Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 bókmenntir Árni Herinn var kominn ognýrkapituliaöbyrja I lifi drengs og þjóöar... Sigurður A. Magnússon: Möskvar morgundagsins. Uppvaxtarsaga. Mál og menning 1981 3S9 bls. Undir kalstjörnu hét fyrsta bindi þessa bálks og vakti gifur- lega athygli eins og menn muna. Sigurður A. Magnússon hafði eignast sérstöðu i minningabók- menntum. Við höfðum áður kynnst uppvexti i fátækt og ör- birgð, en venjulega i mildandi fjarska hins eilifa Islands sveit- anna, þar sem náttúran sjálf er mikill þáttur þeirra hörmunga sem yfir ganga. Hér vorum við stödd i fátækrahverfi i okkar einu borg og ekki lengra siðan en á fjórða áratugnum — fæst okkar höfðu áður komist i námunda við ;það mannlif. Þar við bættust hin- |ar sérstæðu heimilisaðstæður |sem sögumaður elst upp við. Að þessu samanlögðu stækkaði það land sem minningabókmenntir höfðu helgað sér — en það gerðist að sjálfsögðu ekki einungis vegna þess hvar sögumaður var staddur i tilverunni; hitt skipti mestu, að hann bar söguefni sin fram með hreinskilni sem stappaði nærri lifsháska. Hið almenna og hið sérstæða Annað bindi þessa bálks, sem nú kemur út i stórri bók, segir frá þvi sem drifur á daga Jakobs, eins og sögumaður kýs að heita, allt frá móðurmissi og fram til fermingar. Það er haldið áfram að vefa í þá lifsmynd sem fyrr var upp á fitjað. Heimilishagir eru svipaðir og áður, fátækt, fylliri, basl, veikindi. Athyglin beinist einkum að þvi hvernig ýmisleg reynsla safnast að ungum dreng — i leikjum, hrekkjum, ihlaupa- vinnu, skemmtunum og kynferð- islegu fikti. I þessari reynslu geta menn að sjálfsögðu fundið margt sem allir hnusa af á vissu aldur- skeiði — en um leið er h ún sérstæð og sjaldgæf, vegna þess að grimmd fátæktarinnar siast um alla lifsþætti skapmikils pilts, magnar upp þverstæður og býr tii undarlegar blöndur: til að mynda verður hin algenga strákavið- leitni til að likjast Hróa hetti að smáglæpamennsku sem gæti eins snúist á hinn versta veg. Einmitt við þetta er margt það tengt sem eftirminnilegast verður i bókinni, eins og siðar mun að vikið. Þegar á liður söguna er eins og aðeins birtiyfir: velviljaðir menn hafa á bak við tossann, skróparann og smáþjófinn Jakob séð ýmsar góð- ar gáfur og möguleika. Eýsnin til fróðleiks og skrifta er að vakna. Sárir harmar eru þó jafnan skammtundan. Og það er komið hernám með mikilli ringulreið, dósamat, braggahverfum, at- vinnu og opinskáum uppáferðum — nýr kapituli i sögu drengs og þjóðar. Minnið ræður ferðinni Helsti gallí þessa bindis er sá, að höfundur er of velviljaður minni sinu, það er engu likara en hann vilji ekki sjá af neinu sem það kemur höndum yfir. Þær per- sónur verða t.d. nokkuð margar sem rétt eru nefndar til sögunnar án þess að valda tiðindum — og þetta er þeim mun óþarfara sem valið er form minningaskáldsögu og „rétt nöfn” ekki notuð á per- sónurnar. (Hér má nefna til dæm- is kaflann um „Frændgarð” sögumanns). Einmitt þessi skil- veggur skáldsöguformsins milli lesenda og fyrirmynda ætti að skera niður þær upptalningar, sem annars sækja á hefðbundnar minningabækur. Það er að sönnu rétt, sem segir i bókinni að „Smá- vægileg og tilviljunarkennd atvik geta orðið einkennilega fyrirferð- armikil i hugarheimi barns”. Og slik atvik eru lika á sinum stað i bókinni. En það þýðir ekki, að allt sem minnið heldur sé jafnmikil- vægt, einkum ef minningin er nokkuð svo almenns eðlis, safnar ekki I sig linu og lit. Ef til dæmis þvi er haldið fram að skemmti- kraftur einn hafi „reytt af sér drepfyndna brandara þannig að viðhéldum iðulega um magann af hlátri” — og siðan ekki söguna meir af þessum „ágæta spaug- ara” þá hugsar lesandi sem svo: annaðhvort fæ ég einn „drepfynd- inn”, eða best er að sleppa dæm- inu! Eins og I fyrra bindi m4 Sigurð- ur vara sig á vissum fræðilegum bóklegheitum i útlistunum. „Samband okkar var gersneytt dýpri tilfinningum” segir hann um stelpu sem hann fór með út i kofa að geta hitt — það er sjálf- sagt rétt, en einhvernveginn ank- annalega að orði komist eftir það sem er á undan gengið. Stundum má Sigurður og vara sig á orðum sem aðrir hafa farið illa með: Marta „lifði algleymi likama og sálar”, „samneyti við Andra svalaði félagsþörf minni”. Við skoðum og heyrum Miklu áhrifasterkari og aðlað- andi verður textinn þegar jafn- Bergmann skrifar vægi kemst á milli útlistunar, sem er I skefjum haldið og tilefn- is.atvikasem skoða má ogheyra. t kafla um kynlega kvisti segir t.d. mikla sögu i örstuttu máli af skötuhjúum sem elskast yfirmáta og ofurheitt — og ætla hvort ann- að að drepa i bókstaflegum skiln- ingi. Kol skolast upp á fjörur fá- tæklinganna — og framganga þeirra við kolatinsluna vekur upp sárar efasemdir um mannlega samstöðu. Herinn er kominn og ungir strákar lifa sig svo inn i heræfingaleik að þeir vita ekki lengur hverjir þeir eru. ömur- leiki ástandsins svonefnda smell- ur framan i lesandann þegar strákagrislingarhorfaá hermann skella sér upp á miðaldra konu- kind ofan á kolabing á bak við sjoppuskúr. A uppgangstima nas- ista er drengsins freistað með fallegum hakakrossborða, sem hann dauðlangar til að binda um handlegginn, en rifur siðan, þótt hann verði barinn fyrir, vegna þess að móðir hans var kommún- isti og hún er partur af siðferðis- kerfi sem hann hefur komið sér upp, þrátt fyrir allt. Hann röltir niður I fjöru feginn þvi að hafa tekið út pislir „fyrir að vera það sem mamma vildi að ég væri. Ég mændi út á gáraðan flóann i þeirri veiku von að hún sendi mér eitthvert jarteikn um samþykki sitt eða viðurkenningu, en hafið var flátt og þumbaralegt eins og endranær”... Þverstæður B'yrst og siðast eru verðleikar þessa bindis tengdar sjálfsmynd drengsins, upplifun þeirra þver- stæðna sem ólga og krauma i hon- um. Og lýsa sér I snöggum sveifl- um milli ófyrirleitni og uppgjaf- ar, galsafengins fagnaðar og dýpstu örvæntingar, saklausra barnaleikja og tipls i fordyri und- irheima. Sú trúarvakning, sem drengurinn er á leið til, er eftir- minnilega undirbúin, ekki endi- lega með dvöl i sælureit KFUM i Vatnaskógi heldur með skelfi- legri reynslu: drengurinn er svo hætt kominn i rambi sinu á milli veruleika og draumóra að minnstu munar að hann I undar- legri siðvillu drekki litlu barni — til þess eins að vita það með sjálf- um sér að hann hefur unnið „af- rek” stórglæpamanns! Þessi bók er órafjarri einföldun á verujeik- anum i nafni geðlausrar ftírir- gefningar eða þá sjálfsfegrunar. Sigurður A. Magnússon veit það t.a.m. vel, að aldrei er hugur manns svo gagntekinn að ekki sé rúm fyrir eitthvað allt annað um leið, sem er hálfgert blygðunar- efni að kannast við.Undir lokin er eldri bróðir drengsins borinn til grafar og hann er yfirkominn af söknuði og vonleysi — en getur ekki heldur stillt sig um hégóma þá er gengið er út eftir kirkjunni: skyldu kirkjugestir ekki taka eftir þvi, hvað ég er finn i dag.... AB E Hagalagðar Lúðvíks Kristjánssonar Lúðvik Kristjánsson: Vestræna. Sögufélag 1981. 261 bls. Þau verða því miður harla oft örlög greina og ritgerða jafnvel hinna merkustu rithöfunda aö liggja á viö og dreif i litt aðgengi- legum timaritum, og er þá hvort tveggja að þær eru lesendum ekki handbærarnemameðhöppum og glöppum og auk þess rifnar út úr sinu rétta samhengi, sem er aö sjálfsögðu heildarverk höfundar. Þvi er það fagnaðarefni að Sögu- félagið skuli hafa tekið sér fyrir hendur að m innast sjötugsafm æl- is dr. Lúðviks Kristjánssonar þjóðhátta- og sagnfræðings með því að gefaútsafn af helstu grein- um hans og ritgerðum. Nú má kannske segja að hér sé um að ræða e.k. „spássíugreinar” við þau stórvirki höfundar, sem orð- stir hans hvilir fyrst og fremst á, — eða „hagalagðar” eins og hann orðar það einhvers staðar sjálfur — enþvi má þó ekki gleyma að i þessum fræðum hafa smærri formin ekki siður hlutverki að gegna en hinstærri: þau eru við- aukar, sem bregða stundum nýju ljósi á stærri verkin, eða þá lausir endar, hugmyndir sem höfundur hefur e.t.v. ekki haft rúm fyrir annars staðar eða tima til að vinna úr en eru ábending til þeirra sem á eftir koma. Stundum hefurjafnvei komiðfyrir að stutt- ar ritgérðirhafiörvaðrannsóknir meira en stórvirki sem eru svo yfirgripsmikil að við þau þarf engu aö bæta. Allt þetta á fullvel við um rit- gerðasafn Lúðviks Kristjánsson- ar. Þar kennir margra grasa, eins og brugðið sé upp svipmynd- um sem gefa sýn i ýmsar áttir.' Vafalaust þykir mörgum fengur i ritgerð eins og „Enn er Dritvik- urmöl fyrir dyrum fóstra”, sem lýsir i rauninni fyrst og fremst sambandi ungs fræðimanns við það sem gjarnan er kallað i fræö- unum „heimildarmaður” hans, enda er ekki óliklegt að hún gæti orðiö þeim að umhugsunarefni sem filósófera um slik samskipti. Einnig má í safninu finna mjög skemmtilega frásögn af giftíng- armálum heimasætanna i Akur- eyjum skömmueftirmiðjaöld,en þar hygg ég aö Lúðvik háfi vikið að rannsóknarefni sem litill gaumur var gefinn þangað til „nýju sagnfræðingarnir” frönsku og félagar þeirra annars staðar fóru að velta þeim fyrir sér. En sá sem þessar linur ritar verður þó að viðurkenna að hon- um dvaldist einna mest við þriár ritgerðir sem höfundur gaf upp- haflega heildartitilinn ,,úr heim- ildahandraöa seytjándu og átj- ándu aldar”, þvi að þar er drep- ið á ýmis viðfangsefni sem enn eru lítt rannsökuð en skipta þó meginmáli fyrir sögu landsins I margar aldir. Höfundur sýnir þar m.a. fram á að mestan hluta 18. aldar borguðu danskir kaupmenn Islendingum fyrir fiskinn aðeins um fimmta hluta af þvi verði sem þeir fengu síðan fyrir hann á er- lendum markaði. Til að koma i veg fyrir að talsverður hluti þjóð- arinnar sæti auðum höndum á vetrum, þegar menn voru ekki uppteknir af vor- og sumarönn- um, varframleitt prjónles i stór- um stil, sokkar og vettlingar. En fyrirþessa vöru fékksthins vegar svo litið verð erlendis að það nægði ekki fyllilega fyrir hráefni og viðurværi vinnufólksins, og var húnþvi um langan aldur seld með verulegu tapi. Til þess af vega upp á móti þvi þurfti þess vegna mjög mikla tilfærslu á fé frá sjávarútvegi til landbúnaðar. Þannig stóð sjávarútvegurinn undir efnahag landsmanna i' enn rikarimæli en ménn skyldu halda og verið hefði við eðlilegar að- stæður, — þótt þeir bæru miklu minna úr býtum en þeim bar — , og er þvi skiljanlegt að aflabrest- ur skyldi jafnan hafa hinar hrika- legustu afleiðingar. Höfundur dregur fram i dagsljósiðað mjög mikill aflabrestur varð á árunum 1686-1704 og sýnir afleiðingar hans. Þessi atriði vekja menn ó- neitanlega til umhugsunar um að brýn nauðsyn er á þvi að sagn- fræðingar og fiskifræðingar leggi i sameiningi drög að „sögu þorsksins” á sama háttog menn hafa nú á siðustu árum og áratug- is

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.