Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 20
i*.T
m MMMtfMMMHftflOi jfjf m K
e T£.r.
. wrnmwnKMMimmtmía.
\\'A' niúW löl*! .von ./ Ja
niöI»K
r.T».*» •» «
»■*•?***»■»*» 1
X^X^^IvX^Ai'^Vv.^y'
<**r«<* j»s *«Ht f *»,»»♦ 11(4 f t I | í f ;
+ * « | ♦ * t ♦ t t 4 f 4 4 t t « »
. * .1 >. %*wsfc•** -S* TM1A\%%fc%%Mi TtV.XA.
20 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981
r
A flótta undan nasistum
Framhald af 19. slöu
Við dvöldum aðeins þrjá daga
i Lejre, en héldum siðan áfram
til Maribo, þar sem móðir Hen-
riks bjó. Verkfallið var liðið hjá,
ig lestimar farnar að ganga
aftur. Við ákváðum að taka okk-
ur stutt fri til aö jafna okkur eft-
iralltsem á undan haföigengið.
Tengdamanna tók okkur með
opnum örmum og varð yfir sig
ástfangin af Búbdbús litlu.
Okkur fannst tilvalið að nota
tækifærið aö skira barnið i fæð-
ingarbæ Henriks og 9.jUlí var
Búbúbús gefið nafn i Dómkirkj-
unni I Maribo.
— Hér gifti ég mig i svörtum
kjól fyrir tæpu ári, hugsaði ég
með sjálf ri mér, þegar prestur-
inn jós vatninu úr skirnarfontin-
um yfir koll stúlkunnar.
Eftir miklar vangaveltur
höfðum við Henrik sæst á nafn
handa Biíbúbús: Bergþöra Lee.
Veðrið var yndislegt, ég fann
kraftana streyma aftur um lfk-
amann, striðið var viðsf jarri og
gleðin og hamingjan sátu ein að
huga minum.
Fjórtán dögum siðar yfirgáf-
um viö þennan fallega bæ og
héldum aftur til Kaupmanna-
hafnar, þar sem hvunndagslifið
beið okkar.
Vitistímar
Rúmum tveimur mánuöum
síðar, nánar tiltekið 19. sept-
ember, hef ég skrifað i dagbók
mina:
„Þungur dagur fyrir Dan-
mörku. Þjóðverjar gefa loft-
varnarmerki og á þann hátt fá
þeir aila lögregluþjóna i varð-
stöður sinar. Þjóðverjarnir eru
lúmskir,með þessu taka þeir þá
alla eins og mýs i gildru. 011
danska lögreglan er fangelsuð
og send til Þýskalands, þar sem
sultardauðinn biður þeirra.
Nokkrar lögreglustöðvar
gripa til vopna og það er tals-
vert um skothriðir. Ég er stödd
úti i Hellerup, en tek sporvagn-
inn heim. Á leiöinni bilar vagn-
inn og ég held áfram fótgang-
andi. Ég er mjög hrædd um Bú-
búbús og Henrik, allt getur
gerst. Þegar ég kem út á
Fælledvejen hefst skyndileg
skotárás, vegfarendur kasta sér
upp aö húsveggjum og leita
nærtæks skjóls. Allt gerist i
einni svipan, kúlnaregn dynur á
rauðum múrveggnum, sem við
þrýstum okkur upp að, fólk
hljóðar og ég sé nokkra sam-
feröarmenn úr sporvagninum
hniga niður á gangstéttina.
Andlit þeirra eru afskræmd og
blóðið vætlar út um munn gam-
als mannssem liggur i skjálfta-
kippum við rennusteininn. Sjón-
in erhryllileg, en hver verður að
bjarga sjálfum sér og eitthvert
kraftaverk forðar mér úr eldlin-
unni. Um siðir tekst mér að
komast heim. Henrik opnar
dyrnar og við föllumst í faðma
og grátum af gleði yfir að við er-
um öll ósærð. Verkföllin ganga
nú i' bylgjum um borgina, vatn
og gas hverfur, en það er óhugs-
andi að hætta sér út á göturnar.
Næsti dagur: Verkföllin
hjaðna, þar eð England hefur
beint þeim tilmælum til allra að
hefja vinnu á ný. Ég skelf af
hræðslu við tilhugsunina að
lenda i' hópi þeirra kvenna sem
bera þá sorg, að eiginmenn
þeirra hafa verið rifnir úr örm-
um þeirra og þeir sendir til
Þýskalands og hungursins sem
rikir i fangabúðunum.”
Sama dag tilkynnti Pancke,
SS-yfirsveitarforingi og yfirlög-
reglustjóri Danmerkur, að
danska lögreglan hefði verið
handtekin vegna meintrar að-
ildar aö skemmdarverkum og
moröum. Danska lögreglan
væri i upplausn og flýtti fyrir
bolsévikséringu landsins. Lög-
regluþjónamir hefðu sýnt hald-
leysi og úrræðaleysi i allsherj-
arverkfóllum og öðrum brotum
á opinberri reglu i Danmörku.
Og næsta dag var send út til-
kynning frá Þjóöverjum, sem
hljóðaði einhvern veginn á
þessa leið:
„Hinir 1700 dönsku lögreglu-
þjónar sem fangelsaðir voru i
gær.hafa verið sendir með skipi
til fangabúða i Þýskalandi þar
sem áframhaldandi yfir-
heyrslur munu eiga sér stað.
Ættingjar og skyldmenni hinna
handteknu eiga kost á þvi að
senda föngunum pakka, sem
ekki vegur m eir en 5 kiló. Pa kk-
arnir verða sendir gegnum
Rauða Krossinn, Amaliegade
18. Skrifstofa fyrir erlend mál-
efni og striðsaðstoð, og skulu
merktir: Fangelsaðir lögreglu-
þjónar.”
Grænblátt blekið i strikuðu
stilabókinni minni, sem nú hef-
ur lýst og máðst, endurvekur
minningarnar um hina skelfi-
legu haustdaga i Kaupmanna-
höfn 1944:
„Október: Konur em ekki
lengur óhultar á götunni. Þjóð-
verjarnir ráðast á þær, ekki
einnogeinn.helduri'hópum. Þó
karlmenn séu i fylgd kvenna,
geta þær ekki verið öruggar og
enginn þorir að stiga fæti út
fyrir hússins dyr, eftir það fer
að skyggja. Þjófnaðir og alls
kyns árásirog ofbeldi er dagleg
sjón á strætunum. Vegfarendur
eru rúnir inn að skinni og al-
menningur er farinn að ganga i
tötrum til að forðast likamsá-
rásir og rán.
Skothriðin er hafin að nýju af
auknum krafti. Eftir að gervallt
Tivoli hefur verið lagt i rúst,
hafa æ fleiri samastaðir Þjóð-
verjanna verið sprengdir i loft
upp.
Við viljum út úr borginni og
frá þessu viti. Við höfum sótt
um gömlu ibúðina hjá Smith-
Pedersen og biðum eftir svari.
Vonum og biðjum að það gangi,
næturnar hér á Ahornsgade eru
samfelld martröö.”
Bænir okkar voru heyrðar. 1
nóvember kom Lordrup með
hestakerruna sina og skrölti
með eigur okkar áleiðis að
Holte.
1 Norske Allé 11 var stri'ðið
svo undarlega fjarlægt.
Með nokkrum undantekning-
um þó.
Frostbiturt kvöld er barið að
dyrum. Henrik opnar og
skömmu siðar kemur ungur
maður inn ásamtkonu og dreng.
öll eru þögul og alvarleg en
rauðþrútin andlit þeirra bera
merki næturkulsins.
Henrik kynnir æskuvin sinn
frá Maribo: Hann er lögreglu-
maður sem hefur sloppið undan
fjöldahandtökunum og nú verð-
um við að skjóta skjólshúsi yfir
fjölskylduna i nokkra daga. Mér
var órótt, ég vissi hver refsingin
varfyrirað fela fólk sem Gesta-
po eftirlýsti: Dauðadómur eða i
besta falli þýskar fangabúðir.
Henrik var hins vegar aldrei
hræddur við að taka áhættu og
þau dvöldu á laun hjá okkur i
vikutima, en héldu siöan hættu-
ferð sinni áfram. Ég veit ekki
hvert, en við heyrðum aldrei frá
þeim aftur.
Stundum var næturkyrrðin
rofin af veiku hvisli eða lágum
mannsröddum sem stigu frá i-
búð Pedersen-hjónanna fyrir
neðan. Við lokuðum augunum
afturog létum sem ekkert væri.
Við höfðum ekki heyrt neitt. En
neðst i meðvitundinni mókti
angistin; viö vissum bæði að
Úlla og Emst Smith-Pedersen
földu flóttafólk i kolastiu kjall-
arans. Anóttunnikom huldufólk
hússins upp, snæddi og ræddi
saman i' lágum hljóðum.
En það var þegjandi sam-
komulag milli Pedersen-hjón-
anna og okkar að ræða aldrei
um leynigesti hússins.
Um mfija nótt i öskrandi
hriðarbyl kringum hátiðir er
mér ekið á sjúkrahús. Ég heí
legið i rúminu marga daga með
ólýsanlegar innri kvalir. Eftir
tveggja vikna sjúkrahúsdvöl er
ég send heim, en þrautimar
halda áfram. Nokkru sfðar
kemur heimilislæknirinn, dokt-
or Bliebert i heimsókn og tjáir
mér að ég sé bæði með gall-
steina og blæðandi magasár.
Eftir tveggja daga grát ákveð
ég að fara til doktors Kristine
Nolfi sem læknar sjúka með
jurta- og grænmetisfæðu.
Að tveimur mánuðum liðnum
erégorðin heilheilsu. Þrautirn-
ar eru horfnar og ég kasta ekki
lengurupp blóði.Og nú geristég
ákafur garðyrkjumaður, hver
spilda kringum húsið ernotuð til
ræktunar og héðan af er fæða
min einungis ósoðið grænmeti.
Með vorinu fer ég að geta sungið
aftur og tek upp námið við Kon-
servatoriið að nýju sem hafði
verið heldur skrykkjótt vegna
barnsburðar og veikinda undan-
farna mánuði. Við Bergþóra
förum saman i sporvagninum á
hverjum degi, og ég skil eftir
barnavagninn fyrir utan skól-
ann meðan ég er i timum hjá
prófessor Dóru Sigurðsson.
Bergþóra sefur yfirleitt meðan
á skólanum stendur, en stund-
um hrista vegfarendur höfuð
yfir þessu yfirgefna barni á
gangstéttinni. Fæstum kemur
vist til hugar að móðirin sé rétt
fyririnnan steinveggina og æfir
_sig að verða óperusöngkona.
• Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garöabæ
önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar biikksmíði.
Gerum föst verðtiiboð.
SIMI 53468
Þýskur hermaður lætur lögregluna skrá nafn Kaupmannahafnarstúlku
fyrir að ganga með prjónahúfu með bresku fánalitunum.
Auður
Haralds:
Aukaverkanir
skólavörukaupa
Haustmorgunn. Hræðilega gömul kona liggur i rúminu sinu,
lémagnaog magnvana. Hún er ekki veik, heldur i hægum afturbata
eftir fjármögnun upphafs skólagöngu.
Hún er svona gömul, af þvi að eitt barnið felldi ástarhug til
643krónu skólatösku og henni tókst að bæla þessa viðktæmu æsku-
ást og tendra þrá i ungu brjóstinu eftir 285 krónu norskum bakpoka.
Hún er búin að borga möglunarlaust fyrir plastmöppur og minnis-
bækur og strokleðurog stilabækurogallantimannhefurhún reynt að
finna eitthvað sem minnir á hennar eigin skóladaga. í laumi hefur
hún þefað af öllu skóladóti barnanna, en meira að segja strokleðrin
lykta öðru visi nú en þá.
Hún hefur reynt að segja þeim frá litlu, þreytulegu rukkaratösk-
unni sem hún og öll fjölskylda hennar gekk með fyrstu skrefin á
menntabrautinni. Litlu andlitin fyllast vorkunn og viðbjóði, þetta
erusömu andlitin og vita, að i' gamla daga, þegar mamma var litil,
þá voru engir bilar til.
Gamla konan er uppgefin oggjaldþrota. Samt hefur hún ekki sagt
neitt 1 jótt við börnin sin, nema ef vera skyldi að hún m issti út úr sér,
að eftir þetta yrði hafragrautur i hvert mál út september. Og nú
liggur hún i rúminu sinu og hugsar um fortiðina og dauðann, það
siðara helber óskhyggja. Svo örmagna er hún, að þegar litli bróðir
sviptir upp hurðinni og orgar: „Ég á að mæta I leikfimi klukkan tólf
og þú (hinn eilifi sökudólgur) ert ekki búin að kaupa leikfimibuxur
og skó,” þá dinglar hún hendinni og segir honum að fara og kaupa
þetta með stóra bróður. Við stóra bróður andvarpar hún að þeir
skuli ryksuga bæinn i leit að ódýrustu brókunum og reyna að fá
skóna gefins.
Þeir snúa aftur i þvi sem hún er að minnast beru fótanna sinna á
köldu trégólfi leikfimisalarins og ljósbláu buxnanna sem náðu ekki
upp að nafla og skárust inn i nárann. Þeir segja: „Buxurnar
kostuðu 80kall,” það hefði mátt sauma þær fyrir tikall, hugsar hún,
„og skórnir 298.”
Þegar gamla konan heyrir þessa upphæð, eykst henni svo þróttur,
að hún rekur upp öskur. Drengirnir skella hurðinni, utanfrá. Með
tár sjálfsmeðaumkvunnar i augum stekkur gamla konan framúr,
pissar og þvær sér og er búin að forma skoðun sina um það leyti sem
hún kemur niður stigann.
„Heyrði égrétt?” æpir hún i stofudyrunum. „Ætlar þetta barn,”
og bendir á son sinn, „að stjákla um á giraffafótunum sinum tvo
hálftima i viku á upphæð sem myndi nægja indverskri fjölskyldu
fyrir mat i sex ár? Ha? Ha?”
Stóri bróðir ver þetta : „Þetta eru mjög vandaðir skór, hann getur
átt þá i mörg ár.”
„Mörg ár,”*æpir hún, „hefurðu séð hvernig fæturnir á honum
vaxa?” og þau Sjá öll hvernig hinir brotlegu fætur þenjast út og
þrýsta á skóleðrið.
Núnær sjálfsmeðaumkvunin hámarki: „Maður á ekki einu sinni
nærbrækur (lygi) á meðan þið trimmið á áttatiu krónu brókum
(satt), maður á ekki einu sinni veski (haugalygi) á meðan þið fáið
tizkutöskur á hverju ári (þriðja hvert ár), maður á ekki einu sinni
tuskur utan á sig (hún getur ekki lokað klæðaskápnum) á meðan þið
gangið eins og tizkusýning (þau skoða undrandi hvert annað),
maður á enga svona skó (og það er altént satt)...” en hér fipast
henni og hún fer fram i eldhús, tautandi illmælgi. Það ákveður hún,
að úr þvi að þau, óvinirnir, hafi efni á að kaupa svona skó, þá hafi
hún það lika.
Þvi er það að nokkru seinna sézt einbeitt kona á ferð um Reykja-
vik á reiðhjóli. Hún svinar gressilega, það er af þvi að hún er ennþá
vondog vill næstum verða fyrir bilsvoallir vorkenni henni. Heppnin
er ekki með henni. Hún hjólar vitstola milli skóverzlana, nú ætlar
húnaðfá sér gellustigvéli. Æðisgengin leðurstigvéli með risaháum
hæl.
Hún veður inn i verzlun eftir verzlun, horfir kuldalega á af-
greiðslufólkið og hvæsir: „Gellustigvéli?”
„Gúmmistigvéli?” og hún leiðréttir napurt: „Nei. Ekki gúmmi,
gellu. Pjáturpikustigvéli (hún lærði þetta orð af elzta syninum),
stælbússur með hæl.”
Þau eru hvergi til. Nema á einum stað. Þau eru ofsa smart. Og
þröng. Hún getur setið iþeim.en fæturnir neita að láta standa isig i
þessumskrúfstykkjum. Það verður að hjálpa henni úr þeim.
I siðustu búðinni i bænum stendur hún og horfir hamstola á loð-
fóðraða f jallaskó, þegar afgreiðslustúlkan læðist aftan að henni og
spyr: „Get ég aðstoðað?”
„Nei. Mér er ekki hjálpandi. Ég er að leita að gellustigvélum, en
ég sé engin.”
„Þau eru i þessari hillu,” segir konan lipur og leiðir gömlu kon-
una aðgelluhillunni. Og þar eru svo undursamlega lekker og æsandi
stigvéli. Gamla konan mátar þau. Þau meiða hana hvergi, en hæll-
inn er svo hár að tærnar nema vart jörð innan i stigvélinu. Hún
klifur upp i bæði stigvélin, gengur nokkur skref. Hættir sér niöur
þrepin, hrapar ekki, fótbrotnar ekki. Hún segir: „Ég ætla að fá
þessi.”
Afgreiðslustúlkan neinir verðið og það er eitthvað storkandi i fasi
gömlu konunnar þegar hún spyr: „Eigið þér engin dýrari?”
Nú gengur gamla konan i gellustigvélum sem gætu séð indverskri
fjölskyldu fyrir mat i ellefu ár. Hún hafði ekki stigið á háa hæla i
mörg ár, svo eftir fyrstu tvo dagana varð hún að taka einn dag I
rúminu. En hún er að venjast þessu. Hún man eftir að rétta úr mjó-
hryggnum ogdraga saman magavöövana svo þeir styðji við bakið.
Hún er búin að ná herðablöðunum inn og öxlunum niður. Tærnar eru
löngu dofnar og hættar að finna til. Hún er hætt að vera eins og
klæðaskápur ferð.
Enhenni er ennþá skelfilega illt i hásinunum, sem eru alltof heil-
brigðar og langar til að sætta sig við að vera þrýst saman i hnút. Og
ef ég hitti fræðslustjóra, þá ætla ég að nefna það við hann, að skóla-
vörukostnaðurinn hafi valdið mér óbærilegum kvölum í hásininni.