Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 3
Helgin 22.-23. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Viö vitum ekki upp á hár hvenær þessi mynd var tekin en hún er af fyrsta strætisvagni SVR. Á Reykjavíkurvikunni sem nú stendur yf ir er þess sérstaklega minnst að á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að rekstur strætis- vagna hófst í Reykjavík. Upphaflega var það hluta- félag sem sá um rekstur- inn og hélst svo til 1944 er borgin yfirtók rekstur vagnanna. Fyrstu stjórn þessa hlutafélags skipuðu Ólafur Þorgrimsson, for- maður stjórnarinnar, Egill Vilhjálmsson og Ólafur H. Jónsson. Ennþá er starfandi hjá SVR maður sem unnið hefur þar frá upphafi. Ragnar Þorgrimsson heitir hann, starfaði fyrst á verk- stæði, siðan sem vagnstjóri frá 1933 og siðar sem eftirlistmaður og á skrifstofu. Við áttum við hann stutt spjall um fyrstu ár strætisvagna i Reykjavik. — Það var i upphafi skilyrði fyrir leyfi til handa þessu hluta- félagi, Stætisvagnar Reykjavikur h/f að það sæi um flutning skóla- barna i bænum og sá flutningur hófst 1. október 1931. Þá höfðu verið keyptir tveir vagnar, annar gamall póstflutningabill og hinn var svona hálfkassabill. Siðan voru fijótlega keyptir fjórir I við- bót svo að þegar reglulegar strætisvagnaferðir hófust voru vagnarnir sex og óku á fjórum leiðum. Þaö voru Lækjartorg — Skerjafjörður, Lækjartorg — Sel- tjarnarnes, Lækjartorg —■ Klepp- ur og Lækjartorg — Sogamýri, sem gekk upp að rafstöðinni við Elliðaár. Það voru miklar efasemdir þegar rekstur strætisvagnanna var að hefjast. Margir töldu að það væri ekki hægt að aka svona háum vögnum eftir vegunum eins og þeir voru, hvörfin myndu valda þvi að stöðugt væri hætta að vagnarnir færu á hliöina. Það voru ráðnir tveir vagn- stjórar á hvern vagn, þeir óku alltaf sama vagninum og auk akstursins sáu þeir nánast alveg um vagninn. Það var dálitið sér- stætt viö ráðningar á vagnstjór- um að skilyröi fyrir ráðningu var að þeir keyptu eitt hlutabréf. Hlutaféð var i upphafi 60 þúsund krónur og hvert bréf kostaði 500 krónur. Einhver kynni að segja sem svo að margir hefðu viljaö borga 500 krónur fyrir að hafa trygga atvinnu á þessum atvinnu- leysisárum en 500 krónur á þess- um tima dugðu fyrir hvorki meira né minna en mánaðarUthaldi eins vagns. Ég reiknaði út reksturs- kostnað við einn strætisvagn rétt fyrir myntbreytinguna um síð- ustu áramót og þá var hann um 3 miljónir króna. Þetta eru kannske ekki alveg sambærilegar tölur en þaö var þarna um veru- legt fé að ræða. Vagnarnir gengu frá upphafi álika tima og nú, fyrsta ferðin var við það miðuð að fólk gæti verið komið i bæinn klukkan 7 og þeir gengu fram yfir kl. 12 á miðnætti. Vagnstjórarnir skiptu þessum vinnudegi á milli sin og voru vaktaskipti klukkan 3 á daginn. Þetta þótti stuttur vinnutimi, sér- staklega þótti það mikill lúxus að geta lokið vinnudegi svona snemma. En i dag þætti okkur óskaplega langur vinnutimi, það var unniö aila daga ársins og vinnuvikan var 63 timar. Og ef einhver varð veikur eða forfallað- ist þá keyrði hinn allan daginn. Samt sem áður var það talið lúxusvinna að keyra strætisvagna vegna þess að menn höfðu á stundum lokið vinnu sinni um miðjan dag og aö auki höfðu menn fri frá þvi siödegis á laug- ardag þar til siðdegis á mánudag, aðra hvora helgi. Það er dálítið merkilegt til þess að hugsa að það var meira félagslif meðal starfs- fólksins á þessum fyrstu árum en nú. Menn fóru saman i sund og strætisvagnstjórar áttu um tima gott knattspyrnuliö, kepptu viö áhafnir danskra herskipa sem hingað komu. Reksturinn á strætisvögnunum gekk mjög vel fyrstu árin og reksturinn skilaöi hagnaði. Verð miðanna var þrenns konar eftir þvi hversu langt var ekið, 10 aura, 20 aura eða 30 aura og hálft gjald fyrir börn. Gjaldskiptin voru við Tungu við Laugarnesveg og Múla þar sem Gunnar Asgeirsson er núna til húsa. Það sýnir hversu litið fé fólk haföi gjarna handa á milli, að fólk fór oft úr vögnunum á þeim stööum þar sem gjald- skiptin voru og gengu heldur siö- asta spölinn til að spara 10 aur- ana. Verðiö á fargjöldunum var óbreytt frá upphafi og alveg fram yfir strið. Það sem mér er kannske efst i huga frá upphafsárum strætis- vagnanna er það samband sem skapaðist milli vagnstjóranna og farþeganna; það tókst gjarna ágætur kunningsskapur þarna á milli, þetta fók hittist meira og minna á hverjum degi, þvl eins og ég sagði, óku menn alltaf á sömu leiðinni. Vagnarnir voru mikið notaöir þvi þótt bærinn sjálfur næði ekki nema upp á Barónsstig þá voru býlin I nágrenni hans svo litil að þau framfleyttu ekki fólkinu einvöröungu og það þurfti að sækja vinnu til bæjarins. Eini stóri vinnustaðurinn var höfnin en fólk sótti líka vinnu við fisk- verkun og ýmsa aðra ihlaupa- vinnu hér og hvar eftir þvi sem gafst. Fólk þurfti líka aö komast til bæjarins til að versla þvi þaö var litiö um verslanir utan bæjar- Ragnar Þorgrimsson markanna. Fólk tók þvi vögnun- um mjög feginsamlega og það var þakklátt starf að vera vagn- stjóri. En þaö gat veriö erfitt á stundum, upphaflega voru t.d. engin snjóruðningstæki tii hjá Framhald á 2Í6. siðu. vagn- stj óri Rætt við Ragnar Þorgrímsson sem starfað hefur hjá SVR í 50 ár Þaö var virðingarstaða vera

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.