Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 13
Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 sKáh______________________________________________________ Jóhann Hjartarson skákmeistari TR ’81 Síöastliðinn miðvikudag lauk haustmóti Taflfélags Reykjavíkur.— Þegar þetta er ritað er að vísu nokkrar skákir sem fóru í bið, en þær breyta sáralitlu um endanleg úrslit móts- ins. 1 A-riðli mótsins, þar sem kepp- endur voru 12 talsins og tefldu 11 umferðir fóru leikar þannig að Jóhann Hjartarson sigraði, hlaut 8 1/2 vinning. Sævar Bjarnason varð i 2. sæti með 7 vinninga. Tveim efstu mönnum verður ekki breytt en röðin er að öðru leyti þessi: 3. Jóhann Ö. Sigurjónss. 6 1/2 c. 4. Benedikt Jónasson 6 v. 5. -6. Jón Þorsteinsson 5 1/2 v. + 1 biðsk. 5.-6. Dan Hansson 5 1/2 v. + 1 biðsk. 7. Július Friðjónsson 5 1/2 v. 8. -9. Sveinn Kristinsson 5 v. Umsjón Helgi Ólafsson Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Sævar Bjarnason Nimzo-indversk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rc3-Bb4 4. C3-C5 5. Re2 (Kortsnoj gerði þessa leikað- ferð vinsæla i einvigi sinu við Karpov i Baguio 1978.) 5. .. cxd4 6. exd4-0-0 7. a3-Be7 8. d5-exd5 9. cxd5-He8 10. h3 (Jóhann fylgir uppástungu enska stórmeistarans Keene. Keene þessi er óspar á uppá- stungurnar en er fremur ragur við að nota þær i eigin skákum.) 10....Bc5 11. b4-Bb6 12. g4-a5 13. Hbl-axb4 14. axb4-d6 15. g5? (Eftir þennan bráðláta leik lenti hvitur i erfiðleikum. 15. Bg2 ásamt stuttri hrókun hlýtur að koma á undan i stöðum sem þessum.) 15. ..-Re4 16. Rxe4-Hxe4 17. Bg2-Bf5! Jóhann Hjartarson (Skemmtilega leikið. Hvitur á nú þegar við erfið vandamál að glima.) 18. Hb3 (Auðvitað ekki 18. Bxe4-Bxe4 og biskupinn hefur tvo hvita hróka i skotfæri.) 18. .. Hc4! 19. Hb2-Haal (Sævar teflir skákina af mikl- um krafti.) 20. 0-0-DcS 21. Kh2-Rd7 (Riddarinn er á leiðinni i spikið. Jóhann sér ekki fram á að geta leyst liðskipunarvandamál sin á viðunandi hátt og tekur á rás með drottninguna) 22. Db3-Hxcl 23. Rxcl-Hxcl 24. Ha2-g6 25. Da4-llxf 1 26. Bxfl-Dcl — Hvitur gafst upp. Algjört hrun blasir við stöðu hans. 8.-9. Elvar Guðmundsson 5 v. 10.-11. Arnór Björnsson 4 v. 10.-11. Björn Jóhanness. 4 v. 12. Björn Sigurjónss. 2 1/2 v. Jóhann var vel að sigrinum kominn, tefldi af öryggi og tapaði aðeins einni skák. Hann var stigahæstur keppenda fyrir mótið og þvi kom sigur hans ekki á óvart. Frammistaða Sævars Bjarnasonar er einnig góð. Hann byrjaði rólega, en sótti i sig veðrið er á leið og var sá eini sem sigraði Jóhann. Þeir Jóhann örn og Benedikt Jónasson tefldu af öryggi og sýndu virki- lega hvað i þeim býr. Afleit frammistaða Elvars Guðmunds- sonar kemur einna mest á óvart i móti þessu. Kepnnisharka sú sem einkenndi taflmennsku hans á Skákþingi fslands og Skákþingi Reykjavikur fyrr á þessu ári var viðsfjarri. Þá er frammistaða Sveins Kristinssonar eftirtektar- verð. Hann hefur aftur hafið tafl- mennsku og virtist bæta sig i hverri umferð. Fyrir hann var mótið helst til stutt. 1 B-riðli sigraði Guðmundur Halldórsson, athyglisverður skákmaður, sókndjarfur i betra lagi. Hann hlaut 8 vinninga af 10 mögulegum. 1 2. sæti varð svo Stefán Þórisson með 7 vinninga. Staðan er að ööru leyti óljós i riðli þessum vegna fjölda biðskáka. I C-riðli deildu þeir efsta sætinu, Óttar B'. Hauksson og Jón H. Björnsson, hlutu báðir 7 1/2 vinninga úr 10 skákum. Agúst Ingimundarson hlaut 7 vinn- inga. Jóhann Ragnarsson sigraði i D-riðli hlaut 8 1/2 v. af 11 mögu- legum. Stefán Sigurjónsson varð i 2. sæti með 8 vinninga og Tómas Björnsson og Eggert Þorgrims- son hlutu 6 1/2 v. t E-riðli er útlit fyrir sigur Þrastar Þórhallssonar. Hann er með 8 vinninga og biðskák úr 11 umferðum en óskar Bjarnason er með 7 vinninga og biðskák. Þröst- ur er með lakari stöðu i sinni skák og Óskar er með örlitið betra i sinni biðskák og þarf nauðsynlega að vipna eigi hann að ná Þresti. I unglingaflokki sigruðu þeir Georg Páll Skúlason og Davið Ólafsson, hlutu 7 1/2 c. úr 9 skákum. Þeir munu heyja 2 skáka einvigi um 1. verðlaun. Að endingu flýtur hér eina tap- skák sigurvegarans i mótinu, Jóhanns Hjartarsonar: Þetta umlerðarmerki táknar ll að innakstur er öllum bannaður — einnig þeim sem hjólum aka. Uíæ™"’ [jondon er...b sem hýóur þér næstum því allt fyrir sáralftið orgin laBtf Allt sem þú hefur heyrt um London er satt. Tveggja hæða, rauðir strætisvagnar luila niður götur fullar af heimsíxægum verslun- um. Verðir drottningarinnar skipta um vakt á vélrænan hátt framan við Buckingham höllina og á hverju homi virðist vera eitthvað sem allir kannast við. Westminster Abbey er rétt hjá Big Ben, sem er aðeins steinsnar frá styttunni af Nelson og hinum megin við homið er Piccadilly Circus.þú röltir bara ámilli. Og London er ennþá aðal verslunarmið- stöð Evrópu, uppfull af alls konar tilboð- um. Þú færð t.d. gallabuxur í skemmunni hjá Dickie Dirts í Fulham fyrir 130 krónur og hljómplötur á spottprís í plötubúð- unum við King’s Road. London er.... full af ókeypls íjársjóðum í London eru yfir 400 söfn og listasalir og að þeim er yfirleitt ókeypis aðgangur. Ef þú kaupir farmiða, sem heitir London Transport Red Rover, geturþú ferðast um borgina í heilan dag og skoðað London af efri hæðinni á stórum rauðum strætó. Miðinn kostar aðeins um 33 krónur. London er... ódýr, vinalegur pub Þegar þú verður svangur skaltu gera eins og Bretar gera, bregða þér inn á næsta pub. Þótt þeir séu óiíkir, segja þeir hver London =1= ■iii JbL Ef þú ert hrifinn af knattspyrnu mætti minna á að í London eru 3 fyrstudeildar lið. Þú kemst á leik fyrir 30 krónur . Það er fallegt að virða London fyrir sér frá ánni. Þess vegna er upplagt að sigla frá Westminster Pier til Greenwich, - en þar er National Maritime safnið. Þeim 30 krónunum er vel varið - og svo er ókeypis innásafnið. London er .... hótel við þitt hæfi London er full af hótelum. Þar em lítil hótel þar sem þú færð herbergi fyrir 180 krónur og enskan morgunverð fyrir 25 krónur, stærri hótel á meðalverði og luxus hótel í hæsta gæðaflokki. London er alltof stór í eina auglýsingu. Það er því gott að geta gengið að bækling- um og bókum BTA hjá bókaverslun Snæ- bjamar. En það er ekki nóg. Þú verður að sjá London sjálfa. Þú kemur aftur hlaðinn ómetanlegum minningum og líklegast með afgang af gjaldeyrinum. um sig heilmikið um breskan lífsmáta. Glas af b jór og k jötkaka með salati kostar ekki nema svo sem 25 krónur og vingjamlegt andrúmsloftið kostar hreint ekki neitt. London er.... full af fjöri Það er alveg sama á hverju þú hefur áhuga - leiklist eða tónlist, þú finnur það í London. Þar eru yfir 50 leikhús, 3 ópemhús, 5 sinfóníuhljóm- sveitir, og engin poppstjama hefur „meikaða” almennilega fyrr en hún hefur spilað í London. Nú er líka hægt að kaupa leikhúsmiða á sýningar samdægurs í miðasölunni á Leicester Square fyrir hálfvirði. FLUGLEIDIR lækka ferðakostnaðinn Þú getur notfært þér ódým sérfargjöldin og hagstæða samninga Flugleiða við Grand Metropolitan hótelkeðjuna og keypt flugfar og gistingu á einu bretti! Einnig hafa ferðaskrifstofumar á boðstól- um stuttar helgarferðir með flugferð, gist- ingu og morgunverði inniföldum í verðinu. Athugaðu málið, - úrvalið er gott. BRITISH TOURIST AUTHORITY veitír ókeypis upplýsingar Ef þú hefur samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn þeirra eða ferða- skrifstofurnar, getur þú fengið sendan bækling frá British Tourist Authority með nánari upplýsingum um London, ásamt verðskrá og ferðaáætlun Flugleiða.. Komdu sem fyrst í heimsókn! nógað sjá,nógaðgera!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.