Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 19
Jólablað Þjóðviljans — StÐA 19 Jóla- skák- dæmi — Hvitur mátar i öðrum leik — Svartur leikur og vinnur Með hverjum koma fuglarnir, pabbi, ef bréfin koma með póstin- um og vinnan með simanum á morgnana? Ég hef sjálfur heyrt i henni, stundum eldsnemma þeg- ar ég vakna á undan þér og mömmu, þá glymur i simanum vinna — na nú — na. Villtu segja mér um fuglana, þeir eru ekki alltaf, það er ég alveg viss um, þvi stundum sést enginn einasti. Svo má ekkert leita að þeim, þvi hliðið er alltaf lokað og maður sér ekki út á milli þessara rimla á heimilinu. Af hverju eru þessar rimplaspitur svona margar og sterkar? Það er rétt hægt að smeygja puttunum á milli Anna Greta er alltaf að abbast ef manni leiðist og biður mann að syngja um rauða hanann, einsog ég kunni nokkuð að syngja i alvöru. Segir að þá komi fuglar, þeir renni á hljóðið, en er það nokkuð satt. Mamma segir að fuglar fljúgi, og þaö sést i loftinu aö þeir þjóta áfram upp og niður en ekki bara renna. Ég veit hún er að skrökva, enda segja stóru krakk- arnir alltaf abba — abba þegar hún kemur sem öllu ræður, og lætur mann vera inni þó aðeins séu smá dropar. Hún lætur mann hima á gólfinu en situr sjálf á kjaftastól og spilar á gitar með höndunum. Svo talar hún skritilega og stlepurnar segja að hún sé frönsk en ég má ekki standa við gluggann sem er svo gaman i rigningu. Það er heldur ekki gaman að þessu gauli i krökkunum, meira spennandi að hlusta á rigninguna lemja glugg- ann svona iss-hviss þegar drop- arnir springa og þá brýtur Anna Greta á sér nöglina og æpir hræðilega. Það er nú soltiö gott á hana að meiða sig pinu-ögn fyrst hún er alltaf að abbast uppá mann og láta syngja. Hún þarf ekki neitt að ýlfra svona eða arga þó maður sé á þessu barnaheimili og haldi sér i rimlana þegar allt er leiðinlegt og engir fuglar. Af hverju þurfum við að búa I þessari blokk sem aldrei sér fugl og bara heyrist vindur i glugga, sog og hvinur. Megum við ekki vera hjá Mæju frænku i litla hús- inu, þar eru tré og garður. Hvað ætli geri til þó það sé I skugga- hverfinu fyrst það er ekkert fer- lega dimmt þar. Af hverju bannar mamma að heimsækja Mæju frænku nema i R-lausum mánuði. Eru það betri mánuðir meö fuglasöng og ljósar nætur, þegar hún er minna hrædd við striöskanann. Var einu sinni hernám i okkar landi, pabbi, og striðskallar með stóra spitubissu uppi á Kleppsholtinu? — Hvitur mátar í öðrum leik — Hvitur mátar I öðrum leik — Hvitur leikur og vinnur — Hvítur leikur og vinnur — Hvitur leikur og vinnur — Hvitur leikur og vinnur Eins og venja er til, koma hér fyrir augu lesenda nokkrar skákþrautir og dæmi. Fyrstu fimm myndirnar sýna þrautir þar sem hvitur á að máta i öðrum leik. Myndirnar, sem merktar eru frá 6-10 eru hins- vegar ekki skákþrautir, heldur fremur dæmi Ur tefldum skákum. Lausnir felast i að finna rétta leikinn. t þessum dæmum á hvitur að vinna, nema I þeirri no. 7, sem svartur á að leika og vinna. —eik— — Hvitur mátar i öðrum leik — Hvitur mátar i öðrum leik 0-1 ÍSP '11 8JH9®H 0I83HEBH '6 HXS ‘8 W 'I IPH iS3 ‘9 ISHtpxa 'Stpxo it>p i sS OH 'E UH £PH Z 90H iS^H I 01 'JM 0-1 iS§H 'I 8MH 9§xq '9 9J 9gxa s spxa iwa t 93xa spxh £ ipa i9»xa z 9oxa ;9oxa i '6 'JN (jnuuiA 8o 9oxa S kqxa — kMHjaS iiiqxH \ ipxyi 9jxa £ SJ iWH Z 190 iiIPH 1 8 'JN l — 0 EPH iSxq 01 iSxq 9J ‘6 8PXH 8pxa '8 8P3 SJ I isqxH” ’9 (kJXHP4l3xp'9ja)zqxH’9 i£PH 9P S zqxa Z3XH 1 i +Z»H Z3H E E39qxa-Z iiiaxH — ""t ; I 'JN í * AJJ'S'O + t-3xa buSoa a=8M '1 TOa) '15UI So + H = sq 'l 9 'JN pa 'i S 'JN SPH 'I 1 'JN WH 'l C 'JN l3H 'l Z 'JN ioa 'i 1 'JN s|B op s‘6 61 siq uinuiæp5i?5(s 5 jiunsei 'iqBipf ' aC<5 umuiæp^B^s B JIUSUBq Mæja frænka Það var hræðilega ljótt af þeim að hrekkja Mæju frænku, sem tal- ar útlensku, og binda hana með hárinu sinu niður i rúmið. En hvað er að ganga i skrokk á fólki og rommfylla þaö? Þá var nú kötturinn hennar duglegur að klóra þá skrúnka sem ætluðu að meið’ana frænku. Þó meðala- skápurinn hentist niður og glösin brotnuðu var það samt gott að joðið og laxerolijan litaði þá. Samt hefur það verið gasa erfitt hjá henni að sarga og slita sundur hárið sitt með glerbrotum, þegar vondu kanarnir voru flúnir út angandi af lisóli og kamfóru með köttinn á hælunum. Samt gat hún alveg losað sig ein og sjálf, þó hræðslu martrööin skildi aldrei við hana i skammdeginu eftir þetta. Getur Mæja frænka lifað á tröllasúrum og ánamöðkum, er svoleiöis nokkur mannamatur? Af hverju getur hún ekki fengið tekjutryggingu með ellilaununum sinum þó hún selji rabbabara? Mamma segir að hún sé ábyggi- lega rugluö aö láta köttinn vera úti nótt og dag og lifa á hráæti. Hann á bara að veiða fuglana sem ætla að éta ánamaökana úr garð- inum hennar. Þeir eru hlussu stórir frá Skotalandi þar sem karlarnir ganga i pilsum og söngla ofani sig hafragrautinn með bjór útá. Samt er alltaf fullt af fuglum við lita húsið þó guli kötturinn sé aö læöast þar um i lóðinni. Hjá Mæju frænku verður alltaf að banka tvisvar, þá heyrist hringla i sveru járnkeðjunni. Sið- an gægist hún út um rifuna milli stafs og hurðar og hváir á mann eins og furðuverk. Bærinn hennar er heldur ekkert raritat sem hvorki heldur vatni né vindi. Veggirnir eru hellings þykkir svona sem hendurnar ná, og þeg- ar inn kemur i eldhúsið skellir hún stóru útihurðinni i lás með keðju og slagbrandi. Spitugólfið hennar er nú dálitið druslulegt meö breiöum svörtum röndum á milli fjalanna einsog brúnterta á sunnudegi, og mamma segir að komi pöddur uppum rifurnar. Borðstóllinn hennar er nú ágætis finiri, sem margir geta setið á i einu, en þó ekki lengi þvi hann er grjótharð- ur. Hún kallar það bekk sem fylg- ir greninu, og tvisvar verði sá feginn sem á steininn sest, skilur þú það? Stærðar flikki kolsvart, einhver járnvél, sem hún kallar maskinu stendur við vegginn og gerir hitann inni hjá henni. Þar i getur hún látið koma brennheitan eld með bréfum og spitum, sem fuöra alveg upp i neistaflugi. Þá kemur svartur ljótur reykur eins- og aftan úr strætisbilum en fer þó ekkert framani mann eða liggur kyrr i loftinu, heldur streymir upp himnastigann og hverfur. Soltið agnalitið er nú Mæja frænka skritin og gamaldags, segir: Villtu körtu bita og þaö sem ég á núna, siöan hefur hún dósamat i skeljum sem hún hitar upp á maskinunni. Þá snarkar I með braki og brestum, gusast út saltur sjávarþefur einsog þang- lykt úr fjöru. Siöan opnast skeljarnar ein af annarri einsog ósýnilegur dósa- hnifur hafi snert viö þeim, og litlir rauðgulir bitar sjást salt-sætir en funheitir. Þá má ekki gretta sig eða vera filulegur þvi Mæja frænka er aö gera gott með rauðubitunum. Það er bæði járn og eggjahvitu meðal i þeim úr riki náttúrunnar. Svo smjattar hún og sötrar sem mamma segir að við eigum ekki að gera við matborðiö. Ég fékk ofboðlitinn bita en ætlaöi þá að gubba af sterka saltbragðinu, og hún gaf mér vatn i krús og sagði ég værióvanur náttúrlegum mat. Þá kom hún alveg að mér með andlitiö og sagði: renndu niður drengstauli og vertu harður af þér. Hún var hérum bil búin að reka i mig stóru vörtuna sina með svera búkonu hárinu útúr. Ég ætl- aði aðeins að spurja hvurnig? en þá hvessti hún á mig augun og horfði I gegnum mig foraðs- grimm svo ég gleypti bitann hennar alveg óvart lafhræddur. Slðan hristi hún mig til óþyrmi- lega og sýndist vera öskureið, en þá klappaði hún mér á bakiö og kummraöi i gegnum nefið eins og Anna Greta gerir viö gitarinn. Þá vissi ég aö hún var ekkert reið bara kát. Nú fékk ég lika að fara upp himnastigann snarbratta, þvi rauði fiskurinn hafði staðið i mér, og þurf ti aö ber ja mig i bakiö. Þar var aöeins tuskukaöall að halda sér i, en Mæja frænka stóð sjálf fyrir neðan stigann og sagöist skildu gripa mig ef ég dytti. Uppi i risinu hennar er pinulitil skonsa einsog klósettið hjá okkur i blokkinni, með hallandi loft- spitum, sem standa með manni en eru þó alveg fastar meö ryöguðum nöglum er standa langt útúr spitunum. Heljarstórar karamellubrúnar ryðklessur viösvegar, og svo héngu ótal köngulóavefir út um allt, ógeös- lega slimugir, sem vildu festast viö puttana. Feiknlega var dimmulegt þar uppi og hráslaga mugga með kaf- loðnu kuski. Gluggurinn götug og skæld blikkplata, sem vældi og il- aði, en skritnar pöddur hýmdu i lausu lofti og dingluðu. Ég mátti nú ekkert útbija mig eða svina, en rimlaferlikið byrjaði sjálft að vafra um og velta er ég datt niö- uri það alveg mjúkt og vakurt einsog þegar mamma lét vögg- una mina rugga og ramba, svifa og hallast i eldgamladaga. Mikiö hoppandi var gaman að sitja i dimma skotinu hjá Mæju frænku i veltunni, halda sér fast i slána og valsa um gólfiö. Færast fram og til baka einsog ýtt væri rólu. Þaö var lika glvöru ruggu- stóll sem vallt og flakkaöi. Ef pinu litil beygja kom, þá skrölti hann sjálfur um gólfið. Hvað ertu alltaf aö lesa pabbi? Er það æöis fint? Getur baðið veriö soltið lifandi og sprellið? Kemur það fljúgandi inni mann með stöfunum? Dansa þeir i manni og fljúga hver á annan eða læðast þeir bara svona fram hjá nefinu og lykta einsog súkkulaði, sem gerir gott oni maganum meö miklu munnvatni? Þú hlustar ekkert á talið mitt pabbi, bara svona hváir og hummar. Er það púlsvinna að rina svona I prent- bækur? Geturu samt fengið pen- ing þó enginn sjái þig gera það nema ég aleinn og mamma? Hvernig vita kallarnir að þú ert búinn að lesa alla heilu hrúguna? Seturu meiri stafi og strik þegar þú ert búinn að fletta allri hellings kássunni? Af hverju getur mamma ekki fengiö sér svona lesvinnu? Þá væri svo gott, heima, heitur matur og mikið tal. Ef mamma væri sjálf þyrfti hún ekkert svona mikið af prenti einsog þú. Svo les hún stundum obbolitið fyrir mig aleinan á kvöldin um Hróa hött. Þá mundi ég ekkert vera á þessu heimili með sterku rimlaspit- unum allt i kring, þar sem Anna Gréta spilar á gitar með brotna nögl og lætur hvern syngja með sinu nefi um rauða hanann villt og galið. Hvers vegna höfum við ekki svona spitugang eða himnastiga hérna i blokkinni einsog hjá Mæju frænku? Þá væri alveg lafhægt aö klifra upp og niöur i leik við krakkana hérna, sem rétt sjást á fleygiferð i liftunni upp og niöur. Svo ætla ég að biðja mömmu að gefa mér ruggustól, á konudaginn og vera heima að láta velta. Þú villt ekkert hlusta á talið mitt, getur sjálfur farið með mömmu I skrúðgönguna. Smásaga eftir Pétur Hraunfjörð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.