Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 7
Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 ÞJÖÐVILJINN — StDA 7 Thor Vilhjálmsson skrifar ísl' r' 1 ' - Kristján Daviösson við tvö verka sinna (Ljósm.-. eik). Arni Kristjánsson, pianóleikari. HELGARSYRPA Beethoven- andakt Varla verður kvartað undan þvi' að skorti tækifæri til að lifa menningarlifi þegar litið er á þann fjölda myndlistarsýninga og hljómleika sem býðst að njóta um þessar mundir. Auk þess sem hin árlega uppskera bókadtgáfunnar er hafin teigd við kaupagleði jólanna, að venju. Að Kjarvalsstööum eru sýnd grafi'sk verk eftir ýmsa af stór- meisturum i nútimamyndlist heimsins. Og þó eru heimsvið- burðir að gerast annarsstaðar i Reykjavik. Það þótti méi þegar ég heyrði þau túlka Beet- hoven á dögunum Pinu Carmir- elli og Árna Kristjánsson. List þeirra var háleit og djúp og vakin af ást og lotningu þar sem tækni þjónaði af slikri hollustu að aðfinnslur verða út i hött, á- litamál um hraðaval og skarp- ari andstæður yfirborðslegur framburður þarna andspænis svo lotningarfullu sköpunar- verki i túlkun sem leikur þeirra var, mótaður af viðhorfum og afstöðu til tónskáldsins sem er orðinn fágætur i tónleikasölum, og stundum kenndur við tima. sem sumirkalla gamla daga; ef ekki Veröld sem var. Ævilöng leitaðhinum hreinu tónum, þrá eftir meira heiði; að dvelja um stund i hraðfleygu lifi meö þvi að öðlast djúpviddir i andartak- inu. Fegurö. Frá þvi' ég heyrði ungur Arna Kristjánsson túlka fyrst Beet- hoven, og opna mér leiðir til Beethovens hefur mér fundizt enginn islenzkur tónlistarmaður komast svo nærri þessu tón- skáldi; sem var svo mannlegur að hann varð ofurmannlegur. Beethoven hýsir slikar viddir, spannar svo óheyrilegt svið að hann má túlka með margvisleg- um hætti. Arthur Schnabel sem lék allar Beethovensónöturnar á plötur um áttrætt túlkar hann öðruvisi en Edwin Fischer þótt þeir séu kannski sömu ættar, eða hvað þá Barenboim, eða Ashkenazi okkar. Já ég tala nú ekki um gamlan virtúós eins og Wilhelm Backhaus sem spilaöi Liszt betur en aðrir með eld- glæringunum og flugeldaundr- um en var gamall maður orðinn skyggn á hégómleikann og far- inn að sjá i djúpin, og spilaði Beethoven samkvæmt nýju djúpsæi i haustdýrð ævi sinnar þarsem hverfulleikinn magnaði skyn þess sem varir. Gleðin og sorgin veröa ekki sundurgreind þar, það verður ekki sagt nú er hann glaöur nú er hann hryggur; i flutningi þeirra Pinu og Ama fannst manni þannig hver tónn svo réttur, maðurbara þakkar fyrir sig glaður. Hið fagra, er það ekki hugsjón sem aldrei verður að fullu höndluð? Og lifið heldur áfram — enn. Harkaö í Norræna húsinu Báglega tókst til i Norræna Húsinu að nú þegar nýr forstjóri tekur við, gáfuð og vel menntuð kona með góða reynslu af að stýra menningarstöð og full af góðum áformum — þá skuli ekki standa betur á en svo aö buddan er tóm. Og nú á þessi nýi for- stjóri að gjalda þess, skera allt við nögl og fresta hugsjónamál- unum og sinna fyrst og fremst þvi að ausa kænuna. Það mun hafa verið sama sagan þegar Ivar Eskeland loksins fór, tóm- ir sjóðir, og litið skemmtilegt að taka við búinu örbjarga að lauSafé. Siðan hefur þessi Ivar þótzt vera helzti sérfræðingur i málefnum tslands i Noregi sem varla erliklegt að örvi kynningu á islenzkri menningu með þar- lendri þjóð sem oft er veriö að guma af þvi aö sé okkur skyld- ust, o g geipað m jög þót t s jal dan verði vart við áhuga þaðan. Enda mun Eskeland litt hafa skilið skapferli Islendinga, né vitað hvað var aö gerast á sviði islenzkrar menningar svo sköp- um skipti, þegar undan er skii- inn Halldór Laxness en hann hafði fengiö Nóbelsverðlaunin.. Núerkominn tilsögunnar nýr maður að efla menningartengsl landanna, Knut ödegárd sem er bæði gottskáld sjálfur og ágæt- ur þýðandi og nú tengdur ts- landi þeim traustu böndum að vera kvæntur listakonunni Þor- gerði Ingólfsdóttur. Hann ann tslandi, skilur tslendinga og ber islenzka menningu fyrir brjósti, albúinn að leggja sinn skerf fram i frjóu kynningarstarfi. Auk þýðinga sinna hefur hann nú gengizt fyrir nýrri menning- arhátið i Þrándheimi, hinni fyrstu,og boðið þangaðfslenzku listafóki að halda hljómleika, lesa ijóð, sýna myndlistarverk i hinu forna riki Erlings Skjálgs- sonar sem varð tslendingum flestum Norömönnum kærari. áður en kom að Björnson Ibsen og Hamsun. Og þó má ég ekki gleyma þeim Einari Þambar- skelfi Arnljóti Gellini og Ed- ward Munch. JáNorræna Húsið,ekkier þaö forstjóranum Ann Sandelin aö kenna að úr engu sé að spila. Þeir sem eiga að sjá um að stofnunin hafi rekstrarfé og vakna nú við vondan draum, hve lúsiðinn hann er i bæli sinu að stinga út kúrsinn fyrir hin svörtustu afturhaldsöfl iandsins ásam t nokkrum árum sinum og smádrislumf auk einherjanna átakanlegu á hinu síðdegisblaö- inu þeirra Grandvars og Sigga flugs. Þö er kannski ekki sann- gjarnt að nefna þá i sömu andrá og daglaunarógbera, þarsem hinir eru sýnilega vegvilltir á- hugamenn um afturhald og for- pokun. Svarthöfði þessi hefur árum saman vell sér upp úr Ann Sandelin ekki mega þeir yppa öxlum og kúra sig undir verndarvæng gleymskunnar á ný. Væri ekki ráð að kalla nú saman þessa góðu stjórnarmenn hússins kansellimeistarana kammer- herrana ráöuneytisaðjúnkta og hvaö þeir nú eru þessir tignu herrarsem skipa stjórn hússins, og leggi þeirsvoá ráðin meðtil- tækum ambassadorum ráðherr- um og hátignum sem til næst um hversu skuli afla fjár að halda fullri reisn i' starfi húss- ins. Áhugamenn um afturhald og forpokun Einn er sá sem gleðst ef að likum lætur yfir fjárþrönginni i Norræna Húsinu. Það er sá illi andi sem kallar sig Svarthöfða og ber það nafn nokkuö með rentu bæðivegna þesshve mikið myrkur er f þeim haus og þess Pina CarmireUi flagi sínu, frussað og fretað á norræna samvinnu, ogtekurþvi kannski varla að sinna þessu þar sem þetta er enginn vekringur úr Skagafirði sem kunni að frýsa og prjóna, heldur bara illa lynt naut, sem ættiað hafa i girðingu, þar sem fáir eiga leiö um, eða flytja til Boli- víu. Kristján Davíðsson Ekki efa ég að Kristján Dav- iðsson hefði dugað vel sem sjó- maöur en þó stóð aldrei annað til enaðhann yrði málari þegar litið er á gáfur hans og upplag; enda mun það ekki hafa leynt sér heldur þegar hann var sjó- rnaður fyrir vestan, eða var að vaxa upp i heimahögunum á mannlifsbandinu undir hrika- legum fjöllum. Mikið er gaman þessa dagana að sjá i Listasafni tslands yfirlit um afköst þessa eljumikla málara sem á að baki svo frjótt og margþætt ævistarf þegar, og er þó i' fullu fjöri með svellandi krafti sinnar málara- náttúru að leita i list sinni nýrra ævintýra sins umhverfis eða endurminninga. Stundum að yrkja gömul stef með ferskum hætti, kanna forn mið eða leik- svið upprunans meö þeirri ögr- un og frelsi sem fjarski I tima og rúmi veitir þegar minnishólfun- um er lokið upp. Auðvitað átti Kristján aldrei að verða annað en myndlistarmaður sam- kvæmt atgervi sinu og elju, og yrkja skáldskap sinn og músik meðlitum sinum og formvizku, og eðlisborinni skyggni og þrautræktaðri og sifellt nýpróf- aðri á eiginleika efnisins sem hann vinnur í'. Að visu fylgja svo mikilli verkfærni vissar hættur og freistingar sem Kristján hrósar ekki alltaf sigri yfir. En hann hefur kjark tilað voga miklu og setja mikið undir i glimunni, og vinnur kannski sina stærstu sigra einmitt i öflugu samfelldu átaki og albeitingu við að spenna hratt saman rásandi þætti um myndflötinn allan þar sem hvarvetna er kvikan ólm sem þari aö aflspenna rimbönd- um og binda i nývakta hætti með snöggri athöfn meðan hún varir. Og þá ræðst hvort myndin muni lánast. Ogsiðan er gengið frá, aðrar stundir þegar má dunda viö lausa enda, snurfusa við útmörk og laga jaðra og ein- stöku ri'mdrætti eða þætti, og magna hlykk eða sveig, þegar höfuðsmiöin er reist,eða mest- megnis ort til úrslita. Ég hugsa að Kristjáni henti beztað vinna hratt, opna gnóttir ofnæmis og hamast. Hann er siður að hyggju minni yfirlegu- maður sem færi á löngum tima myndir sinar til fullnaðar með þvi' að mála i þær aftur og aftur, og liggja langtimum i salti.þó hitt sé vitanlega lika til, og á- gerist kannski. Hinsvegar finnst mér Kristján liklegri til að byrja þá á annarri mynd til að ná þvi' sem honum þætti vanta i þá fyrri. Frá þvf ég kynntist Kristjáni fyrst hefur mér alltaf þótt hann spennandi listamaður. Og það er langt siban. Og vorum þá báöir rauðskeggjaðir, og reynd- ar áöur en það kom til. Atiðum hefur heyrzt að Krist- ján væri áhrifagjarn, og jafnvel brugðið um það að taka svip af öðrum sem voru stórir úti i heimi. Enginn er eyland. Og þegar litið er yfir þennan langa feril—og maöur undrast afköst- in sem á þessari sýningu sannast — þá leynir sér ekki hve Kristján hefur verið sjálfum sér samkvæmur, og svipur hans ersterkur og sjálfstæður, og hve list hans er heilsteypt með öll- um sinum tilbrigðum og marg- visandi ævintýrum i leit og leik sem enn stendur sem hæst. Myndir Kristjáns af ákveðn- um persónum eru sérstakur kafli, hve sýnt honum er um að bregða upp skemmtilegri skoð- un sinni á kunnum persónum með nýstárlegum hætti, og gera ljóslifandi með fáum dráttum mælskum og mjögsegjandi i myndferðugheitum sinum. Flestum fremur finnst mér Kristján syngjandi málari, hvort sem hann virðist syngja á sina fiðlu, fikta upp stef á flautu i teiknirissi, eða framfleyta pólifóniskum stefjaleik f trölls- legum slag lita og forms. Það er gaman á sýningu Kristjáns. Og hvarvetna blasir við manni hæfileikinn tilað hrif- ast, og verða hissa á sjálfum sér og öðru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.