Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 5
JólablaA Þjó&viljans — SÍÐA 5 en ég er I engum vafa um aö þetta var knýjandi nauösyn. Andlit okkar voru sem sandblásin af hriöarkófinu, og vinnuvettling- arnir fóru í tætlur á steinunum. Hnýting á netunum varö aö ger- ast meö berum höndum og haföi þaö i för meö sér nokkur óþæg- indi. Enundarlegri fannst mér þó sú vinna, sem fólgin var i þvi aö flytja þorsk meö handafli. Litill bátur kom að bryggjunni meö 2tonn af þorski. Þeim var landaö i skyndingu og þroskurinn skilinn eftir á bryggjunni til þess siðan aö verða fluttur á svæöiö þar sem konurnar afhausuðu og spyrtu saman aflann. Snjórinn haföi gert lyftarana óvirka, sem og stórir staflar af si'ldartunnum, sem geröu það aö verkum að aö- eins var gengt eftir þröngum göngum um snæviþakta bryggj- una. Þetta starf kom i minn hlut og Islendings nokkurs, ásamt meö tilheyrandi hjólbörum. Viö hlóöum börumar meö þorski, og siöan skyldi annar ýta en hinn draga. Snjórinn gerði bryggjuna glerhála á augabragöi, bæöi fyrir hjólog fót, og jafnframt myndað- ist eins og fyrir tilviljun óreglu- lega löguð og hlykkjótt slóö. Eina ráöið til þess aö komast úr staö var aö fara fljótt. Sá sem fór á undan leit Ut eins og burðarkarl frá Calcutta meö forkostulegum fótaburöi sinum i hálkunni. ,,I can’t believe this fuckin’ job,” sagði ég gapandi. Konurnar virtu okkur fyrir sér frá hálf-yfirbyggöu vinnusvæði sinu og hlógu. „It’s a job Davy,” svaraöi kunningi minn. ,,And I can’t fuckin’ believe we’re doin’ it in a fuckin’ snow- storm!” „This is Iceland, Davy, not Florida.” Ég hélt mér saman. Hann skrikaði og dró. Ég ýtti. Deilt um vettling Föstudagurinn færöi okkur aft- ur eftirvæntinguna eftir hinu langþráöa launaumslagi. Einn okkarUtlendinganna fékk i launa- umslagiö reikning upp á 38 krón- ur fyrir vinnuvettling sem hann haföi eyöilagt i viðureigninni viö grjótiö i hriöarbylnum. „Þetta getur ekki verið!” „Nota þeir ekki vinnuvettlinga i Þýskalandi, mon cheri?” „En ég eyöilagði þá i grjótburð- inum fyrir þá. Hvers vegna rukka þeirmig þá? Halda þeir aö ég noti þá áböllunum?” „Einkalíf þitt kemur kompani- inu ekkert viö, my love.” Síldin Síldarvertiöin hófst með miklum hamagangi. Flutninga- skip frá Eimskip kom drekkhlaö- iö sildartunnum smiðuöum Ur ferskri og ilmandi norskri furu. Frá skipsbortá er lögð rennibraut úr ilmandi norskri furu, og þess- um ilmandi og fersku furutunnum er siöan velt upp i hendurnar á ekki jafn ilmandi og friskum Am- erikönum og Islendingum og þannig gekk þaö áfram. Viö velt- um, köstuöum til og stöfluöum tunnum um leiö og viö köstuöum af okkur einni flfkinni á fætur annarri þar til litið annaö var eft- ir en svitastokkin skyrtan. Viö handstöfluöum 2000 tunnum þetta kvöld. Okkur leiö vel, viö vorum úrvinda,dálitiðupp með okkur og brátt líka gegnumkaldir. Þetta var vissulega góö byrjun. Hin raunverulegu sláturverk i sildinni byrjuöu með lágum hvelli, sem var litt i átt viö það leikræna sjónarspil, sem viöhöfö- um veriö búin undir. Fáir i vinnu og fáar tunnur fylltar. Þetta fékk litið á okkur, en þaö besta var lika ókomiö. Skelfingin Skelfingin hefst án viövörunar og skyndilega er skurösalurinn oröinn aö .leiksviði sjálfstýrös öngþveitis. 1 fyrstu viröist hér einungis vera um venjulegan ruglanda aö ræöa þar til manni tekst aö uppgötva vissa rökfræði, sem leiöir aö sama markinu. Sérhvert starf er háö þvi næsta og allt miöast aö banvænum hagsmunum skurökvennanna, þar sem alltkerfiö aö meötöldum bónus hinna verkamannanna miöast viö þá. Þetta er þá einföld stykkjavinna, og ekkert gat veriö einfaldara en sú r.ökfræöi sem fólst i þessu: ,,meiri sild — fleiri krónur”. Kerfið byggist á innbyggöri þvingun. Þaö er enginn nöldrandi verkstjóri, heldur er séö til þess aö alltgangi snuröulaust og eftir- lithaftmeð gangi verksins i heild. Verkstjórinn hefur ekki áhyggjur af einstökum verkamönnum, kerfiö sér um þá, ef heildarskipu- ■lagib er i lagi. Þegar hámarksvinnsla er I gangi og bæöi er verið aö vinna ósykraða og sykraöa siki og yfir 40 konur eru við skuröboröiö er allt ein iöandi kös. Þegarallt var i hámarki fékk ég aöstoðarmann, 15 ára piltung sem lagði sig allan fram við aö setja sig inn i verkib — álika vonlaust eins og aö ætla sér aö pakka ofani bakpokann sinn á Normandy strönd undir kúlnahriö siöari heimsstyrjaldar. Sumir afhausa sild, sumir færa aö sild... „Hvers konar vinna er nú þetta?” spyr islenskur maöur þar sem hann ryður úr meira en metraháum sildarhaug á gólfinu i klofháum bússum. Það er fólk sem fer meö fullar tunnur og það er fólk sem kemur meö tómar tunnur — stundum ungar stúlkur... „That’s the bonniest barrel chucker I ever saw. You’d be lucky to see that where I come from — þetta er snotrasta tunnu- stefia sem ég hef á ævi minni séö — þú mættir teljast heppinn aö sjá eitthvað þessu likt á minni heimaslóö!” „Þú mættir teljast heppinn aö finna trétunnur á minni heima- slóö! ” Fólk sem litur eftir, fólk sem aðstoðar, fólk sem gerir eitthvað, sem enginn veit hvaö er. Þetta var i fyrsta skipti sem ég reyndi þaö aö vinna með heilu þorpi. Tiu ára snáöi aöstoðaði móður sina vib aö raða i' tunnuna... einu sinni tókst mér aö bjarga stelpuhnokka sem var of stutt i annan endann til þess aö ná ofan i tunnubotninn til þess aö raöa sildinni, þar stóö þá ekkert uppúr nema spriklandi fætur. Þetta vakti hlátur, móðir og dóttir hlógu meö. Unglingar veltu inn tunnum, menn og konur á heföbundnum vinnualdri af- hausuöu og sáu um þungaburö, gamalt fólk afhausaöi og gegndi. ýmsum undarlegum störfum hér og þar. Hinn mannlegi þáttur Sjómenn frá sildarbátum i löndun li'ta inn og spjalla viö fólk- ið, rétta stundum hjálparhönd, eru stundum fyrir, oftast i skær- appeisinugula gailanum sinum þaktir blautu og hálf-frosnu slori. Eitt sinnkomu kvikmyndamenn i heimsókn til þess aö gera heim- ildarmynd. „Vilduð þér gjöra svo vel aö færa þessari konu salt?” ,,HUn þarf ekki á salti aö halda.” „Þessi þarna?” „A ég aö brosa?” Stundum komu abrir þorpsbúar inn til að spjalla. Þeir virtust yfir- leitt hafa hýrgandi áhrif á kon- urnar, og blandaöist þá kaffi og samræöur saman viö hina al- mennu óreiöu, — nokkuö sem óhugsanlegt hefði veriö i' banda- riskri verksmiöju. „Þetta er systir min, má ég kynna.” „Vantar salt!! ” „E’ra’koma! ” „Attu nokkra bláa, (— sykurlausa), Dave??” „Ég ætla aö athuga málið!” „Systir min fór til Bandarikj- anna.” „Mig vantar saaalt!!” „Sild hingaö strax.” „Hvar voruö þiö I Ameriku?” „Ég er meö tvær bláar!” „Láttu mig fá eina Nor- folk”, „Hvernig fannst þér...” Ég læröi aö greina raddblæ, aö- feröir, afstæöan hraða. Neyöar- ópiö „saaalt!!” sem eittsinn var aöeins hluti hins almenna skark- ala varö nú þekkjanlegt þannig aö ég gat nánast ósjálfrátt rakið þaö tilupprunans. Ég þróaöi meö mér tilfinningu fyrir hraöa, áttaöi mig á þeim sem voru bráölátir, læröi aö þekkja þá skilningsriku — og einnigþásem misstu stjórná sér. Ég lagði mig fram um að vera alltaf einum skammti á undan — en lenti oftar i þvi að verða tveim á eftir — reyndi samt aö vinna upp forskot... Meira salt! Söltunarsalnum var skipt i tvo helminga. Astralski náunginn og ég vorum i' saltburöinum, hver i sinum helming. Viö leituðumst vib að hjálpa hvorum öörum eftir megni, skipuleggja saltdreifing- una eftir fremstu hagkvæmni, og ööru hvoru skiptumst viö á hug- hreystiorðum : „Cheer up, baby, only 10 hours to go — sýndu á þér kæti, lagsi, þaö eru bara 10 klukkutimar fyrir stafni! ” Eöa: „Doin’ beautiful, kid. Have a drink. Hope Ivan appreciates your efforts.” Eða: „Stayonyour feet, kid. You ’ili win on points — Haltu þér á löppunum, drengur, — þú vinnur á stigum!” Viö fylltumst umhyggju, á okk- ar hátt, gagnvart konunum okkar meginn. Viö veöjuöum eitt sinn vinflösku um þaö hver okkar hefði harðskeyttari hóp. Ég fór lika aö bera annan hug til „minna kvenna” utan söltunarhússins — á götunni, i' kaupfélaginu eöa á dansgólfinu. — Skyldi ég hafa komið saltinu til hennar nógu fljótt? Meðan á söltun stóö virtist ekki riöa jafn mikiö á neinu. Heims- viöburðimir flugu hjá án þess aö nokkrum kæmi þeir við, en bætt saltmiðlun var minn höfuðverkur nótt sem dag. „Mínar konur” Skyndilega stakk Astraliumað- urinn upp á þvi einn daginn, aö viö skiptum um hlib. Mér fannst tilhugsunin heillandi — en varp- aöi henni frá mér eftir nánari um- hugsun. „Like changing families,” sagði ég. „Like changing bloody families.” — Það er eins og að hafa skipti á fjölskyldum. Stundum tóku menn og konur lagiö. „Til þess ab halda okkur við efnið,” sagði ein söltunarkon- an þegar tekið var að togna Ur deginum og fingur orönirsárir og krepptir. Þaö voru sungnir is- lenskir söngvar með dularfullum textum og dillandi skemmtileg- um takti. Sumir söngvanna voru jafnvelá ensku, „Battle Hymn of the Republic” i aölagaðri útgáfu aö ógleymdu okkar eigin safni enskra poppsöngva, vinnusöngva og annarra vafasamra söngva. Þetta varö smátt og smátteinn nudd-dagurinn á fætur öörum. Daglegur viðauki marbletta, skuröa og smáskeina, sárabinda og slits. Maröir, fjólubláir og dimmrauðir framhandleggir or- sökuöust af þeirri stööugu hreyf- ingu, sem fólgin var i þvi aö kippa i handfangiö á sildarlokunni, þannig aö hin fölbleika norræna húö si'larstUlknanna var ekki lengurhin sama. Við þessu virtist ekkert að gera, önnur handtök kostuöu minni afköst og færri krónur. Oftar en einu sinni nudd- uðu þær blóðslettur úr augn- króknum á peysuermi minni, og oftmátti ég meö tiltölulega hrein- um höndum minum draga ullar- húfu yfir bleik eyru, þvi dýrmæt handtök þeirravoru bundin iöðru þar sem ekki mátti slaka á. Stöðugt álag af endalaust si- endurteknum hreyfingum, aftur og aftur, ávallt meö hámarks- hraöa, og án þess aö staldrað væri við, fyrr en hin náöuga þeyti- flauta flutti okkur friöinn. Fólk og vélar Það var viss ánægja fólgin i þvi að vinna meö fólki en ekki með vélum, jafnvel þóttþaö hafi verið yfirbugandi á stundum. Þaö voru engar vélar i söltunarsainum nema eitt veikbyggt færiband, sem reyndist þó vel þegar á reyndi. Þetta var framkvæmt meö beru handafli frá upphafi til enda. „Þaö væri hægt að láta eina vél vinna verk allra þessara kvenna.” „Og mundirþú vilja mata hana á salti?” Stundum virtist allt kerfiö vera óhagkvæmt. Og framandi fyrir okkur sem erum uppaldir viö há- þróaöan itmaö. Þjóöverjinn átti þaö til aö hrista höfuöiö meö upp- gjafarsvip en segja: „Mér likar þetta kerfi betur samt. ” „How many Iceheads does it take to make popcorn? — Hvaö þarf marga ishausa (orö yfir ís- lendinga) til þess ab búa tÚ popp- kom?” „Fimm,einn til aö halda pottin- um og fjóra til þess að hrista eldavélina.” Þegar söltun var lokiö og allar konumar voru farnar heim til þess aö nudda bóigna liði og hvil- ast, var mitt verk fólgið i þvi aö moka afskornum sildarhausum og storiupp á færiband sem flutti þetta i bræðsluþróna. Einstakt verkefni. Bandariska skattstofan hefur dálk á skattaeyðublaöinu sinu, þar sem þeir biðja menn um aö skrá starfsheiti. Ég hef fengist viö margt um dagana. Þetta árið titla ég mig „guano chacker” — slormokstursmann. Þeir munu samviskusamlega mata tölvuna á þessu. Verksummerki afmáð Við mokuðum og sprautuöum siðan allt samviskusamlega, þannig aö konurnar gætu hafiö morgunslaginn i hreinuog heilsu- samlegu umhverfi — eða þyrftu aö minnsta kosti ekki aö standa ofan á hálfsmetra þykku lagi af sildarhausum eöa I alltumlykj- andi slorhafi. Verksummerki dagsins voru þannig lögö fyrir fætur mér — og skóflunnar minn- ar — aö þau mættu vera afmáö og gleymd. „X getur aldrei komiö sildar- hausunum I gegnum raufina ofan irennuna, þaöer þess vegna sem hún er svo hátt uppi i lok vinnu- dagsins. Y kann ekki aö koma frá sér slorinu, þess vegna er þessi hálka hérna, Z getur hvorugt, en hún gerir sitt besta engu aö siö- ur.” Ég geri smáhlé til þess aö rétta úr hryggnum og ég getekki annað en hugsað um hve fallegar þær eru allar saman þegar þær eru búnar aö þurrka blóðsletturnar framan Ur sér. Þegar kom aö lokum vertiðar, og þaö var á mjög annasömum degi, sendi ein kvennanna tvær fallegarungar dætur sinar klædd- ar i undurfögrum og smekklegum hvitum og bleikum klæönaði, inn i söltunarsalinn þar sem þær út- býttu gómsætum súkkulaðimol- um meö kókossm jöri og Highland whisky innani’, sem bráönaöi upp imanni. Þetta syndi óborganlegt viömót og varö i huga mér tákn fyrirfólkið.enekkikerfiö, sem ég var rétt aö kynnast. Vertíðarlok Þegar dró aö lokum vorum viö loksins orönir hluti af þessu sam- félagi.sem okkur hafði áður virst svo framandi. Viö eignuðumst raunverulega vini. Ég mun rækta þessi vináttubönd með sjálfum mér. Einhæfni vinnunnar, ein- semdin og einangrunin hurfu sem dögg fyrirsólu. Ég fór meö þá yf- irþyrmandi tilfinningu, aö ég væri aö yfirgefa stað, sem ég væri rétt farinn aö kynnast. Viö brottfórina voru mér færö- ar hinar fegurstu gjafir, sumar hverjar handunnar. Ég var djúpt snortinn. Ég fékk lika hiö hefðbundna baö — ég var tekinn og mér dembt ofan i hjólbörur fullar af blessunarlegu volgu vatni, — að syndir minar mættu vera burtu þvegnar — og síðan fylgdu stympingar og faðmlög, allt i gamni þó. Seyðisfjöröur var mér góður og gerbi mér gott. Ég mun snúa aft- ur. Handa samstarfsmönnum minum, innlendum og erlendum. David Donheiser.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.