Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — Jólablaö Þjóöviljans
Fyrst var eins og Kinverjar
vildu litiö af útiendingi vita4eins
og þeir væru dálitið i þvi aö
foröast útlendinga. Nema hvað
það tókst ágætt samband við her-
bergisfélagana. Þetta átti eftir að
breytast4 siðar gerðust menn
miklu opnari. Fyrst eignast
maður að sjálfsögðu vini og kunn-
ingja meðal stúdenta eftir þvi
sem málkunnáttan leyfir, siöar
eignast maður lika vini úti I bæ og
heimsækir þá. 1 Pekingháskóla
eru 8-9 þúsundir stúdenta, þar af
um 150 útlendingar. Allmargir
þeirra frá þriöja heiminum, en
samsetning hópsins hefur og
breyst verulega með pólitiskum
vindum. Albanir og Vietnamar
voru kallaðir heim á þessum tim-
um, en Japanir og Bandarikja-
menn skutu upp kolli.
Kollsteypa
Ég kom þarna fyrst i leifarnar
af þeirri glansmynd sem gefin
var af Kina menningarbyltingar-
innar. Höfuödrættir hennar voru
þeir, að reyndar væri Kina fátækt
land — en allt væri þar á góðri leið
og réttri, og i flestum greinum
væri allt betra i Kina en i hinu
spillta vestri, sem væri i dauða-
teygjunum. Kina var yfirburða-
þjóðfélag, þar höfðu menn fundið
þann sannleika sem dygði.
Svo tóku menn kollsteypu út i
hinar öfgarnar. Nú var Kina svo
skelfilega langt á eftir öðrum, og
vestrið einskonar Paradis. Þegar
fram i sækir leitar þetta mat svo
nýs jafnvægis. Blöð hafa fyrir
sina parta reynt að setja niður
einfeldnishrifningu af Vestur-
löndum og notað þá ýmis tækifæri
sem upp koma — t.d. morðið á
John Lennon til að minna á
byssuofbeldið og aðra óráðsiu i
Bandarikjunum.
önnur riki
Að þvi er varðar grannann i
norðri, þá skrifa kinversk blöð lit-
iðum daglegt lif i Sovétrikjunum,
nema þá þau geti um einhver
vandræði eins og vöruskort og þvi
um likt. En þau skrifa firnamikiö
um hlut Sovétmanna i alþjóða-
málum, bæði þann háska sem
Pólland er i og þó einkum og séri-
lagi um hernað þeirra i Afganist-
an.
Það er greinilegur ótti meðal
Kinverja við hernaðarmátt
Sovétmanna. Sumpart vegna
þess, að þeir eru svo nálægt,
handan við næstu fjöll. Bandarik-
in aftur á móti þau eru óralangt I
burtu. Að þvi er varðar fyrri
höfuðféndur eins og Japani, þá er
farið að fyrnast yfir beiskju i
þeirra garð. Margir eru upp-
teknir við að pæla i efnahagslegri
velgengni Japana og af þvi ég var
um tima i Japan á leiðinni heim,
þá veit ég að þessar þjóöir tvær
hafa mikinn áhuga hver á annarri
og miklu meiri en t.d. á tiðindum
úr Evrópu.
En hvort sem maður veltir
lengur eöa skemur fyrir sér sam-
skiptum Kinverja við öflug erlend
riki, þá er ekki úr vegi að hafa
það i huga, aö eftir einangrun
margra alda byrjaði sú saga með
mjög herfilegum hætti á fyrri öld
meö innrásum og hverskyns auö-
mýkingu.
AAenningarby Itingin
var stórslys
Menningarbyltingin? Nei,
menn mæltu henni ekki bót. Þaö
er I sjálfu sér ekki erfitt að skilja
af hverju hún braust út, hún átti
sér rætur i mikilli óánægju með
hrokafulla og valdsmikla skrif-
finna. En hún snerist fljótt upp i
villimennsku og fáránlegustu
hluti. Stimplagerðin hjá varð-
liðunum rauðu var í fullum gangi
og menn voru geröir að
kapitalistum og gagnbyltingar-
sinnum fyrir hvað sem var. Kerl-
ing sem seldi kleinur á götuhorni
var kapitalisti, tehúsin þar sem
menn sátu og teygðu lopann I friöi
og spekt, þau voru borgaraleg,
kannski var það andbyltingarleg-
ur hugsunarháttur að eiga fugl i
búri eöa gullfisk I skál — eins gott
að losa sig viö það. Og það gerðu
menn — gæludýramenningin
hvarf. Og ótti manna var ekki
ástæöulaus, fólk hefur sagt mér
hinar herfilegustu sögur af bar-
smiðum, fangelsunum og rudda-
legum auömýkingum, sem það
hafði oröið fyrir. Hér og þar kom
til mikilla blóöbaöa. Bókaútgáfa
og kvikmyndagerð var aö mestu
gefin upp á bátinn. Hagvöxturinn
var vist kominn i núll. Hlutur
minnihlutaþjóða stórversnaði,
menningarbyltingamenn óðu yfir
og ætluöu að „leiðrétta” lifsmáta
þeirra i einu höggi, brutu niöur
guðshús Tibeta, skipuöu
múhameðskum ibúum Sintsjan
að rækta svin og þar fram eftir
götum. Nei, menn tala um
menningarbyltinguna sem stór-
slys og margir eru sannfæröir um
að Kina væri vel á vegi statt ef
ekki heföi verið þessi áratugur
sem fór forgöröum.
Hrifnir útlendingar
En þaö er rétt, útlendingar
komu, sendinefndir og blaða-
menn, og hrifust af menningar-
byltingunni, af fyrirmyndar-
kommúnunni Dazhai, sem allir
áttu að læra af, en var Pótémkin-
tjöld, plat. Hvaö áttu menn aö
læra af Dazhai?, spuröi ég stund-
um meðan sú kommúna var enn
sett á stall en fékk aldrei mark-
tæk svör. En semsagt: það var
fullt af fólki á Vesturlöndum sem
var hrifiö af glansmyndinni af
Kina, kannski var þetta einkum
fólk sem var i mismunandi mæli
leitt á eigin þjóðfélögum og vildi
Þegar maður kemur úr
plássum eins og Kína/ þá
ætlast allir til þess að mað-
ur viti svör við öllu um slíkt
land, líka um fyrirbæri
sem maður þekkir ekki
einu sinni í sínu eigin þjóð-
félagi...
Segir Hjörleifur Svein-
björnsson sem er nýkom-
inn heim frá fimm ára
námsdvöl í Kina, bakkalár
í kínverskum bókmennt-
um. En fæst samt til að
svara nokkrum spurning-
um um þetta fólkauðuga
ríki sem afgangurinn af
heiminum vill gjarna vita
á hvaða leið er.
Ég fór austur 1976,segir hann,sá
auglýsingu um námsstyrk þegar
ég var á vetrarvertið eins og hver
annar Guðjón og sótti um, þvi
ekki þaö. Svar fékk ég um
sumarið og við vorum tvö sem
héldum austur en þar voru þá
tveir islenskir stúdentar fyrir.
Flest uröum viö fimm I nýlend-
unni og nú er ein stúlka eftir. Þau
hafa verið i sögu og heimspeki og
ég I kinverskum bókmenntum.
Maó var ný dáinn
Maó var nýdáinn, allir með
sorgarbindi um handlegginn og
mikiö um sorgarmúsik i út-
varpinu. Fjórmenningaklikan
var enn ekki til sem pólitiskt hug-
tak enda átti hún sér enn ýmis
vigi — til dæmis Dagblað al-
þýðunnar — hefi ég oft harmað
það siðan að þá gat ég ekki skilið
neitt i þvi blaði. Fyrsta árið var
ég reyndar á málaskóla þar sem
okkur var difiö ofan i kinversku
fjórar stundir á dag og siðan héld-
um við áfram með heimavinnu.
Þetta varð maður að stunda vel ef
maður vildi ekki vera eins og álf-
ur út úr hól.
Tehúsin eru aftur á sinum stað...
Stúdentalifið hefur breyst: sá þykist sæll sem sloppinn er inn.
......... ....................................................................d
.................................................... i ■ i i <
Veist þú ekki allt um
j fi
«n
Árni Bergmann talar við
Hjörleif Sveinbjörnsson,
sem er nýkominn heim
frá fimm ára námsdvöl
í Peking
hafa fyrir sér huggulega mynd af
óskaþjóöfélagi og Kina var nógu
langt i burtu og enginn vissi neitt
að gagni um þaö. Þvi sendi-
nefndakerfiö er afar villandi, eins
og menn þekkja úr öðrum stöö-
um...
Náskyldir fjandmenn
Blaðamaöur skaut þvi inn, að
svipað hefði gerst með Sovétrikin
á sinum tima, óliklegasta fólk var
reiðubúið til að gera sér einskon-
ar óskamynd af þeim. Nú heföu
menn hinsvegar tilhneigingu til
að réttlæta allt hjá Kinverjum en
láta Sovétmenn fá skömm i hatt
fyrir flesta hluti. Þá kemur upp
þessi spurning: er einhver meiri-
háttar munur á gerð þessara
tveggja þjóðfélaga?
— Ekki þekki ég Sovétrikin af
eigin raun, sagði Hjörleifur, en af
þvi sem ég hefi reynt aö kynna