Þjóðviljinn - 22.08.1981, Síða 18

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Síða 18
18 StÐA ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. ágúst 1981 Áratugir aldarinnar Gunnar M. Magnúss rithöfundur skrifar Samantekt um áratugi 20. aldarinnar ANNAR HLUTI A þessum áratug koma fram og eru starf- andi Jóhannes Kjarval listmálari, Guö- mundur Thorsteinsson (Muggur) listmál- ari, Jón Þorleifsson listmálari, Rikharöur Jónsson myndhöggvari og Jón Stefánsson listmálari. Þá var máliö auögaö meö ættarnöfnum, samkvæmt lögum:Aöils, Arnalds, Bjarkan,. Bjarman, Brekkan, Elfar, Einis, Hamar, Hjörvar, Kjaran, Kjarval, Kaldalóns, Markan, Kvaran, Leifs, Rafnar, Sæberg, Smári, Viöar, VIÖis, Þormar, örvar, svo aö nokkur séu nefnd. Tveir atburöir frá þessum áratugum minntu á nýlendustigiö. Þegar islensku Ólympiufararnir fóru til Stokkhólms 1912, ætluöu þeir aö ganga saman sem fulltrúar þjóöarundir nafni Islands á skildi. En Dan- ir skipuöu þeim aö ganga inn á völlinn I miöjum danska hópnum. íslendingar neit- uöu þessu og gengu ekki inn á völlinn fyrsta daginn. Þeir sneru sér til verndara Ólympiuleikanna og fengu eftir þaö aö koma fram sem sjálfstæö samvinnuþjóö Ólympiuleikanna. Hinn atburöurinn var sá, að Danir leigöu Bretum landhelgi Islands I fimmtiu ár fram i tlmann, þannig aö landhelgin var ákveöin þrjár sjómilur. 1 staö þess ætluðu Bretar að kaupa danskar landbúnaöarvörur, svlns- flesk og egg. Islendingar kölluöu þennan þvingunarsamning „flesksamninginn”. En þó aö Bretar mættu veiöa svo nærri landi, að menn gætu úr landi greint lit á peysum skipverja á togurunum, þá brutu Bretar þessa landhelgi og skröpuöu inn aö strönd- um Suöurnesja og eyöilögöu veiöar lands- manna á stórum svæöum. Danir höföu hér varðskip aö nafninu til, en þau lágu tiöum i Reykjavikurlogni og Islendingar kölluöu þau „heimalömbin”. Nú var þaö 1913 aö stofnaður var á Alþingi Landhelgissjóöur til styrks viö mál- staö tslands. Og meö sambandslögunum 1918 var Islendingum heimilað aö taka strandgæsluna I sinar hendur. Bretum var eftir sem áöur heimilt aö veiöa inn aö þremur sjómilum frá landi. Þá skyldi stjórnum annarra landa vera heimilt, ,,er þegnar þeirra stunda fiskveiö- ar á hafinu umhverfis Færeyjar og Island aö ganga aö samningi þessum”. Sem sagt: öllum þjóöum var opnaöur vettvang- ur upp aö þremur sjómilum frá ströndum landsins. Ariö 1915 geröust þeir atburöir, sem eru minnisverðir i sögunni: lslendingar fengu viöurkenndan fána, þ.e. krossfánann þrilita sem sérfána Islands. Hitt var, aö konur „skuli hafa kosningarrétt og kjörgengi til jafns við karlmenn”. Konur fögnuöu þess- um réttindum, sem þær hlytu „fyrstar kvenna i heimi”, héldu hátiö, tóku aö gefa út málgagn fyrir sig, „19 júni”,og stofnuöu Landsspitalasjóö. Segja má, aö þær hafi, siöan hrint byggingu Landsspitalans i framkvæmd. Eimskipafélag Islands var stofnaö 1914. Þjóöin fagnaöi þessum atburöi, sem var merkur liður i frelsisbaráttunni. Gullfoss, fyrsta skip félagsins, kom til landsins i april 1915. Atta dögum slöar varö mesti stórbruni á lslandi, er tólf hús I Reykjavik brunnu á einni nóttu. Alþýðusamband Islands stofnaö 1916, allsherjarsamtök verkalýðs-og iönaöarmannafélaga. Forseti þess kosinn Otto N. Þorláksson skipstjóri. Islendingar eignuöúst fyrstu flugvélina 1919. Ariö 1918 var mikiö örlagaár. I ársbyrjun voru fádæma frosthörkur, svo aö flóar og firöir voru manngengir. Hafls rak aö landi á Vestfjörðum um Noröurland til Aust- fjaröa. Siglingar til landsins tepptust. Sjö hvitabirnir gengu á land. Þaö er til marks um ishelluna á Faxaflóa, aö af Skólavöröu- hæö I Reykjavik sást hvergi I bláan sjó. Harðindin stóöu fram undir febrúarlok. Um haustið barst til landsins spænska ! veikin. Or drepsóttinni féllu á fjórða hundr- aö manns á landinu, þar af um 260 manns I Reykjavik. úr henni féllu m.a. skáldin Jón Trausti og Guömundur Guömundsson. Þá var Kötlugos, sem geröi mikinn usla meö jökulhlaupum og vatnavöxtum. Hinn 1. desember 1918 tóku sambandslög- in gildi, danski fáninn var dreginn niöur á Stjórnarráöshúsinu og islenski fáninn dreg- inn aö hún. Stjórnskipan landsins haföi breyst, þann- ig aö 1917 voru skipaöir þrlr ráöherrar i staö eins áður. Eftir gildi sambandslag- anna var stofnaöur Hæstiréttur 1920. Og Js- land skipaöi i fyrsta sinn sendiherra I Dan- mörku. Þaö var Sveinn Björnsson. Og Dan- ir skipuöu sendiherra á Islandi. Þá var samþykkt nýtt skjaldarmerki. „Skjaldmerki Islands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Islands. Skjaldberar eru hinir alkunnu fjórar land- vættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi.” Skjaldarmerkið leysti af velli Valinn á bláum grunni, en valurinn haföi áöur kom- iö i staö flatta þorsksins, sem var merki Islands. Tvö stórskáld féllu frá i lokin, Jóhann Sigurjónsson 1919 og Matthias Jochumsson 1920, rúmri viku eftir áttatiu og fimm ára afmæli sitt. Margt markvert og áhrifarikt haföi gerst i þjóöfélaginu á þessum áratug. Þriöji áratugurinn Þriöji áratugurinn byrjaöi meö talsverö- um umsvifum i þjóöfélaginu. Meö sam- bandslögunum lögöust margar skyldur á þjóöina. Danmörk átti aö hafa utanrikis- mál Islands 1 umboöi þess og hafa á hendi gæslu landhelginnar, þar til Islendingar kynnu að vilja taka hana aö einhverju eöa öllu leyti i sinar hendur. Hæstiréttur Dana átti aö hafa æösta dómsvald i islenskum málum, þar til Islendingar kynnu aö ákveöa aö skipa æösta dómstól I landinu sjálfu. Þá var samþykktur gagnkvæmur ríkisborgararéttur i báöum löndunum. Islendingar tóku fljótlega strandgæsluna i sinar hendur. Vélbátar voru I fyrstu viö gæsiuna. Ariö 1920kombjörgunarskipiö Þór til Vestmannaeyja. Ariö 1926 keypti rikið skipiö til strandgæslu. Þar meö hófst strandgæsla lslendinga á gufuskipum. Sama ár kom varöskipiö Oö- inn til landsins, nýsmiöaöur i Danmörku, annaö gufuknúna varöskip landsins. Þetta ár fóru breskir togarar 1954 veiði- feröir á tslandsmiö. Alþingi geröi kröfur um uppsögn „flek- samningsins”, en allt kom fyrir ekki. Skipastóll landsmanna haföi aukist eftir styrjöldina. Seglskútur voru nú aö mestu úr sögunni, en i þeirra stað komnir vélbátar og togarar. Árið 1928 áttu Islendingar 39 tog- ara, sem á þvi ári fóru i 504 veiöiferöir. Bannlögin voru i gildi, en af þeim hlutust meiri vandræöi meö ári hverju. Ariö 1921 kom til Siglufjaröar þýskt skip meö 30 smá- lestir af vini, sem skipsskjöl sýndu að ætti aö fara til Gautaborgar. Þaö var gert upp- tækt. Þýskt skip kom til Grindavikur og ætlaöi að smygla vini á land. Miklar vin- biirgöir fundust I kolabarki i Reykjavik. En mesta smyglmál hér á landi var þó, þegar skipstjóri á varöbátnum Trausta ætlaði aö smygla á land 600 litrum af spfritus og 530 flöskum áf koniaki. Arið 1922 veitti rikisstjórnin undanþágu frá bannlögunum, aö kaupa mætti létt vin frá löndum, sem kaupa islenskan saltfisk (Spánarvinin). I landinu haföi risiö upp stétt manna, sem gegndu hlutverki bannlaganna. Þeir voru nokkurskonar vasaútgáfa af lögregluþjón- um. Aö visu gengu þeir ekki i uniformi, en þeir þurftu aö hafa einn sérstakan hæfi- leika. 1 skólum var kenntaö maöurinn heföi fimm skilningarvit: Sjón, heyrn, ilman, smekk og tilfinningu. Þessi stétt þurfti aö hafa ilmanina i lagi. Þeirra verk var aö fara á mannfundi og skemmtanir og þefa. Þeir þefuöu einnig af bilstjórum, svo aö eitthvaösé nefnt. Þeir voru almennt kallaö- ir þefarar og uröu margir landskunnir. En ekki voru þeir öfundsverðir af starfinu, þvi aö tiðum var bent á þá á götu, eins og þar færu grunsamlegir menn. Dæmi um starf þefara er eftirfarandi frá- sögn, dagsönn: Skemmtun var i sveitahér- aöi á sunnudegi. Prestur, sem haföi veriö aö embætta á annexiu i héraðinu, kom á heimleiöinni viö á skemmtuninni. Tók hann þátt i dansinum og var á skemmtuninni, þar til lokaö var. Þefari var á skemmtuninni. Hann skrif- aöi kæru til sýslumanns um afbrot prests. 1 skýrslunni stóö: „Og sýndist mér hann reika I dansinum.” Þaö var rétt. Prestur hafði smakkað þaö. Hann haföi veriö meö prestkraga sinn i öskju, en týndi kraganum á skemmtuninni. Hann fékk áminningu hjá sýslumanni og viðeigandi sekt. Þefarar uröu brátt kunnir menn. Ekki af þvi aö þeir þekktust af þeffærunum, heldur sökum þess, aö almenningur haföi andúö á banni i þessum efnum. Og fólk haföi nokkra skemmtan af ástandinu og söng: „Þar sem bændurnir brugga i friði, meöan —" Vafasamter, hvort nokkur stétt manna hefur hlotið hlálegri stööu i þjóðfélaginu en þefararnir. Þaö var eins og þefaranefniö stæöi skrifað i loftinu, hvar sem þeir fóru. Og liklegt var, að þeir bæru þefaraheitið fram eftir öldinni. Þaö kvaö svo rammt aö þessu, að börn þeirra guldu þeirra, svo sem aö vera kölluö „þefaradóttir”. A þessum áratug kom Kristján X. kon- ungur Islands og Danmerkur þrisvar sinn- um til tslands. Arið 1921 kom hann með Alexandrinu drottningu sinni og tveimpr sonum, Friðrik og Knúti. Konur fögnuöu vel komu konungs. Þaö var hann, sem skrifaði undir réttindi þeirra 1915. Konur færðu drottningu islenskan skautbúning, allan af gulli og silki geröan. Konungur gaf viö þetta tækifæri tiu þúsund krónur i Lands- spitalasjóö og fimm þúsund krónur til fátækra. Meöan konungur dvaldist hér aö þessu sinni var stofnuö hin islenska Fálkaorða, sem kom i staö Dannebrog. Næst kom konungur meö drottningu sinni áriö 1926. Þá lagöi Alexandrina drottning hornstein i grunn Landsspitalans. Hiö þriöja sinn kom konungur til landsins á Alþingishátiöina 1930. íþróttir stóöu I blóma. Gliman var I há- vegum. Glimuflokkur fór til Noregs 1925 pg sýndi þar glimu undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, til Danmerkur 1926 undir stjórn Jóns Þorsteinssonar og 1929 til Þýskalands undir stjórn Jóns Þorsteinsson- ar og Lúövigs Guömundssonar. Jóhannes Jósefsson glimukappi var erlendis á annan áratug, feröaðist um mörg lönd Evrópu, siöan um Kanada og Bandariki Norður- Ameriku og sýndi Islenska gllmu og sjálfs- vörn, en þar bauö hann hverjum sem vildi aö koma upp á pallinn og reyna aö leggja sig. Komu hnefaleikamenn og allskonar I- þróttakappar á móti honum, en sjálfsvörn hans og islensk glimubrögö dugðu honum venjulega til sigurs. Nú kom hann heim til Islands og byggöi fyrsta nýtisku veitinga- hús á Islandi Hótel Borg.er tók til starfaAl- þingishátiöaráriö 1930. Sundiö var önnur aöaliþróttin, sem stöö- ugt var i blóma, sundfélög voru stofnuö og um land allt voru geröar sundlaugar i sveit- um, einkum á vegum ungmennafélaganna. Konur létu til sin taka. Asta Jóhannesdóttir synti frá Viðey til lands 1927. Atján ára pilt- ur, Jón Ingi Guömundsson, varö sundkóng- ur 1927. Hann varö sundkóngur i fjögur ár, 1927-1930. Og Erlingur Pálsson synti úr Drangey á Skagafiröi til lands, svo sem Grettir haföi gert fyrir nálega 900 árum. Þetta var þvi kallað Grettissund. Sund Erl- ings var um 7 1/2 km. Hann var 4 klst. og 25 min. á sundinu. Þetta var mesta sundafrek íslendings. Atvinna landsmanna hafði aukist eftir samdrátt styrjaldarárin. Skipaflotinn var endurnýjaöur og aukinn, landbúnaður tók framförum meö áveitum og auknum véla- kosti. Klemens Kristjánsson hóf kornrækt á Sámsstöðum i Fljótshliö. Aldamótabörnin fóru að láta aö sér kveða i bókmenntum og listum þennan áratug. Sigurður Nordal hafði i lok fyrri áratugar sent frá sér Fornar ástir. Og nú samdi hann, ásamt Ólafi Lárussyni, Lögmanns- kjör á Alþingi 930, sem flutt var á Alþingis- hátiöinni. Fornólfur (Jón Þorkelsson þjóö- skjalavöröur) gaf út Visnakver Fornólfs 1923. Margir gáfu út fyrstu bók sina á ára- Kristján X kom hingaö áriö 1921 ásamt konu sinni Alexandrinu og tveimur sonum. Hiuti slökkviliösins á æfingu 1921 viö slökkvistöðina I Tjarnargötu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.