Þjóðviljinn - 29.08.1981, Síða 27
um helgina
Helgin 29.-30. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 27
Atriöi úr Sorglausa konungssyninum.
Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands:
Enn á fjalimar
Ljóðalestur
í Rauða
húsinu
á
Akureyri
Jón Óskar, skáld, mun lesa upp
i Rauða húsinu á Akureyri á
sunnudagskvöld þann 30. ágúst.
Jón óskar er löngu kunnur fyrir
ljóö sin og ljóöaþýöingar. A seinni
árum hefur hann birt endurminn-
ingar sinar. Upplesturinn hefst
kl. 21.
Jón óskar les Akureyringum ljóö.
Fjóröi bekkur Leiklistarskóla
Islands, hefur nú starfsemi sina
meö nokkrum sýningum fyrir al-
menning á lokaverkefni siöasta
árs, barnaleikritinu „SORGLAUS
konungsson” eftir Suzanne Osten
og Per Lysander, byggt á sögu
eftirEvu Wigström. Leikstjóri er
Þórunn Siguröardóttir.
Sýningar veröa á sunnudögum
og fyrsta sýning veröur á sunnu-
daginn kemur kl. 15.00 i Lindar-
bæ.
Miöasala veröur viö inngang-
inn og geta hópar pantaö miöa i
sima 25020 i L.l. Miöaverö er aö-
eins 20 kr. Sýningin er einkum
ætluö börnum á skólaaldri.
Æfingar eru nú aö hefjast á
fyrsta verkefni Nemendaleik-
hússins, leikriti um JÓHÖNNU
AF ORK, eftir önnu Seghers.
Leikstjóri veröur Maria
Kristjánsdóttir, en um leikmynd
og búninga sér Guörún Svaya
Svavarsdóttir.
Ný kirkju-
tónlist í
Dóm-
kirkjunni
Ný kirkjutónlist verður flutt i
Dómkirkjunni i Reykjavik á
morgun, sunnudaginn 30. ágúst
kl. 18.00. Gunnar Reynir Sveins-
son er höfundur tónlistarinnar en
flytjendur Halldór Vilhelmsson
bariton og Gústaf Jóhannesson,
organleikari.
A efnisskránni eru Toccata og
Miserere fyrir orgel, hugleiöing
um sálmalagiö Jesú min morgun-
stjarna, og fjórar Postlúdiur fyrir
baritónrödd og orgel, sem tón-
skáldiö Gunnar Reynir tileinkar
biskupnum yfir Islandi, herra
Sigurbirni Einarssyni. Flest tón-
verkin eru frumflutt og er að-
gangur ókeypis.
Um hádegisbil:
Tískusýning
á Torfunni
t hádeginu á laugardag kynnir
verslunin Sonja vörur merktar
Young Dean á Torfunni viö
Lækjargötu.
Það er Karon, Samtök sýn-
ingarfólks sem sér um fjöriö.
Sýning Kristinar
Lýkur um
helgina
Um helgina lýkur i Rauöa hús-
inu á Akureyri sýningu Kristinar
Jónsdóttur frá Munkaþverá. A
sýningunni eru 30 verk sem gerö
eru úr ýmiskonar efni, svo sem
ull, hör, hrosshári, pappir o.fl.
Þetta er fyrsta einkasýning
Kristinar, en hún hefur áöur tekiö
þátt i samsýningum heima og
erlendis. Kristin stundaöi nám i
Handiða- og myndlistarskólanum
i Reykjavik og Kunsthflnd-
værkerskolen i Kaupmannahöfn.
Auk þess var hún um skeiö viö
nám i Frakklandi og á Italiu. Sýn-
ingin er opin um helgina frá kl. 3
til 9 eftir hádegi.
—ekh
Ljóðadagskrá í Norrænahúsinu
Gestur Norræna hússins um
þessar mundir er sænska ijóö-
skáldiö og rithöfundurinn JAN
mArtenson.
Laugardaginn 29. ágúst kl. 17.00
les hann upp eigin ljóö i Norræna
húsinu. Einar Bragi og Þorsteinn
frá Hamri koma einnig fram og
lesa úr Ijóöabókum sinum.
Jan MSrtenson er fæddur 1944 i
Tidaholm i Sviþjóð. Hann er
þekktastur sem ljóðskáld og kom
fyrsta ljóöabók hans Dikter nu út
1968. Siðan komu tvær ljóðabækur
en segja má að hann yrði fyrst
þekktur er ljóðabókin Jag erövr-
ar vSrlden tillsammans med Karl
och bröderna Marx kom út árið
1973. Úrval úr þessum fyrstu
ljóðabókum kom út 1975 undir
heitinu Mellan Tidaholm og
vSrlden. Nýjasta ljóöabók Jan
Mártensons GenvSgar till galen-
skapen kom út 1979.
Auk ljóöageröar hefur hann
fengist við skáldsagnagerð og nú
er væntanleg 10. bók hans, Skilda,
og fjallar hún um uppvaxtarárin
á 6. áratugnum. Er hún fyrsti
hluti af þrileik (trilogi).
1 bókum sinum og ljóðum lýsir
Jan Mártenson oft þeim heimi
smábæjarins, sem hann óx upp i.
Hann skrifar um utangarðsmenn
þjóðfélagsins, en þeim hefur hann
kynnst og hefur samúð með.
Jan Mártenson hefur starfað
sem blaðamaður frá 1961 og skrif-
ar nú fyrir dagblaðið Arbetet i
Malmö. Einnig skrifar hann
greinar um menningarmál i ýmis
timarit.
Jan Mártenson hefur tvivegis
gist Norræna húsiö, 1973 er hann
las upp úr ljóöum sinum og 1977,
en þá talaöi hann um sænskar
bókmenntir.
Sænska Ijóðskáldiö Jan Márten-
son.
Stúdentakjallarinn:
Jass öll
sunnu-
dagskvöld
Jasskvöld verða framvegis á
sunnudagskvöldum i Stúdenta-
kjallaranum og tónlistarmenn
sannarlega ekki af verri end-
anum; Viöar Alfreösson, Guð-
mundur Steingrimsson, Guö-
mundur Ingólfsson og Richard
Korn hefja leikinn kl. 9 vikulega i
vetur.
mánudagur tíl mæðu
ekki aldeilis
á mánudaginn kemur
setjum við á rymingar-
sölu hjónarúm, skrif-
borð og raðskápa.
Það gætí borgad sig að hinkra fram á mánudag
Húsgagnaverslun
Guðmundar
Smiðjuvegi 2 Sími 45100