Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 þjöÐVILJINN — SIÐA 19 Hríngid i sima 81333 kl. 9-5 alla virka Uaga, c()a skriýió bjóöviljanum © lesendum Laugardagsmyndin í sjónvarpinu: Framar í dagskrá „Dagar vins og rósa” var sýnd I sjónvarpi á laugardagskvöidi fyrir skömmu. Lesandi vill aft helgarbiómyndirnar veröi færöar framar i dagskrána. Nú, þegar senn liður aö þvi er sjónvarpiö fer aö birtast aftur, þá langar mig að minnast á nið- urröðun efnis á kvöldvöku- dagskrá og þá helst á laugar- dögum. Það er nefnilega svo að margir sitja heima og hafa þvi áhuga á að sjá biómyndina, sem oftast er þá, en hjá mörgum er það óhægt vegna þess hve seint hún kemur á skjáinn og er ekki lokið fyrr en komin er nótt. Heima sitja bæði börn og full- orðnir. Atakanlegast er þó þá loks myndin á að byrja að tilkynnt er: „Myndin er ekki ætluð börn- um”. En hvers vegna að sýna mynd heimilisfólki, sem allir mega ekki horfa á? Stundum getur þröngsýni ráðið þessu þvi dæmi eru til um að mynd hafi verið bönnuð i sjónvarpi hér sem er óumdeilanlegt lista- verk. Vildi nú ekki sjónvarpiö taka til vinsamlegrar at- hugunar að færa laugardags- myndina til á dagskránni og láta hana byrja kl. niu eöa tuttugu og eitt. Vilja sumir hafa svo. Það yröi til þæginda fyrir þá sem heima eru og einnig þá er vilja bregða sér frá seinna á kvöldi. Ég minntist ekki á styttingu dagskrár, þótt mér finnist það skynsamlegt með tilliti til sparnaðar i rekstri sjónvarps. En verið getur að þaö sé öfugmæli. En úr þvi ég er farinn aö hafa orð um fjölmiöla þá get ég ekki stillt mig um aö minnast með einni setningu á hljóðvarp. Fréttamaðurinn, sem var kvenmaður, er talaði við iðnaöarráöherra i hádeg'isút varpinu i siöastliðinni viku, þarf virkilega að bæta framburð sinn svo að skiljist. Þaö var eins og hún væri feimin með spurningar sinar og þessvegna hafi þær veriö bornar fram með sliku hraði, enda þótt ráða mætti þær nokkuð af svörum iðnaöarráð- herra. Þulurinn kynnti þennan fréttamann — Rafnar, en fornafnið er ég ekki viss um. Með kveöju til sjónvarps og fréttamanns. Svanberg Sveinsson tsafirði Edda spilar •Útvarp kl. 20.45 Edda Erlendsdóttir, pianó- leikari leikur i útvarpssal i kvöld kl. 20.45. efnisskrá henn: ar er sónata opus 1 eftir Alan Berg. Tilbrigði opus 27 eftir Anton Webern og þrir pianó- þættir opus 11 eftir Arnold Schönberg. Edda er Reykvikingur, fædd 1950. Hún nam hjá Selmu Gunnarsdóttur en stundaði siðan nám við Tónlistarskólann i Reykjavik ásamt öðru námi. Kennarar hennar voru Hermina Kristjánsson, Jón Nordal og Arni Kristjánsson. Að loknu stúdentsprófi 1970 innritaðist Edda i pianókennaradeild Tón- listarskólans og lauk þaðan prófi árið 1972 og einleikara- prófi ári siðar. Edda hlaut franskan styrk til þess að stunda nám við Tón- listarháskólann i Paris og lauk þaðan prófi árið 1978. Sama ár hélt hún tónleika á vegum Tón- listarfélags Reykjavikur ásamt David Simpson celloleikara. í útvarpssal Edda Erlendsdóttir, pianó- leikari Þau héldu svo tvenna tónleika saman i Paris i október sama ár. t janúar s.l. hélt Edda sjálf- stæða tónleika að Kjarvals- stöðum, sem hlutu hið mesta lof þeirra sem til heyrðu. Leikrit eftir sómalskan höfund: Lífið er Útvarp '^//10 kl. 20.05 1 kvöld kl. 20.05 veröur flutt leikrit eftir sómalska rithölund- inn Nuruddin Farah og nefnist það A Spread of Butter, eða Lif- ið er vegasalt. Þýðingu gerði Heba Juliusdóttir en leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Með hlutverkin fara Árni Tryggva- son og Sigurður Karlsson. Leikritið gerist i lögregluriki. Prófessor nokkur situr inni fyrir vegasalt að hafa ekki hugsað og talað eft- ir kokkabókum yfirvalda. Stjórnarskipti verða i landinu og liðsforingi úr hinni nýju stjórn heimsækir prófessorinn i fangelsið og býður honum „góða" stöðu. Nuruddin Farah er fæddur 1945. Hann dvelst nú i „sjálfvilj- ugri” útlegð eins og hann orðar það enda á hann yfir höfði sér iangelsisdóm ei hann snýr heim. Farah hefur skrifað tvö önnur útvarpsleikrit og 3 skáld- sögur á ensku, auk ritverka á sómalisku. Úr Blandaða blaðinu I Barnahornid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.