Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 9
 . >Nn .1 — .Mi iVi 'i/i t.ji Vi*ór« *£ íi'.íilk'lt '&V'íí?í Sem dýr °g sem kýr Þórarinn Eldjárn: Ofsögum sagt. Iöunn 1981. 125 bls. Þórarinn Eldjárn hefur sett á bók tiu smásögur. Eins gott að viðurkenna strax að þær eru ljómandi skemmtilegar. Það sem einkum einkennir þær er hugvits- samlegur leikur að sögu og sam- tið, leikur sem nýtur góðs af næmi höfundar á það, hve stutt er jafn- an i fáránleikann i aðstæðum og málfari. Stundum virðist sem leikur þessi ætli að göslast áfram sjálf- um sér til skemmtunar eins og tiðkaðist i Nýjum Gretti og fleiri gullaldarritum menntaskóla- húmors. Til dæmis þegar í sög- unni Töskumálin upp kemur firnavandi út um allt þjóðfélagið vegna þessaðung listakona hefur keypt i kúriósasafnið sitt skilti með áletruninni: GERUM EKKI VIÐ TÖSKUR. Hvað er hægt að gera við slika uppákomu? Um það verður ekkert sagt fýrirfram, nema hvað hugarflugi Þórarins Eldjáms eru margir vegir færir. Leikur þessi er, hvaðsem að ofan var sagt, ekki barasta æfing i skemmtilegheitum, enda hætt við þviað gamanið dofnaði þá fyrr en lesendur kæra sig um. Nei, broddur er i gamanmálum þess- um og er honum stungið i fræði- mannahégóma, félagsfræðiflækj- ur.ofriki hluta ýmissa, jafnréttis- umræðu og i þrigang i trúna á blessun af hersetu. Tökum dæmi af sögu sem nefnist „Lagerinn og allt”. Hún byrjar á skoplegri og fáránlegri uppreisn heild- salasonar i Verslunarskól- anum á kreppuárunum. Hann verður ekki hafður með i þvi úr- valsliði sem á að vélrita undir forleiknum að Vilhjálmi Tell eftir Rossini á nemendamóti — og hann skellir hurðum reiður og er farinn úr skóla og að heiman og guð má vita hvurt. Frá upphafier stefnt að háði um uppreisn borg- aralegs unglings, sem stendur einn sólarhring með misheppn- uðu fyllirii og öðru þesslegu. En svo hefur frásögnin fyrr en les- Þórarinn Eldjárn andann varði eins og breytt um tón, þokast I áttina til raunsæis- legrar lýsingar á dapurlegri upp- gjöf. I öðrum sögum kýs höfundur svo að láta leikinn æsast með ýmsum hrikalegum ráðstöfunum. Til dæmis í „Sfðasta rannsóknar- æfingin”, þar sem ágætlega heppnuð gamanmál um islensk fræði og fræðimenn hverfast i svartan heimsslitahúmor: Is- lensk fræði drepast á einu bretti af þvi að hákarlinn i' „samræmd- um mat fornum” er baneitraður — og ráðamenn þjóðarinnar sjá þann kost grænstan að kalla á bandariska herinn til að bjarga islenskri menningu... Disneyrimur Þórarins voru nýtt vin á gömlum belgjum — staðreyndir úr fjölmiðlaheimi og fjölmiðlagagnrýni voru fram reiddar I útskornum hefðartunn- um rimnanna og flugu skærir neistar af þessari blöndu um þau hin andlegu loftin. Eitthvað svip- að gerist i tveim bráðskemmti- legum sögum þar sem þjóðtrúin er tekin i notkun af hugviti og ör- yggi. Tilbury heitir saga sem er kostuleg blanda af endurminn- ingastil (Þórarinn kann vel að bregða sér i ýmissa kvikinda liki), galdratrú og uppákomum „ástandsins” á striðsárunum. Of- urstinn breski sem „skaffar” öll- um öðrum betur munaðarvöru svo að sjálf prófastsdóttirin er á bak fallin, hann er þá ekki annað en tilberaskratti! Lokasagan, ,,Mál er að mæla”, styðst við þá þjóðtrú að kýrnar fá málið á Þrettándanótt. Þetta fréttir ung- ur drengur hjá ömmu sinni og vill sannprófa með þvi að laumast út i fjós með segulbandstækið sem hann fékk i jólagjöf. Þar fær hann að heyra ismeygilegustu tilbrigði við jafnréttisumræðuna góðu. Kúgunin hér 1 fjósinu er tvöföld, segir Rauðka, „Við erum kúgað- ar sem dýr og sem kýr”. Kyn- ferðismálin eru lika i megnasta 0- lestri, segir Hubba: „Við fáum engin tækifæri til að komast i' náið tilfinningasamband við nautin”. Jamm, það held ég. Hvað hefðu Helgur sagt? áb. Lúðvik Kristjánsson um lagt grundvöll að sögu lofts- lagsins eða sögu einstakra eld- fjalla. En það sem fram kemur i' rit- gerðum Lúðviks er eigi að siður Einar Már skrifar gagnmerkt i sjálfu sér, þvi' að þessir atvinnuhættir sem hann lýsir skýra það hvers vegna sjáv- arútvegurinn leiddi ekki til auð- söfnunar á 17. og 18. öld og hvers vegna sjávarþorp tóku þá ekki að, myndast. Þannig opnast ný leið til skilnings á íslandssögunni, sem kynni að leiða býsna langt. Þvi væri óskandi að sagnfræðing- arfærusemfyrstaðdorga á þeim miðum sem höfundur hefur visað á, og væri þá óliklegt að þeir stæðu uppi með „öngulinn I rass- inum”. Allar greinarnar eru skrifaðar á frábærlega góðu og vönduðu máli, og bregður viða fyrir sér- kennilegu orðalagi, sem höfundur hefur gripið af vörum alþýðu- fólks. e.m.j Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 MINNING Soffía Jóhannesdóttir Fœdd 10. desember 1884 — Dáin 21. október 1981 Frænka min og góðvinur allt frá þvi að ég var barn að aldri, Soffia Jóhannesdóttir, andaðist hinn 21. þ.m. I dag verður*hún jarðsett norður á Akureyri. Soffia varð 96 ára og vel þaö, fædd 10. desember 1884 á ísafirði. Foreldrar hennar voru Jóhannes verslunarmaður Guðmundsson, ættaður úr Djúpinu vestra, og eiginkona hans, Sigriður Bjarnadóttir frá Akureyri. Ekki fer á milli mála að um margt var Soffia óvenjuleg kona og I engu var hún meðal- manneskja. Hún fór ekki alltaf troðnar brautir og i ýmsum at- höfnum sinum ruddi hún sinn eigin veg. Ung að aldri lauk Soffia námi i Kvennaskólanum á Akureyri og varð skömmu siðar bókavörður i Bókasafni Isafjarðar. Þvi starfi gegndi hún fáein ár en sneri sér siðan að kaupmennsku. Var hún þá enn ung að árum. Kaupmennskan varð aðalstarf Soffiu, allt þar til vinnudegi hennar lauk fyrir um það bil tveim áratugum. Soffia var hag- sýn og dugleg kaupkona, fór þannig sjálf til annarra landa og kéypti þar vandaðar vörur og seldi við skaplegu verði, fyrst á tsafirði, en siðar i Soffiubúð i Reykjavik, en sú verslun var i eigu hennar og föðurbróður mins Axels Ketilssonar. Soffia fór vel með fjármuni sina og varð þvi vel efnuö er timar liðu fram. Og þar kem ég að þeim þættinum i fari hennar sem mér er hugstæöastur. Hún safnaði ekki fjármunum til að geyma þá i handraðanum. Slikt var i algjörri andstöðu við skaphöfn hennar. Hún vildi verja þeim til nytsamra framkvæmda, ekki fyrst og fremst i eiginhagsmunaskyni heldur til að bæta kjör þess mannfólks sem liföi og hrærðist i kring um hana. Þetta kom vel i ljós á árinu 1938. Kreppan mikla sem hófst i Bandarik junum haustið 1929 markaöi sem kunnugt er djúp spor sin hér úti á tslandi, ekki sist i útgeröarbæjum landsins. Þegar kom fram að árinu 1938 var ástandið orðið ömurlegt á tsafirði, eftir langvarandi at- vinnuleysi var örbirgð hjá mörgum manninum. Að sjálfsögðu höfðu ráðamenn bæjarins gert allt sem þeir gátu til að draga úr erfiöleikum almennings i bænum, en buröir bæjarfélagsins voru veikir. Þá var það að Soffia tók hönd- um saman við bæjaryfirvöldin með þaö fyrir augum að kaupa togara til tsafjaröar. Má meö sanni segja að fjármunir hennar riðu baggamuninn og jafnsatt er það, að engri einstakri mann- eskju var það meir að þakka að togarinn var keyptur. Þvi skal þó ekki gleymt að ýmsir aðrir góðir menn lögðu þar hönd að verki. Rekstur togarans gekk þó nokkuð vel og gjörbreyting varð á öllu atvinnuástandi i bænum. Soffia var óvenju traust manneskja, hún var vinaföst og meö fádæmum ættrækin, hún var djörf i athöfnum sinum og skjót- ráð ef vanda bar að höndum. Við ættmenn hennar og aðrir vinir minnumst hennar með virðingu og þakklæti. Haukur Helgason. TRÉSMIÐIR Viljum rába nokkra trésmiði i mótaupp- slátt vegna nýbyggingar Sundlaugar Reykjavikur. Fæði á staðnum. Upplýsingar i sima 81935 áskrifstofutima. ÍSTAK, iþróttamiðstöðinni Blaðberabíó! k GuIIfjallið, æsispennandi kúrekamynd i litum. Sýnd i Regnboganum i dag, laugardag, kl. 1 e.h. Góðaskemmtun! Emkaumho ESektro Helios 0 sænsk urválsvára um ^stæðu verði tísku Kæliskápar Frystikistur Þvottavélar Þurrkarar Ryksugur Eldavéiar EINAR FARESTVEIl BERGSTADASTRÆTI I0A - St Hagstæð greiðslukjÖr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.