Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 11
Helgin 31. okt. — 1. nóv. VILJINN — StÐA 11 • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 kvrikmyndir „Kristilega kœrleiks- eiga sinn þátt i aö vekja hiö rétta andrúmsloft. Myndatakan minnir oft á gamlar altaristöflur, einkum i kvöldmáltiöaratriöinu. Frelsis- óöurinn i myndarlok fannst mér myndrænn og fagur. Tónlistinni er vel borgiö i höndum Leo Brou- wer, sem er eitt þekktasta nú- timatónskáld Kúbu. Hann fléttar saman spænska og afriska tónlist einsog Kúbumönnum einum er lagiö. Þegar á allt er litiö er hér komin merkileg og vel gerö kvik- mynd, sem á erindi viö okkur öll vegna þess aö hún fjallar um mál sem snerta okkur lika. Eöa spretta ekki kærleiksblómin kristilega viðar en á Kúbu? Þar fyrir utan er hún bæöi dramatisk og uppfull meö skemmtilegheit, og ætti enginn kvikmyndaunn- andi aö láta hana framhjá sér fara. blómin spretta” ,,Síðasta kvöldmáltíðin" (La última cena), mánu- dagsmynd Háskólabíós um þessar mundir, er kúb- önsk, gerð árið 1976, og f jallar um þrælauppreisn í lok átjándu aldar. Leik- stjóri er Tomás Gutiérrez Alea, einn þekktasti kvik- myndastjóri Kúbu og frægastur fyrir myndina „Minningar um vanjDróun" (Memorias del subdes- arrollo, 1968) en sú mynd mun hafa verið sýnd hér á landi fyrir mörgum árum. Hugmyndina aö Síðustu kvöld- máltiðinni fékk Gutiérrez Alea viö lestur litils kvers sem út kom 1797 og haföi aö geyma ráölegg- ingar til presta um það hvernig best væri aö útskýra kristindóm- inn fyrir fáfróöum, svörtum þræl- um. Þar kom fram aö stundum skildu þrælarnir alls ekki þau kristilegu góðverk sem unnin væru á þeim, og dæmi tekið af greifa nokkrum sem var svo göf- ugur að hann bauð 12 þrælum aö sitja til borðs meö sér á skirdag og njóta hinna herlegustu kræs- inga, auk þess sem hann laugaði og kyssti fætur þeirra og auö- mýkti sig á alla lund i þvi skyni að innræta þeim kristilegt hugarfar. 1 stað þess að læra af þessu þökk- uöu þrælarnir húsbónda sinum með þvi að gera uppreisn og brenna ofan af honum sykur- óöalið. Laun heimsins eru van- þakklæti. Þessa sögu notar Gutiérrez Alea senf uppistööu og vefur utan um hana mikið drama þar sem andstæðurnar eru annarsvegar yfirvaldið með sina kristnu, spönsku hugmyndafræöi og hins- vegar þrællinn meö sina afrisku menningu og sinn frelsisdraum. Persónur myndarinnar eru mjög skýrt afmarkaöir fulltrúar ákveöinna stétta: presturinn, greifinn, sykurverksmiðjustjór- inn, þrælapiskarinn, þrællinn sem aldrei lætur bugast o.s.frv. Þaö veröur þó að segjast höfundum myndarinnar til hróss aö þessar persónur veröa aldrei aö hold- lausum „týpum”. Skiptir þar ekki minnstu máli hve afbragðs- góður leikurinn er, enda eru leikararnir hver öðrum betri. Ingibjörg Ha__________ skrifar Kosturinn við þessar skýru af- markanir er tvimælalaust sá aö gera myndina auöskiljanlega öll- um áhorfendum, lika þeim sem aldrei hafa höggviö sykurreyr. Sjálf kvöldmáltiöin, þegar greifinn bregöur sér i gervi Krists, er lengsta og mikilvæg- asta atriöi myndarinnar, þar mætast fyrrnefndar andstæður og viö fáum innsýn i tvo gjörólika menningarheima, tvennskonar hugmyndafræöi. Greifinn talar um þjáninguna, sem sé þaö eina sem maðurinn eigi til að gefa Guöi. Þessvegna eigi maðurinn aö vera hamingjusamur i þjáningunni. „Meinar húsbónd- inn að- við eigum aö gleðjast þegar við erum baröir?” spyr einn þrælanna. Greifinn svarar játandi og við þaö setur mikinn hlátur að þrælunum. 1 veislunni lofar greifinn þræl- unum öllu fögru: einn á aö fá frelsi (hann er orðinn gamall og einskis nýtur til verka hvorteð er), annar þarf ekki framar aö vinna við sykurskurð enginn þarf aö vinna daginn eftir, á föstudag- inn langa... En greifinn er fullur Sementsverksinidja ríkisins Reykjavík TILKYNNING UM BREYTTAN OPNUNARTÍMA: Afgreiðsla Sementsverksmiðju rikisins á Ártúnshöfða breytist sem hér segir á timabilinu 1 ./11.1981 —15. /4.1982: MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA KL. 7.45 — 16.45 EN Á FÖSTUDÖGUM ER OPIÐ KL. 7.45 — 16.00 Lokað er i morgunkaffitima 9.35— 9.55 og i matartima 12.15 —12.45 alla daga Vinsamlegast hugið að brey tingunni SEMENTSVERKSMIDJA RÍKISINS SÆVARHÖFÐI 11 - 110 REYKJAVÍK Fóstrur Fóstru vantar hálfan daginn i leikskólann við Fögrubrekku. Upplýsingar gefur for- stöðumaður i sima 4 25 60. Félagsmálastofnun Kópavogs. og daginn eftir kemur i ljós að þaö var ekkert aö marka það sem hann sagði. Þrælapiskarinn Don Manuel ætlar aö reka alla til vinnu einsog ekkert sé og þrátt fyrir mótmæli prestsins. Þessi svik eru kveikjan aö upp- reisn þrælanna, sem brýst út á föstudaginn langa og er barin niður á páskadag. Væntanlegum áhorfendum skal ekki gerður sá ógreiöi að segja meira frá at- burðarásinni. „Siöasta kvöldmáltiöin” er ekki eina myndin sem gerö hefur verið á Kúbu um nýlendutimann og þrælahaldið. Kúbumönnum er mjög annt um sögu sina, og þá einkum um að draga hana út úr skúmaskotum vanrækslu og rangtúlkana og beina að henni skæru ljósi marxiskra sögurann- sókna. Það var einmitt á nýlendu- timanum sem kúbanska þjóðin varð til sem slik, og uppruna hennar er að leita i þessum tveimur gjöróliku menningar- heimum. Gutiérrez Alea hefur sagt, að sögulegar kvikmyndir séu ekki til þess eins geröar að „endurvekja” tiltekna atburöi úr fortiöinni, heldur til þess að hafa áhrif á nútiðina meö skynsam- legri greiningu á fortiöinni. (Þetta mættu islenskir kvik- myndagerðarmenn gjarna hafa að leiðarljósi þegar þeir taka til meöferðar okkar fortiö, okkar sögu!) Kvikmyndatakan og tónlistin eru einsog best veröur á kosiö og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.