Þjóðviljinn - 16.01.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Síða 3
Helgin 16.— 17. janúár 1982. ÞJóÐVILJlNN — SIÐA 3 r r Ur útvarpsþœttinum „A vettvangi : Einvígi Sigurjóns og Morgunbladsins i útvarpsþættinum ,,A vett- vangi” i fyrrakvöld vöktu spurn- ingar Anders Hanscn, blafta- manns og svör Sigurjóns Péturs- sonar forseta borgarstjórnar. mikla athygli. Þjóðviljinn birtir þennan hluta þáttarins orörétt hér aft neftan. Fyrirtœki borgarinnar Anders :Sigurjón, eftir f jögurra ára stjórn vinstri manna i Reykjavik, liggur fyrir að mörg af fyrirtækjum borgarinnar virð- ast hreinlega vera á hausnum fjárhagslega. Ég get nefnt að höfnin er komin i þrot og verður nú að fá lán erlendisfrá tilað geta sinnt hlutverki sinu, hitaveitan er i þroti fjárhagslega og borgin er orðin að olfukyndingarsvæði á ný. Strætisvagnarnir eru styrktir um fjóra miljarða á ári og Bæjarút- gerðin er rekin með fimmtán mil- jarða króna halla. Er þetta ekki talandi dæmi um óstjórn i borg- inni? Ráða vinstri menn við stjórn borgarinnar? Hefur það ekki sýnt sig að svo er ekki? Sigurjón• Vinstri menn ráða mjög vel við stjórn borgarinnar. Þessi dæmi sem þú ert að nefna eru afleiðingar af ákveðinni bar- áttu við vísitöluna, — verðstöðv- unarlögin sem hafa staðið hér i landi frá 1970 i tið viðreisnar- stjórnarinnar sálugu, sem flestir eru nú væntanlega búnir að gleyma en ættu alltaf að hafa i minni. Vissulega er rétt að þessi fyrirtæki standa mjög illa fjár- hagslega. Gliman gegn verðbólg- unni hefurkomið illa niður á þeim vegna þess að visitölufjölskyldan býr i Reykjavik, og hvergi annars staðar. Þessi fyrirtæki hafa verið á niðurleið á öllum þessum ára- tug og þar hefur vissulega, má segja, keyrtum þverbak á siðustu fjórum árum, vegna þess að þau voru kominsvo langtniðurað það var ekki lengra hægt að fara. Þú nefndir sérstaklega Bæjar- útgerðina. Bæjarútgerðin er sennilega með betur reknu fyrir- tækjum i sjávarútvegi á Islandi. Ég veitekki hvortþaö hefur farið fram hjá nokkrum að sjávarút- vegurinn i heild er rekinn með verulegum halla. Bæjarútgerð Reykjavik er hins vegar rekin mtíi tiltölulega minni halla, þrátt fyrir að hún er að fjárfesta i tveimur glænýjum skipum, sem kosta að sjálfsögðu mjög mikið i afborgunum. Strætisvagnar Reykjavi'kur, sem þú nefndir einnig: Gjaid- skrármál þeirra eru i miklum ólestri eins og önnur gjaldskrár- mál vegna verðstöðvunarstefnu og verðhömhmarstefnu, en þar verður hins vegar að taka inn i myndina að viðerumað kaupa 40 nýja strætisvagna, sem að sjálf- sögðu kosta sinn pening. Ikarus-vagnarnir Anders: Þegar þú minnist á kaup á strætisvögnum, þá koma upp i hugann ungverskir strætis- vagnar af Ikarus gerð sem ennþá hafaekki veriöteknirinotkun. Er það vegna þess að strætisvagn- arnir hafa ekki efni á þviað leysa þá úr tolli? Sigurjón: Nei. Þessir Ikarus- vagnar voru afhentir núna fyrir klukkutíma síðan og ég kem ein- mitt beint frá þvi að taka á móti þessum vögnum. Ég fékk tæki- færitil aðskoða einn af þeim áðan og þetta eru vagnar sem lita mjög vel út. Ég ræddi við bilstjórann sem dk þessum vagni. Hann var mjög ánægbur með vagninn og ég vona sannarlega að þessir vagnar reynist Reykvikingum mjög hag- kvæmir. Þeir eru 40% ódýrari, þ.e.a.s. 40 gömlum miljónum krónum ódýrari en þeir vagnar sem við erum að fá af Volvo-gerð á götuna og nú veröa þeir settir undir þann dóm, sem enginn áfrýjar, það er að segja dóm reynslunnar. Ég ætla ekki að segja um þaö ennþá hvernig hann verður, en ég vona sannarlega, hag strætisvagnanna og borgar- innar vegnaað sá dómur verði já- kvæður. Anders: En um það eru vinstri mern ekki sammála, þ.e. um gæði þessara vagna, að fenginni skoðunarferð til Ungverjalands og nákvæmum útlistunum tækni- manna. Sigurjón: Ég get ekki ímyndað mér að menn íeili yfirhöfuð dóm fyrirfram. Reynslan er sá aðili sem sker úr. Um það vorum við sammála: að láta reynsluna skera úr og keyptum til reynslu þrjá vagna. Ég veit ekki hver sá ersem setur sig i dómarasætiyfir reynslunni. Fjúrmálastjórnin Anders: Mig langar til að geta meira um það sem ég kalla Anders Hansen, blaðamaður. stjórnleysi i borginni að undan- förnu. Er þaö ekki talandi dæmi um stjórnleysið i borginni á þessu kjörtimabili að t.d. kostnaður við útitaflið margfræga fjór- eða fimmfaldaðist áður en yfir lauk? Nýlega hefur komiö I ljds að áætl- un um flutning á borgarstofnun, þ.e.a.s. Borgarskipulagi, þrettán- faldaðist. Ég get nefnt að Tóna- bærfór á siðastaári 150% fram úr fjárhagsáætlun. Hvað er að ger- ast? Er stjórn borgarinnar öll með þessum hætti? Sigurjón: Slik dæmi geturðu fundið á öllum timum um einstök verk. A öllum timum. Ef þú talar um að stjórn borgarinnar sé öll með þessum hætti, þá er þaö al- veg fráleit vitleysa, vegna þess að fjármálastjórn borgarinnar hefur aldrei verið betri og borgin hefur aldrei staöiö betur gagnvart bönkum og gagnvart sjóðum. All- irþeirverktakarog þeirsem eiga að fá greidda reikninga hjá Reykjavikurborg munu geta vott- að þetta hvenær sem er. Það er mjög sjaldgæft nú til dags að það standi miði á dyrum borgargjald- kera: „Ekki greitt i dag”. Þessi miði var orðinn fastur á hurðim- ar 1978 og fyrir þann tima. Skattheimtan Anders: Kannski er það vegna þess að skattarnir em nú mun hærri en áður var... Sigurjón: Skattarnir eru vissu- lega hærri... Anders: Útsvarið er hærra en i öllum nágrannabyggðarlögunum, eignarskattar hærri og ekki að- eins hærri en i' nágrannabyggðar- lögum heldur hafa þeir lika hækk- að meira heldur en kaup fólksins á sama tima. Þetta gerist i stjórn vinstri manna. Sigurjón:Það vill nú svo til að það eru gefnar út opinberar skýrslur um það hvernig skattar liggja i kaupstöðum landsins. Reykjavik er þriðja lægst i þeim efnum. Þannig að allt kjaftæði um það að þetta sé lægra i ná- grannabyggðunum sem njóta af þvi að vera i nágrenni Reykjavik- ur, njóta af þeirri þjónustu sem við veitum en skapa enga sjálfar. Þeirgeta vissulega haldið lágum sköttum. Anders: Hvers vegna hafa þessir skattar þurft að hækka á siðasta kjörtimabili? Aður en þið tókuð við voru skattarnir sam- bærilegir héri Reykjavikog i ná- grannabyggðarlögunum. Sigurjón: Þeir þurftu að hækka vegna þess að borgin var rekin með verulegu og stórfelldu tapi á árinu 1978. Þegar viö vorum að gera núna fjárhagsáæUunina, þá gerði ég samanburð viðfjárhags- Anders Hansen spyr Sigurjón Pétursson milliliðalaust áætlun frá 1978, — hún var ekki sýnd með neinni lántöku. Þar var alit falið í tiöSjálfstæðisflokksins. Eigi að siður vantaði uppá 47 m il- jónir nýkróna til þess að sú fjár- hagsáætlun hefði átt einhverja minnstu von um að geta staðist. Anders:Hér stendur nú fullyrö- ing gegn fullyrðingu og kjósend- ur... Sigurjón: Þetta eru stað- reyndir, sem hver maður getur séð... Stjórnkerjið Andcrs: ...minnast þess vænt- aniega að þegar þið tókuö við þá varð aldrei upplýst um stóra hneykslið i stjórn borgarinnar einsog margir höfðu þó talað um. En mig langar til að koma að- eins inn á annað. Nýlega sagði borgarstjóri i samtali viö dag- blaðið Tfmann að núverandi fyr- irkomulag á stjórn borgarinnar væri mun þyngra i vöfum heldur en var iti'ð Sjálfstæðismanna. Ert þú honum sammála I þessu efni, eða greinir ykkur þarna á? Sigurjón: Nei. Ég er honum al- gerlega sammála um það. Það hefur aldrei leikið nokkur m innsti vafi á þvi að einræðisst jórn er sú lang- langvirkasta sem til er. Virkt einræöi, — það erekki lengi að taka ákvarðanir. Það er bara einn maður. Svoleiðis var þetta hér IReykjavik. Núna þurfa þrir flokkar aö koma sér saman, það rikir lýðræði i borginni, það tekur lengri tima. Ég er sammála þvi. Varðandi hitt, aðstóra hneyksl- ið hafi aldrei komið fram, þá er það rangt. Stóra hneykslið hefur komiðfram. Ég gerði samanburð á þvi i sumar eftir þriggja ára stjórn vinstri meirihlutans i Reykjavík á þeirri úttektar- skýrslu, sem var gerð á miðju sumri 1978 og úttekt á sömu hlut- um, — hlaupareikningi, inneign- um borgarinnar, skuldum borg- arinnar ógreiddum reikningum, eins og það var þá, fært til verð- lags dagsins i dag. Það munaði 5 gömlum miljörðum hvað borgin var betur stæö á hlaupareikningi, það munaði einum og hálfum mil- jarði hvað var minna af ógreidd- um reikningum 1981 helduren var 1978. Lántökur Anders: Og þetta hafið þið m.a. leyst með stórfelldum erlendum lántökum, sem gerir kannski ykkar reikninga betur útlits held- ur en ella væri. En varðandi ein- ræðisstjórn, sem þú talar um. Likir þú meirihluta þeim sem var áður en þið tókuð við, lýðræðis- lega kosnum af borgarbúum Sigurjón Pétursson, forscti borg- arstjórnar. Reykjavikur i íimmtiu ár, — likir þú þvi við einræðisfyrirkomulag eins og við sjálfsagt öll þekkjum það austan járntjalds t.d.? Sigurjón: Stjórnkerfi hans var með sama hætti. Þar fór sáman að borgarstjórinn i Reykjavik var æðsti embættismaður borgarinn- ar og tók þar af leiöandi ábyrgð og ákvarðanir fyrir hönd embætt- ismannanna. Hann var jafnframt oddviti þess meirihluta og tók ábyrgð og ákvaröanir fyrir hönd þess meirihluta. Þess vegna þá segi ég aö stjórnkerfiö var það sama. Varöandi hitt sem þú nefndir, að þetta væri gert með ertendum lántökum, þá er það rangt hjá þér vegna þess að erlent lán hefur ekki verið tekið af Reykjavikur- borg til annarra hluta en til beinna fjárfestinga eins og verið hefur áður. Það er hins vegar áætlað að taka 40 miljón króna lán á þessu ári,— það er ekki búið að taka það. Viö tókum lán á sið- asta ári og þetta eru lán sem við tökum til skamms tima eöa til sex mánaða i senn. Dagvistarmál Andcrs: Fyrir kosningarnar 1978 talaði Alþýöubandalagið um að fjölga dagheimilisplássum i Reykjavik. Það var jafnvel talað um aö fjölga þyrfti þeim um allt að þrjú hundruð á ári, og það yrði gertef að vinstri menn næðu tök- um á stjórn borgarinnar. Staö- reynd er að þeim hefur fjölgað um 60 aö meðaltali. Staöreynd er einnig aö þeim fjölgaði að meðal- tali um 150 s.l. tiu ár undir stjóm Sjálfstæðismanna. Nú er rætt um kvennaframboð og þaö virðist nánast ákveðiö. Þær haf a lýst þvi yfir, forsvarskonur* þess fram- boðs.að þar veröi dagheimilamál m.a.ofarlega á baugi.Skýtur það ekki skökku við um hugmyndir sumra forkólfa Alþýðubanda- lagsins um flokk sinn að einmitt slikt framboð sé nauðsynlegt nú? Ég get einnig nefnt það að ný- lega sögðu leikhússtjórar f Iðnó að fyrsta kjörtimabil vinstri manna yrði best lýst meö þvi að það hefði valdið vonbrigðum. Hiö sama virðist einnig vera uppi á teningnum hjá fjöldamörgum stuðningsmönnum vinstri flokk- anna og innan þeirra eru jafnvel raddir um að það eigi ekki að halda vinstra samstarfi áfram þó að styrkur fáist til. Það má nefna að i Alþýðublaðinu hafa slikar skoðanir verið viðraðar og vitað er að þæreru uppi i öllum vinstri flokkunum. Sannar þetta ekki að þið hafið gefist upp á st jóm borg- arinnarog þið treystið ykkur ekki til þess að halda áfram þessu samstarfi? Sigurjón : Nei. Þetta er nú flest rangt sem þú ert að segja. Svo ég fari nú aðeins yfir það. Varðandi dagheimilisplássin, þá hafa bæst við 577 pláss á dagvistunarstofn- unum i Reykjavilc á þessu kjör- timabili.Hvernigþví verður deilt niður i sexti'u á ári, — það fæ ég með engu móti skilið. Það er ein- hver annar reikningur heldur en ég lærði. Anders: En minar tölur segja mér að þau séu sextiu á ári... Sigurjón: 577 dagheimilispláss hafa bæst við frá þvi á miðju ári 1978 og til dagsins i dag. Það hef- ur bæst viö og um þaö á ekki að þurfa að deila. Þetta eru stað- reyndir. t öðru lagi vil ég benda á það, að svokallað dagmömmu- kerfi hefur verið tekið inn i dag- vistunarkerfi borgarinnar. Ég þori ekki að fara með tölur ná- kvæmlega, en mér er nær að halda að það séu um 6 - 700 börn sem njóta dagvistunar i gegnum þetta kerfi. Það er niðurgreitt með nákvæmlega sama hætti af Reykjavikurborg eins og inni á dagvistunarstofnunum, þ.e. for- eldrarnir greiða nákvæmlega það sama. Þarna er um að ræða veru- lega viðbót lika. I þriðja lagi vil ég nefna það að þessi meirihluti hefur gertáætlun um það að full- nægja þörf fyrir dagvistun á stofnunum á tiu árum. Af þeim eru trúlega tvö ár liðin núna og ef sliku verður haldið áfram þá verður þörf fyrir dagvistarstofn- anir endanlega fullnægt. Borgarleikhús Varðandi það að þessi meiri- hluti hafi ekki stutt Leikfélag Reykjavikur, þá verð ég að segja það, að það er mikil rangfærsla. I fyrsta lagi vil ég benda á að við höfum á þessu kjörtimabili heim- ilað Leikfélaginu aö fjölga starfs- mönnum, þrátt fyrir það að þeir séu i óbreyttu húsnæði. 1 öðru lagi vil ég benda á að við höfum styrkt þá sérstaklega, utan þess styrks sem við veitum þeim að jafnaði árlega, tvisvarsinnum til að sýna barnaleikrit, sem er utan við þessa fjárhagsáætlun... Andcrs: Byggingaframkvæmd- ir.... segja leikhússtjóramir... Sigurjón: 1 þriðja lagi vil ég benda á það að þegar þessar byggingaframkvæmdir við Borg- arleikhhsiö voru hafnar, þá var þaðm.a. ískjóliþessa mikla arfs, þessarar höfðinglegu dánargjaf- ar sem þeir fengu, en sú dánar- gjöf hún liggur ekkert á lausu. Byggingin var eigi að siður hafin af mikilli bjartsýni. Borgarstjórn Reykjavikur tók ákvörðun um það á seinni fundi sinum um fjár- hagsáætlun nú i janúar aö hækka framlagið til Borgarleikhússins úreinni og hálfri miljón i þrjár og hálfa miljón króna. Með þvi er séð fyrir esidann á þessum bygg- ingaáfanga. Leiguibúðir Andcrs: Mig langar til að spyrja einnar spurningar að lok- um: Hvað hefur núverandi borg- arstjórnarmeirihlutibeittsér fyr- ir þvi að byggðar verði margar ibúðirtil leigu á siðasta kjörtima- bili? Sigurjón: Hann hefur beitt sér fyrir þvi að það er verið að byggja 43 nýjar leiguibúðir. Hann hefur beitt sér fyrir þvi aö það er veriö að innrétta 17 ibúðir á vegum Fé- lagsmálastofnunarinnar. Hann hefur beitt sér fyrir þvi og þegar keypt tvær i'búðir á venjulegum frjálsum markaði með fjárveit- ingu fyrirátján til viðbótar. Auk þess hefur hann lagt drög að þvi að það veröi byggðar i verulegum mæli leiguibúöir og tekið frá á annað hundraö lóðir þess vegna. Anders: Það hefur enginn flutt inn i leiguibúð sem þið tókuð ákvörðun um á ykkar kjörtima- bili? Sigurjón:Nei. Þaðhefur enginn flutt inn í þær íbúðir ennþá vegna þess einfaldlega aö þú tdcur ekki ákvörðun i dag og byggir húsið á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.