Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 10
10 StÐA — JóIablaO Þjóðviljans Viðtal við Jón Hólm um ferðalag hans til Bólivíu, Perú og Guatemala íslendingar flækjast á óliklegustu staði og eru liklega orðnir fáir blettir á jarðkúlunni sem ein- hver frómur landi hefur ekki stigið fæti sinum á. Við fréttum af einum, sem fyrir tæpum tveimur árum fór i eins konar pilagrimsferð á slóðir fornra menningarheima i Andesf jöllum og viðar i S- og M-Ameriku. Þetta er Jón Hólm, kaup maður i Gullfiskabúðinni i Reykjavik, og fór hann aleinn. Við hittum Jón að máli eina kvöld stund fyrir skömmu og báðum hann að segja okkur undan og ofan af þessu ferðalagi sinu og leyfa okkur að lita á( Ijósmyndir sem hann tók. Var það auðsótt mál. Við spurðum Jón fyrst hvað ylli áhuga hans á þessum slóðum. Að gera það sem aðrir gera ekki — Ég hef alltaf haft geysilega mikinn áhuga á fornum menn- ingum og þvi eldri sem þær eru þvi betra. Þannig voru nokkrir staðir i S-og M-Ameriku sem freistuðu min m jög og mér fannst ég verða að gera verulegt átak til þess aö komast þangað og gera það sem aðrir gera ekki. Ég hef nefnilega alltaf litið á S-Ameriku sem fjarlægasta hluta jarðar- innar þvi að i feröamannabækl- ingum liggja yfirleitt leiðir i aðrar áttir. Það eru helst ein- hverjar pakkaferðir til Rio de Janeiro eða Buenos Aires sem hægt er að komast i. Auk þess heilluðu Andesfjöllin mig sem ég lit á sem annan pól jarðar á móti Himalayjaf jöllunum. — Hvernig ber maður sig að þegar maður fer i svona ferö? — Ég var i raun og veru mörg ár aö „pæla” i þessu og las þ.á.m. allar handbækur sem ég komst yfir þannig að ég gat gengið beint að þeim hlutum sem ég haföi áhuga á. Ég lagði áætlun mina fyrir ferðaskrifstofuna Útsýn og það var ekki lftið sem hiin hafði fyrir mér. Reyndar breyttist ferðaáætlunin töluvert þegar farið var að velta þessu nánar fyrir sér. — En hverjir voru þessir staðir sem heilluðu þig svo mjög? — Það voru einkum þrir staðir, allir mjög afskekktir en spenn- andi vegna stórfenglegra forn- minja. Þetta voru Tiahuanaco i Bóliviu, MacchuPiccu i Perú og Tikal i Guatemala. Ég hef mikinn áhuga á mystik og þessar forn- minjar eiga það sameiginlegt að vera mjög dularfullar. Auk þess ætlaði ég að vera staddur við ákveðnar rdstir i Chichentiza i Mexikó þann 23, mars en þá leikur sólin um einn piramidann þar á þann hátt að slanga hlykkjast upp tröppurnar. Þetta hefur verið mikilvægt trúartákn i menningu azteka og mér fannst aö ég þyrfti að vera þarna en þvi miður tókst það ekki. — Hvernig hófst svo feröin? — Ég ákvað að byrja syðst og - flaugþvifráNewYork til La Paz, höfuðborgar Bóliviu. Ég lagði af stað að kvöldi 26. febrúar 1980 óg fór i vél sem millilenti á nokkrum stööum og komst á leiðarenda á hádegi daginn eftir. Þetta var 15 klukkustunda flug, nánast beint i suður og þvi óveruleg timabreyt- ing. Það fyrsta sem skeöi á flug- vellinum i La Paz var það að full- orðinn maður kom til min og bauðst til aö útvega mér hótel. Ég vissi hins vegar nákvæmlega fyrirfram á hvaða hótel ég ætlaði að fara og hvað það átti að kosta og afþakkaði þvi boðið. Ég lenti hins vegar i vandræðum i toll- inum þvi að tollverðirnir fundu þaö út að ég hlyti að vera filmu- smyglari þvi að ég var með 120 stykki af filmum, var búinn að birgja mig fyrir alla ferðina. Nú var um að gera að hugsa fljótt. Ég var i Iangri biðröð fyrir framan tollkarlana svo að ég veifaöi manninum sem hafði — Og hvernig kom La Paz þér fyrir sjónir? — Það er mjög skrýtið að koma þangað i fyrsta sinn. Borgin stendur i skál uppi i f jöllunum og er hæsta höfuðborg i heimi, i um boðið mér hótel og sagðist ætla að taka hótelið og bað hann jafn- framt um aö koma töskunni fram hjá tollinum. Það geröi hann auð- veldlega, hljóp bara með hana út bakdyramegin. 4000 metra hæð. Flugvöllurinn er uppi á skálarbrúninni og er keyrt i kröppum beyjum niður i borg- ina. Mér virðist bara vera þessi eina leið að borginni. A leiðinni niður keyrum við fyrst fram hjá fátækrahverfunum. Hús fátækl- inganna eru gerð úr sólbrenndum leir sem steyptur er i kubba og eru flest með bárujárnsþaki. Eftir þvi sem neðar dregur verða húsin svo rikmannlegri. — Segir ekki þessi mikla loft- hæð til sin? — Jú, ég fann töluvert fyrir henni. Þaö fyrsta sem ég gerði þegar ég kom á hótelið var að leggja mig og svaf ég i 3 klukku- tima. Ég vaknaði svo um 7-leytið og var þá bæði svangur og með hausverk. Ég fór niður i móttök- una og spurði ráða. Þeir bentu mér á að fá mér drykk sem heitir Mate De Coca og á ekkert skylt við Coca Cola. Mér var visað á veitingahús uppi á 8. hæð hóteis- ins, svipaðan og grillið á Hótel Sögu, og þar pantaði ég þennan drykksem reyndist vera te.unnið úr sömu jurt og kókain, óttalegt vatnssull og lyktin ferleg. Eftir 2 bolla fór hausverkurinn að lagast. Svo varömérlitiðútum gluggann og þá blasti við stórfengleg sjón. Búið var að kveikja á ljósum i borginni og risastórt tungl gægðist yfir skálarbrúnina. Stjörnur voru einnig farnar að sjást og voru hnetustórar aö sjá. Galdrar og fátækt — Þú hefur stoppað eitthvað við i borginni? — Daginn eftir fór ég i skipu- lagða skoðunarferð til þess að átta mig á hvaö bæri að skoða betur. Aðalgatan i borginni heitir Patro oger breið með eyjur styttur og hótel á báða vegu. Hún er ein af fáum götum þar sem ekki þarf aö hlaupa upp og niður. Það er mjög erfitt að ganga um borgina. Hver myndavél virðist vega 10 kiló enda gengur maður hægtogstynur mikið. Ég fór m.a. i kaþólska kirkju til að sjá hvernig indjánar iðka kristindóminn en þeir eru raun- verulega rammheiönir ennþá, hafa bara skipt um nöfn á dýr- lingum. Ég kom þarna i mikla markaðsgötu og neðst var markaður galdrakvenna og norna Þar voru m.a. á boöstólum þurrkuö lamadýrsfóstur og ég efaðist ekki um að þar væri einnig að finna drekablóð og köngulóarvefi. Galdrar eru mikill þáttur i kristindóminum á þessum slóðum. — Er ekki fátækt áberandi? — Þarna er greinilega mikil fátækt, og fyrst og fremst meðal indjána. Konur ganga um og selja ávexti og grænmeti og er vöruúr- valið ákaflega fábreytilegt. Eina sá ég sem seldi appelsinur og tyggigúmmi og hafði 2-3 stykki af hvoru. Ræktunarlönd indjána eru upp á brún fyrrnefndrar skálar, sléttunni sem nefnd er Alti Plano. Þar hafa þeir fengið ókeypis jarðir en landið er svo harðbýlt að það kostar gifurlegt erfiði að rækta eitthvað auk þess sem loftslagið gerir þeim erfitt fyrir. A nóttunni er þarna iskuldi en brennandi hiti á daginn. Það vakti athygli mina að indjánarnir eru alltaf kappklæddir og áber- andi llkamseinkenni er risastór brjóstkassi. Það gerir þunna loftið. — Hvað um pólitikina? Er ekki alltaf verið að gera byltingar i Bóliviu? — Jú, Bólivia á örugglega heimsmet i byltingum. Ég var svo heppinn að vera þarna milli byltinga. Ein var gerð haustið áður og önnur um vorið. Ég sá töiuvert af vopnuðum her- mönnum. Þetta voru litlir indjánar, vopnaðir hlaupstuttum byssum, en fóru afar hljóölega, voru nánast i felum, eins konar augu i myrkrinu. Það var óþægi- legt að verða allt i einu var við að augu fylgdust meö manni i húsa- sundum. Elstu mannvistar- leifar í heimi — Svo hefurðu farið að skoða Tiahuanaco. Hvað er það? — Já, það er einn af þessum merkilegu stöðum en ég verð aö viðurkenna að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með hann. Hann stendur geysilega hátt, um 500 metrum ofar en La Paz en þó er þar þorp rétt hjá sem sýnir að fólk getur lifað á svona stað. Þarna eru miklar styttur og einn merkilegasti hluturinn er svo- kallað sólarhlið, sem eru risa- stórar steindyr, gerðar úr einu bjargi. Spánverjar komu áþennar stað á 16. öld og i kjölfar þeirra trúboðarsem héldu að þarna væri musteri þálifandi indjána og reyndu að velta styttunum og eyöileggja þetta með öllu. Þeir gáfust þó fljótlega upp, sennilega vegna þunna loftsins. Það er eng- inn leikur fyrir óvana að reyna á sig á þessum slóðum. Alyktun trúboðanna um musterið var röng þvi að á þeirra timum voru þetta einig fornminjar og talið er að þetta sé með elstu mannvistar- minjum i heiminum. Margar kenningar eru til um hvað þessi mannvirki þýða en þær eru meira eða minna út i loftið. Tilgátur um aldur rústanna er allt upp i 35.000 ár. Ég var þarna i einn dag og hefði viljað vera nótt lika, en kuldinn ersvo mikill á nóttunni að það var ekki gerlegt. — Eitthvað hefurðu skoðað fleira i Bóliviu? — Ég tók leigubil með öðrum ferðamönnum og við fórum að skoöa fjallið Chacaltayja en i þvi er hæsta skiðabrekka i heimi, 6000 metra yfir sjávarmáli. Ég skreið á fjórum fótum upp aflið- andi brekku upp á tindinn og hef aldrei heyrt annan eins hjartslátt -i sjálfum mér. A eftir drakk ég 4 bolla af Mate De Cola. Landslag þarna uppi liktist mjög islensku landslagi og þarna mátti greina steinhleðslur sem mér var sagt að væru gamlar tinnámur. — Og fleira? — Þriðju ferðina fór ég að skoða Titicaca-vatnið sem er eitt stærsta stöðuvatn i S-Ameriku og örugglega það hæsta. Út i þvi er merkileg eyja sem kölluð er Sólareyjan en þar er sagt að fyrsti Inkinn hafi birst. Hann átti að hafa komið frá himnum. Ég sigldi aðeins út á vatnið og fékk þá að smakka fisk hjá körlum sem þarvoru að veiða. Hann var afar vondur. Landleiðintil Perú — Næsti áfangastaður var svo Perú? — Já, ég ákvað að fara land- leiðina frá La Paz til Cusco, en sú borg er hin forna höfuðborg Ink- anna og sú merkilegasta. Hún er norður af fyrrgreindu vatni, Perúmegin. Ég fór á ferju yfir vatnið og var eini farþeginn enda var þetta ekki ferðamannatimi. A vatninu byrjaði að rigna svo ákaflega að ekki sást i stefnið á bátnum. Ég hefði viljað fara i land i Sólareyju en i þessu verðurfari var það tilgangslaust og varð þvi ekki úr. Bátsmenn vildu hins vegar endilega sýna mér kirkju eina sem stendur við vatnið en i henni er svart likneski sem þeir sögðu vera Mariu mey og hina einu sönnu kraftaverka- styttu. Ég játti að sjálfsögðu öllu sem þeir sögðu en veit hins vegar aö þessar svörtu styttur sem viða eru I S-Ameriku eiga sér uppruna löngu fyrir innreið kristninnar. Eftir að ég var settur i land fór ég með rútu til Puno, þar sem ég gisti, og siðan með lest til Cusco. A leiðinni gerðist það m.a. að þjónn sem kom með steikina hrasaði og fór allt út um allt. Hann gerði sér litið fyrir og þurrkaði steikina á lærinu á sér og setti hana svo aftur upp á fatið. Þetta var nóg til þess að ég missti matarlystina. Og alls staðar varð maður að vara sig á þjófum. I þessari lestarferð hafði t.d. strákur skriöið eftir endilöngum vagninum undir stólum og var farinn að fitla við ljósmyndavél mina sem ég hafði sett á milli fóta mér. Eftir þvi sem við nálguðumst Cusco fjölgaði söiu- mönnum sem buðu til sölu hræ- ódýr handgerð teppi. Þau kostuðu aeins 8 dollara en ég veit til þess aö i Bandarikjunum kosta þau á milli 60-70 dollara. Samferða mér i lestinni voru bandarisk trúboða- hjón og faðir hennar. Þá gerðist það sem ég skildi alls ekki að trúboðinn og kona hans fóru aö prútta við indjánana og gátu komið verðinu niður i 6 dollara þvi að sölumennirnir urðu æ örvæntingarfyllri eftir þvi sem Cusco nálagaðist. Ég tók lika eftir að gamli karlinn, faðir trúboða- konunnar var að skrifa bréf til konu sinnar alla þessa leið og virtist engan áhuga hafa á um-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.