Þjóðviljinn - 29.08.1981, Page 28
moovMJim 1 Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaösins I þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
Helgin 29.-30. ágúst 1981 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöid. 81333 81348 afgreiðslu 81663
nafn
vikunnar
Ólafur
Walter
Stefánsson
Crrslit talningar i biskupskjöri
og þær brigður sem á þau hafa
verið bornar, hefur borið hæst i
fréttum vikunnar. Kjörstjörn
biskupskjörs hefur verið gagn-
rýnd harðlega en formaður
hennar er ólafur Walter Stef-
ánsson, skrifstofustjöri i dóms-
málaráðuneytinu.
— Af hverju voru þessi um-
deildu þrjú atkvæði ekki talin
með?
Lögin gera ráð fyrir þvi að
kjörgögn verði að vera með
ákveðnum hætti og eftir þvi ber
kjörstjórn að fara. Setja á kjör-
seðil i lokað umslag og það um-
slag ásamt yfirlýsingu á fylgi-
blaði um það að viðkomandi
hafi kosið, skal sett i annað um-
slag, sem merkt er kjörstjórn.
Fylgiseðillinn er siðan borinn
saman við kjörskrá þannig að
tryggt sé að viðkomandi hafi
kosningarétt. Það er ekki hægt
ef fylgiseöilinn vantar.
— En nú er vitað hverjir hafa
greitt þessi atkvæði?
Kjörst jórn veit ekki beinlinis
hvaðan atkvæðin eru öðru visi
en svo, aö þegar búið er aö
merkja við á kjörskrá öll at-
kvæði sem talin hafa veriö,
standa eftir fjögur nöfn. Ef
þessi atkvæði eru frá þessum
fjórum mönnum er hægt aö
leiða getum að þvi hvað er hvað.
Eitt barst of seint, menn geta
séð að bréf er póstlagt á ákveön-
um stað og vitað er að annaö
bréf hefur tiltekinn aðili afhent.
Þannig er hægt að leiða getum
að hinu fjórða en það er ekki
upplýst þannig að kjörstjórn
telji fullnægjandi.
— Nú hefur það verið gagn-
rýnt að þessi nöfn eru orðin op-
inber.
Þótt kosningin sé leynileg þá
er sjálf framkvæmd kosningar-
innar kæranleg. Það, hverjir
skila sinu atkvæði og hverjir
ekki, eru atriði sem menn eiga
réttáaðhafa aðgangað, sem og
ástæður þess að atkvæði eru
ekki tekin til greina. Þetta verð-
ur að vera opinbert til þess að
menn geti áttað sig á því hvort
kæra eigi kosninguna og þá af
hvaða ástæðum.
— Ef úrskurðað verður á þann
veg að opna skuli þessi þrjti at-
kvæði cr þá leyndin yfir kosn-
ingunni ekki rofin?
Efkæra verður efnislega tek-
in til greina, sem ég get ekki
sagt neitttilum, þá er tvennt til.
Annars vegar að opna atkvæðin
ogþá erhægt að leiða getum að
þvi hvernig þessir þrir menn
hafa greitt atkvæði og hins veg-
ar er sá möguleiki að endurtaka
kosninguna ef talið er að þeir
gallar hafi verið á henni. Ef
kjörstjórn hefði taliö sér fært að
opna þessi atkvæði og telja þau
með öörum i upphafi, þá hefði
sU athöfn verið jafnkæranleg. I
þvi tilviki aö slik kæra hefði ver-
ið tekin tilgreina, hefði orðið að
endurtaka kosninguna þar sem
ómögulegt hefði verið að tina
þessi atkvæði Ut Ur öllum hópn-
um.
— AI
r
Rœtt við Asu
r
Olafsdóttur,
myndvefara, sem
opnar sína fyrstu
einkasýningu
um næstu helgi
„Þykir
enn
vænna
„Sfðasta sumarið” heitir þessi skemmtilega mynd af rakstarkonunni með jökulinn i baksýn. Ljósm.
—gel—.
um landið en áður”
„Ég hef búið úti í Gauta-
borg i 5 ár, en þangað fór
ég til framhaldsnáms í
myndvefnaði í Konstind-
ustriskolan. Ég hef verið
með eigirí vinnustofu í
Gautaborg siðan ég iauk
námi og sýnt á nokkrum
samsýningum#" sagði Ása
ólafsdóttir myndvefari#
sem um næstu helgi opnar
sina fyrstu einkasýningu á
göngum Kjarvalsstaða.
Asa var i Myndl. og handiða-
skólanum 1969—73 og kenndi hér
heima áður en hún fór utan. Hún
vefur eingöngu ekta efni, ull, hör,
bómull, silki og hefur einnig notað
islenskan lopa, sem hún kembir
eftir að hún hefur ofið úr honum.
Mótifin eru mismunandi, en ,,ég
hef mestan áhuga á náttúru og
fólki”, segir Ása. Hún hefur selt
mynd til sænska rikisins og
nýlega fékk hún norrænan styrk
til að halda sýningu á Kjarvals-
stöðum. — En hvernig er að lifa
sem listamður i Sviþjóð?
,,Þaö er að mörgu leyti ágætt.
Ég var svo heppin að fá styrk i
vor sem gerir mér kleift aö helga
mig vinnunni, en slikan styrk get-
ur maður vænst að fá 3. hvert ár
ef vel gengur. Hins vegar vil ég
helst flytja heim, þvi það er erfitt
fyrir fsl. listamenn að vinna
Asa hengir upp eitt af stærri verkum slnum, ..Lúpinur” heitir þetta
verk.
erlendis. Landið og þjóðin á svo
rikan þátt i verkum manns og
hugmyndum.”
— Ertu að hugsa um að flytja
heim bráðlega?
,,Það sem fyrst og fremst
kemur i veg fyrir að ég geti flutt
heim eru húsnæðisvandræöin.
Ég myndi aldrei þora að leigja af
ókunnugum, þvi ég er með barn
og hef mjög ójafnar tekjur. Vinna
min er auk þess þess eðlis, að ef
ég verð að flytja út með litlum
fyrirvara getur það eyðilagt
fyrir mér verkefni. Ég verð að
hafa eigin vinnustofu, ég lita t.d.
allt sjálf og þessa aðstöðu verð ég
að hafa heima. Ég veit um ákaf-
lega marga unga islenska lista-
menn, sem búa erlendis og starfa
þar eingöngu vegna þess að það
er nær ógerningur fyrir þá aö fá
húsnæði hér heima. En allir vilja
heim. Eftir langa dvöl erlendis
þykir manni ennþá vænna um
landiö en áður en maður fór út.”
— Og hvað er svo framundan?
,,Ég mun sýna verk á hóp-
sýningu i Bandarlkjunum á næsta
ári og þegar ég fer út nú i haust
byrja ég að undirbúa þá sýningu.
Ég hef einnig fengið kennslu
næsta vetur við skóla sem undir-
býr nemendur undir listaháskóla
og kenni þar einn dag i viku”,
sagði Ása.
Sýning hennar verður opin frá
5.sept. til 20.sept. og verður sýnt
þar 21 verk, flest til sölu.
þs
. ... ,.
Hér er Ása meö staflann sinn á Kjarvalsstööum, en myndirnar veröa
hengdar upp á ganginum þar sem komiö er inn i húsiö.