Þjóðviljinn - 25.08.1981, Page 9
S SiD \ — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. ágúst 1981
Þriöjudagur 25. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9
Liv
Ullmann
um ógnir
atóni'
sprengjunnar
Liv Uilman segir aö þaö sé ekki rétta leiöin til aö axla ábyrgö af vanda
samtimans, aö halda fram nauösyn þess að vígbúast svo hægt sé að af-
vopnast.
— Þann 6. ágúst 1945 féll
sprengjan á Hiroshima.
— Þann 6. ágúst 1981 hélt
friðargangan innfyrir
borgarmörk Parísar.
Þessir tveir atburðir eru
kveikjan að hugleiðingum
Liv Ullmann hér að neðan.
— ( dag eru möguleikar
okkar miklir og ábyrgðin
þung, — skrifar hún. Þessi
ábyrgð verður ekki öxluð
með því að halda því f ram,
að síaukin hervæðing fái
tryggt friðinn.
Hiroshima, 6. ágúst 1945 aö
morgni dags:
„Klukkan 8.15 um morguninn
var ailt skyndilega baöaö I rés-
rauöu og skæru geislaflúði. Þaö
kvaö viö furðulegt hvinandi hljóö
og svo tók allt i einu aö falla svart
regn.
Viö mér blasti fjalliö Hijiyama.
Ég sá ský bakvið fjalliö I laginu
eins og sveppur. Efsti hluti þess
mjókkaöi i toppinn, en þandist
stööugt út meöan ég virti þaö fyr-
ir mér. Ég undraöist af hverju
þetta rauða ský stafaði."
Viö sátum saman nokkrir vinir
fyrir fáeinum dögum síðan og
skiptumst á skoöunum meö ,og
móti kjarnorkuvopnalausum
Noröurlöndum. Einhver sagöi
þaö einfeldningslegt aö skilja
ekki aö hervæðing og vopnakapp-
hlaup kæmi i veg fyrir striö.
Þvi var haldiö fram, aö óskir
um tafarlausa afvopnun og kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd bæru
vott um, aö maöur heföi ekkert
lært af siöari heimsstyrjöldinni.
Þá rif jaöist upp fyrir mér fagur
sólardagur aö hausti i Auschwitz.
Við vorum að vinna að gerö heim-
ildarkvikmyndar fyrir ameriska
sjónvarpsstöö. Myndin bar heitið
„The Children of the Holocaust”.
Veriö var aö taka viötöl við konur
og karla sem á barnsaldri höfðu
dvalist I fangabúöum meöan Hitl-
er var viö völd. Einnig voru kvik-
myndaöar búöirnar eins og þær
lita út i dag. Dag þennan var með
okkur kona, sem Hanna heitir.
Þetta var i fyrsta sinn, sem hún
sneri til baka til þess staðar, þar
sem hún haföi um þriggja ára
skeiö oröiö fyrir baröinu á mann-
vonsku og niðurlægingu ásamt
þúsundum annarra þjáninga-
bræöra og systra.
Jæja, þennan sólrika eftirmið-
dag áriö 1979 gekk hún niður aö
gasklefanum og likbrennslu-
húsinu og stóö þar lengi og drjúpti
höfði. Allir þeir, sem höföu þekkt
hana, þegar hún var litil stúlka,
höföu látiö lifið i þessum kalda,
dimma sal.
Myndin af Hönnu þar sem hún
situr skömmu siöar alein i gras-
inu fyrir utan bygginguna meðan
kvikmyndavélarnar streitast viö
aö festa á filmu þaö sem geröist
fyrir ekki svo löngu siöan, — sú
mynd þar sem hún situr þarna al-
ein i grasinu meö andlitið i
gaupnum sér, mun aldrei hverfa
úr huga mér. Yfir henni hvilir
orölaus sorg og ásökun.
Öldin okkar
Viö erum börn tuttugustu ald-
arinnar. Yfir hana hafa riðiö tvær
heimsstyrjaldir auk alls konar
annarra striöa. Fyrir fáeinum ár-
um siðan vorum viö vitni aö þvi
aö örvilnaö fólk var hrakið á
flótta og breytt i lifandi kyndla i
sinu eigin heimalandi, Vietnam.
1 þöglum óhugnaöi höfum við
horft uppá fjöldamorö miljóna
„óæskilegra” karla, kvenna og
barna i Kambódiu. Viö höfum séö
myndir af flóttafólki á bátum,
sem látist hefur á hafi úti, verið
nauögaö og drepið á leiö sinni til
hafnar. Mebal þeirra fórnar-
lamba, sem sögur hafa einnig
farið af, eru 300.000 saklausra,
sem oröiö hafa ógnarstjórn Idi
Amin aö bráö. Þúsundir drep-
inna Libana bætast viö ódæöalist-
ann okkar. Þau börn sem horfið
hafa sporlaust I Argentinu og ör-
vilnun foreldra þeirra auka enn á
vitneskju okkar og angist. örlög
ofsóttra og myrtra i E1 Salvador
vekja djúpan óhug — þau eru tim-
anna tákn. Kaþólikkar og mót-
mælendur, sem dag hvern deyja á
trlandi, valda ókyrrö i sálum okk-
ar og hjálparleysi.
Þær miljónir manna sem lenda
á flóttamannsveginum vegna
striðsátaka og deyja undir beru
lofti langt frá sinu heima — utan
landamæra fósturjarðar sinnar —
eiga tilkall til bróöurkærleika
okkar og ábyrgöar.
Um þetta getur Phorls vitnaö.
Hann er 13 ára flóttamaöur frá
Kambódiu: „Mig langar svo til
þess aö snúa aftur og hreinsa til i
musterunum. Ég sakna þeirra
svo mikiö. Auövitaö sakna ég lika
foreldra minna, en ég veit ekki
hvort ég finn þau aftur, þegar ég
sný til baka. Musterin og fjöllin
eru þarna örugglega ennþá. En
hvort pabbi og mamma séu þarna
ennþá, þaö er ég ekki svo viss
um.”
Tækifæri, ótti
Viö lifum þá tiö, er fáeinir hafa
náö lengra en nokkur heföi getaö
imyndað sér hér i eina tiö meöan
allur þorri jaröarbúa lifir i stöð-
ugum ótta, neyö og hungri. Viö
lifum þá tið, er framfarir i lækn-
isfræöi og visindum falla með öllu
i skuggann af framleiðslu og full-
komnun tóla, sem notast skulu til
gjöreyðingar.Viö lifum þá tiö, er
miljónir litilla barna gráta sárt
án þess að vera sinnt, — meöan
fjálglegar yfirlýsingar og loforð
valdamannanna eru prentuö og
dreift um viöa veröld. Hungrið
sverfur aö fjöldanum meöan út-
valdir ráðast i geimferðir.
A næstu minútu munu fæðast
rúmlega þrjú hundruö börn i
heiminum. Flestra þeirra biöur
sultur, fátækt og þreyta og ævi-
langur flótti.
Svo fremi aö jarðlif viöhaldist.
Viö verðum aö axla ábyrgöina á
mannslifum en ekki striöstólum.
Við verðum aö sinna gömlu fólki
sem græturog foreldralausum
börnum. Viö verðum aö opna dyr
okkar og hjörtu fyrir heimilis-
lausu fólki. Rétta ókunnugum
hjálparhönd, snerta meöbræður
okkar: Hversu fallegt er ekki aö
sjá fingur fléttast saman á stundu
djúprarsamkenndar. Ætlar þú aö
bjarga mér?
Svo margar myndir.
Svo mikill metnaöur.
Svo mikil þjáning.
_H.ve.rsu mörg mannslif þurfa að
fara til spillis svo viö fáum skiliö.
Um hádcgisbil i Hiroshima 6.
ágúst 1945:
„Ég teiknaöi hérna bakgarö
Hiroshima Kyosai spitalans.
Stúlkan sem situr á miöri mynd-
inni er ég. Ég stari á móöur mina
og yngri bróöur sem eru skaö-
brennd. Bróöir minn dó um tólf-
leytiö fyrir augunum á mér.
Ungabarn á þessari mynd rig-
heldur i iátna móöur sina. Strák-
urinn, sem situr fyrir framan
barniö, dó eftir aö hafa sagt viö
mig: „Ég er frá barnaskóla lliro-
shima. Vertu svo væn aö færa
henni rnóöur minni þennan há-
degisverö.” Og hann rétti mér
Hinmura Bento-inn sinn, sem
sainanstendur af hrisgrjónum og
plómum”.
Viö veröum aö finna leiöir til
þess að sporna viö sögulegri niö-
urlægingu mannsins. Þrátt fyrir
allt þaö, sem á okkar timum leiöir
til ofureinföldunar llfsskilyrö-
anna, veröum við aö itreka aö
mannsllfin eru heilög. Aö hvert
einasta mannsbarn er einstakt.
Að i okkur öllum býr möguleikinn
til þess aö snúa veröldinni til betri
vegar.
Um það snýst lif okkar allra. Af
þvi leiöir, að ef viö gefum ekki
þaö besta sem i okkur býr glopr-
um viö niöur þvi sem mestu varö-
ar.
Höfuðtækifæri lifs okkar er að
fá einhverju jákvæöu til leiöar
komiö i þróun mannsandans.
Flóttamaöur frá Chadian i
Cameron lýsti örlögum sinum á
eftirfarandi máta: „Faðir minn
er dáinn. Móöir min er dáin.
Bræöur minir eru dánir. Þaö skall
á striö og ég mun aldrei sjá þau
aftur. Ég er aleinn. Ég finn til
hamslausrar reiöi. Þetta var
hrein slátrun. Ég horföi á for-
eldra mina deyja. Byssukúla fór i
gegnum móöur mina. Sprengja
féll á höfuöiö á fööur minum. Ég
grét. Nágrannarnir komu mér
undan. Sefgrasiö skar mig til
blóös.”
Eftir þvi sem. vopnvæöingin
eykst markvisst nálgast sú stund
ógnvænlega, er atómsprengjan
veröur oröin almenningseign.
Hættan á hvellinum mikla eykst
dag frá degi.
Það er fyllsta ástæða til þess að
óttast. t dag eru einstaklingar
skráöir sem númer. Viö erum
ekki lengur fólk heldur tölfræöi-
legar færslur.
Sturlun vopnakapphlaupsins
hlýtur aö enda meö tortimingu
alls lifs ef ekkert er aö gert. Ef óp
fórnarlambanna veröa þöguö i
hel. Hvers vorum viö fróöari eftir
aö atómsprengjan var notuð i
fyrsta sinn? Eftir aö hún haföi
veriö notuö I tilraunaskyni (þvi
enginn vissi raunverulega um
hverjar afleiðingarnar yrðu) — á
fólk. Eftir aö hún haföi veriö not-
uö til viövörunar og sem sönnun á
hernaöarlegum yfirburöum.
Hiroshima 6. ágúst 1945:
„Stúlkan var særö á bringunni
og bööuö í blóöi. Hún var skólaus.
Enn gat hún hugsað skýrt og forö-
ast alla þá farartálma sem lágu á
veginum, fikraösig áfram i áttina
heim til sin þar sem foreldrarmr
biöu hennar. A leiö okkar gegnum
bæjarhverfiö Matoba komum \ iö,
stúlkan og ég, aö torgi sem kail-
ast Kohin-Machi-Akebono-Cho.
Báöuinegin götunnar voru must-
eri. Alls staöar geisaöi sama eld-
hafiö. Oll sund virtust okkur lokuö
utan einnar þröngrar götu, sem
þó var líka bööuö eldi. Fötunum
okkar höföum viödýft i vatn en nú
voru þau oröin skrjáfþurr og
brennandi heit. Nú dýföum viö
þeim aftur i vatnsból sem þarna
var I loftvarnarbyrgi og hlupum
svo i einu hendingskasti gegnum
eldinn. Vltis hiti skall á okkur.
„Eru þetta endalokin. ó, góöi guö
hjálpaðu mér”, hvíslaöi ég og
baö. Þegar okkur haföi tekist
aö koma okkur fyrir á öruggari
staö litum viö til baka. Ekkert i
lifi minu hefur siöan vakiö mér
jafn mikinn ótta. En jafn vel á
þessum staö, sem taldist örugg-
ari, fann ég mörg lik, sem lágu i
ioftvarnarbyrginu, undir föllnum
trjám og viöar. Þegar viö aö lok-
um náöum heim tii stúikunnar i
Nakayama haföi myrk sumar-
nóttin þegar umlukiö okkur.”
Okkur býöst i dag mikiö tæki-
færi og á okkur hvilir mikil
ábyrgö. Tækifæri, af þvi ennþá er
ekkert of seint, ábyrgö, af þvi aö
framtiö manns og heims er á
valdi kynslóöar okkar.
Sú ábyrgö verður ekki öxluö
meö þvi aö byggja sifellt stærri
eldflaugarvopn eða meö þvi aö
vinna aö uppbyggingu æ stærri
hernaðarvelda. Sú ábyrgö veröur
ekkí öxluö með útgáfu nýra
skýrslna eöa mælskuflóði um
nauösyn hernaöarmáttar. Sú
ábyrgö veröur ekki öxluö meö þvi
aö predika, aö vopnvæöing sé
fyrsta skrefiö i átt til afvopnunar.
Ég álit að eina færa leiöin sé aö
minnast þess hver viö erum og
hvaö við erum. Við veröum aö
beita þvi besta sem i okkur er af
öllu afli i þágu friöar og bróöur-
kærleika, viö veröum aö standa
vörö um vonina til handa meö-
bræðrum okkar fjær og nær.
Ég verö aö vikja aftur aö þess-
um eftirmiödegi, þegar Hanna
sat meö andlitiö i gaupnum sér
fyrir utan gasklefann i Ausch-
witz. Ég minnist Hönnu og sorgar
hennar og sé um leiö fyrir mér
þennan fagra eftirmiðdag, sem
umlukti hana, — sólin og tréin i
haustbúning, allt fullt af friö, feg-
urö og litum. Sorgin hennar
Hönnu var til komin á ööru
hausti, þegar öll ró var rifin upp
meö rótum. A ööru hausti, þegar
Auschwitz og stór hluti Evrópu
voru ekki bara sólvermd heldur
brunnu i striöi.
Sú var tiðin, aö maöur að nafni
Heinrich Himmler básúnaöi: „Ég
hef tekiö þá ákvöröun aö hvert
einasta júöabarn skal þurrkaö út
af yfirboröi jaröar.”
Til er þýsk bók, sem heitir á
ensku: „Fortheirs was the hell”.
Hún greinir frá dauöa rúmlega
einnar miljónar gyöingabarna i
fangabúðum Hitlers. Þar má
lesa: „Þá tóku verðirnir aö skipa
börnum inn i gasklefann og lik-
brennsluhúsið. Litiil snáöi, innan
viö tveggja ára gamall, var of
ungur til þess aö geta skriöiö upp
tröppurnar. Þá tók einn varöanná
barnið upp og bar þaö inn i gas-
klefanni’.
Þessi litli drengur lét lifiö til
einskis ef viö hjökkum alltaf i
sama farinu og látum allt byrja
uppá nýtt.
Endurreisum mannlega sæmd
hér á jörðinni. Þaö er skuld okkar
hvers viö annaö.
Þaö er einnig skuld okkar viö
alla þá, sem þurrkaöir hafa veriö
út og þaggaö endanlega niöur i. I
þeirra hóp eru svo margir, sem
ættu ef allt væri með felldu, að
veröa meöal okkar i dag: allir
prestarnir, listamennirnir, múr-
arameistararnir, sjómennirnir,
mæöurnar, feöurnir, þeir sterku
og þeir veiku, visindamennirnir
og kennslukonurnar, iönaöar-
mennirnir og prófessorarnir.
Þeirra vegna megum viö aldrei
láta þaö gerast aftur. Aögeröa-
laus megum viö ekki láta drekkja
jöröinni i striösvélum. Hún fær
ekki rúmaö bæöi okkur og þær.
Aö þessu sinni, ef sprengjurnar
falla, veröur of seint aö læra af
reynslunni.
Hiroshima, 6. ágúst 1945:
„Unglingsdrengur baö mig aö
gefa sér vatn. Ég haföi heyrt
sagt, að ef fólk scm orðið heföi
fyrir geislun frá atómsprengju
drykki vatn þá dæi þaö. Þvi synj-
aöi ég honum um vatn. Daginn
eftir, þegar ég átti ieiö um torgiö,
lá hann á bakinu og var dáinn. Þá
óskaöi ég þess, aö ég heföi gefiö
honum vatn, jafnvel þó hann heföi
dáiö fyrr. Ég krosslagöi hendur
hans og fór meö bæn til Amitaba.
Viö þetta tviefldust áhyggjur
ininar af minu eigin barni, sem ég
leitaöi um allt. Þaö hlaut aö hafa
dáiö á jafn hræöilegan máta eöa
kanuski lá þaö og kvaidist. Ég
þurrkaöi burt tárin sem fyiitu
augu min og yfirgaf torgiö.
Kvöldiö eftir frétti ég, aö barniö
mitt heföi hrópaö „pabbi —
tnamma” áöur en þaö gaf upp
öndina. Þaö var stutt lifaö fyrir
þrettán ára dreng. Nú eru mörg
ár liðin siöan sonur minn dó, en
minningin um hann og unglings-
piitinn á torginu, sem baö um
vatn, hverfur aldrei úr huga
mér.”
Tilvitnanirnar eru fengnar ur
bókinni „Unforgettable Fire”, en
i henni eru myndir og mál eftir
fólk, sem lifði af fyrstu atóm-
sprengjuárásina á Japan.
(Dagbladet 7. aprH 1981)
ÞAÐ MÁ ALDREI GERAST AFTUR