Þjóðviljinn - 22.08.1981, Síða 20

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Síða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. ágúst 1981 dægurtónlist Third Worla: Michael Ibo Copper/ nl|omborð/ Irvin Carrot Jarret, ásláttar- hljóófæri/ William Rugs Clark, söngur, gitar, Stephen Cat Coore, gitar, bassi, söngur, Richie Daley, bassi, gitar, Willie Stewart, trommur. Third World — Rock The World Lagið Dancing On The Floor (Hooked On Love) sem nú er víða ofarlega á vinsældalistum er eitt tiu laga á nýjustu breið- skifu Third World, Rock The World. Third World var stofnuð á Jamaica 1973 og var i upphafi skipuð fjórum mönnum. Siðan var tveim bætt við og eftir það fluttu þeir búferlum frá heima- landi sinu til Englands og hafa gefiö út eitthvað rétt innan við tug breiðskifna i þvisa landi. Þeir sexmenningar spila „Jah’s music ” að eigin sögn, eða tónlist til dýrðar Jah, guði þeirra Rastafaria, og sköpunarverki hans. Þeir eru sem sagt trú- bræður Bobs heitins Marley, Peters Tosh og fleiri reggae- listamanna. Þeir eru að visu öllu bliðari i sinum boðskap en Marley og þótti þeim hann of herskár. Rastafari-trúin verður æ út- breiddari á Jamaica, einkum meðal þeirra sem minna mega sin þar, en þeir munu æði margir. Trú þessi er sam- tvinnuð leit þeldökkra Jamaica-búa að uppruna sinum, en þeir eru afkomendur afrikanskra þræla sem Bretar fluttu til eyjarinnar til að vinna á plantekrum þar. Heim hvita mannsins kalia þeir Babýlon, en Afrika er fyrirheitna landið og þar er framtiðin. Þeirra mess- ias var Heile Selassie Eþiópiu- keisari, „Ljónið af Júda”, sem lést árið 1975. Mér leiðist reyndar óttalega þetta guðsbull i þeim (og reyndar fleirum), en hinu er ekki að neita, að hreyf- ing þessi er þörf og verður æ áhrifarikari i þessu guösvolaða landi, þótt áhrifarikasti postuli hennar, Bob Marley, sé fallinn frá. Og hún er þáttur i aö byggja upp sjálfsviröingu hinna kúguðu á Jamaica. En músik var það heillin, og hana hefur Third World á sinu vaidi. Third World mun lika vega sú reggae-hljómsveit sem hefur náð hvaö viötækustum vinsældum fyrir utan Jamaica, að Bob Marley fráteknum. Sumir landar þeirra hafa reyndar sakaö þá um að leika útvatnaða reggae-tónlist. Þeir félagar haröneita þvi, segjast að visu breyta henni og vilja ná til sem flestra eyrna. Third World sé glaðvær hljómsveit og hlutverk hennar aö gera hinum kúguðu i heimi hér lifið léttara. Ekki litið verkefni það og margir þeirrar skoðunar að að- ferð Third World sé seinvirk nokkuð og marga þrýtur þegar þolinmæði til aö biöa eftir árangrinum. A meðan ruggar „Þriðji heimur” okkur með góðu reggae blönduðu mismik- illi „sólmúsik” (soul), sem jaðrar jafnvel við diskó á stundum. Black Uhuru — Red Reggae-hljómsveitin Black Uhuru er álitin liklegust lista- manna i þessari grein til að fylla upp i það skarð scm Bob Marley skildi eftir sig er hann lést. Engu skal spáð um það hér en hins vegar er óhætt að mæla eindregiö með nýjustu plötu þeirra, Red. Hér er á ferðinni ekta reggae, miklu nær rótunum en Third World, og jafnframt eru lög Michaels Rose mjög gripandi, t.d. Youth of Eglington, sem ætti svo sannarlega vinsældir skildar. Aðalhljóöfærin eru auð- vitað bassi og trommur og hér eru þau i höndum Roberts Shakespeare og Slys Dunbar, sem mun forustusauður i trommuleik á Jamaica. Þeir félagar stjórnuöu einnig upptökum á Red og hljóðblönd- uðu við þriðja mann, en þeir (Sly og Robert) stofnuðu saman útgáfufyrirtækiö Taxi á Jamaica. Það er Island fyrirtækið sem gefur út plötur Black Uhuru, en það fyrirtæki hefur haft forystu um að kynna reggae tónlist Jamaica-búa fyrir utan heima- land þeirra. Stofnandi Island er Chris Blackwell sem er fæddur á Jamaica af hvitu fólki kom- inn. Hann stjórnaði upptöku á fyrstu ska-plötunni, My Boy Lollipopp meö Millie Small, og það leiddi til aö hann stofnaði Island 1964. 1970 tók hann svo Bob Marley og Wailers undir sinn verndarvæng og hefur haldið tryggð viö reggae allar götur. Textarnir hjá Black Uhuru eru á jamaica-ensku og ef ein- hverjum finnst Marley hafa verið illskiljanlegur á stundum ætti hann að kikja á þessa texta. Þeir eru náttúrlega i anda Rastafaria, en efnislega nær Bob Marley en Third World. Við skulum svona i lokin lita á eitt dæmi, Puff She Puff : Puff she puff no bother puff pon Rasta Though she tough no bother puff pon Rasta Puff she puff No bother puff pon Rasta Making love on hungry belly I couldn’t cope to long With my bare long hands I am embarassed most the time But it’s not no crime Children crying day and night can’t find mummy A puff she puff no bother puff pon Rasta she puff she puff She just a puff pon Rasta She say rude Tough she tough hard she hard A no soft she soft Puff she puff She just a puff pon Rasta Anough she nough you kinna nough pon Rasta Money I can hardly find And white scawl a bite Simpie things are so serious In these time The things that you do and upset some day and regret Though tough tough she tough A puff she puff No bother puff pon Rasta (M. Rose) Umsjón: Andrea Jónsdóttir Þursar í upp- hafi hringsins Þursarnir hófu hringferð sina hinn 18. þessa mánaðar í Sel- fossbiói og prufukeyrðu pró- grammið fyrir fullsetnu húsi. Þetta var þrælskemmtileg hlélaus kvöldstund og fólk sat sem fastast og klappaði eftir að þeir höfðu flutt aukalagið um Jón kræfa og vildi meira, enda þótt enginn sé ofsæll af aö gista sætin f Selfossbiói of lengi. Það stendur þó greinilega til bóta samkvæmt þeim fjörkippi sem hefur hlaupið i smiði nýja sam- komuhússins þar, enda kosn- ingar aö nálgast... Hljómsveitin flutti lög úr Gretti og annað góð- og nýmeti og sýndi enn á ný að þar fara engir aukvisar sem Þursar eru. Gaman verður að heyra f þeim þegar þeir loka hringnum og hafa hrist(st) enn betur saman á hringveginum. Vert er að geta þess, að hljómburður var með ein- dæmum góður i Selfossbiói þetta kvöld. Ekki veit ég hvað sá heitir sem stjórnaði þvi, en hann á hrós skilið, t.d. fyrir trommu„effekta”. Þursarnir verða á Akureyri á sunnudags- (á morgun) og mánudagskvöld, eins og fram kemur i annarri frétthér á sið- unni. „Græjurnar” hrelldu Utangarðsmenn Tæknileg vandamál léku lausum hala á hljómleikum Utangarösmanna um siðustu helgi. Aöeins helmingur af há- talaraboxunum virkaði og i töluverðan tima heyrðist ekkert i Bubba. Bilunar i tækjunum varð ekki vart fyrr en átti að fara aö hleypa inn og dróst þaö þvi um hálftima. BARA-flokkurinn byrjaði hljómleikana og er þar efnileg sveit á feröinni og stendur fylli- lega undir þvi sem þeir gera á hinni nýútkomnu 6-laga plötu sinni. Siöan byrjuðu Utangarðs- menn keyrsluna á sinu pró- grammi. Aðallega gamalkunn - lög, en nokkur ný, og það var einmitt i þeim sem kerfið sveik áheyrendur um söng Bubba. Það er gifurlegur kraftur i flutningi Utangarðsmanna á rokklögum sínum og þeir voru samstilltari i sviðsframkomu nú en áður, þrátt fyrir allar sögusagnir um upplausn. Utangarðsmenn luku konsert- inum með þvi að hefna sin á græjunum og notuðu til þess gamalt bragð frá The Who. Af- leiðingin varð sú aö þeir hafa þurft að fá sér einhveria vara- hluti. Háskólabió virtist fullsetið og hljómleikagestir ánægðir þrátt fyrir allar bilanir. Hlerast hefur að Utangarðsmenn ætli að bæta fólki upp gallana með þvi halda frian konsert á næstunni. (Sel ekki dýrara en ég keypti). BARA flokkurinn leikur á heimavelli ásamt utanbæjarmönnum — Þey og Þursum. Til Akureyringa Dúllað i Skemmunni: Þann 23. þessa mánaðar mun meiri háttar tónlistarviðburður eiga sér stað i tþróttaskemmunni á Akureyri. Þar munu koma fram þrjár af okkar bestu hljóm- sveitum, Þursarnir, BARA- flokkurinn og Þeyr. Full ástæða er til að hvetja norðanmenn til að fjölmenna, þvi að óvist er að samkoma sem þessi verði endurtekin á næstu árum. Dúllað i Skemmunni er til- einkað þeim mæta manni Gvendi Dúllara sem frægur var fyrir dúll á öldinni sem leið. Hljómleikarnir hefjast kl. 21 og verð aögöngumiða er 90 kr. Góöa skemmtun Akureyringar. —JVS Takið eftir Haldið ykkur fast, spennið beltin, þvi að nú veröur sagt frá merkum tfðindum. SATT og Jazzvakning hafa leigt Félags- stofnun Stúdenta öll föstudags- og laugardagskvöld fram aö jólum til hljómleikahalds. Fyrirhugað er að tvær hljóm- sveitir komi fram á hverju kvöldi, ein „þekkt” hljómsveit og önnur sem er að stiga sin fyrstu spor á sviði. Tónleikarnir munu standa yfir frá klukkan 21 til mið- nættis. Þannig að ballsjúk - lingarnir geti fengiö skammtinn sinn að hljómleikum loknum. Guðni Rúnar Agnarsson Dagskrá mun liggja frammi i upphafi hvers mánaðar þannig að umhugsunartimi ætti að vera nægur fyrir alla. Guðni Rúnar Agnarssonhefur veriö ráðinn framkvæmdastjóri til að sjá um þessi kvöld. Ekki er að efa aö hann mun standa sig. Þá er komið að okkar hlut að hann er sá að láta sjá sig og það sem oftast. —JVS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.