Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 12
12 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 API lærir fingra- mál Sjimpansinn Nim hefur liklega komist næst þvi að geta talað viö mannfólkiö af öllum skepnum sem ekki teljast til homo sapiens. Hann var aiinn upp hjá venjulegri fjölskyldu i New York og haföi um 60 kennara frá fjögurra mánaöa aldri til fjögurra ára. Máliö, sem honum var kennt, er fingramál og var ekkert til sparaö svo aö þaö mætti takast. Meöal annars fékk hann til afnota 21 herbergis hús meö stórum garði, eyddi sumar- leyfum I sumarbústöðum og þar fiam eftir götunum. Arangurinn var sá aö hann kunni upp á sina 10 fingur 125 tákn i fingramáli og gat tengt allt aö 3 tákn saman þannig aö hann gat haldiö uppi töluverðum samræöum. Sá sem stóö fyrir rannsóknun- um heitir Herbert Terrace og er atferlisfræöingur aö mennt með langan feril I könnun á atferli dýra. Columbia háskóli veitti fé i rannsóknirnar og er nýlega kom- in út bók eftir Terrace þar sem hann skýrir frá árangrinum. Nim var fyrst komið fyrir hjá LaFarge-fjölskyldunni i New York og var þar látiö með hann eins og hann væri litið barn. Hann lærði snemma aö fara á klósettið og tók fullan þátt f öllum heimilis- störfum, t.d. matartilbúningi og uppþvotti. Nim var ákaflega bliö- lynd skepna og hændist fljótt að krökkum og dýrum, sérstaklega heimiliskettinum. Þegar hann þurfti að fara i háttinn á kvöldin gréthann eins og óþekkur krakki. Aðferðin við kennsluna var sú að t.d. áöur en hann fékk aö drekka var haft fyrir honum blindramálstáknið sem merkir drekka og áður en hann var tek- inn upp var haft fyrir honum táknið sem merkir upp. Nim fékk fljótt dálæti á myndabókum og var ekki gamall að árum þegar hann gat bent með visifingri á þaö sem honum þótti mest varið i á myndunum. Hann læröi lika fljótt aö beita pensli og þekkja i sundur liti. Aöur en lauk gat hann skrifað nafnið sitt og einnig nafn ýmsra kennara sinna. Kennararnir sem kenndu Nim voru flestir með fulla heyrn en einna bestum árangri náði þó stúlka, sem hafði misst heyrnina 13 ára gömul. Miklu fé og fyrir- höfn var eytt i þessar rannsóknir en þegar Nim varð fjögurra ára þraut þó féð og hann varð aö fara aftur til fæöingarstaðs sins f Okló- homa og varö þaö honum töluvert áfall eftir allt eftirlætiö. Meðan á tilraununum stóð voru skráöar hjá Nim um 20 þúsund mismun- andi tjáningar. Þaö sem einkum er ialið rannsóknunum til gildis er innsýn sem þær veita um mannkynið i árdaga þroska sins. Nim notar bandariskt fingramál til aö tjá sig. Hér bendir hann á sjáifan sig sem merkir ÉG Næsta tákn er I samhengi viö þaö fyrra. Hann faömar sjálfan sig sem merkir FAÐMA Þriðja táknið, KISA, lýkur sam- ræðunum. Nim hefur nú tengt þrjú tákn saman: ÉG FAÐMA KISU Vel gert! Nim er verð- launaður fyrir að brjóta tjáningarmúrinn milli manns og sjimpansa. VIÐUREIGNAR ,,Blitzkrieg” gegn heilbrigðri skynsemi SAMEINAÐIR STONDUM VÉR -sundradirfóllumvér Frjáls þjóð Hafa vil ég í frjálsu landi háiftalit Pytheu-leikir og Pyrrhosarsigrar BJAH.nI HANNfcSSON: Hallarbylting? Vargar í véum NYJU'FÖTÍNKEISARflHS SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR - SUNDRABIR FÖLLUM VÉR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.