Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. ágúst 1981 Skrifstofa Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3 Reykjavík verður lokuð eftir hádegi í dag vegna jarð- arfarar Magnúsar Kjartanssonar fyrrum ritstjóra og ráðherra. S kóladagheimilið Langholti óskar eítir starfsmanni. Upplýsingar i sima 31105 milli 10 og 14. Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og jarð- arför Gisla Guðmundssonar. Þorbjörg Friðbertsdóttir Sesselja Gisladóttir Viggó Vilbogason Jóhannes Gislason Guðrún Skúladóttir Erla Kristjánsdóttir I.ilja Eiriksdóttir Föðursystir min Maria Salómonsdóttir lést 2. ágúst. Tryggvi Hjörvar Áskrift- kynninq vió bjódum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánaóamóta. Kynnist blaóinu af eigin raun, látió ekki aóra segja ykkur hvaó stendur í Þjóóviljanum. DIÖOVIUINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Kópavogi. fer sina árlegu sumarferð dagana 14.—16. ágúst. Lagt verður af stað kl. 19 stundvislega föstudaginn 14. Ekið verður að Heklu við Selsund, farið hjá Næfurholti, Rangárbotnum og Tröllkonuhlaupi, austur með Skjólkvium oggist i tjöldum við Landmannahelli. A laugardeginum kl. 9 verður lagt af stað i Hrafntinnusker, þar sem jarðhitinn bræðir jökiil- isinn. Þaðan verður svo haldið aftur á Dómadalsleið, hjá Frostastaða- vatni i Landmannalaugar þar sem gerður verður stuttur stans. Siðan verður ekið austur yfir Jökulgilskvisl, hjá Kýlingum um Jökuldali að Herðubreið við Eldgjá. Hjá Ljónstindi verður Ófærufoss i Eldgjá skoð- aður.Tjaldað verður i efstu grösum austan Grænafjallgarðs. A sunnu- deginum kl. 9 verður siðan lagt af stað á Sveinstind sem ris 1090 m hár við suðvesturenda Langasjávar og Fögrufjalla. Um hádegið verður haldið heimleiðis um Landmannalaugar, Sigöldu og Þjórsárdal en þar verður ekið hjá Gjánni og komið við i Stöng. Litiö verður á Hjálp og siðan farið niður Gnúpverjahrepp og Skeið og áætluð heimkoma um kl. 21. Upplýsingar og miðar fást hjá Lovisu Hannesdóttur i sima 41279 og Gisla ól. Péturssyni i sima 42462. Ferðafólk! Þetta er sannköiluð draumaferð! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Alþýðubandalagið á Suðurnesjum — FJÖLSKYLDUFERÐ verður farin á Krókavelliá Reykjanesi laugardaginn 8. ágúst ef veður leyfir. Lagt verður af stað kl. 10 um morguninn, unað viö náttúruskoðun og leiki um daginn og endað á þvi að grilla sameiginlega og syngja yfir glóöunum svo lengi sem fjörið endist. — Fólk á öllum aldri á að gefa haft þarna nokkra skemmtan. Þátttakendur láti skrá sig hjá Sigriði i sima 2349 eða Jóni i sima 7647. Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aó þurfa aö bíöa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. ATH. Nýtt simanúmer: 85955 • • • RAFAFL Smiðshöfða 6 Sumarferð Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi: í Kerlingarfjöll 7. tíl 9. ágúst Sumarferð Alþýðubandalagsins verður að þessu sinni í Kerlingar- f jöll 7. til 9. ágúst. Farið veröur frá Borgarnesi föstudaginn 7. ágúst kl. 15 og ekið um Uxahryggi og Þing- völl, eða um „linuveginn” norðan Skjald- beiðar ef aöstæöur leyfa. Ekið verður beint i Kerlingarfjöll og gist- ing tekin i húsum Skiðaskólans eða tjöldum ef menn vilja. A iaugardag verður setið um kyrrt og um- hverfið skoðaö, en á sunnudag haldið heim á leið með þeim krókum og útúrdúrum sem veður og timi gefa tilefni til. Þátttöku þarf að tilkynna tii einhvers neðangreindra. Akranes: Jóna Kr. ólafsdóttir, simi 1894, Jón Hjartarson, simi 2175 og 2675, Hvanneyri: Rikharð Brynjólfsson, 7013, Borgarnes: Halldór Brynjólfsson, 7355, Hellissandur: Svanbjörn Stefánsson, 6688, Ólafsvik: Kjartan Þorsteinsson, 6330, Grundarfjörður: Kristberg Jónsson, 8798, Stykkishólmur: Einar Karlsson, 8239, Dala- sýsla: Kristjón Sigurðsson, 4175. Alþýðubandalagið I Kópavogi Sumarferð 14. - 16. ágúst Hekla—Landmannaafréttur—Sveinstindur Lagt verður af stað stundvíslega kl. 18 föstudaginn 14. ágúst frá Þinghóli, Hamraborg 11 Skráning og farmiðar; Lovísa Hannesdóttir s: 41279 og Gísli Ól. Pétursson s: 42462 ALLIR VELKOMNIR Sjá ferðaauglýsingu í AB-dálki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.