Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — Jólablaö Þjóöviljans Hver ber að dyrum Hver ber að dyrum í dögun, er döggin grætur, og sólin syngur af gleði um sælu liðinnar nætur. Hver ber að dyrum, er draumar drukkna nærri í birtunni og bláklukkan Ijómar brosandi og skærri, og hin blómin Ijóma líka og Ijósatrafið vekur í mýrinni mófugl og merlar hafið, oq loqnið fer undrandi um allar álf ur. Hver ber að dyrum í dögun —, það er dagurinn sjálfur. .IZr-. r' Regndropinn Regndropinn rennur fram af þakbrúninni, reynir samt að halda sér því fallið er feykihátt, það teygist og tognar á honum og takinu heldur hann um stund. Það er eins og hann hangi í lausu lofti er hann loksins sleppir takinu. Var hann eftilvill snöggvast að hugsa um að snúa við upp á snarbratt þakið. Svo fellur hann, fellur úr feykihæð og sundrast á stórum steini ofan í poll til allra hinna dropanna, sem á undan fóru, til þess síðan að síga ofan í síþyrstan jarðveginn og —. Érum við ekki öll eins og þessi ágæti regndrop.i. Við þraukum um stund á þakbrúninni, þykjumst vera að lifa, höngum, tognum, teygjumst, en hver tilraun til afturhvarfs er beinlínis brosleg —, upp á brúnina kemst enginn aftur —, svo sígum við ofan í síþyrsta fósturjörðina og — • ,r' V -y' S 1* ' ÍfaiiJr ({ ‘x; n\( %/f X! f/ J/ \ \ir-A r ; / , // i .*/ *{ ;/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.