Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 2
2. Siöa — Jólablaö Þjóöviljans
Utan Ur slyddubyl á öndverðri
góu skauzt stUlkan inn um aðal-
dyr spitalans. Viðamikii hurðin
skelltist á eftir henni. Þetta var i
ljósaskiptunum, og langt liðiö á
heimsoknartimann; máski var
hann búinn. En hvað um það,
þarna var hUn komin, fremur lág-
vaxin og mjóslegin stUlkukind, og
snjóflygsurnar i dökku hári henn-
ar bráðnuðu óðar er hún var stig-
in inn i þefjandi yl sjúkrahússins.
Annarri hendi vék hún blautu
hárinu frá hvitgráu andlitinu og
afturfyrir axlir. 1 hinni hendinni
bar hún þunnan plastpoka, og
gegnum plastið grillti i tvö orö:
Missa solemnis.
Stúlka þessi var með öllu ó-
kunnug hér i húsi og mintist þess
ekki að hafa stigið hingað fæti inn
áður. Hún vék sér kurteislega að
lúgu ofanvert við anddyriströpp-
urnar og nefndi karlmannsnafn i
spurnartón. Sú sem sat fyrir inn-
an lUguna hikaði við og setti i
brúnir áður en hún áttaði sig og
nefndi stofunUmer; leit svo upp á
klukku á veggnum og bætti viö:
Þaö verður þá að vera stutt, —
heimsóknartímanum er að ljúka.
Stúlkan skálmaði langleiðina
innareftir gangi til hægri og fann
dyrnar. Hún danglaði á þær tvö
högg til málamynda, áöur en hún
þokaði þeim upp, varfærin, ogleit
inn fyrir.
Þetta var tveggja manna stofa,
en rUmið nær glugganum stóð
autt. í hinu rúminu lá roskinn
maður og virtist sofa. Hendur
hans hvildu samanfléttaöar ofan
á sænginni, og höfuð hans sveigt
aftur á koddann vissi i átt að
glugganum. f rökkurskimu, þar
sem ekki hafði verið kveikt ljós,
þrátt fyrir heimsóknartima og
áfallandi dimm slydduél sem
börðust utan við gluggann, lá
hann þarna, þessi framandi mað-
ur, i einmana ró. Hann var með
hár niður á herðar og dökkt al-
skegg. Hvort tveggja syndist
svart i rökkrinu.
StUlkan hætti við að ganga inn
fyrir. Hún kannaðist alls ekki við
þennan gamla mann, hafðialdrei
séð hann f yrr, þetta hlaut að vera
einhver misskilningur. Hún þok-
aði dyrunum aftur, ofur hljóð-
lega, til að vekja ekki þann sjUka;
hún varð að spyrjast nánar fyrir
um þann sem hún var komin til að
finna. Þetta var þó skrýtið.
1 einskonar býtibúri framar við
ganginn stóö riðvaxin kona með
þykk gleraugu og skrallaði i
áhöldum. StUlkan vék sér að
henni.
JU, sá er þó maðurinn, anzaði
konan.Ert þú náinn ættingi hans,
eða hvað?
Nei, alls ekkert skyld honum,
sagði stúlkan, og þekki hann eig-
inlega ekki neitt. En það komu
boð frá þessum manni til frænda
mins. Hann á að hafa sasgt, að
hann vildi fá að tala við mig...
hvað sem það getur verið... ég
veit það ekki.
Kœian stundi lágt: Það er ekki
hægtað segja, að hann hafifengið
marga í heimsókn til si'n þessar
vikur sem hann er búinn að vera
hér... og fær varla marga úr
þessu. Svo leit hún á stUlkuna of-
anundan gleraugunum: Hann er
mjög mikið veikur, góða min, og
þolir varla langt samtal. Enda er
heimsóknartimanum eiginlega
lokið. En þú getur svosem fengið
að lita inn til hans... Eitt enn:
Hann þolir alls ekki að hlæja. Það
má undir engum kringumstæðum
komahonum tilaðhlæja, þá get-
ur hann fengið kast. Þú manst
það.
Hvað... Hvað gengur eiginlega
að honum? spurði stúlkan lágt.
Um það skaltu spyrja hann
sjálfan, góöa min, svaraði konan
og leit á armbandsúrið um leið og
hún sneri sér frá.
Þegar stúlkan opnaði herberg-
isdyr sjúklingsins ööru sinni, var
hann vaknaður og sat hálfvegis
uppi i rUminu. Um leið og hún
steig inn fyrir lauk hann sundur
kræklulegum höndunum og
strauk þeim hægt yfir sængina.
Nú sá hUn, að það óx vænn og
dökkur hárbrUskur á nefi hans.
Og enn gat hún ekki áttað sig á
þvi, að þetta væri í rauninni tré-
smiðurinn sem leigt hafði kjall-
araherbergi i'húsi frænda hennar
fyrir mörgum árum, þegar hún
var stelpa innan við fermingu.
Hún mundi það eitt um þann
mann, aö hann hafði stundum
verið fullur, en alltaf farið litið
fyrir honum; og hann hafði þótt
barngóður. En þegar hún nú bauð
gott kvöld og hann tók þýðlega
undir kveðjuna með orðunum:
Hve gott þU komst..., þá mundi
hún strax eftir röddinni, nokkuð
djúpri, en þó vinsamlegri. Og
þessa stundina að minnsta kosti
bar hún engan vottum neina van-
liðan, þvi siður þjáningu.
Þú geröir boð fyrir mig, sagði
stúlkan... Er eitthvaö sem ég get
gert fyrir þig! bætti hún við og
hafði numið staðar rétt innan við
dyrnar. Það hvarflaði ekki aö
henni að heilsa þessum bláókunn-
uga manni með handabandi.
Þú gætir... gert mér þá ánægju
að fá þér sæti andartak, sagði
maðurinn.Og nú fannststúlkunni
hún heyra það, að hann þarfnað-
ist þess að tala með hvildum.
Hann benti á stól sem stóð ná-
lægt fótagaflinum. Og hún settist
á hann fremst; lagði plastpokann
frá sér á gólfið, til hliðar.
Ég má vist ekki stanza lengi,
sagði hún. Vitjunartiminn er bU-
inn.
NU brosti maðurinn dauft og
leit niður á hendur sér. Tennur
hans voru annarlega hvitar i
röikrinu, rétt eins og augun.
Hátiðlega mælt, sagði hann.
Vitjunartimi. Ég héltekki að ungt
fólk ætti það til... að tala svona
hátiðlega. En hver vitjar hvers?
Ég skil ekki...,sagðí stúlkan.
Ég á við, að það ert ekki endi-
lega þú, sem ert að vitja min...
Það er alveg eins ég sem er að
vitja þin, sagði maðurinn.
Ég... skil þig ekki, sagði stúlk-
an.
Skiptir engu. Ég vitja þin ekki
oftar, vertu viss...ogengra. Þetta
verður min hinzta vitjun. Og nU er
það ég sjálfur sem er orðinn há-
tiðlegur.
- Ef það er ekkert sérstakt, þá
ætti ég Mtlega að fara, sagði hún.
Nei, farðu ekki alveg strax,
væna mi'n, sagði hann auðmjúk-
ur.
Það síóst eitthvað utan i
gluggarúðurnar. Ekki gat það
hafa verið trjágrein, þvi það
stóðu engin tré nálægt gluggan-
um. StUlkunni varð litið út þangað
sem óveðrið hamaðist, siðan á
auða rúmið.
Þú liggur hér einn f stofu, sagði
hún.
Svo er nU komið já, gegndi
maðurinn og vottaði ekki lengur
fyrir auðmýkt i rómnum. Þeir
fóru með hann áðan... upp úr há-
deginu var það vist.. þann sem iá
þarna. Hann drapst.
Drapst hann? át stúlkan eftir.
Drap éghann? Nei,hann drapst
bara, tautaði sjúklingurinn.
Ég meina... það er nú yfirleitt
talað um að fólk deyi, en ekki að
það drepist, sagði stúlkan.
Þá það, góða, sagði maðurinn;
bætti svo við eftir andartaks
hvild : Það er ekki nema gott eitt
um það að segja, þótt einhver
drepist, væna min... Dauðinn er
absolút... Liklega kemst maður
ekki hærra i lifinu en þegar mað-
ur lætur loksins verða af þvi að
drepast.
Stúlkunni hnykkti við.
Ofsalega hlýturðu að vera á
sterkum lyfjum, sagði hún. ÞU
talar svo undarlega.
Ojæja, svoþú heldur það, sagði
maðurinn. Fjárakornið þetta eru
nokkur lyf sem ég fæ. Þau koma
aldrei til með að lækna mig. Og
verra er þó, að þau virðast ekki
geta drepið mig heldur.
Mér heyrist samt að það liggi
bara vel á þér, eftir atvikum,
sagði hún og flýtti sér að bæta
við: ÞU gerðir boð fyrir mig...
hvers vegna endilega mig?
Maðurinn svaraði þessu ekki,
en hafði nU lokað augunum að
nýju og tautaði lágt, þó greini-
lega: Það var nú annars meiri
óþurftarmaðurinn þessi Hippó-
krates ... sannkallaður glæpa-
maður og mannkyns kvalari.
Hippó-hvað? hváði stúlkan.
Hver er það?
Hann ber ábyrgðina á þvi, að
læknum er fyrirmunað að mega
stytta sjúklingum aldur, þó svo að
baráttan sé vonlaus og tilgangs-
laus og kvalirnar óbærilegar...
Þeir eru ófáir sem óska sér þess
að mega deyja, en fá ekki að
deyja.
Við þessu gat stúlkan ekkert
sagt, en litlu siðar heyrði hún
manninn halda áfram:
Mikið afskaplega var hann bú-
inn að þjást þessi piltur hér við
hliöina. En þeir máttu ekki gera
fyrir hann þetta eina sem rétt
hefði verið og hann þráði sjálf-
ur... Ur því sem komið var.
Var þetta þá ungur piltur?
spurði stúlkan.
NU leit sjúklingurinn á þá að-
komnu, og beint i augu henni um
leið og hann svaraöi: Tæpt þri-
tugur.
Og hann hélt áfram að horfa
þannig i' augu henni, og nógu lengi
til þess, að hún hætti við að spyrja
hvað gengið hefði að honum, en
sagði þess f stað aðeins það eina
sem hægt var: Jæja.
Eftir enn eina hvild hélt hann
áfram: Þetta var gullfallegur
maður... og prýðis vel gefinn...
En hann var einmana hér... að-
komumaður utan af landi og
þekkti vist engan i þessum bæ...
eða: enginn þekkti hann, að
minnsta kosti ekki eftir að hann
var kominn hingað... Við ræddum
margt saman, þessar vikur sem
hann lá hér... þvi hann var viða
heima. Og hann taldi sig ekki upp