Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 3
Jólablað Þjóðviljans — StÐA 3 yf ir það hafinn, skólagenginn sem hann var, að ræða við mig sem jafningja... ómenntaðan tré- smið... Satt að segja... þá rakti hann fyrir mér alla sina ævi- sögu... En það er ekki til að upp- vekja hér... svo er ég ekki maður til þess... og má það beinlinis ekki; þetta var trúnaðarmál. Stúlkan sagði ekkert við þessu, en var að þvi komin að spyrja, hvað sér kæmi þetta við, þegar hann hélt áfram: Uppá siðkastið, þá var hann oft og iðulega að vikja talinu að ein- hverri sérstakri stúlku, sem hann þó aldrei nefndi með nafni... Ég veit ekki einusinni hvort hún er lifs eða liðin... eða hvort hún hef- ur nokkurntima verið til i raun- veruleikanum... Kannski var hún aldrei annað en draumsyn, ósk- hyggja, jafnvel óráðshjal... Ég veit þaðekki... Það er liklega bezt að tala ekki meira um það... Of seint, hvort eð er. Vist er um það. Of seint. Eftir þessa löngu ræðu manns- ins varð löng þögn, sú eina hing- aðtil sem stúlkunni fannst bein- linis óþolandi, og hún var ákveðin i þvi að standa upp og kveðja þennan ókunna mann án frekari. eftirgangsmuna, og hún ræskti sig. En þá var það sem hún heyrði hann endurtaka lágt fyrstu orðin sem hann hafði sagt við hana þar sem hún stóð innan við dyrnar: Hve gott þú komst... Jæja, sagði hún. Ég veit það ekki. Jú. Sjáðu til, hélt hann áfram... Ég man eftir þér allar götur frá þvi ég leigði hjá honum frænda þinum og var að innrétta fyrir hann siðar. Þú varst vist varla meira en fermd... nei, liklega alls ekki svo gömul... En nú ertu upp- komin... og máski gift kona? bætti hann við i spurnartón. Gift? Ég? Hnei, ég ætla sko aldrei að gifta mig, sagði stúlkan. Hann, lágt: Ég hef alltaf kann- azt við þig i sjón siðan... Mikil myndarstúlka, eins og allt það fólk... og liklega góð i þér, ef þér kippir i kynið... Æ, það veit ég ekkert um, sagði hún og vildi eyða þessu tali. En þegar sjúklingurinn lauk saman höndum eins og i uppgjöf, sá hún aumur á honum og fannst ekki rétt að skilja við hann þannig. Frændi segir að þú hafir verið með svo voða mikið af bókum og lesið alveg voða mikið,sagði hún. Æ. Varla til að hafa orð á, gegndi maðurinn... Ég hef alltaf forðazt eins og heitan eldinn... að eignast bækur. Sá sem ekki á þak yfir höfuðið, hann á ekki að sánka að sér bókadrasli.. né neinu. Vist er um það. En þú hefur kannski lesið mik- ið, sagði stúlkan, fengið bækur á söfnum og svoleiðis... Fyrir kom það. Já. Fyrir kom það. Svo átti ég jú... örfáar ljóða- bækur. Af gamla tæinu... Frá þeim tima þegar menn kunnu að yrkja á islenzku. Ég les aldrei neitt, sagði stúlk- an. Ekki það? sagði maðurinn og lauk upp augunum. En þú hlustar þá kannski á músik? spurði hann. Ja-á. Á popp og pönk og svoleið- is, sagði hún. Ég sé þú ert með plötur i plast- umslaginu þvi arna, sagði hann. Æ, það er eitthvað klassiskt, sagði hún. Ég er send með þetta fyrir aðra. Það er ekkert almin- legt. Maðurinn lét nú augnlokin siga að nýju, og stúlkunni fannst skyggja i stofunni þegar hún sá ekki lengur þessa einu birtu i her- berginu: hitasóttargljáann i augntóftum hins sjúka manns. Slydduhryðjur héldú áfram að slást utan i gluggann með ójöfnu millibili, likt og rokur i hámennt- uðu tónverki sem enginn nennir að leggja eyrun að nema sérvitr- ingar. Ef nokkuð var, þá hafði veðrið frekar rokið upp þessa stuttu stund sem liðin var frá þvi stúlkan kom hingað inn* og það ásamt mannamáli utan af gang- inum kom i veg fyrir að hún heyrði greinilega það sem sá i rúminu var að segja: Ég naut min aldrei, nema þá égkvað og áttum skiptu amaveðrin hörðu... Henni heyrðist ekki betur en hann væri að amast út i veðrið, og hún tók undir það heilshugar: Já, það er bara að snarversna, svei- mér þá; ég held ég ætti að fara að koma mér. Nei, fyrir alla muni, farðu ekki alvegstrax, sagði þá maðurinn og opnaði augun. Ég... ég má ekki láta þig fara algera erindisleysu. En hvað er það þá? spurði nú stúlkan og greip plastpokann upp af gólfinu og lagði i kjöltu sér; sat þannig reiðubúin að fara. Satt bezt að segja, góða min, þá ertu of seint á ferð... En það er ekki þér að kenna... ekkert frek- ar. En ef þú hefðir komið eins og degi fyrr... tveim dögum fyrr... Ég var vist að nefna það við þig áðan, að stundum var eins og pilt- urinn hér við hliðina á mér væri með óráði... en hvað er óráð og ekki óráð i mannlifinu? Hann tal- aði ekki aðeins um þessa dular- fullu stúlku... hann var farinn að tala við hana stundum... og heyrði vist ekki þótt ég reyndi að sansa hann... enda hætti ég þvi fljótt... Kannski sá hann hana... hafði ofsjónir, ég veit það ekki. Kannski leið honum beinlinis vel þessar stundir sem hann var i þvi ástandi; ég veit það ekki heldur... En þá var það sem ég fékk hug- myndina varðandi þig... Mig? hálfhrópaði stúlkan. Sjáðu til, góða. Ég veit þér finnst þetta skrýtið, og það er stórskrýtið hvað manni getur dottið i hug... Þegar hann var að lýsa henni fyrir mér, þá kom mér alltaf þúi hug... svona ung og fal - leg og hrein og... Nei, heyrðu mig nú, tautaði stúlkan. Og þá tókst mér loks að koma til þin skilaboðum, en það er lik- lega meira en vika siðan... Ef þú hefðir getað komið hingað inn á gólfið... bara komið og gengiö að rúminu hans, staðnæmzt þar og birzt honum, án þess að segja orð... Hann hefði dáið alsæll... Ég á ekki krónu, sagði stúlkan lágt. Hvað ætli veslings maðurinn hefði haft gaman af að sjá mig, bláókunnugu manneskju, sem hefði ekkert getaðsagt við hann... og ekkert gert fyrir hann... Hún svipti með annarri hendi hárinu, sem var skipt i miðju, aft- ur fyrir axlirnar og hnykkti til höfði. Það var eins og dregin væru tjöld frá tómu leiksviði. Mér fannst, hélt maðurinn áfram lágt,... mér fannst honum hraka mikiö eftir óveðrið þarna á dögunum. Hann var hræddur á meðan á þvi stóð... en mér leið vel. Ég lá og hlustaði og kærði mig ekki um ljós fremur en endranær... Það var dásamlegt að heyra vindinn gnauða. Ég saknaði ekki útvarpsins... En það gerði vist hann... Maður hlustar mikið á útvarp hér... og hann var miklu iðnari við það en nokkurn- tima ég... lá með þetta uppi i eyr- anu alla daga, öll kvöld; ég vissi reyndar ekki alltaf hvort hann vakti eða svaf... En i óráðinu sem á honum var, kom það iðulega fyrir að hann ruglaði ýmsu sam- an sem hann hafði skynjað þannig úr tækinu.... kannski fannst hon- um hann sjálíur vera þátttakandi i hinu og þessu... Ég veit það ekki... Eins og ég var vist búinn að segja þér, þá talaði hann fátt af viti undir það siðasta. Þó er mér minnisstæð seinasta setning- in, sem ég heyrði hann tauta i samhengi... Gerir svosem ekkert til, þótt ég segi þér hana... Það var seint i gærkvöldi... Við lágum hér i algerri kyrrð... og ég hélt hann svæfi... Þá heyri ég hann allt i einu segja, alveg furðu greinilega:... Jeg ville elske at være dronning!... Hér rak stúlkan upp hláturs- bofs,sem kafnaði þó i fæðingunni, þvi að hún minntist þess sem al- varlega hjúkkan i býtibúrinu hafði sagt viðhana: að ekki mætti koma sjúklingnum til að hlæja. En það var reyndar sjúklingur- inn sjálfur, sem hafði komið af staðeinhverjusem i' fyrstunni gat minnt á hlátur, en breyttist nú óð- ara i fullkomna andstæðu sina: andarteppu. Þrátt fyrir ljósleysið i sjúkrastofunni komst stúlkan ekki hjá þvi að sjá það greinilega, að sjúklingurinn greip annarri hendi fyrir kverkar sér, virtist reyna að setjast upp i rúminu, en féll aftur á koddann. Og það korr- aði i honum. Augun uppglennt... sjálflýsandi fosfórglyrnur... og önnur kræklótt höndin sperrtist út i loftið eins og þögult neyðarákall drukknandi manns. Stúlkan jesúsaði sig og spratt á fætur, hraðaði sér fram eftir ganginum og hrópaði áður en hún var alveg komin að býtibúrinu: Hann er búinn að fá kast! En það var enginn þar inni. Dyrnar stóðu opnar, en enginn var þar fyrir. Og stúlkan leit til beggja átta i löngum ganginum. Þar var ekki sálu aö sjá. Halló, er enginn hér? kallaði hún lágt, þvi að henni fannst ekki viðeigandi að hrópa i þessari við- urstyggilegu kyrrð húss, sem var markað sjúkdómi og dauða. En enginn heyrði til hennar. Ef hún færi upp á efri ganginn, þá hlyti hún að rekast á einhvern. En hún fór ekki upp á efri gang- inn. Henni barst til eyrna bjöllu- hringing. Auðvitað. Auðvitað gat hann hjálparlaust náð til bjöll- unnar, sem var við hvert einasta sjúkrarúm... Hún hraðaði sér til dyra. 1 þann mund sem hún var að þoka upp viðamikilli hurðinni sá hún þó útundan sér hvar hjúkr- unarkona og sloppklæddur mað- ur, kannski læknir, komu gang- andiniður stigann; en þau virtust ekki taka eftir henni — og heldur ekki láta bjölluhringingu neitt á sig fá. Hún lét þau aískiptalaus. Hún átti lika að vera farin burt úr þessu húsi fyrir löngu. Það hafði ekki verið neitt vit i þvi að hanga þarna svona lengi eins og hún hafði gert. Siðan var hún horfin út i góuhretið með Missa solemnis i plastpoka. <Marzl981) Hafðu allt tabúkt og fyrsta flokks iiegar sniórinn kemur * DACHSTEIN Göngu & svigskíði, skói; gleraugu og fatnaður arna, unglinga og f ulloroinsstærðir ÚTSÖLUSTAÐIR: VÉLSM. STÁL, Seyðisfirði VERSL. ÖGN, Siglufirði VERSL. SKÓGAR, Egilsstöðum SPORTBORG, Kópavogi BÓKAV. ÞÓRARINS STEFÁNSS., Husavík FÁLKINN sk/ðavörude/ld SPORTHLAÐAN, Ísafirði VERSL. BJARG, Akranesi VÉLSM. SINDRI, Ólafsvík KAUPFÉLAG SKAGF., Sauðárkróki K.E.A., Akureyri VIÐAR GARÐARSSON, Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.