Þjóðviljinn - 29.08.1981, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJJNN Helgin 29.-30. ágúst 1981
shammiur
r
Af landsliðsmanninum ,KARA
Þegar ég ætlaði, á laugardaginn var, að fara
á landsleikinn milli íslands og Nígeriu, fann
ég hvergi sjóstakkinn minn og klofstigvélin,
svo ég treysti mér ekki á völlinn, eins og
ágjöf in var.
Ég varð þessvegna að láta mér nægja að
grípa fyrstu umsögn um leikinn, en hún kom í
Dagblaðinu á mánudaginn var og virðist gefa
nokkuð skýra mynd af þessum ,,stakka-
skipta“-leik, en þar segir m.a. orðrétt:
,,í versta veðri í 35 ára landsleikjasögu
(slands í knattspyrnu, að viðstöddum fæstum
áhorfendum í Reykjavík, sigraði íslenska
landsliðið Nígeriu auðveldlega 3-0 í landsleik
landanna á Laugardalsvelli á laugardaginn.
(slenska liðið hafði algera yfirburði og sigur-
inn var í minnsta lagi. Þó stærsti landsleikja-
sigur íslands í knattspyrnu, þegar leikir við
færeyinga eru undanskildir.
Veður var afleitt til keppni, hávaðarok af
suðaustan allt uppí tíu stig. Það var því erfitt
að hemja knöttinn og ná samleik, en íslenska
liðinu tókst það furðanlega, einkum þegar
leikið var á móti vindinum."
Síðan er lýsing á leiknum:
„ísland lék undan vindinum sterka í fyrri
hálfleik".
Og síðan er sagt f rá fyrsta markinu:
„Knötturinn stefndi fyrst inná vítateigs-
punktinn, síðan tók vindurinn hann og blés
knettinum efst í markhornið, án þess að
Ogbendbe kæmi við neinum vörnum. Minnti
talsvert á fyrsta landsliðsmark íslands, sem
Albert Guðmundsson skoraði gegn norðmönn-
um 1947 frá nyrðra horni stúkunnar á Mela-
vellinum á vinstra kanti.
Gegn vindinum náði íslenska liðið betri
tökum á leiknum og mörkin lágu í loftinu (og
skyldi engan undra, eins og veðrið var). Á 63.
mínútu hrökk knötturinn til Lárusar, en hon-
um tókst ekki að hem ja hann"..o.s.f rv..
Já, þarna var það , semsagt, sem „stærsti
landsliðssigur íslendinga, fyrr og síðar, náðist,
og snjallasti leikmaðurinn á vellinum var
„KÁRI", — en það var vindurinn kallaður í
gamladaga—.
Leikmönnum tókst ekki að hemja knöttinn,
en „Kári" blés honum þrisvar í mark.
Þess má ef til vill geta að aðstæður voru
dálítið óhagstæðar fyrir nígeríumenn. í
Nígeríu rignir nef nilega lóðrétt, en hér lárétt.
Að öðru leyti ber að fagna þessum stórsigri
og hefði ekki verið ónýtt fyrir landsliðið að
hafa „Kára" í liði með sér, þegar þeir mættu
dönum á Idrætsparken á dögunum.
Annars er það rangt á íþróttasíðu Dag-
blaðsins að fyrsta landsliðsmark íslendinga
hafi veriðskoraðaf Albert og „Kára" 1947.
Fyrsta landsliðsmark íslendinga var skorað
þegar íslendingar léku á móti löppum 1936 á
Melavellinum.
Þessi leikur var um margt líkur leiknum á
móti Nígeriu, hann var háður í hinu söguf ræga
ágústfárviðri það ár, í ausandi slagveðurs
rigningu og tólf vindstigum. Þá var uppistað-
an í landsliðinu Steini mosi, Björgvin, Frí-
mann, Grímar, Hansi og Öli í Hala að ónefnd-
um „Kára" sem brilleraði þarna eins og
endranær.
Á þessum árum var Óii í Hala jaf nan kvadd-
ur til landsleikja þegar veðurhæð var mikil,
því hann var lágur í lof tinu, en ef tir því snagg-
aralegur. Þess vegna tók vindurinn „Kári"
ekki jafn harkalega í hann eins og þá Björg-
vin, Frímann og hina.
„Hala"*-viðurnefni sitt hafði Öli fengið af
Halaveðrinu og var enda f rábær knattspyrnu-
maður, sérstaklega á móti vindi, eða andbyris
eins og það er kallað á fótboltamáli.
Frímann var í marki í þessum landsleik á
móti löppum og það var hann sem skoraði
fyrsta landsliðsmark íslendinga. Hann
spyrnti frá marki beint uppí tólf vindstigin og
knötturinn hafnaði án viðkomu í marki lapp-
anna. Hnitmiðað og óverjandi skot.
Annars gátu íslendingar lært talsvert í
knattspyrnu af löppunum og voru raunar um
tíma með lappaþjálfara og þá gekk meira að
segja svo langt að um tíma — á árunum
'36—'37 — var knattspyrna kölluð „lappa-
mennt".
Síðar gaus svo upp óánægja í íslenska knatt-
spyrnuheiminum og margir vildu kenna löpp-
unum um allar ófarir íslendinga i knatt-
spyrnu, en sannleikurinn er sá að án lappa
hefði íslensk knattspyrna aldrei komist á það
plan sem hún er nú á.
Og hér á ekki illa við að rif ja upp baráttu-
söng íslenska landsliðsins fyrir landsleikinn á
móti löppunum 1936:
i kalsaveðrum kröppum
er komið undir höppum
hvort liðið vinnurá löppum
svo lítið verði úr köppum.
Flosi.
mest, best, verst
„Pallaskórnir” sem finar dömur I Feneyjum gengu i á 16. öld.
Besta vítamínid
Versta
skótauiö
Mikið hefur verið framleitt af
lélegu skótaui um dagana og
jafnvel stórhættulegu. Einhver
kann að halda að pinnahælarnir,
sem ku vera að troöast i tisku
aftur, séu hættulegastir mann-
fólkinu, en svo er þó ekki.
„Pallaskórnir”, sem finar frúr i
Feneyjum gengu i á 16. öld voru
enn verri. Sagan segir meira að
segja aö konur hafi framið
sjálfsmorö meö þvi aö fleygja
sér ofan af skónum sinum. En
þetta skótau var ágætt til að
halda pilsfaldínum hreinum i
fenjunum i Feneyjum og karl-
mönnum þótti þetta ágætis
uppátæki. Ekki af þvi aö þeir
vildu hafa dömurnar svo há-
vaxnar, heldur vegna þess að
þeir vildu gjarnan að þær væru
dálitiö óstööugar. Þessi lifs-
hættulega undirstaða var svo
bönnuð af yfirvöldum Feneyja i
lok 16. aldar.
Besta vitamin sögunnar er
Gevrabon, sem inniheldur 36
vitamin og steinefni i sterkum
sherrylegi! Sagan segir, að
þetta hafi verið bruggaö til aö
koma vitaminum ofan I gamlar
konur, sem vildu helst ekkert
nema sherry og neituðu að taka
vitamintöflurnar sinar. bessa
blöndu af sherry og vitaminum
á að taka fyrir matinn, svo sem
eins og eina únsu. — Veröi
ykkur aö góðu....
Margtverður til i henni Amer-
iku. Eitt af því er ritið „Fréttir
Móður jarðar”. Upphafið var aö
ungt par i Ohio, hóf útgáfu „The
Mother Earth News” árið 1970
.Þau voru bláfátæk og útgáfu
starfsemin fábrotin. Fyrr en
varði óx þessari starfsemi fisk-
ur um hrygg og siöar var gefin
út bókin „The Mother Earth
News Almanac” árið 1973. Svo
brá við að bókin varö uppseld á
skömmum tima og slöan hefur
hún verið endurprentuð 12 sinn-
um.
Félagsskapur þessi boðar
semsagt afturhvarf til móður
náttúru eins og nafnið bendir til,
og safnar saman góðum húsráö-
um, hollum mataruppskriftum,
endalausum ráöum og leiðbein-
ingum til að lifa af „Iandsins
gæðum” og er þvi jafnframt
handbók bænda, fiskimanna,
húsmæðra — og feðra.
Einkunnarorðin eru á þessa
lund: Það er ekki nóg að fyrir-
finnast einhvers staðar á jarð-
arkringlunni — lifið lifinu. Lær-
ið aö vera sjálfum ykkur nóg og
vinna úr þvi sem móöir jörö
býður ykkur. Látið ekki velferð-
arkapphlaupið og mengunina
verða ykkur að bráð.
Nú hafa verið stofnuð pöntun-
arfyrirtæki, þar sem hægt er aö
panta ýmiss konar hluti til
heimiliðnaðar o.s.frv. og sam-
tökin hafa einnig gert útvarps-
þætti.
Þó að mikið af ágætum ráöum
i bókinni „The Mother Earth
News” sé miðað við erlendar
aðstæður er býsna margt sem á
við hvar sem er. Og hér er t.d.
eitt gott ráð. Fleiri koma siðar.
Grind fyrir reiðhjól
Vantar þig hjólagrind, til að
láta reiöhjóliö standa við? Þá er
fáttbetra engamall rúmgafl. Ef
einhver getur náð i gafl af
gömlu spftalarúmi eða þessum
gömlu járnrúmum, sem voru á'
öðru hvoru heimili fyrr á öld-
inni, þá er gaflinn tilvalinn til
þessara nota. Fótunum er
stungið rækilega ofan i jörðina,
(besteraðsteypa fæturna ofan i
smáholur fullar af steypu), og
siöan er framhjólið sett á milli
rimlanna og reiðhjóliö er i ör-
uggri höfn.