Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 7
Jólablað Þjóðviljans — SÍÐA 7 mér fæ ég ekki betur séð en að þessi þjóðfélög séu næsta svipuð að gerð. Ef menn neita þvi þá gera þeir það gegn betri vitund. Vald kommúnistaflokkanna er ákaflega svipað i þessum löndum. Þetta eru ritskoðunarsamfélög. En hitt getur svo verið að það sé auðveldara að skipuleggja Kin- verja en t.a.m. Rússa, það hefur verið sagt að Kinverjar kunni öðrum betur að vera þegnar. Að vissu marki þó — langlundar- geðið sýnist mikið, þangað til allt i einu sýður upp úr, eins og allar bændauppreisnir fyrri tima sýna. Einkaframtakið Nú er allmikið um það skrifað að smáeinkaframtak fái að spreyta sig, nú siðast var frá þvi skýrt, að menn mættu hafa allt að sjö manns i vinnu i slikum fyrir- tækjum, sem til þessa voru fjöl- skyldufyrirtæki. Þetta hefur breytt nokkuð svið borganna frá þvi sem áður var, allskonar smá- þjónusta hefur eflst. Þetta kemur m.a. inn á spurninguna um að út- vega fleirum atvinnu. Það var trúaratriði og tilheyrði glans- myndinni að ekki væri til atvinnu- leysi eða verðbólga i Kina. Nú viðurkenna stjórnvöld að at- vinnuleysi er tölvert mál, og þessi smárekstur er ein leið til að mæta þvi. En samt er fólk dálitið tor- tryggið á þessa nýbreytni. Þetta litur vel út, menn gætu krækt sér i meiri tekjur en menn hafa i störf- um hjá rikinu. En hjá rikinu eru þeir tiltölulega öruggir og þar biður þeirra ellistyrkur, a.m.k. i borgum. Menn hafa lifað miklar sviptingar og kúvendingar siðan 1949, og menn hika við að steypa sér út i einkaframtakið, þvi að þá getur grunað að það verði stutt gaman skemmtilegt og ef ný her- ferð byrjar eftir nokkur ár gegn öllu sem verður kallað kapitalismi þá situr þetta fólk illa i súpunni. Stúdentalíf — Hvernig var svo að vera stúdent i Kina? — Ef maður stundar námið sæmilega þá gengur það nokkuð vel. Að visu var það svo, að enda þótt fyrsta áriö færi i strangt kin- verskunám, þá gekk það nokkuð erfiðlega fyrstu mánuðina eftir það að ná að fylgjast með fyrir- lestrum. Þeir tóku að visu nokkuð tillit til tungumálaerfiðleika i kröfugerð til okkar útiendinga en samt — við vorum á sömu kúrs- um og Kinverjar nema þá i t.d. fornkinversku, þar sem þeir stóöu miklu betur að vigi. Þar vorum við hafðir sér. Námstilhögunin var að breyt- ast þegar ég kom frá þvi sem var ,á menningarbyltingarárunum. Hið almenna háskólanám var ■ verið að lengja i fjögur ár (siðan kemur framihaldsnám) en hafði verið þrjú, það var verið að endurreisa prófakerfið i fyrri mynd osfrv. Viö fengum vita- skuld yfirsýn yfir hin ýmsu tima- bil i kinverskum bókmenntum. Sjálfur hafði ég mestan áhuga á ýmsum fornum skáldum. Framan af okkar öld var reyndar ýmislegt gott skrifað i Kina en eftirbyltingaruppskeran er sann- ast sagna ansi fátækleg. Eitthvað er þetta samt að rétta við aftur. Ég náði i þann sið frá menningarbyltingunni sem sendi stúdenta i likamlega vinnu: fyrsta árið var ég eina viku i verksmiðju og eina viku i sveita- kommúnu, en svo var þetta lagt niður. Þetta hafði verið meira áður, en var orðið næsta form- legt. Aftur á móti er haldið áfram að senda alla námsmenn dag og dag i uppskeruvinnu. Hörð samkeppni A árum menningarbyltingar- innar voru menn valdir á vinnu- stað til að fara i skóla. Það litur vel út á pappirnum og þetta voru eðlileg viðbrögð við þvi sem áður var, að embættismannabörn ein- okuðu háskólana. En þetta fór fljótt út i klikuskap og yfirborðs- lega samkeppni um það hver væri róttækastur i kjaftinum. Nú er aftur á móti mikil samkeppni um inngöngu i inntökuprófum. Og þeim tiltölulega fáu sem inn i há- skóla komast finnst að þeirra hlutskipti sé heldur gott og sætta sig alveg við það að það er á þeim töluverð pressa að standa sig: þeir njóti friðinda og þeir verði að vinna landinu gagn. 1 þessum efn- um er hugarfar mjög ólikt þvi sem við þekkjum hjá stúdentum hér i kringum okkur. Engin leið að spá — A hvaða leið er Kina? — Það er ekki nokkur leið að spá um það. Að sumu leyti kemur þetta sem ráðamenn hafa á odd- ínum nú kunnuglega fyrir sjónir: við skulum læra af útlöndum, flytja inn tækni, en halda samt i hinn kinverska kjarna. En við- miðanir breytast. Yngra fólkið þekkir ekki það Kina sem var fyrir 1949, það hefur ekki lifandi samanburð við fortiö landsins — kannski er það þess i stað að velta fyrir sér Japan, hvort það land sé einhver fyrirmynd á okkar tækni- öld. Það er svo margt i deiglunni, sveiflurnar hafa verið svo stórar frá þvi að Kina væri hinn besti heimur til þess að Kina þyrfti allt aö læra, þeir lenda út á hinum og þessum blindgötum. En það er kannski ekki svo slæmt, meðan þeir hafa augun opin fyrir ýmsum möguleikum. Það er dálitið góður hlutur — menn velta fyrir sér hvaðber að gera, trúa á að margt sé mögulegt, eru ekki sljóir. Mönnum finnst þeir hafi komið undan fargi eftir menningar- byltinguna og m.a. þess vegna hafa stjórnvöld haft heldur góðan byr. En hvað svo verður, það veit enginn... áb Menningarbyltingin —nú tala menn um hana sem stórslys... TVÖ LJÓÐ eftir Elísabetu Þorgeirsdóttur I gegnum reynslu og sárindi svita, tár og vonleysi hefur okkur lærst að lífið er til fyrir þig og mig að lifa því. Herkvaðning Finndu það og njóttu þess. Slakaðu á væntingunum sem þú hélst að yrðu uppfylltar á einhvern óskilgreindan hátt. Hlustaðu á öruggan æðaslátt sjálf rar þín og þekktu afl þitt sem er engu háð öðru en jafnvægi sjálfrar þín og jákvæðu viðhorfi til þess sem bíður þín þegar allsleysið verður þér eiginlegt og sófar og silfur hætta að þvælast um hugskot þitt. Lærum að meta gildi vináttunnar virða aðra og miðla þeim hamingju. Tökum óskir okkar til yfirheyrslu og vinsum úr þær sem eingöngu styrkja eigingirnina og hreykja okkur hærra. Horfum í kringum okkur á allar myndirnar í umhverfinu gleðina, lognið, ilminn og vinnum verk okkar vel. Að vísu er samfélag okkar geðveikislegt i öfgum sínum og auðvelt að selja það andskotanum því þannig fari það hvort sem er. En eigum við að gefast upp selja okkur lágkúrunni á vald — hugsunarlausri sjónvarpsmötun ástlausum hjónaböndum eignasöfnun og slúðri? Drullupollurinn verður að vísu þægilegur og volgur með tímanum og ekki svo afleitt að sulla þar með öllum hinum en berðu hann saman við lækjarsprænuna í hlíðinni og láttu hana verða þér leiðarljós meðan þú skreiðist upp á bakkann og bíður þess að fötin þin þorni. Ef sverð þitt er of stutt... Eins og ekkert sé drífurðu af uppvaskið gengur til verka eins og vinnu í bónus skúrar, þværð og ryksugar áreynslulaust eins og að leggja kapal. Sest svo niður með vatnsbólgnar hendur teygir úr þér og hlærð tilbúin i næsta slag... Þú veist að verkstjórinn niðurlægir þig til að upphef ja sig. Þú veistaðaf köst þín á skrifstof unni eru helmingi meiri en skrifstof ustjórans með þreföld þín laun ... horfðu þess vegna beint fram með kvenlegri reisn (eins og þegar þú óvart heyrir klámsögurnar og vætir dónalegt púður þeirra með því að svara beint og blátt áfram) stattu í báða fætur hvar sem þú ert stödd vertu enn meiri kona stígðu svo eitt skref fram ef sverð þitt er of stutt...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.