Þjóðviljinn - 15.12.1981, Blaðsíða 23
Jólablaö Þjó&viljans — SiDA 23
Á slóðum...
Framhald af bls. 12
frá Lima og fór þá til Bogóta —
var þar i eina nótt — en fór svo
beint til Panama og var þar i 2
nætur. Sföan tók ég áætlunarflug
til Guatemala borg og lenti þá i
eldgamalli flugvél sem brakaði
og brast i. Hún var svo óþétt að
þaö var rok inni. Ég beið bara
eftirað hún hrapaði. Þar að auki
þræddi hún M-Amerikurikin áður
en ég komst á leiðarenda. Milli-
lent var i Nicaragua, E1 Salvador
og Honduras. A flugvellinum i' E1
Salvador var farþegum ráðlagt
að fara ekki út úr flugvélinni
vegna borgarastyrjaldarinnar
sem þar geisar.
— Hvernig kom þér Guatemala
fyrir sjónir:
— Höfuöborgin kom mér á óv-
art þvi að hún er ákaflega falleg
og þar fannst mér i fyrsta skipti
verulega vingjarnlegt viðmótein-
kenna borgarbúa. Ég fékk fyrst
vont hótel þar sem rottur léku
lausum hala milli þilja og héldu
fyrir manni vöku. Siðan fékk ég
gott hótel, sem áður hafði verið
fint einkaheimili. Þar var ákaf-
lega persónuleg þjónusta og það
var ekki sá hlutur til sem
eigandinn vildi ekki gera fyrir
mig.
Frumskóga-
borgin Tíkal
— Og i Guatemala var Tical
fyrirheitni staðurinn?
— Já, það er borg sem ekki var
týnd eins og Macchu Piccu heldur
algjörlega horfinn inn i frum-
skóginn. Þetta hefur verið stór
borg og er talið að þar hafi búið
um 200 þúsund manns á sinum
tima... Það er mjög einkennilegt
að þessi borg skuli hafa verið
reist þama inn i miðjum frum-
skóginum þviaðhann er svo þétt-
ur og frjósamur að erfitt er að
koma ræktun við og þvi hlýtur að
hafa veriö erfitt að afla matar.
Þetta var miðborg majarikisins.
Fornleifafræðingar vinna nú af
kappi að þvi að grafa borgina upp
en mjög erfitter að rjúfa gróður-
inn. Samt er borgin afskekkt og
fáir túristar sem leggja á sig að
skoða þessar rústir, ekki sist
vegna þess að skógurinn er fullur
af bandittum og má alltaf búast
við árásum. Ég flaug á staðinn en
þvi miður sat ég vitlausu megin i
flugvélinni og sá þvi ekki yfir
borgina þegar flogið var yfir.
Hvarvetna á stóru svæði eru
hæðir og hólar. Það eru pira-
midar sem ekki er búið að rifa
gróðurinn af. Þarna hefur verið
heil borg með fullkominni
mainingu. Ég varsvo heppinn að
hitta á franskan fomleifafræðing
sem gekk með mig um svæðið.
Hann sagði mér að mayarnir
virtust hafa byggt ný hof á 10 ára
fresti. Búið er að ráða dagatal
þeirra en leturmynstrið er enn ó-
ráðið.
Meðan ég var þarna i Tical stóð
ég einn dag fyrir framan strákof-
ann minn og þá kemur rúta með
ferðamenn. Þarna inni i miðjum
frumskóginum stigur út grönn
dama i pilsi, með hvita sólhlif og i
flatbotna skóm. Mér þótti þetta
kynlegur búnaður þarna inni i
miðjum frumskógi og var eitt-
hvað að grinast með þetta. Þá
kom i ljós að þeta var kanadisk
kona sem hafði ferðast á alla
„exótiska” staði sem hugsast
getur og vissi allt um menningu
þeirra, alltþað sem mig dreymir
sjálfan um. Hún haföi verið i
Luxor i Egyptalandi, Orog Baby-
lon, Tyrklandi (Tróju), Indlandi,
Kasmi'r og Nepal. Svo sagði hún
við mig: „Ungi maður, þú ert
heppinn að vera hér núna. Eftir
nokkur árverður allt logandi i ó-
eirðum hér og þá verður ekki
hægt að sjá neitt. Ég hef verið i E1
Salvador, Tyrklandi, Afghan-
istan, Pakistan, tran og trak.
Þetta eru nú meira eöa minna
lokuð lönd.”
— Og þá fer að liða að lokum
ferðasögunnar?
— Já, ég fór siðan til Mexikó og
fékk þar skæða matareitrun,
missti af 23. mars og slöngudans
sólarinnar upp piramidann i
Chichenitza. Ég frétti reyndar
eftir á að skýjað heföi verið
þennan dag og var mér þaö léttir.
Siöasti áfangi var svo Chicaco
þar sem ég heimsótti systur mi'na
og var hún fegin að sjá mig.
—GFr.
landsmönnum öllum
jóla árs og friðar.
viðskiptin á liönum
land allt.
r ^
komist
að
kjarnanum
ÞJÓÐ VILJANN
UOWIUINN
Síðumúla 6 —
Askriftarsimi 81333.