Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 3
Helgin 31. bkt.'—'l/h<Jv.'198Í WÖÐVlLJINN — StÐA 3 LR frumsýnir á þriðjudagskvöld: ,Undir álminum’ eftir Eugene O’Neill Á þriðjudagskvöldið frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur eitt þekktasta og mest leikna verk banda- ríska leikritaskáldsins Eugene O'Neill, ,,Undir álminum". Það var frum- sýnt í Bandaríkjunum 1924 við mikla athygli og ætfð síðan verið eitt mest leikna verk höfundarins. Hér hefur leikritið ekki verið sýnt áður. Árni Guðnason þýddi verkið fyrir aldar- fjórðungi og þá fyrir LR, en vegna umfangsmikils sviðsbúnaðar þótti ekki fært að sýna verkið, en Sigurður Steinþórsson, sem sér um leikmynd og búninga, hefur nú leyst það vandamál. Leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson en með stærstu hlut- verk fara: Gisli Halldórsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Karl Ágúst úlfsson. Hann útskrifaðist frá Leiklistar- skóla Islands sl. vor og_ fer nú með sitt fyrsta hlutverk hjá LR. Sigurður Karlsson og Jón Hjartarson koma og allmjög við sögu en auk þeirra Jón Sigur- björnsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Emil Gunnar Guðmundsson, Lilja Þórisdóttir o.fl. Sigurður Rúnar Jónsson, kemur fram i hlutverki fiðlara og flytur megnið af tónlistinni. Daniel Williamsson annast lýs- ingu. Leikritiö gerist i Bandarikj- unum um miðja . siðustu öld. Efraim Cabot býr búi sinu ásamt þremur uppkomnum sonum. Efraim karlinn kemur heim með nýja unga og fagra eiginkonu, hina þriöju. Hefst þá öldugangur i heimilislifinu. Astir takast með ungu konunni og yngsta syninum með afdrifarikum afleiðingum. Undir álminum er verk mikilla tilfinninga og ástriðna þar sem frumhvatir mannsins leika lausum hala með uggvænlegum afleiðingum. Eugene O’Neill (1888—1953) er af mörgum talinn mesta leikrita- skáld Bandarikjanna fram á þennan dag. Hann fæddist við leikhúsgötuna Broadway. Faöir hans var frægur leikari, vansæll en vinsæll. Móðirin illa farin af eiturlyfjaneyslu. Umbrotasömu fjölskyldulifi sinu lýsir skáldið á áhrifamikinn hátt i verki sinu: Húmar hægt að kveldi, sem Þjóð- leikhúsið sýndi árið ’59. O’Neill feröaðist um landiö meö for- eldrum sinum en stundaöi annars ýmis störf á yngri árum, þar á meðal sjómennsku, enda fjalla flest fyrstu verk hans um sjóinn og líf sjómanna. Fyrstu verk hans voru sýnd af leikflokknum Provincetown Prayers, sem þá var vettvangur nýrra höfunda og varð O’Neill þeirra aðalhöfundur um langt skeið. Hann samdi á fjórða tug leikrita, allt frá stuttum einþáttungum upp i 7-8 klst. verk. Aðeins þrjú verka hans hafa verið sýnd á islensku sviði: Ég man þá tiö, sem Leikfélag Reykjavikur sýndi 1946 og Anna Christie og Húmar hægt að kvöldi i Þjóðleikhúsinu 1952 og 1959. Meöal annarra þekktustu verka hans má nefna Mennirnir minir þrir og Eigi má sköpum renna, sem bæði hafa verið flutt hér i útvarp i þýðingu Árna Guöna- sonar og Emperor Jónes (1920), The Iceman Cometh (1939) og A Moon for the Misbegotten (1943). önnur sýning á Undir álminum veröur á miðvikudagskvöld, og þriðja sýning á sunnudagskvöld. —mhg Frá v.: Jón Hjartarson (Pétur), Sigurður Karlsson, (Simon) og Karl Agúst (Jlfsson, (Eben). Myndin er tekin á æfingu. Meinatæknar Rannsóknastofa Háskóla íslands i liffæra- fræði óskar eftir meinatækni i hálft starf við rafeindasmásjárrannsóknir. Reynsla af slikum störfum æskíleg, en ekki nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsóknir sendist til Rannsóknastofu Háskólans i liffærafræði við Suðurgötu fyrir 15. nóvember 1981. Laus staða Staða ritara hjá Vita- og hafnarmála- stofnun er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menrit- un og fyrri störf sendist fyrir 10. nóv. Vita- og hafnarmálastofnunin Seljavegi32, simi2 77 33 Vissirþú aó Arnarflug hefur flutt 131 þúsund farþega fyrstu 9mánuði þessa árs? Amarflug er þróttmikið flugfélag, sem hefur náð víðtækri reynslu í flugþjón- ustu á innlendum og erlend- um vettvangi. Innanlandsflug Amarflug heldur uppi reglubundinni þjónustu við fjölmarga staði víða um land sem ekki eru í alfara- leið og er áætlunarflug okkar því mikilvæg sam- göngubót fyrir íbúa þeirra. Fjöldi farþega á áætlunar- leiðum fyrstu 9 mán. þessa árs er yfir 16.000. Auk þess hefur Amarflug flutt yfir 9000 manns í leigu- flugi og fjölmarga einstakl- inga í sjúkraflugi innan- lands. Leiguílug Amarflug flýgur enn aðeins leiguflug milli landa. Auk sólarlandaferða, Evrópu- og Kanadaflugs fyrir ísl enska aðila hefur Arnar- flug getið sér gott orð með flugrekstri í 16 löndum. Samtals eru farþegar í milli- landaflugi orðnir 106 þús- undáþessuári. Starfsfólk Allir starfsmenn Arnar- flugs eru hluthafar, sem hafa það að markmiði að fyrirtækið sé vel rekið og öll þjónusta eins góð og hún getur best verið. 131 þúsund farþegar á 9 mánuðum er staðreynd. ,,Við getum gert betur” segja starfsmenn Arnar- flugs. Gott orð og samhentur starfshópur gefur Arnar- flugi byr undir báða vængi í komandiframtíð. ARNARFLUG Lágmúla 7,sími29511

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.