Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 15 Þriðja bindi Eskju komið út í september 1933 kom til Eskifjarðar þýskt fisk- tökuskip, Diana, og hafði uppi hakakrossf ána. Skólastjóri barnaskólans og formaður verkalýðsfé- lagsins, Arnfinnur Jóns- son, hvatti verkamenn til að vinna ekki við skipið, meðan nasistafáninn væri uppi, og varð af þessu snörp deila milli hans og Ölafs H. Sveinssonar, sem var oddviti sveitarstjórnar og formaður Fisksölusam- lagsins á staðnum. Þetta mál varð svo kveikjan að því, að reynt var að bola Arnfinni frá barnaskólan- um á þeim forsendum að hann hefði kommúnista- áróður fyrir börnum og meðal annars var svo langt gengið, að stofna einka- skóla til höfuðs honum. Þetta sérstæöa mál er rakið ýt- arlega i þriðja bindi Eskju, sem er „Sögurit Eskfirðinga”, skráö af Einari Braga. Bindið heitir „I skólanum” og fjallar um skóla- hald og kennara á Eskifirði á ár- unum 1874—1939. 1 byggðasöguritum er, eins og eölilegt er, leitast við að festa sem flestar upplýsingar á blaö, og heyrast einatt raddir um aö sjálf sú söfnun beri lfnu og lit ofurliði, allt drukkni i upptalningum.Einar Bragi hefur unnið merkilegt verk i að samræma þörfina fyrir „geymslu” á staöreyndum og þvi að segja frá ýmsu þvi sem fleiri varðar en þá eina, sem eiga ætt Arnfinnur Jónsson: hann var siðar skólastjóri Austurbæjar skólans i Keykjavik og minningar frá þeim stað sem frá segir. Eskja er og myndarlegt rit að öllum frágangi og mynda- kostur rikulegur. Erfitt starf Lengsti kapituli þessa bindis Eskju fjallar um skólastjóratið Arnfinns Jónssonar. Þar eru ým- isleg dæmi tekin, sem gefa góöa hugmynd bæði um furðu marg- breytilegt og óeigingjarnt menn- ingarstarf i litlu plássi og svo ekki siður erfiðleika sem sú viöfeitni mætti. Kennarar i litlu plássi komu viöa við sögu. Þeir efndu ekki aðeins til skólaferðalaga, sem voru nýjung, og svo barna- skemmtana, þar sem börnin skemmtu sjálf „með sjónleik, söng og vikivökum”. Þeir léku, æfðu kóra og leikflokka og viki- vakaflokka, halda kvöldvökur, halda uppi barnastúku og margt fleira — Arnfinnur t.d. endurvakti leikfélagið á staðnum (sonur hans, Róbert, kom þar fram i sinu fyrsta hlutverki). Arnfinnur er og frumkvöðull og fyrsti stjórnandi bæði Lúðrasveitar Eskifjarðar og Karlakórs verkamanna. Vanþakklátt gat þetta starf fi f 1 % Leikendur i barnaleikriti eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Eskifirði 1932: leyfir skólastjórinn þeim að henda snjó i fullorðið fólk? „Aga- og siðleysi ágerist i skólanum með hverju ári” Þegar einkabarnaskóli var stofnaður á Eskifirði 1934 til höfuðs róttækum skólastjóra, Arnfinni Jónssyni verið, sem og skólastarfið sjálft. Einar Bragi rekur dæmi af lang- vinnum skærum milli skólastjóra og skólanefndar út af þvi hverjum og til hvers konar samkomuhalds megi lána húsakynni skólans. Og á þessum kreppuárum þarf m.a. að halda uppi sifelldri baráttu við kolaskort og kulda i skólastofun- um. Útvarpið kemur Útvarpstæki var sett upp i skól- anum 1930 og átti alþýða manna ekki kost á að hlusta á útvarp annars staðar fyrst i stað. Þessi klausa segir sina sögu um bæði það hve miklum tiðindum þessi nýjung hefur sætt — og svo um gifurlegan áhuga á pólitik. 14. april var þetta fært i bækur skól- ans: „Kl. 1 e.h. átti að útvarpa um- ræðum frá alþingi. Var þvi gefið fri i skólanum eftir hádegi til þess að almenningur gæti hlustað á ræðurnar, enda var fjöldi fólks kominn þegar þær áttu að byrja”. Hakakross- uppþotið En, sem sagt: Diönumálið og tilraunir til aö koma Arnfinni Jónssyni, skólastjóra, formanni verkamannafélagsins og komm- unista, burt af staönum. „Hakakrossuppþotið” 27. sept. 1933, þegar Arnfinnur vildi reyna að koma i veg fyrir að afgreitt væri skip undir illræmdum fána, varð upphaf mikilla tiðinda. And- stæöingar Arnfinns skýröu svo frá, að þá hefðu þeir séð aö „meir en litil alvara var á ferðum, þeg- ar skólastjórinn hefði ætt um bæ- inn með skólabörn og unglinga nýskroppna úr skólanum á eftir sér i pólitiskum ærslagangi. Segja þeir að þeim hafi blöskrað svo að þeir hafi ekki getaö þagað lengur” — (úr skýrslu Sigdórs V. Brekkans námsstjóra um málið). Samherjar Arnfinns báru þaö hinsvegar að atvinnurekendur (fyrrnefndur formaður Fisksölu- samlagsins ofl.) heföu hugaö á hefndir vegna þess að þeir hefðu fyrr farið halloka fyrir Arnfinni i kaupdeilu Svartiskóli Það sem næst gerðist var að verslunarstjóri Ölafs H. Sveins- sonar og Páll Bóasson verkstjóri gengu um með skjal sem 43 Esk- firðingar skrifuöu undir. Þar seg- ir að undirrituð „sem erum sáróánægð með það agaleysi og siðleysi, sem ríkt hef- ur i barnaskóla Eskifjarðar und- anfarin ár og virðist fara vaxandi með ári hverju, förum þess á leit við hina háttvirtu skólanefnd að hún veiti leyfi til þess að þau börn, sem vér höfum foreldraráð yfir og skólaskyld eru, þurfi ekki að sækja skólann næsta vetur, og munum vér útvega þeim fræðslu utan skóla undir þvi eftirliti sem skólanefnd kann að æskja”. Mál þetta fór svo á flakk milli skólanefndar, sem var heldur fjandsamleg skólastjóra og vildi að „rannsókn færi fram sem fyrst”, borgarafundar og fræöslumálayfirvalda. Var svo barnaskólinn settur i byrjun októ- ber. En þeir sem vildu að skipt væri um „skólastjóra og kenn- aralið til batnaðar” héldu sinu striki, leigöu sér tvær stofur i húsi útgerðarmanns einS og hófu rekstur „Einkabarnaskólans á Eskifirði”, sem Arnfinnsmenn svo köiluðu Svartaskóia. Þar voru um veturinn 41 barn 19 ákærenda, en i barnaskólanum hjá Arnfinni voru 60 nemendur. Þetta hefur verið skrýtið ástand i 700 manna plássi, i þvi návígi sem grannar hljóta að vera I á slikum stað. Einkaskólinn starfaði ekki nema einn vetur, vegna'.þess aö fræöslumálayfirvöld neituðu að veita til hans fé. Hinsvegar höföu þau látið fara fram rannsókn i málinu og sagt námsstjóranum á Noröfirði, Sigdóri Brekkan, aö kynna sef ástand og gera tillögur. „óhlýöni" barna 1 Eskju eru birtir kaflar úr vitn- isburðum um skólahaldiö á Eski- firði og eru þær giska fróölegar, einkum framburður andstæðinga Arnfinns. Karl Jónsson sýslu- skrifari segir, að skólallfið sé sjúkt af pólitik, hann hefur og áhyggjur af þvi, að börnin lesi af áfergju blaöakost þann sem frammi lá á kennarastofunni „en það voru aöallega blöð komm- unista”. Karl hefur kennt við skólann i forföllum og segir m.a. svo um börnin: „Sýndu þau mér verulega óhlýðni, og bar mest á nokkrum börnum i efri bekkjum skólans. Bar mikiö á ósæmilegum munn- söfnuði, litilsvirðingu fyrir öllum kristindómi og ósæmilegum munnsöfnuði um sóknarprest sinn sem slikan. Virtust börn þessi ekki þola neinn aga”. Páll Bóasson telur að „aga- og siðleysi hafi veriö mjög mikið i skólanum undanfarin ár og áger- ist með hverju ári...” Hann telur einnig „að börnin láti mjög illa úti við i friminiltum, hafi ósæmileg- an munnsöfnuð, klám og blótsyrði hvert við annað”. Páll gengur svo langt að kenna skólastjóra og kennurum um að krakkarnir kasta snjó i vegfarendur — hon- um finnst það hljóti að gerast með þeirra góða vilja. Siðferðisuppeldi Rannsóknardómarinn Sigdór kemst að þvi i samtölum við Arn- finn að þá tvo greinir mjög á um „stjórn, aga og siðferðisuppeldi” eins og hann kemst að orði.,,Virt- ist hann hylla þá aðferð að láta börnin vera sem allra sjálfráðust, hafa sem mest frelsi, en allar sið- ferðispredikanir, eins og hann oröaði það, væru til ills, kúguðu börnin og gerðu þau aö undirlægj- um”. Einar Bragi telur að einmitt hér sé að finna meginskýringuna á vandlætningu Sigdórs náms- stjóra og margra eskfirska for- eldra (að frádreginni pólitikinni). „Arnfinnur aöhylltist, segir hann, svo mikiu frjálslyndari viöhorf i uppeldismálum en almennt voru viðurkennd fyrir hálfri öld, að enn i dag væru þau efalaust af ýmsum talin yfriö róttæk”. Sigdór námsstjóri gerir það að tillögu sinni við fræðsluyfirvöld, aö Arnfinni sé vikið úr starfi og hann settur niður annarsstaðar, ekki sem skólastjóri heldur sem kennari, og að nýjum skólastjóra verði sett það skilyröi „að hann gefi sig ekki opinberlega aö landsmálum”! Þessi tilraun til að flæma Arn- finn Jónsson af staðnum mis- tókst þó. og var hann skólastjóri á Eskifirði til ársins 1939 er hann flutti til Reykjavíkur. —áb tók saman i þessu húsi var einkabarnaskólinn til húsa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.