfstæði i viðri merkingu orðs- ins — baráttu gegn hersetu og hernámi hugarfarsins, vesæl- dómi i menningarmálum, ósjálf- ræði i efnahagsmálum. Sósialismi hans var af tveim rótum sam- fléttuðum, önnur óx upp af kröf- unni um jöfnuð og samstöðu, hin af kröfunni um reisn og þjóðlegan metnað. Róttæk þjóðernishyggja hans var ekki einangrunarstefna. Magnús var jafnan með hugann við stórtiðindi heimsins og ein- blindi þá ekki á vítahring valda- blokka austurs og vesturs— hann horfði öðrum fyrr ,,i suöur”, var áhrifamikill útskýrandi baráttu þriðja heimsins og þýöingar hennar fyrir okkur tslendinga. Hann skrifaði þrjár merkar bæk- ur um þær byltingar undir rauð- um fánum i þriöja heiminum sem afdrifarikastar hafa verið. Ræðu um stöðu og möguleika islenskrar þjóðar, sem hann flutti á fundi Al- þýðubandalagsins 1972, hóf hann á hruni nýlenduskipulagsins og sigri vietnömsku þjóðarinnar og lauk henni á þessum orðum: „Við þurfum að halda sókninni áfram af reisn og djörfung i átt til þess þjóöfélags samhjálpar og sam- eignar, þar sem frjáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fyr- ir frjálsri þróun heildarinnar. Barátta okkar fyrir islenskum sósialisma er einnig framlag okk- ar til óhjákvæmilegrar alþjóð- legrar þróunar”. Ég vann i áratug meö Magnúsi Kjartanssyni hér á Þjóðviljanum. Sum þau ár voru næsta dapurleg; ofan á hefðbundið auraleysi bætt- ist sundurlyndi mikiö meðal að- standenda blaðsins. Þar i móti kom ekki sist nærvera Magnúsar, sem var liðsmönnum drjúgur styrkur i þvi að halda höfði upp- réttu. Ekki aðeins með hressileg- um skrifum sem allir gátu lesiö. Hann kunni þá áhrifagóðu list að benda á æskileg verkefni og stjórna án þess að það sæist. Halda uppi skemmtilegum anda meö gamansemi og hnyttnum at- hugasemdum. Einhverju sinni var einn okkar að kvarta yfir þvi að það væri ekki nóg með aö kaup okkar blaðamanna væri seint og illa greitt, nú færi stór hluti af þeirri hungurlús i Happdrætti Þjóöviljans. Magnús leit upp úr blýinu sem hann var að rýna i, vék til hliðar pipunni góðu og sagði með vinsamlegu glotti: — Þú hlýtur að skilja það, aö ef aðrir vilja ekki borga þér kaupið þitt, þá verður þú að gera það sjálfur! t þann tima þekktu menn litt til stjórnunar, sem nú heitir svo,og allra sist á Þjóöviljanum. Blaðið gekk fyrir einhverju óhöndlan- legu hugsjónasamhengi á bak við okkur einstaklingana, og varð það okkur að þvi vinnusiðferöi sem varð að duga. Undir kvöld gengu ritstjórar um og spurðu: ert þú ekki með eitthvað? Jú, allt- af lagðist okkur eitthvað tií. Og Magnús Kjartansson átti jafnan „eitthvað” þaö i fórum sinum sem um munaði. Skrif hans og nærvera voru okkur „uppspretta þreks” sem endist lengur en dag- ar og ár sem siöan liöa, vonandi sem allra lengst. Við Þjóðviljamenn minnumst ritstjóra okkar með miklu þakk- læti og sendum ástvinum hans okkar innilegustusamúöarkveðj- ur. Arni Bergmann. Við erum mörg sem I dag kveðjum góðan félaga og vin, mann sem við dáðum og okkur þótti vænt um. Magnús Kjartans- son var maöur mikilla og fjöl- breytilegra hæfileika, og hann bar gæfu til aö beita þeim við stór verkefni, verkefni sem áttu hug hans allan og voru unnin til þess að færa okkur Islendinga nær þjóðfélagi jafnréttis, öryggis og félagshyggju. Það var dæmigert um hæfileika Magnúsar að hann var jafnvigur á háskólanám i verkfræðiog norrænu. Hann hafði rökvisi stærðfræðingsins til að bera og átti einnig heitar og rikar tilfinningar, sem eru aflgjafi snilldar af allt öðrum toga. Þaö var viljinn til aö veita sjálf- stæði Islands lið, sem öðru frem- ur gerði Magnús að baráttumanni i röðum sósialista. Sú mikla nið- urlæging aö skriða undir hramm stórveldis örskömmu eftir aö full- veldi var fagnaö á Þingvöllum kallaði á margan góðan dreng til dáða, þar á meðal Magnús. Hann skýrir sjálfur svo frá i viðtali i Þjóðviljanum á fertugs afmæli blaösins: „Þá gerðust þau tiðindi haustið 1945 að Banda- rikjamenn báru fram kröfur sin- ar um þrjár herstöðvar á Islandi i 99 ár. Ég held aö enginn atburöur hafi haft eins mikil áhrif á mig um dagana, og ég einsetti mér að beita þvi afli sem ég kynni aö eiga til að koma i veg fyrir erlend yfir- ráð”. Viö vitum, hvernig þessi bar- átta var háð með snjöllum og hvössum greinum og ræðum, og störfum i Samtökum hernáms- andstæðinga. Hún var háð á sið- um Þjóðviljans, á Alþingi við Austurvöll og á alþingi götunnar. Það yljaöi og gaf aukinn þrótt að vera á mannfundum þar sem Magnús talaði og að lesa pistlana hans. Magnús hafði sósialismann að veganesti úr foreldrahúsum og það var honum jafnsjálfsagt mál að vinna fyrir þá hugsjón eins og að vinna gegn skerðingu á sjálf- Enginn maður hefur á tslandi verið jafn oft Hér cru þeir reykvísku verkamenn sem tókn sig saman og söfnuðu fé.til þcss að dæmdur i tugthús fyrir skrif og Magnús lcysa Magnús úr fangelsi sumarið’55. Gunnlaugur Scheving hafði gefið Þjóðviljan- Kjartansson. Hér er hann á leið i „Grjótið” á um mynd til þess að sclja, svo leysa mætti Magnús úr haldi, en vegna fjársöfnun- Skólavörðustig sumarið 1955. Verkamenn i _ arinnar skipar myndin, sem sést að baki hópnum, enn heiöurssess i húsakynnum Reykjavik söfnuðu fé til að leysa hann út. Þjóðviljans. Magnús viö setjaravélina i Prentsmiðju Þjóð- viljans. Magnús Kjartansson in memoriam Aldrei bjóst ég við þvi að min biöi aö standa yfir moldum Magnúsar Kjartanssonar sem var hátt i tuttugu árum mér ýngri maður. Ég hefði kunnað betur við að hann hefði staðið yfir minum. Hann var að sumu leyti meiri vinur minn en ég átti skilið, en það var af þvi hann hafði leingi þekt mig af bókum, þar sem ég er skárri en hversdagslega. Hann las á únglingsárum ádeilubækur minar um eymd og volæði islendinga til lifs og sálar, sam- fara einhverskonar evangeliskri miklun á móral sem i þvi var falinn aö vera aumastur allra. Magnús hefur sjálfur lýst þvi hvernig þessi samhljómur verk- aði á hann. Eftilvill tók hann aldrei rökrétta afstöðu til stöðu minnar sem rithöfundar eftir að islendingar voru orðnir finir menn og hættir að vera bakka- bræður og bera sólskinið i hripum inni gluggalausa moldarkofann sinn. Margir af skoðanabræðrum okkar fornum halda þvi fram að sumir höfum við svikið „hugsjón- ina”; eða öllu heldur að fátæktin sem var styrkur islendinga hafi svikið okkur. í fátækt sinni voru islendingar stórir og ég vona og bið að það sé ekki okkur Magnúsi Kjartanssyni að kenna að við höf- um smækkaö i samræmi við þann fornislenska formála sem segir: margur verður af aurum api. En það hlægir mig aö við höfum báðir lifaö þá stóru tið, nútimann, aö fimmeyringar urðu einskis virði og gull þaðanaf billegra, en atómbomban hefur komið i staðinn fyrir trúna á krossinn — og það I tvöföldum skilningi: sem- sé bomba þessi á i senn að bjarga kommúnismanum frá kapital- ismanum og kapitalismanum frá kommúnismanum. Svona lángt komstsemsé heimurinn i visdómi á okkar dögum, Magnús. Altieinu eru bakkabræður forfeður vorir orönir vitrir menn; þeir sem áður báru sólskiniö i hripum inni gluggalausan kofa sinn, bera núna myrkrið inni húsið gegnum þessar ógurlegu rúður búðar- gluggastilsins; og i fegurstu kirkju húsameistarans góða, aö Hjarðarholti i Dölum, hafa þeir nú útrýmt smáu finu rúðunum sem tempruðu ljós guðshússins, en sett búðarglugga i staðinn til að gleypa sólina. Með nokkrum hætti var tukthúsið við Skóla- vörðustiginn orðið siðferðilegt höfuðból rikisins um skeið, og mér liggur viö að segja riki ljóss- ins i samanburði við ýmsar aðrar heldristofnanir; að minsta kosti kapital og patent þeirra stjórn- málamanna sem höföu völdin en skorti hæfileika til að svara fyrir sig á prenti. Þú fékst Skóla- vörðustig 9 fyrir pennann þinn en ég féll á þvi prófi einsog öðr- um. Að visu var á lægri dómstig- um uppkveðinn yfir mér tukthús- dómur, en þegar máliö kom fyrir hæstarétt var Eggert Claessen þar réttarforseti og plantaöi dómsskjalinu undir nasirnar á dómsbræörum sinum altaðþvi þegjandi að ég hygg; og náði það ekki leingra. En aldrei þorðu þessir menn aö lita á mig á götu uppfrá þvi heldur krossuðu strit- una i tæka tið ef þeir sáu mig áleingdar. Þvi miður fór ég aldrei „inn”. En Magnús settu þessir dreingir i tukthúsið fyrir ritsnild hans og sá sérstaki heiður var ævinlega eitt af öfundarmálum minum gagnvart honum. Það var erfitt hugsandi höfundi að sýna aungva tilburði með að draga sig til beinalagsins austur i Evrópu á okkar æskudögum. Þvi þó svipuö tiðindi hafi oröið i forn- sögum, þá var atburöur einsog rússneska byltingin aö viðbættu striðinu milli þeirra bræðra Hitlers og Stalins, og raunar upphófust sem bandamenn, at- burður sem kallaöi á slika hugar- hræringu og spennu að það var ekki hægt fyrir aðra en sveitar- ómaga og sýsluþrot að setjast útá vegg, halla keifunni og glotta meðan þessir hugsjónamenn lik- framleiðsluiðnaöarins voru i stuði. Ég fletti fram og aftur siðustu bók Magnúsar Elds er þörf og undrast að svo fjölmentaður og alhliða meistari ritaðs stils, og átt hefur þátt i aldahvörfum sem skift hafa sköpum um gæfu þjóðarinnar, skuli vera að kveöja. Endurminning slikra manna er samt hughreysting og vonarljós þeim sem á eftir koma, vegna þess að krafa þessara manna um siðferðilega viðreisn þjóöar sinnar var þeim dýrmætara markmið en frami þeirra sjálfra, og þeir lögðu einsog Magnús stórfeldar einkafyrirætlanir sinar fyrir róöa þó þeir heföu fyrir- sjáanlega náö þar mikilsverðum markmiðum. Magnús var svo artaður að honum varð vandséð hvar hann skyldi helst einbeita hug sinum. Ösérplægni lundar- lagsins og hugsjón félagshyggj- unnar mörkuöu honum stefnu. Hann haföi tilamunda i fyrstu æth að sér að gerast verkfræðingur, þvi hann haföi mikið næmi sem eðlisfræðingur og tölfræðingur. En þegar kom til háskólanáms sneri hann sér aö málfræði og bókmentum — alt Jóni Helga- syni að kenna, einsog hann sagði. Ég hef heyrt hann hafi verið vel skáldmæltur maður en ekki flikað þvi; en sem stjórnmálamaöur hefur hann stýrt einhverjum besta penna okkar i blaðamensku og ritgeröasmið. Hann hafði á valdi sinu klassiska islenska kaldhæðni, og svo rök- snjall um leið og vel máli farinn að ég hef heyrt um aungvan stjórnmálamann á tslandi sem haft hafi roö við honum i kapp- ræðu. En leitun var á hugljúfari og skemtilegri félaga. Alvara, skap, gamansemi, samfara þekkingu á óskyldustu málefnum, alt var þetta á valdi þessa töfr- andi gáfumanns. Magnús hafði frá bernsku van- ist við rammislenskt og fjölbreytt túngutak heima hjá sér. Ekki má undan fella að minnast þess hver þarfamaður hann var islenskunni á Alþingi þegar ein- hverjir höfuöhleypingar komu upp með fáránlegar tillögur um breytingar á túngunni, og vildu láta lögleiða. Einusinni komust þeir svolángt aö þeir höfðu undir- búið stjórnarskrárbrot á Alþingi með einhverjum bjánagángi útaf stafsetningu. Eitt af verkum Magnúsar var að koma i veg fyrir þessa ósvinnu. Margar rökræður áttum við Magnús saman um túnguna og stundum i blööunum þegar okkur leiddist. Það er mik- ill sjónarsviftir að þessum glæsi- lega alþýðlega höfðingja á besta aldri, og tregt túngu að hræra. llatldór Laxness

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.