Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — Jólablað Þjóðviljans
Jólablað Þjóðviljans — StÐA 13
r
f
►
r
'
r
r
f
y
f.
f
1 ■ í*
Hæsta höfuöborg í heimi, La Paz i Bólivíu. Sct. Franciskusa kirkjuturninn fyrir miöju. Ljósm.: JónHóim
Musteri nr. 2 viö aöaltorgiö i Tical i Guatemala. Mayarústir inn í miöjum frumskógi. Ljósm.: Jón Hólm
Á slóðum...
Framhald af bls. 11.
fredo á gömlum skrjóö og hann
fór með okkur i risastóran túr
sem endaði i Pisac. 1 þessari ferð
sáum við allt það helsta mar-
veröa. Þar má nefna svokallað
virki i Sacasahuamán. Hleðsl-
urnar i þvi eru ákaflega merki-
legar, allt að 12 horna steinar
falla saman svo að ekki er hægt
að reka flis á milli. Ótnilegt er að
svona steinhöggveri hafi verið
reist i hvelli til að verjast Spán-
verjum. Þetta eru heilu björgin
sem eru höggvin svona til að
standa menn ráðþrota frammi
fyrir þvi hvernig það var gert.
Ein kenningin segir að þetta hafi
verið svokallaðir mjiíkir steinar.
En hvernig fóru þeir að mýkja
steininn? Þessi hleðsluaðgerð er
ein af þremur mismunandi sem
tiðkast hafa i hinum fornu in-
djánarikjum. Hin venjulega inka-
hleðsla er þegar ferkantaðir
steinar eru höggnir og raðað
saman eins og legokubbum.
Við
Amazonfljótið
— Fóstu frá Cusco til M-
Ameriku?
— Nei, ég ákvað að fara niður i
Amazonsvæðið. Upptök Amazon-
fljótsins eru i Perú þó að meiri
hluti þess renni i Brasiliu. Út á
eyju i fljdtinu er borg sem heitir
Iquitos og tilheyrir Perú. Þangað
ákvað ég að fara til að fá smá-
nasasjón af Amazon. Enginn bil-
vegur er þangað svo að ég varð að
fara fljúgandi og siglandi. Ég
hitti i Iqutos mann sem útvegaði
mér hótel og svo lallaði ég um bæ-
inn. Enginn var á ferli enda hitinn
ólýsanlegur og óþefurinn hrika-
legur. Þetta er um 200 þúsund
manna bær og ibúarnir undarleg
blanda af svertingjum, indjánmu
og Spánverjum. Flestir eru þeir
fátækir. Eftir klukkan 5 breyttist
götulifið og varð iðandi. Ég kom á
fiskmarkað og ólyktin, drottinn
minn dýri. Þarna voru krakkar
sem höföu ekkiannan starfa en að
blaka flugum frá fisknum.
Skordýrin eru ákaflega stór og
gaman að fylgjast með þeim.
— Fórstu eitthvað inn i frum-
skóginn?
— Ég fór í ferðalag með báti um
fljótið og gisti þá i litlu hóteli við
árbakkann sem var mátulega af-
skekkt. Þama sá ég indjána sem
blása eiturörvum og maður fær
sjálfur aö blása hjá þeim. Þetta
er bara orðinn túrismi hjá þeim.
Mér þótti miklu merkilegra að
fylgjast með Spánverjunum sem
eru flestirákaflega fátækir og lifa
aðallega af bananarækt. Húsin
eru varla neittannað en þakið og
þarf að endurnýja þau mjög oft.
Iquitos var upphaflega
gúmmiplantekruborg og þar eru
nokkur rikmannleg hús frá þeim !
tima. Auðmennirnir áður fyrr
sem vildu vera verulega
flott og fyigjast með tiskunni
byggðu Ur ákveðinni gerö af
steinum sem þeir pöntuöu frá
höfuðborginni Lima sem stendur
viö Kyrrahafið. Steinarnir voru
fluttir á skipum i gegnum Pana-
maskurðinn og siðan upp allt
Amazonfljótiö. Þetta var þvi
engin smáleið sem þeir fóru þó
innan sama lands væri. Amazon-
fljótið eralveg lygilega stórt, það
litur stundum út eins og flói og
þar eru m.a. herskip á siglingu.
Á leið
til Guatemala
— Hvert var næst háldið?
— Til Lima. Þar kom i ljós að
taskan min hafði orðið eftir i
Iquitos ogþar að auki var stolið af
mér ferðatékkum i Lima. Mér
leist ekkert á þá borg en ætlaði
aldrei aðlosna þvi að þrátt fyrir
fögur loforð var taskan min i 4-5
daga i strandi i Iquitos. Það var
ekkf fyrr en ég hótaði að fhig-
félagið yrði að borga hótel-
reikninginn minn að ég fékk
hana. Hjá American Express
fékk ég greiðslu upp i stolnu
ferðatékkana. Loksins komst ég
Framhald á 23. siðu
Þorpið Laja, I Bolivíu, á leið til Tiahuanaco. Ljósm.: Jón Hólm
Bændahjón bera uppskeruna heim. Pisac ÍPerii. Ljósm.: Jón Hólm
Jón Hólm
Afkomendur inkanna I Perú. Ljósm.: Jón Hólm