Þjóðviljinn - 25.08.1981, Page 15
Þriðjudagur 25. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
frá
ISI
Ofbýður
léttlyndi
Ástæðan fyrir þessum skrif-
um er sú, að mér oíbýður létt-
lyndið i skrifum blaðsins um
dægurtónlist. Blaðiö er mál-
gagn sósialisma og verkalýðs,
en ekki auglýsingabæklingur
Steinars hf. eða annarra full-
trúa poppkapitalismans.
Hvað kemur islenskum
verkaiýð við hvort önnur plata
ensku skallapopparanna i Any
Trouble sé skárri en sú fyrri?
Eða þá lofræðan um Janis lan
og allar hinar poppstjörnurn-
ar sem hafa þvi einu hlulverki
að gegna að sljóvga alþýöuna?
Þessar poppstjörnur teija sig
ekki hafa neitt að segja um
hluti sem skipta máli, þær
yppta öxlum og segja, að nógu
margir séu til að taka málstað
þeirra sem minna mega sin.
Þvi miður er sú ekki raunin,
en engu að siður eru til popp-
stjörnur sem styöja sósial-
isma og verkalyð i orði sem á
boröi. I Bretlandi eru það t.d.
Mekons, The Pop Group, Tom
Robinson, Gang ol 4, Clash,
Crass.Linton Kwesi Johnson,
UB 40, The Beat o.m.fl.. 1
Bandarikjunum eru það Dead
Kennedys, Bruee Springsteen,
Gil Scott-Heron, Tom Paxton
o.m.fl., og i Þyskalandi Nina
Hagen, Splitt, Wolf Bierman
o.m.fl.. Hérlendis eru það
Utangarðsmenn og Bubbi,
Tolli, Taugadeildin, Spilafifl,
kamarorghestar, Orghestar,
Án Orma, Megas og m.fl..Ég
gæti haldið áfram að telja
lengi enn, en ég læt hér staðar
numið.
Þær poppstjörnur sem ég
hef þegar talið upp eru allar
mjög vinsælar og þekktar.
Samt eyðir málgagn sósial-
ismans siðu eftir siðu undir
Any Trouble og Janis Ian. Ef
svo heldur áfram sem horíir
liður ekki á löngu þar til popp
skribentar blaðsins lara að
leggja metnaðsinn i aö ná sem
lengstum viðtölum viö fasista
á borö við Erie Clapton, David
Bowie, Valla i Fræbbblunum
og Magga i Brimkló. Hvert
erum við þá komin?
Sveinn Sigurðsson
Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
s tb m
QA HEfr/
E/A
F) N kiST /\£>
V APv P* í-0 A-Ð cÝM
FlE’tMt sAKAM/\L4 ,
féjT) E\NÍ0OG- UE'NN
qAROÖAAIMn
m
Elskulegum vatns-
veitumanni þakkað
Helga Valdimarsdóttir i
Keykjavikhringdi og átti fróð-
legt og skemmtilegt spjall við
blaðamann um eitt og annaö,
aðallega um húsnæðismál.
Hún á ibúð sem hún heíur
leigt út, en fengið mjög
misjafna leigjendur, og
lagði áherslu á, að hræösla viö
lélega umgengni leigjenda
ætti sinn þátt i að húseigendur
væru tregir til að leigja. Það
væru margir sem kviöu
örlögum mannsins sem sagt
var frá i Dagblaðinu á
dögunum, og fékk ibúð sina i
rúst eftir leigu.
Helga og blm. komust að
þeirri niðurstöðu, aö ef samn-
ingar væru gerðir i samræmi
við lögin nýju ætti þetta ekki
að koma fyrir. Helga benti
lika á, og það tekur blm. heils
hugar undir, að leigusölum sé
hollara að taka tryggingu, 1—2
mánaða leiguupphæð, i stað
þeirra óhóflegu lyrirfram-
greiðslna sem nú tiðkast.
,,Það er nú alltof mikið
kvabb og nöldur i blöðunum”,
sagði Helga að lokum ,,og mig
langar að bregða útaf venj-
unni. Móðir min á tiræðisaldri
varð fyrir þvi að vatnskassinn
hennar bilaði. Hún leitaði i
allar áttir, og fékk enga hjálp
þangað til það kom maður frá
Vatnsveilunni, mjög elsku-
legur, og lagaði þetta fyrir
hana. Eg vil koma á framfæri
þökkum til þessa manns og til
Vatnsveitunnar. Þessi opin-
beru fyrirtæki fá vist ekki
alltof mikið hrós.”
Þvi er hérmeð komið á
framfæri, og Helgu þakkað
kærlegafyrirspjallið. —m
Barnahornid
Hvaða skepnur eru þetta?
Dragið línu frá a og
áf ram eftir staf róf inu.
rO
V *i
%
\
0
6 © ©'
.m
«P
© e g h
«# © ©
#| ®r
®o
Umræður í sjónvarpssal:
Lýðræðið í verka-
lýðshreyfiiigunni
Magnús L. Sveinsson
Vilmundur Gylfason
Eðvarð Sigurðsson
Fréttastofa sjónvarps lagði
fram tillögu i siðustu viku i út-
vaipsráðium gerð umræðuþátt-
ar um eftirfarandi efni: ,,Er
lýðræði i verkalýðshreyfing-
unni?”
Það hefur frést-að mörgum
útvarpsráðsmanninum hafi þótt
skjóta þar skökku við, er berg-
málið af ruglukollshætti og
frústrasjónum hlutverkalausra
stjórnmálaleikara gæti leitt til
annarrar eins tillögu.
Að loknum umræðum og at-
hugasemdum var þó samþykkt
að ræða þessi mál en undir ann-
arri yfirskrift: „Lýðræði i
verkalýðshreyfingunni”.
Mörgum verður eflaust spurn
hvers vegna þetta efni er sett á
oddinn núna og hvers vegna
verkalýðshreyfingin er á þenn-
an máta dregin fram isviðsljós-
ið frekar en önnur félagasamtök
i landinu?
Ef að lýðræði skal þýða at-
kvæðisréttur hins almenna fé-
laga i verkalýðsfélögunum og
möguleika hans til þess að hafa
áhrif I ákvarðanatöku, þá rfkir
með þeim hvorki meira né
minna lýðræði heldur en i öðr-
um islenskum félagasamtökum
eða i islensku samfélagi i heild.
Þetta veit alþjóð þó einstaka
menn þreytist seint á að þrasa
,,um keisarans skegg” og fái
jafn vel styrk af almannafé til
þess aö gera það opinberlega.
Þetta er umræðuþáttur i
beinni útsendingu undir stjórn
Ölafs Sigurðssonar frétta-
manns. Fjdrir menn ræða efnið
við hringborð, þeir Eðvarð Sig-
urðsson formaður Dagsbrúnar,
Guðmundur Sæmundsson
verkamaður á Akureyri, Magn-
ús L. Sveinsson formaður Versl-
unarmannafélags Reykjavikur
og Vilmundur Gylfason alþing-
ismaður og ritstjóri. Auk þess-
ara mun ólafur ræða við þá
Guðmund H. Garðarsson fyrr-
um formann VR og Björn
Bjarnason fyrrum formann
Iðju.
Viðfangsefni umræðnanna
verður að sögn Ölafs, spurning-
in um það hvort uppbygging
verkalýðshreyfingarinnar sé á
þann veg að lýöræöisleg geti tal-
ist, enþað telur Vilmundur að sé
ekki eins og kunnugt er.
Auk þessa velta menn fyrir
sér hvort vinnustaðurinn sé
heppileg samningseining, en
það telur Vilmundur að sé og
ennfremur hvernig skýra megi
lélega þátttöku hins almenna fé-
laga i verkalýðshreyfingunni en
þviergjarna haldið fram aðþar
sé félagsþroski á lægra stigi en
annars staðar.
Sjónvarp
kl. 21.35
Frá Grlmsey.
Héðan og þaðan að norðan
Hann er enn á norðan i kvöld,
og Guðbrandur Magnússon
ætlar aö rabba um hitt og þetta
úr fjórðungnum, nýtt og gamalt.
Rætt veröur við og um Árna
Bjarnason bóksala og útgefanda
á Akureyri, sem nú hefur gefið
út um 100 bækur, flestar um
vesturislensk efni.
Fluttur verður pistill um
skákáhuga Grimseyinga, og
fjallaö um akureyska sögu.
Noröan þáttur Guðbrands sem
verið hefur einkar áheyrilegur
hefst i útvarpi klukkan 22.35.
Útvarp
kl. 22.35