Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 10
1« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.— 17. janúar 1982.
Össur
Sættir í breska Verkamannaflokknumm Skarphédinsson skrifar frá Bretlandi
Foot í gíslingu?
Samtimis var samþykkt með
miklum meirihluta, að hefja
rannsókn á starfsemi Herskáa
hópsins (Militant Tendency),
sem er skipulagður hópur
trotskiskra villimanna i flokkn-
um. Stefna þeirra er að ná
völdum i þjóðfélaginu gegnum
Verkamannaflokkinn, þeir lúta
leniniskum aga, gefa út blaðið
Militant.og hafa einbeitt sér að
þvi að ná itökum i fámennum
Friður brýst út!
Þegar hvergi öriaði á sáttum,
og menn sáu fram á tap i næstu
þingkosningum, ákváðu
leiðtogar verkalýðshreyfingar-
innar að gera úrslitatilraun.
Þeir lýstu yfir, að yrði ekki
friðarpipan rifin fram hið snar-
asta, þá myndu þeir minnka
stórlega stuðning sinn við
Verkamannaflokkinn, ma. ekki
inna af hendi áður lofuð fjár-
framlög. An þeirra yrði flokkur-
inn hins vegar nánast gjald-
þrota, og gæti engan veginn
staðið að traustri konsingabar-
áttu.
Þvi næst boðuðu þeir til
ráðstefnu skömmu eftir
áramótin með sér og helstu
frömuðum flokksins, og stóð
fundurinn yfir helgi. Að honum
loknum var engu likara, en
fundarmenn hefðu verið á
stanslausu sáttafyllerii yfir
helgina, þvi i stað áframhald-
andi deilna sem allir bjuggust
við, þá var hver kjaftur fullur
með sáttfýsi og notalegheit, rétt
einsog i Alla Balla heima. Enda
birtust menn að loknum fundi
hálfruglaðir á öllu saman, skæl-
brostu og lýstu yfir, að friður
hefði brotist út i Verkamanna-
fiokknum!!
Betri tíð
í vændum
Þó Benn lýsti ekki opinber-
lega yfir, að hann drægi
framboð sitt til baka, þá mun
hann hafa látið orð falla að þvi
við verkalýðsforingjana, að af
framboði hans yrði ekki þetta
árið, og liklegast ekki fyrr en
eftir kosningarnar.
t framhaldi af þessum tiðind-
um gekk ekki hnifurinn á milli
manna. Verkalýðsfélögin lofuöu
gildum fúlgum, og ætla að
standa fyrir herferðum til
stuðnings flokknum i amk. 24
kjördæmum á næstunni.
Jafnframt þykir ljóst, að ekki
veröur látið sverfa til stáls með
villta vinstrinu einsog virtist þó
fyrirhugað.
Á sama tima og sáttaviman
rennur á Verkamannaflokkinn
er tekið að bresta i bandalagi
Frjálslyndra og nýkrata.
Flokkarnir koma sér ekki
saman um skiptingu kjördæma
og eru ævareiðir hvor öðrum.
Til marks um breytingarnar má
ef til vill taka skoöanakannanir i
kjördæminu Greenock.þar sem
fráfall ihaldsþingmanns veldur
þvi að aukakosning verður senn
haldin. Skv. könnunum þykir
liklegt að Verkamannaflokkur-
inn nái að vinna sætið, jafnvel
þó helsti foringi nýkratanna,
Hoy Jenkins.yrði i kjöri.
Svo kannski er ný og blóm-
legri að renna upp fyrir Verka-
mannaflokkinn i kjölfar sátt-
anna. En hversu endingargóð
verður hún? Þegar á allt er litið
hefur fátt breyst.
Menn hafa bara orðið
sammála um að vera ekki
ósammála.
— ÖS.
Þar er ekki sparað
Þó að Konald Heagan taki nú
fé frá gamalmennum, öryrkjum
og skólafólki er hvergi sparaö I
húshaldi llvlta hússins i
Washington D.C. Aður en Carter
lét af embætti fyrir ári siðan,
var allt komið á annan endann
þar.
Nýju forsetahjónin létu
umsnúa flestu i Hvita húsinu og
annaðist þaö innanhúsarkitekt-
inn Ted Graber frá Los Angeles
— fyrir ærið fé. Sá hinn sami
arkitekt hefur nú nýlega gert
upp Winíield House, bústað
bandariska sendiherrans i
London, og kostaði endurnýjun-
in skitna miljón dollara eða um
10 miljónir islenskra króna
(einn miljarð gamalla). Er nú
allt með glæsibrag i Winíield
House. Stillinn er ameriskur yf-
irstéttarstill. Þess skal getið að
Ted Graber hóf feril sinn i
Hollywood (eins og Reagan) og
vann þá að skreytingum i
iburðarmiklum villum stjörnu-
leikara.
Viðhafnarsalur bandariska sendiherrabústaðarins i London eftir
endurnýjun, sem kostaði eina miljón dollara.
Innri átökum frestað
fram yfir kosningar
Sorfið að
villta vinstrinu
1 kjördæminu Bermondsey
ætlaði þingmaður Verkamanna-
flokksins að hverfa að öðrum
störfum, svo aukakosningar til
þingsins voru á næsta leiti.
Flokksdeildin i kjördæminu
valdi sem frambjóðanda
ramman vmstri mann. Eftir
margháttaða atburöarás, sem
ekki verður rakin hér, þá neitaði
framkvæmdastjórn flokksins að
staðfesta tilnefninguna. En
samkvæmt flokksreglum er
slikt nauösynlegt. 1 þessu athæfi
gekk Mikjáll Foot i lið með
miðju-og hægri mönnum. Höfðu
fréttaskýrendur fyrir satt, að
ýmsir þingmenn hefðu sett hon-
um úrslitakosti: annaðhvort
beitti Foot sér gegn þétta
vinstrinu, ellegar þeir færu yfir
á nýkratana.
Mikjáll Foot: Er hann i póli-
Uskri gislingu?
gamall stúdentaforingi, stofn-
andi og leiötogi Alþjóðlega
marxistahópsins (IMG), sem er
eitt trottagengi til, sagði sig úr
þeirri samkundu og vildi ganga
i Verkó, i stil við marga aldraða
stúdentaleiðtoga viðar i álfunni
sem leita til kratiskra flokka,
saddiraf byltingarstússi. En hið
nýja samkrull Foots og
miðju/hægra liðsins vildi ekki
hleypa manninum inn.
Þetta, sögðu talsmenn vinstri
aflanna i flokknum, var dæmi
Dennis Healy: Leiðtogi hægri
armsins.
Langtíma
samsæri Benns
Úr hópi hægri armsins komu á
hinn bóginn ásakanir um að
Benn og vinstri menn ynnu i
rauninni að þvi að þröngva
hægri menn til fylgis við
nýkratana með óbilgirni sinni.
Töldu þeir Tony Benn fylgja
þeirri kenningu, að engu máli
skipti þó flótti brysti á þing-
menn og kjósendur flokksins.
Tony Benn: Hefur dregist á að
fresta næstu atlögu sinni að
varaformannsstööu flokksins.
kapitalismans á Bretlandseyj-
um, og þar að a uki lenda i stjórn
meðan kreppan væri dýpst. Að
þvi loknu myndu kjósendur^
flykkjast til hins endurborna
Verkamannaflokks, samtimis
þvi sem efnahagur Breta
vænkaðist, og stjórn Benns gæti
þvi gert ýmsa hluti magnaðri en
fyrirrennarar hans.
En þessa ágætu kenningu hef-
ur Benn og hans lið borið af sér
með litrikum munnsöfnuði.
Tímabundnar sættir virðast nú loks i sjónmáli i
Verkamannaflokknum eftir linnulitla orrahrið
milli vinstri og hægri arma nærfellt allt sl. ár.
Fyrir atbeina margra verkalýðsbrodda virðist
sem Tony Benn hafi dregist á að fresta næstu at-
lögu sinni að varaformannsstöðu flokksins fram-
yfir næstu kosningar, en það er nú setið af hægri
manninum Healy. í staðinn sýnist sem miðju- og
hægra fólk muni ekki reyna til þrautar að útrýma
ýmsum vinstri elementum i flokknum, einsog var
þó i uppsiglingu.
Andstæðingarnir Benn og Healey... „...hver kjaftur fullur með sátú
fýsi ognotalegheit, rétt einsog i Alla Baila heima”.
þess, að Foot væri i nokkurs
konar pólitiskri gislingu hægri
aflanna, þau hefðu á honum tak
með þvi að hóta flótta yfir til ný-
krata lyti hann ekki vilja þeirra.
Eftir myndi sitja ómengaður
flokkur sósialista —og skitt með
einar kosningar! Stjórn fhalds
eða krata myndi á engan hátt
geta hamið kreppu
Bágur
kosningahagur
Minna en átján mánuöir eru
nú til þingkosninga i Bretlandi,
og stööugar deilur milli flokks-
armanna hafa kippt gildum
stoðum undan tiltrú almennings
á getu flokksins. Skv. skoðana-
könnunum helur hann aldrei
staðið jafn illa i hugum manna
og nú. Kosningabaráttan er á
næsta leiti, og þvi öllum vel
ljóst, að einasta vonin um kosn-
ingagengi er að grala striðsöx-
ina amk. fram yíir þingkosn-
ingar.
Fngar vonir stóðu hins vegar
til þess. Forystumenn ýmsir á
vinstri kanti höfðu marglýst þvi
yfir, að Tony Benn yröi attur
boðinn fram til varaformanns á
þessu ári. Slikt framboð hefði
þýtt iangvarandi borgara-
styrjöld i ílokknum og siminnk-
andistuðning, megi marka fyrri
dialektiskar sveiflur flokks-
átakanna og almenningsálits.
Ekki vænkaðist hagur flokks-
ins við mikla glimu sem
armarnir háðu skömmu fyrir
jólin, þar sem hægra fólk og
miðjulið hafði betur.
flokksdeildum. Áhrif þeirra má
sjá af þvi, að þeir höfðu þá ný-
verið náð þvi að fá fimm með-
limi sina samþykkta sem fram-
bjóðendur við næstu þingkosn-
ingar, þaraf 3 i næsta öruggum
sætum. Þessa íimmmenninga,
og helst hópinn allan.vildu hægri
menn burt reka, og vinstri menn
höfðu uppi stór orð um
„hreinsanir '. Foot gamli kvaö
þó einungis um rannsókn að
ræða á fyrirbærinu, en var þó
hálf aumingjalegur, enda
sjálfur eitt sinn rekinn úr þing-
flokknum fyrir villur sinar.
Þá fór illa i vinstra liðiö aö
T