Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 mer er spurn Sigurjón Arason efnaverkfrœðingur svarar Þjóðviljanum... Eru íslendingar aö dragast aftur úr í skreiöarverkun? ...og Þjóöviljinn spyr Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, forstöðumann Borgarskipulags Reykjavíkur Hvers vegna hefur Reyk- víkingum fækkað mörg undan- farin ár? Guðrún Jónsdóttir Sp.: I Noregi er verið að taka i notkun stórvirkar verksmiöjur til skreiðarþurrkunar. Erum við Is- lendingar aö dragast aftur úr á þessu sviði og hvaö er framundan hérlendis i skreiðarverkun? Sv.: I Þjóðviljanum þann 16. október birtist grein um „raf- stýröa verksmiðjuþurrkuná 7—10 dögum”, en greinin var þýdd úr norska blaðinu Fiskaren. Þessi grein fjallar um nýjar hugmyndir i skreiðarverkun. Þessar hug- myndir eru þó ekki óþekktar hér á landi, þvi undanfarin ár hafa starfsmenn Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins unnið að þróun svipaðrar þurrkaðferðar. Sfðustu tvö árin hefur verið unniö skipulega að þessum mál- um og hafa rannsóknirnar beinst að þurrktækninni, þurrkskilyrð- um og afurðagæðum. Þurrktæknin hjá okkur hefur að mikluleyti þróast út frá samnor - ræna kolmunnaverkefninu. Hlut- verk okkar fslendinga i þessu samnorræna verkefni var að sjá um þurrkun á kolmuna og út frá þvi þróaöist ný þurrktækni sem hefur verið notuð á kolmunna og þorskhausa. Þessi nýja tækni byggist á þvi að þurrkunin fer fram i þar til gerðum þurrkklefum þ.e. for- þurrkun og eftirþurrkun. 1 eftir- þurrkuninni er loftblásturinn hafður þrisvar sinnum hægari en i forþurrkuninni. Helstu kostir við inniþurrkun á bolfiski eru: Styttri þurrktimi Hægt að þurrka allt áriö Afuröin hefur jafnari gæöi Nýtingin eykst Meiri vinnuhagræðing Nýting á innlendri orkulind Jafnari afskipanir Rannsóknir á inniþurrkuðum bolfiski eru langt komnar. Fyrsti þurrkbúnaðurinn hefur verið hannaöur, og smiði hans er þegar hafin og stendur til, að hann verði tekinn i notkun fljótlega eftir næstu áramót. Framleidd hafa verið nokkur kiló af þorskskreið i þurrkklefum. Efnafræði- og gerlafræðilegar rannsóknir hafa farið fram á skreiðinni og ekki kom i ljós neinn verulegur munur á inni- og úti- þurrkaðri skreið. Erfitt er að gæðameta skreiðina þar sem okk- ur vantar nákvæmar og góðar reglur til að fara eftir. Norðmenn eiga við þessi sömu vandamál að etja. Stór hópur Norðmanna var hér i heimsókn siðastliðið vor og gerðum við þeim grein fyrir okk- ar hugmyndum, og var það þeirra álit að við værum komnir lengra en þeir. Við kolmunna- og hausaþurrk- un hafa færibandsþurrkarar ver- ið notaðir og þar er um að ræða mikinn sparnað á vinnuafli. Við höfum gert stórt átak i nýt- ingu á jarðvarma við þurrkun og höfum við náð m jög langt á þessu sviði. Norðmenn hafa ekki aðgang aö jarðvarma og þess vegna hafa þeir sérhæft sig i notkun á öðrum orkugjöfum, þ.e. oliu og raforku. Þeir hafa náð langt i að endur- nýta varmann úr þurrkloftinu aftur, og til þess arna hafa þeir notað varmadælur og varma- skipta. I þessum búnaði felst mikill stofnkostnaöur, svo að vart borgar sig að nota þennan búnað á jarðvarmasvæðum. Starfsmenn Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins eru nú þegar byrjaðir að huga að endurnýtingu Sigurjón Arason á varma i þvi þurrklofti, sem blásið er út. Þeir möguleikar, sem koma til greina við endur- nýtingu á varmanum verða rann- sakaðir við gerð þurrkklefa, sem verður staðsettur þar sem jarð- varmi er ekki til staðar. Ef notaðir eru varmaskiptar er hægt að spara um 35% af orkunni en um 80% með varmadælu. Eins og ég sagði hér að framan er of snemmt að segja til um hag- kvæmni sliks búnaðar, en niður- stöður rannsókna þar að lútandi munu liggja fyrir fljótlega. F’yrir ári siðan voru gerðir hagkvæmir útreikningar fyrir þurrkun með notkun á þeim orkugjöfum, sem eru hugsanlegir hér á landi. út- koman varð að það væri sjö sinn- um dýrara að nota oliu en hita- veituvatn, og átta-tiu sinnum dýrara að nota rafmagn en hita- veituvatn. Niðurstöður okkar benda til að þurrktimi fyrir innþurrkaða skreið sé 12—20 dagar þannig að 7-9daga þurrktíma, eins og kem- ur fram i norsku blaðagreininni, er ekki hægt að ná með stóran bolfisk, en aftur á móti vel hugs- anlegur fyrir smáfisk s.s. smá- ufsa og smáþorsk (undir 50 cm). Með innþurrkun er hægt að framleiða skreið allt árið með jöfnum gæðum; það veldur þvi að markaðurinn fyrir skreið verður stöðugri heldur en hann er við nú- verandi aðstæður. Batnandi gæði auka likur á stöðugra veröi og einnig að okkur haldist á mörkuð- um eins og t.d. ttaliu. Við framleiðslu á skreið veröur að hafa hugfast aö við erum að framleiðadýra afurö til manneld- is. Af þeim sökum þarf að vanda mjög til gæðamats og verðum við að fara eftir þeim reglum er kaupandinn setur. Norðmenn mega ekki fara fram úr okkur hvað snertir skreiðargæði; þá er hætt við að þeirra skreið verði tekin fram yfir ef markaðurinn dregst saman. Þegar fram liða stundir er hægt að hugsa sér að stór hluti skreið- arinnar verði verkaður i þurrk- klefum, þar sem innlendur orku- gjafi er notaðui; annað hvort jarð- varmi eða raforka. Fyrsti þurrkbúnaðurinn á jarð- hitasvæði er i uppsiglingu og at- huganir eru hafnar með nýtingu á rafmagni sem orkugjafa og er þar reiknað með fullkominni end- urnýtingu á varmanum i þurrk- klefunum. Af þessu sést að við stöndum jafnfætis Norðmönnum á þessu sviði og litil ástæða til að óttast að þeir skari fram úr okkur ef við höldum vöku okkar i framtíðinni. r i tstjór nargrei n A. Sjálfsmörk og núlllausnir Risaveldin heyja um þessar mundir mikið áróðursstrið, og reynir hvort um sig að færa rök fyrir þvi, að vigbúnaðarkapp- hlaupið sé hinu að kenna, en sjálfur sé sá aðili, sem orðið hefur, saklaus sem lamb. Það merkilega er, að i þessum áróðurskappleik gera menn miklu meira af því að skaða eigin málstaö en andstæöings- ins: þetta er sjálfsmakkaleikur. Ba ndarjkin Undanfarnar vikur og mánuði hafa hinir ýmsu bandarisku áhrifamenn veriö aömissaút úr sér ummæii, sem hafa mjög kynnt undir tortryggni Evrópu- búa í þeirra garð. Beintogóbeint hefur verið látið að þvi liggja, aö Evrópumenn þyrðu hvorki né timdu að verja hendur sinar, þeir vildu helst lifa værðariíf; undir bandariskum verndar- væng og veslast upp af sjúk- dómum, sem ýmist eru kenndir við Finnland eða Holland: þá er áttvið tillitssemi við Rússa eða einhliöa afvopnunaráform. Um leið hafa bandariskir ráðamenn með Reagan i fararbroddi velt vöngum yfir möguleikum á þvi að heyja með árangri kjarn- orkustrið f Evrópu, og mörg vigbúnaðaráform þeirra benda frekar til þess að þeir vilji tryggja sér hernaðaryfirburði en að þeir hafi fyrst og fremst áhyggjur af þvi að jafnvægi hinnar visu tortimingar hafi raskast. Þessi sjálfsmörk Bandarikja- manna hafa vitanlega eflt mjög friðarhreyfingar i mörgum Evrópulöndum, sem hafa að undanförnu efnt til stærri mót- mælafunda gegn vigbúnaði en lengi hafa sést i álfunni Sovétrikin Sovétmenn láta ekki sitt eftir liggja f sjálfsmörkum. Hernaðurinn i Afganistan hefur vitaniega gert næsta hlálegar þær staðhæfingar sem Sovét- menn hafa mjög á lofti haldið um að sovéskur her fari aldrei með vopn gegn neinni þjóð — staðhæfingar sem áttu veru- legan hljómgrunn i þriöja heim- inum. Og nU rétt i þessu, þegar sovésk málgögn hafa farið mörgum lofsamlegum orðum um hugmyndir um kjarnorku- vopnalaust svæði á Noröur- löndum, eru þau að laumu- pokast með kafbát rétt við helstu bækistövum sænska flotans i Karlskrona! Strandaði kafbátur þessi eins og fréttir vita og mátulegt var. Að halda leitinni áfram En hvað sem liður yfirgangi, vopnaskaki og njósnum risa- veldanna er hitt vist: menn komast ekki hjá þvi að halda áfram leitaðþeim leiðum sem dugitil aðstöðva hraða feigðar- fór ofan i viti kjarnorkustriðs. Við heyrum enn og munum lengi heyra þau rök, að fyrst burfi að vigbúast meira til að hægt sé að afvopnast: en þessi meginli'na er orðin nokkuð siitin eftir þrjátiu ára þóf sem ekkert skilur eftir annaö en fleiri og fullkomnari vopn. Það er oft sagt við friðarsinna i Vestur-Evrópu, að ólikt hafist menn að i friðarblökkunum: fyrir vestan hafi menn frelsi til aö mótmæla eldflaugasmiöi en enginn £á i að opna munninn með hliðstæðar skoðanir i löndum Varsjárbandalagsins. Þvi miður er það rétt, aö málfrelsi er mjög misskipt: þeir sem gagnrýna sovéskan vigbúnað fyrir austan eru flestir ofsóttir andófsmenn. Þo er Varsjár- bandalagið ekki alveg eins skot- helt og látið er í veðri vaka. Pólska verkalýðssambandið Samstaða setti það á stefnuskrá sina á fyrsta landsþingi sinu, að beita sér fýrir niðurskurði á út- gjöldum til pólska hersins. Meiri athygli vekur þó að Ceaucescu, forseti RUmeniu, hefur lagt það til að meðal- drægar sovéskar eldflaugar i Austur-Evrópu, SS-20, verði niður teknar, gegn þvi'að nýjum eldflaugum bandariskum verði ekki komið uppilöndum Vestur- Evrópu. Hvorugur Fleirien RUmenfuforseti hafa hreyft þessari lausn eldflauga- málsins, sem gjarna er kölluð núlllausnin. Hún litur einmitt þannig út: Nató verður sér ekki úti um nýjar eldflaugar ef að Sovétmenn fjarlægja gamlar og nýjar eldf laugar sem hægt er að nota gegn Evrópu einni. Vissu- lega væri þetta merkilegur áfangi i' afvopnunarmálum og kannski upphaf að fleiri lausnum. Enda hafa evrópskir bandamenn iNató aö sögn þrýst Bandarikjunum til að failast á tillögugerð um lausn af þessu tagi. Það fylgir sögunni að Sovét- menn séu ekki ánægöir með „nUlllausninga”. Þeir telji að hún muni veita Vesturveldunum forskot i álfunni, vegna þess að Nató mundi áfram hafa eld- flaugar á kafbátum og lang- drægum flugvélum, sem séu Árni Bergmann skrifar mun öflugri en tilsvarand sovésk kerfi. Ekki nóg með það tillögur Nató um þessi mál verða lika mjög i skötuliki. Eða svo segirWalter Pincus, frétta- skýringastjarna i Washington Post nýlega. Hann segir eftir viðtalaferða- lag um höfuðborgir Vestur- Evrópu, að Natórikin bdist ekki við þvi að Sovétmenn fallist á núlllausnina. Hann bætir viö: „Margir evrópskir embættis- menn segja i einkaviðræðum að » þeir yrðu lika fyrir vonbrigðum ef Moskva gerði þaö”, (Þ.e. samþykkti núlllausnina). Orsökin er sU, að þeir vilja gjarna komast yfir nýjar eld- flaugar. Enþeir telja að tillagan um núlllausn sé „nauðsynlegt frumkvæði gagnvart almcnn- ingsálitinu”. Með öðrum orðum: það er valt að treysta herstjórnunum, hvort sem þeir gera sjálfsmörk eða fara með fagurgala. En hitt er vitað, að þessir sömu her- stjórar viðurkenna, að friðar- kröfur almennings hafa skapað hreyfingu sem þeir verða að taka tillit til — þótt ekki væri nema til að reyna að blekkja hana. Þessi friðarhreyfing á sjálfsagt margt eftir ólært og hún getur vafalaust orðið sjálfri sér sundurþykk i ýmsum málum. En hUn er nU um stundir það eina sem setur þá valdsmenni' vanda sem geysast áfram i vitahring vigbúnaöar- kapphlaupsins áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.