Þjóðviljinn - 16.01.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐ'VILJINN Hclgin 16.— 17. janúar 1982.
stjórnmál á sunnudegi
Hjörleifur
Guttormsson
skrifar
Svipast um við áramót
hnekkja megi drottnunarvaldi
risaveldanna og auðmagnsins. t
skugga þess skrimta flestar
þjóðir þriðja og fjórða heimsins.
Samstaða með baráttu þeirra
þarf að vera gildari þáttur
islenskrar utanrikisstefnu en
verið hefur i reynd, m.a. með þvi
að við aukum verulega þróunar-
aðstoð á næstu árum.
(—Við birtum hér áramótagrein Hjörleifs Gutt-
ormssonar, sem áður var birt i blaðinu Austurlandi á
gamlársdag s.L. Greinin er birt hér nokkuðstytt.)
Blikur
í alþjóðamálum
Þróun alþjóðamdla hefur á
árinu 1981 verið uggvænlegri en
undanfarin ár. Það á jafnt við um
erfiðleika i efnahagsmálum og
ófriðarblikur. Efnahagskreppan
sem farið hefur harðnandi i iðn-
rikjum frá árinu 1979 að telja hef-
ur enn magnast á árinu 1981 með
minnkandi hagvexti, vaxandi
verðbólgu og geigvænlegu at-
vinnuleysi, sem nemur nú um 25
milljónum manna i löndum innan
OECD. Bati sem ýmsir spáðu að
hæfist á árinu 1981, m.a. i
Bandarikjunum, hefur brugðist.
Afturhaldsstefna Reagans for-
seta jafnt i efnahagsmálum og
utanrikismálum hefur valdið ólgu
og vaxandi gagnrýni hjá áður
trj'ggum bandamönnum risans i
vestri.
r
Avinningar og
óvissar horfur
A meðan þannig hefur sigið á
ógæfuhlið í mörgum efnum á
alþjóðavettvangi og atvinnuleysi
er vaxandi böl i flestum grann-
löndum okkar, hefur tekist að
tryggja fulla atvinnu hérlendis,
halda i horfinu með kaupmátt
launa og sækja fram á mörgum
sviðum i félagslegri þjónustu og
varðandi margvisleg réttindi
almennings.
Viðnám rikisstjórnarinnar
gegn verðbólguholskeflu, sem við
blasti ilok ársins I980hefur skilað
þeim árangri sem vænst var.
Þessi barátta gegn verðbólgu og
aðhaldssöm stefna i gengis-
málum hefur viða komið við og
reynt á i atvinnurekstri, ekki sist i
útflutningsgreinum og sam-
keppnisiðnaði. Einnig hafa
sveiflur i gengisþróun erlendis
komið misjafnt niður á atvinnu-
greinum og fyrirtækjum.
Hinn stórveldarisinn, rússneski
björninn, hefur haldið áfram
grimulausu hernaðarofbeldi gegn
smáþjóðinni i Afganistan og á
siðustu vikum ársins náði hann
fram markmiðum sinum i Pól-
landi, þar sem visir að frjálsum
verkalýðsfélögum og lýðréttind-
um hefur verið kyrktur með her-
valdi innlendra leppa. ömurleiki
og háski flokkseinræðisins i lönd-
um Austur-Evrópu var þannig
enn á ný undirstrikaður á árinu
og strdnd rússnesks njósnakaf-
báts með kjarnorkuvopn uppi i
landsteinum i Sviþjóð fyrir
tveimur mánuðum er mönnum
enn i fersku minni.
Þörfin fyrir virka vörn
lýðréttinda og félagslegra ávinn-
inga, sem álþýðuhreyfingar
Norðurlanda og Vestur-Evrópu
hafa knúið fram með langri
baráttu verður enn auðsærri, er
við blasir öfugþróun og harðræði
af hálfu risaveldanna, þar sem
þau ganga fram af mestri óbil-
girni. Kosningasigur lýðræðis-
sinnaðra sósialista i Frakklandi
og Grikklandi á árinu 1981 eru
mikilsverðirávinningar og einnig
öflug hreyfing friðarsinna viða i
Vestur-Evrópu, sem fylkt hefur
undir merki sin hundruðum
þúsunda. Frumkvæði og öflug
sókn I mörgum löndum Vestur-
Evrópu gegn kjarnorkuvigbúnaði
og fyrir endurborinni jafnaðar-
stefnu, þar sem áhersla er lögð á
sjálfstjórn vinnandi fólks i fyr-
irtækjum og á valddreifingu,
vekur vissulega vonir um að
háð tiðarfari, gæftum til sjávar
og hitastigi og úrkomu til lands-
ins. Með árinu 1981 bætist enn eitt
óvenju kalt ár við þau, sem fylgt
hafa afturkippnum eftir 1965.
Veðurfræðingar tjá mér, að þetta
verði 2. kaldasta ár á þessari öld
samkvæmt mælingum i
Reykjavik með hitastig 1.6 gr. C
undir meðaltali áranna
1931—1960. A sunnanverðu
landinu er það aðeins aprilmán-
uður sem reyndist hlýrri en i
meðalári. Mikið vantar þó á að
slegið sé met ársins 1979, sem var
20—25%. Þýðingamesta verkefni i
fiskveiðum er að auka hag-
kvæmni með skynsamlegri sókn,
hóflegri stærð fiskiskipaflotans,
svo og með veiðiaðferðum, sem
draga úr orkunotkun.
Af jákvæðum þáttum i sjávar-
útvegi ber hæst vöxt þorskstofns-
ins eftir útfærslu landhelginnar
og veiðitakmarkanir undanfarin
ár. Hafrannsóknastofnun áætlar
nú heildarstofnstærð þorsks á ár-
inu 1982 1765 þúsund tonn, þar af
verði hlutdeild 7 ára þorsks og
í sjávarútvegi má ekki koma til
stöðnunar svipað og gerðist á
áratugnum milli 1960 - 1970. Þess
sjást heldur engin merki. í
vinnslustöðvum biða fjölmörg
verkefni óleyst og endurbætur eru
knýjandi i fiskimjölsverksmiðj-
um, m. a. með viðunandi meng-
unarvörnum og aukinni hag-
kvæmni i orkunotkun.
Iðnaður
og orkumál
Gjöful fiskimið, gróðurmold og rikulegar orkulindir fallvatnanna geta á komandi timum tryggt hagsæld
vaxandi þjóðar ef rétt er á málum haldið.
Um þessi áramót blasir enn við
margháttaður og mikill vandi i
efnahagsmálum. Verðbólga fer á
ný vaxandiog i þjóðhagsspá fyrir
árið 1982 er gert ráð fyrir iitlum
sem engum vexti þjóðartekna.
Óvissa rikir um söluhorfur og
verðþróun á helstu útflutningsaf-
urðum landsmanna og áhrif efna-
hagskreppunnar erlendis gera i
vaxandi mæli vart við sig i hag-
kerfi okkar. Horfurnar hafa
versnað til muna i ljósi nýrra
upplýsinga á siðustu vikum. Þvi
mun áfram reyna á þá rikis-
stjórn, sem verið hefur við völd i
tæp tvö ár og Alþýðubandalagið á
aðild að. Hún fær sem aðrar rikis-
stjörnir misjafna dóma, en þrátt
tyrirnauman þingmeirihluta hef-
ur henni tekist að ná fram
mörgum af stefnumálum sinum.
A þessum tima hefur að mestu
rikt friður á vinnumarkaði og
jafnvægi verið komið á i rikisf jár-
málum. Margvíslegum hags-
munamálum landsbyggðarinnar
hefur miðað vel áfram og stór-
framkvæmdir verið undirbúnar i
orku- og iðnaðarmálum.
Efling atvinnulifs og félagslep
siamhjálp og uppbygging er þai
sem mestu skiptir fyrir ibúí
’iinna dreifðu byggða.Hér verðui
þvi litiö til stöðu atvinnuveganna
en fyrst skulum við þó huga að
nokkrum þáttum i veðurfari á
liðnu ári.
Annað kaldasta
ár á öldinni
Þrátt fyrir tækniframfarir er
afkoma okkar íslendinga sem og
annarra þjóða i talsverðum mæli
hið kaldasta frá þvi 1882, en það
sem einkum segir til sin nú er
kuldinn þrjá siðustu mánuði
ársins, sem reynast 3—5 gr. C
undir meðailagi.
Landbúnaður
Sveiflur i árferði koma fljótt
fram i landbúnaði, þótt ólikt séu
menn nú betur búnir undir að
bregðast við þeim en fyrir fáum
áratugum. Sæmilega tókst til um
heyöflun, þóttsláttur hæfist seint.
Fallþungi dilka varð hins vegar
mun minni en árið áður, t.d. að-
eins 12,66 kg aö meðaltali hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa á móti
14,20 kg haustið 1980.
Með kjarnfóðurskatti og öðrum
stjórnvaldaráðstöfunum hefur
verið leitast við að færa land-
búnaðarframleiðsluna nær þörf-
um á innanlandsmarkaði. Þessu
hefurfylgt samdráttur i mjólkur-
framleiðslu, sem talið er að hafi
numið 4,4% milliára 1980 til ’81 á
öliu Iandinu.
Sjávarútvegur
Sjávarútvegur er sem <fyrr
burðarásinn í islenskum þjóðar-
búskap og utanrikisverslun.
Einnig innan hans hafa skipst á
skin og skúrir. Meðal neikvæðra
þátta ber hæst hnignun loðnu-
stofnsins undanfarin tvö ár, svo
og öra hækkun I útgerðarkostn-
aði, einkum vegna hækkunar
oliuverðs. Bitnar það sérstaklega
á togveiðum, og eru dæmi þess að
oliukostnaður togara nálgist að
vera 40% af aflaverðmæti, en
meðaltal mun liggja á bilinu
eldri 570 þúsund tonn. Hámarks-
afrakstur stofnsins er nú talinn
nást með 450 þúsund tonna árs-
afla næstu árin, og munar mest
um árganginn frá 1976. Nú fer
saman stefna stjórnvalda og mat
fiskifræðinga varðandi þorskafla
á næsta ári. Er gert ráð fyrir
svipuðum takmörkunum og áður,
en nokkru meiri sveigjanleika
varðandi hlutfall þorsks i afla á
skrapdögum.
Þorskafli nam 360 þúsund lest-
um á árinu 1979 en horfur eru á að
hann hafi orðið um 460 þúsund
lestir á árinu 1981 og hafði þannig
vaxið um 100 þúsund lestir eöa
um 22.5% á tveimur árum.
Samhliða aflaaukningu siðustu
ára hefur orðið mikil breyting á
fiskmörkuðum með samdrætti i
frystingu, en stórfelldri aukningu
i skreiðarverkun og saltfiskfram-
leiðslu. Magnaukning i saltfisk-
framleiðslu á Austurlandi milli
áranna 1980 og 1981 virðist t.d.
verða yfir 50% miðað við útflutn-
ing þessiár. Þessar öru breyting-
ar og sveiflur við sjávarsiðuna
ásamt erfiöri rekstrarfjárstöðu
fiskvinnslu lengst af undanfarin
ár, hefur reynt mjög á þolrif
þeirra sem fyrir þessum rekstri
standa. Jafnframt hefur álag á
starfsfólk i fiskiðnaði sumpart
verið langtum meira en góðu hófi
gegnir.
Sú gjörbreyting sem orðið hefur
i atvinnulifi og atvinnuöryggi i
sjávarútvegi siðustu 10 ár er
vissulega fagnaðarefni. Hún hef-
ur gerst vegna endurnýjunar tog-
araflotans og uppbyggingar
nýrra vinnslustöðva i flestum út-
gerðarbæjum.
Þeir málaflokkar sem hvað
hæst hefur borið i þjóðmálaum-
ræðu undanfarin ár eru iðnaðar-
ogorkumál. Ahugi á fjölbreyttara
atvinnulifimeð iðnrekstri og auk-
inni þjónustustarfsemi fer ört
vaxandi.
Munur á raforkuveröi til heim-
ilisnota, sem var 80 til 90% fyrir
fáum árum er nú hvergi meiri en
25% og yfirleitt minni. Húshitun
með oliu fer ört minnkandi, en
oliustyrkur var nýlega hækkaður
verulega.
Flutningskerfi raforku hefur
veriðbætt til muna siðustu tvö ár,
m.a. með lagningu stofnlina frá
Héraði til Vopnafjarðar og einnig
til Djúpavogs og Hafnar i Horna-
firði. Jafnhliða hefur ákvörðun
verið tekin um hringtenginu
byggðalinukerfisins með þvi að
reist verður svonefnd Suðurlina á
árunum 1982 - ’83.
Eftir mikið átak i virkjana-
rannsóknum undanfarin ár, var
sl. vor afiað lagaheimildar fyrir
stórvirkjun i Fljótsdal og fyrir
röskum mánuði tók rikisstjórnin
fyrir sitt leyti ákvörðun um að
Fljótsdalsvirkjun skuli reist á
þessum áratug, að hluta til sam-
hliða byggingu Blönduvirkjunar.
Verði ekki ráðist i Blönduvirkjun
vegna deilna um virkjunartilhög-
un, hefur rikisstjórnin ákveðið að
ráðist verði i Fljótsdalsvirkjun
hið fyrsta. Tillögur rikisstjórnar-
innar um virkjanamál og orku-
nýtingu liggja nú fyrir Alþingi.
A vegum iðnaðarráðuneytisins
hefur verið unnið að undirbúningi
fyrir meiriháttar iðjuver og er
m.a. fyrirhuguð kisilmálmverk-
smiðja á Reyðarfirði. Rikis-
stjórnin hefur samþykkt stað-
setningu sliks fyrirtækis þar,
enda leiði hagkvæmniathuganir
til jákvæðrar niðurstöðu. Þau mál
munu væntanlega skýrast á fyrri-
hluta ársins 1982.
Bygging iðjuvers og stórvirkj-
unar á Austurlandi eru lang-
stærstu einstök mál, sem reynt
hefur á hér eystra fyrr og siðar.
Tilhögun slikra stórframkvæmda
og hlutur heimamanna i þeim
skiptir afar miklu máli, og er
hugað sérstaklega að þeim þátt-
um á undirbúningsstigi. Með
þessum framkvæmdum mun
skapast hér ný og áður óþekkt
viðspyrna fyrir annaö atvinnulif
og þjónustustarfsemi.
Mikil sóknarfæri
A árinu 1981 gerðust margir at-
burðir og sumir óvæntir sem fyrr
i lifi einstaklinga og þjóða. Slikt
fylgir timans rás i mannlegu
samfélagi, sem gerist æ flóknara
og margslungnara. Við íslend-
ingar erum i senn háðir náttúru-
öflunum i landi okkar og eigin
gæfu smiðir i ókyrrum heimi. A
framvindu alþjóðamála getum
við þó jafnframt haft áhrif, svo
sem rækilega sannaðist i haf-
réttarmálum. 1 málefnum lands
og þjóðar reynir á hvern og einn
sem hluta af heild.
Gjöful fiskimið, gróðurmold og
rikulegar orkulindir fallvatnanna
geta á komandi timum tryggt
hagsæld vaxandi þjóðar, ef rétt er
á málum haldið. Að þvi skulum
við stuðla.