Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 11
Jólablaö Þjóðviljans — StÐA 11 hverfinu. Ég held að hann hafi verið kominn á bls. 70 þegar ferð- inni lauk. — Hvað geturðu svo sagt mér um Cusco? — Ég vissi að ég ætti að geta fengið hótel þar fyrir 4 dollara nóttina,ená siðusta viðkomustað lestarinnar kom heill her af sölu- mönnum sem voru m.a. óðfúsir að bjóða manni hótel. Fyrst buðu þeir nóttina fyrir 20 dollara en siðan fór verðið smám saman að lækka. Að lokum tók ég tilboði frá indjánastúlku um hótel á 4 dollara eins og ég hafði upphaf- lega hugsað mér. Hún hét Corina og var quecha-indjáni. Hún varð siðan leiðsögumaður minn i Cusco. Þegar ég kom á hótelið átti að plata mig með þvi að fá mér gluggalaust herbergi en ég mótmælti og fékk þá risastórt herbergi með 5 gluggum og svölum. t nágrenni Cusco eru allar helstu inkaminjarnar. Einna lengst var að fara til fyrir- heitna staðarins, MacchuPiccu. Það var dagsferð með lest. r I hjarta Inkaríkisins — Og hvaö geturðu þá sagt mér um Macchu Piccu? — Þetta er forn borg sem er m.a. merkileg fyrir það að hún var algjörlega týnd. Það var banda- riskurfomleifafræðingurað nafni Hiram Bingham sem fann hana árið 1911 eftir skipulagða leit. Hann var að leita að si'ðasta virki Mango Capak, sem gerði siðustu uppreisn inka gegn Spánverjum fyrirum 400árum. Spánverjunum tókst aldrei að finna hann. Bing- ham varað klifra eitthvað þama i fjöllunum og datt þá óvart ofan á þessa huldu borg. Ekki er þó öruggt að þetta sé einmitt virki Mango Capak þvi að nú hefur fundist enn önnur borg lengra i burtu. Þangað er ekki enn hægt að komast með hægu móti. — Hvernig stendur á þvi aö Macchu Piccu var svona vel fal- inn? — Hún stendur á fjallstoppi og sést hvergi að. Og þangað var bara einn þröngur vegur. Engar heimildireru til um þessa borg og indjánarnirsem nú búa i dölunum i kring höfðu ekki minnstu hug- mynd um tilveru hennar né höfðu nokkrar sagnir um hana lifað. Fjallstoppurinn er einsogBaulailaginuefbúið væri að klippa af henni efsta spíssinn. Þar er borgin hulin gróðri. Fjall þetta ri's 3-400 metra upp i loftið og er snarbratt. Vegurinn er utan ihliðinni og aðeins um 11/2 metri á breidd. Varðskýli eru á leiðinni þar sem menn hafa verið krafðir um ferðapassa. A einum stað er vegurinn sundurskorinn og þar hafa menn orðið að ganga á plönkum yfir. Ef óvinir komuvar ekki annað en að fjarlægja þessa pianka og þá áttu þeir enga leið upp. Þetta er hlutiaf svokölluðum Inkavegi sem liggur um hið forna Inkariki en það tekur góðan göngumann 6-8 daga að ganga hann frá Cuseo. Nú er búið að gera bílveg uppá fjallið. Fyrirof- an borgina er annar fjallstindur hærri og á milli er örmjór f jalls- hryggur sem hægt er að ganga upp. Það er um hálftima gangur.' Efst uppi á efri tindinum eru smásyllur með ræktunarblettum. Kannski hafa þar aðeins verið ræktuð blóm til skrauts, maður sér varla annan tilgang, þetta er svo lftið. Þarna uppi er dýrlegt útsýn. Ég sé eftir að hafa ekki verið þarna um nótt til að taka myndir i ljósaskiptunum. Furðulegar steinhleðslur — Hvað gerðirðu svo fleira af þér i' Cusco ? — Ég hitti bresk hjón einn mwguninn sem voru að vand- ræðast með það hvernig þau ættu að sjá helstu staðina á stuttum tima án þess að þurfa að borga of mikið. Ég var búinn að kynna mér hlutina og vissi að hag- stæðast yrði fyrir okkur að slást saman i' einn hóp og taka bil á leigu. Við fundum bilstjórann Al- Framhald á 12. siöu Jón Hólm: Mig iangaði til þess að gera það sem aðrir gera ekki. Ljósm.: gel Markaðsfólk biður eftir lestinni á milli Puno og Cusco i Perú. Ljósm.: Jón Hólm. Inkavegurinn forni. Myndin er frá Pisac i Perú. Ljósm.: Jón Hólm llinn helgi dalur mka, Urubamba. Til hægri má sjá inkaveginn hlykkj- ast. Myndin er tekin úr einni varðstöð þeirra og sér til annarrar. I.jósm.: Jón Hólm Tólfhornasteinninn i Cusco. Steinarnir falla svo vei saman að hvergi er hægtað reka hnifsblað á milli. Furðuverk frá dögum inkanna. Ljósm.: Jón Hóim. Söiukona i Puno i Perú. Ljósm.: Jón Ilólm Hið svokailaða virki i Sacsayhuaman, skammt frá Cusco I Perú. Ljósni.: Jón Hóim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.