Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 Ingólfur Margeirsson: Drög aö vanda ævisagnaritarans Viðtalið er eitt algeng- asta lesefni dagblaða og tímarita. Sama gildir um útvarp og sjónvarp, fréttir fræðsluþættir og skemmti- efni eru að miklu leyti byggðir á viðtölum, spurn- ingum sem þátttakendum ber að svara. Jafnvel heilagasta kýr þjóðar- innar, bókin, hefur ekki farið varhluta af viðtalinu. Á síðustu áratugum hafa viðtalsbækur flætt yfir bókamarkaðinn, flestar selst vel en fæstar skipað sess í huga manna sem bókmenntir. Vera má aö hið mikla magn viötala og mismunandi gæöi þeirra hafi oröið þess valdandi aö viötalsformiö hefur aldrei hlotiö viöurkenningu. Viötalsbækurnar bera oft keim af snöggsoöinni blaöamennsku og slikt þykir ekki fint á þrykki milli tveggja spjalda. Hitt er þó undarlegra, aö viötaliö hefur nær aldrei hlotiö umfjöliun eöa greiningu á prenti hérlendis, hvorki sem fjölmiðla- form né sem listgrein. Viötal er afgreitt sem viötal. Áöur en lengra er haldiö er vert aö drepa á helstu gerðir viötala, sem oft vilja skolast til i úrvinnslu og enda i einum hrærigraut. Ot- koman veröur oft sú aö lesandinn hefur enga hugmynd um hver til- gangur viðtalsins var. Ég hef kosið að skipta viötals- forminu eftir ásetningi og inni- haldi i þrennt: Fréttaviötaliö, sérsviösviötaliö og persónuviö- taliö. Fréttaviötaliö er yfirleitt stutt og inniheldur samanþjapp- aðar upplýsingar án þess að per- sóna þess sem stendur fyrir svörum, skipti neinu máli. Sér- sviösviðtaliö er hins vegar viðtal viö persónu sem ræöir starf sitt eöa sérstök áhugamál en fjallar ekki um lif sitt aö ööru leyti. Við- töl þessi geta bæöi veriö i styttra eða lengra lagi og tengja saman persónuna og sérsviö hennar. Persónuviötaliö endursegir hins vegar ævi og persónueinkenni frásögumanns og er þarafleiö- andi viðtækast (og lengst). Slik viðtöl sem stundum eru kölluð af- mælisviötöl i niörandi tóni, setja hve mestar kröfur til skrásetjara ef afraksturinn á að *vera bæri- legur. Bæði veröur spyrjandi að hafa vald á spurningatækni og hvunndagssálfræöi og viö úr- vinnslu verður hann jafnan aö þjappa miklu efni saman i læsi- lega grein. Sé útkoman góð, þekkja gamlir kunningjar frá- sögumanns persónueinkenni hans þegar i staö, (umhverfiö, frá- sagnarmáti, likamshreyfingar, oröaval og jafnvel mállýti) og ókunnugir sem lesa viötaliö sjá persónuna ljóslifandi fyrir sér. Lengri gerö persónuviötalsins leiöir af sér viötalsbókina, endur- minningaritunina, ævisöguna. Slikar skriftir bjóöa hins vegar nýjum vandamálum heim og það eru þau atriöi sem ég mun fjalla litillega um i þessari grein. Þaö sem einna helst hefur ein- kennt islenska ævisagnaritun á undanförnum árum er viröingar- leysi skrásetjara gagnvart sögu- manni. Viröingarleysiö getur tekið á sig ótal myndir og má geta nokkurra: Rangar forsendur fyrir vali sögupersónu (viö'kom- andi er frægur eða annálaöur fyrir skemmtilegheit), yfirborös- legt samband skrásetjara og viö- mælanda (slæmar spurningar, rangar áherslur i endursögn), hná úrvinnsla (stuttur undirbúnings- timi, kæruleysi, eöa timahrak þvi bókin þarf að komast á jólamark- að). Fleiri atriði lýta islenskar endurminningar eins og t.d. til- litssemi við vini og ættingja en slik nærfærni verður oft til þess aö bókin veröur gloppótt, flöt og vart hægt aö taka trúanlega. Ell- egar það sem verra er, heildar- lýsing á sögumanni veröur eins konar glansmynd, þvi hinir já- kvæðu punktar úr lifi hans hafa einirveriö nýttir og hafniri æðra veldi. I besta lagi getur bók af þessu tagi orðið skemmtilegt kjaftæöi. Erich Fromm sagði i einum fyrirlestra sinna um sálgreiningu og trúarbrögö, aö „sálgreining er i grundvallaratriöum tilraun til aö hjálpa sjúklingum aö öölast eöa endurheimta hæfileikann að elska”. Sé þessi staöhæfing heim- færö upp á viðtaliö má meö sanni segja aö viðtaliö sé tilraun til aö hjálpa sögumanni aö öölast eöa endurheimta hæfileikann aö skilja sjálfan sig. Spyrillinn ööl- ast svipaö samband viö frásögu- mann og sálfræöingur viö sjúkl- ing: Hann er hvati sem lýkur upp innstu sálarhirslum viömæland- ans. Þetta gerir hann ekki i þvi skyni aö beita upplýsingunum gegn viökomandi heldur til að að- stoöa hann við aö gera endur- minningarnar skýrari og setja þær i rétt samhengi. Skrásetjarinn þarf þarafleiö- andi aö gera sér ljóst frá upphafi, aö ef útkoma bókarinnar á að vera þolanleg, veröur hann aö þekkja frásögumann sinn til hlltar. Séu þeir ekki gamlir kunn- ingjar er höfundi bæöi hollt og skylt aö kynnast sögupersónunni vel, áöur en hin eiginlega sam- vinna hefst. Slik viðkynning er oft hentugust með þvi aö ræöa um allt milli himins og jaröar annaö en fyrirhugaöa bók. Almennar viöræöur auðvelda hinum tveim aöilum aö öölast innsýn hvorn I annan. Áriöandi er, aö skrásetjari geri sérekki fyrirfram ákveðnar skoð- anir um viömælanda sinn, heldur sé opinn fyrir öllum áhrifum já- kvæðum jafnt sem neikvæöum. Siöar meir, þegar samvinnan er hafin, losnar skrásetjari viö aö gripa fram i lifandi frásögn meö spurningum, en getur einbeitt sér aö frásögninni og séö hana með augum sögumanns. Endursýnin þarf ekki aö vera afleiöing lit- rikra lýsinga frásögumanns, heldur nægja smávægilegustu at- riöi af vörum viömælanda til þess aö skrásetjari getur brugöiö sér i ham sögumanns, þvi hann þekkir viöbrögð og hugsanir hans. Góöur skrásetjari þarf einfald- lega aö vera betri hlustandi en spyrjandi. Engu að siður þarf textahöf- undur aö kunna aö spyrja rétt. A þessu stigi samvinnunnar þekkir hann persónu sina aö mestu leyti, en hann kann ekki deili á öllum atriöum ævi hennar. Hvaö skiptir máli? Hvaö ber að nýta, og hverju á aö kasta? Aö minu mati er mikilvægt aö nota sérhvert þaö atriöi er útskýrir persónuna nánar fyrir lesendum. Sagan veröur þvi likt og pússluspil, þvi fleiri einingar sem falla saman, þvi heillegri og skýrari veröur myndin. Þessi aðferö er einnig dialektisk, brotin geta unnið gegn hvert ööru meö þeim afleiöingum að lesandinn uppgötvar nýjar viddir i persónunni og leggur annan skilning i fyrri viöbrögö og atvik. Einfaldast væri að kalla slika vinnslu nýtingu á and- stæöum eöliseinkennum, sem sérhver manneskja er samansett af. I þessu sambandi skiptir mann- þekking og dómgreind spyrilsins miklu. Undarlegustu smáatriði geta skiptsköpum ileitinni aö per- sónukjarna viömælandans. Sá ágæti tékkneski rithöfundur Ingólfur Margeirsson Karel Capek ritaöi m.a. æviminn- ingar Thomas Masaryks, fyrsta forseta Tékkóslóvakiu (á ár- unum 1918—35). Capek hefur skrifað um tilurö þeirrar bókar og greinir frá þvi hvernig hann fékk hugmyndina aö henni. Capek og Masaryk voru góðir vinir og eitt sinn er þeir sátu saman ásamt kunningjum sagði Masaryk frá lifsháska sem hann haföi komist i. Það var i rússnesku bylting- unni, hann var staddur i Moskvu og lenti óvart i skotárás milli bol- sévika og hermanna Kerenskis. Masaryk hljóp aö læstum hótel- dyrum og barði á huröina meöan skotin skullu á veggjunum i kring. Dyravörðurinn kallaði gegnum hurðina og spuröi hvort hann byggi á hótelinu þvi honum væri meinaö aö hleypa ókunn- ugum inn. Og Masaryk héit áfram frásögn sinni: „Ég vildi ekki ljúga, en sagöi honum að hætta þessari þvælu og aö lokum hleypti hann mér inn”. Capek gat ekki gleymt þessari einu setn- ingu: „Ég vildi ekki ljúga”, og hann öölaöist ekki sálarfriö fyrr en hann var búinn aö festa ævi- minningar forsetans á blaö. A sama hátt og Capek fann lykilinn að persónu Masaryks i einni setningu, veröur sérhver skrásetjari sem tekur hlutverk sitt alvarlega, aö læra þá list að hlusta og gripa sérhvern þann Striðinu lauk ekki. Dagbókin 2. júli 1944: ' „Viö lifum á hræöilegum tim- um. Eitthvaö hefur legið i' loft- inu alla siðustu viku. Sett hefur verið á útgöngubann, við eigum að vera heima eftir kl. 20:00. Veðriö er frábært, og flestallir nágranníirnir standa úti á göt- unni i smáhópum, gjóta augun- um flóttalega i allar áttir, og stinga hvislandi saman nefjum. Þýskir hermenn þramma um göturnar, vopnaðir vélbyssum ogöðrum morötólum,og danska lögreglan ekur um I hátalarabfl- um og hvetur almenning hið eindregnasta aö halda sér innan dyra. Menn hlýða þessum til- mælum, en aðeins i skamma stund, meöan bilarnir aka framhjá, síöan stinga allir út kollinum á nýjan leik og taka upp þráöinn þar sem frá var horfiö. En nú vill fólk að eitt- hvað gerist. Bál eru tendruð á götuhornum; blöðum, gömlum skóm og alls kyns drasli rignir úr gluggunum og hinir áköfustu draga fram borð, stóla og jafn- vel barnavagna. Brunaíiöið kemur og slekkur eldinn, en um leið og slökkviliösbilarnir eru horfnir, er eins og menn fyllist djöfulmóði, nú fyrst tekur eld- urinn völdin, eldkestirnir hlað- ast margfaldir upp, bálbjarm- inn lýsir upp alla götuna, og sömusögu er að segja viðs veg- ar um borgina. Við skelfumst nóttina, en hún liður þó án allra þjánínga. Viö heyrum skothvelli og sprengingar i sífellu. En nú hefur enn verri hlutur gerst. Það er skolliö á alisherjar- verkfall...” UM BOKINA Á bókarkápu segir m.a. um bókina Lífsjátningu, ,,LÍFSJÁTNING er opinská, blóðheit, ærleg saga, — ein eftirminnilegasta ævisaga sem hér hefur komið út um langt skeið. GUÐMUNDA ELIASDÓTTIR söngkona á að baki óvenjulegan feril. Hér rekur hún lífshlaup sitt hispurslaust: segir frá uppvaxtarárum sínum á Vest- fjörðum, Reykjavíkurdvöl rétt f yrir stríð, hernámsárum í Kaupmannahöfn. Hún lýsir búsetu vestan hafs, í Dan- mörku og heima á íslandi. Hún f jallar um söngferil sinn austan hafs og vestan, segir f rá kynnum af f jölda fólks, frá sorgum sínum og fögnuði, sigrum og vonbrigðum. Hún segir frá hjónaböndum sínum tveimur sem bæði voru söguleg, hvort með sínu móti.'' Ingólfur Margeirsson, fyrrv. umsjónarmaður Sunnu- dagsblaðs Þjóðviljans, hefur skráð þessa sögu og á bók- arkápu segir að honum hafi tekist að skila Guðmundu Elíasdóttur heilli til lesandans og að samstarf þeirra haf i alið af sér bók sem verði sjaldgæf reynsla f yrir les- andann. Þjóðviljinn sneri sér til Ingólfs, en hann býr nú í Osló, og bað hann að lýsa vandamálunum sem skrásetjari slíkrar viðtalsbókar stendur frammi fyrir. Hann varð góðfúslega við þeirri bón og birtist grein hans hér að of- an. Á FLÓTTA UNDAN Þjóöverjarnir mættu allsherj- arverkfallinu meö þvi aö svipta okkur rafmagni, gasi, vatni og nauðsynjavörum. Þeir einangr- uöu borgina, lokuöu henni af og hugðust beygja Kaupmanna- hafnarbúa til hlýðni. Og þarna var ég, i blóðbönd- um. meö barnið nýfætt og skrækjandi. Henrik þeyttist milli búöa og keypti allt sem hægt var aö fá, kartöflur, hafra- grjón,álegg.Hverju heimili var úthlutaöur tómur tveggja kilóa kartöflupoki i búðunum, og hann áttu menn sjálfir að fylla af vörum. Þaö var skammturinn. En drykkjarföngin voru mik- ilvægust. Fólk hamstraði sem galiö gos, bjór, léttvin — og vatn, ef það var fyrir hendi. Henrik og aörir menn i götunni fóru niöur að Peblingesöen, sem lá skammt frá, I þvi skyni að ná i vatn. Þeir höfðu með sér fötur. A leiöinni heim sátu Þjóðverjar fyrir þeim og skutu föturnar i tætlur. Eftir örfáa daga var orðiö ó- lift i borginni. Matur og drykkjarvörur voru á þrotum, fólk varð aö brjótast inn i búöir i leit að lifsnauðsynjum. Ég missti mjóikina að mestu leyti og óttaðist að brátt fengi barnið mitt enga fæöu. Þjóðverjarnir ruddust án afláts inn i húsin og drógu út mennina og skipuðu þeim að rifa niður götuvirki og tina rusl á götunum. Margir þessara manna áttu aldrei aft- urkvæmt. Og stöðugt geltu vél- byssurnar og kúlnahriöin small á húsveggjunum. Viö þorðum ekki að sofa á nóttunni. Við skefldumst dauöann eða jafnvel eitthvað enn verra. Loks ákváöum við að flýja borgina. Við tókum reiðhjólin okkar, settum Búbúbus i barna- vagninn og Henrik dró hann á eftir sér á hjólinu. Takmarkið var að komast til ættingja Henrikssembjuggu á sveitabýli i Lejre, tæpum 50 ki'lómetrum fyrir utan Kaupmannahöfn. Það var rólegt á götunum, en öðru hverju stormuðu þýskir hermenn framhjá okkur I stoln-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.