Þjóðviljinn - 16.01.1982, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16,— 17. janúar 1982.
„Á ýmsu hefir oltið
Mig langar til a6 kynna fyrir
lesendum Þjóöviljans aldinn ung-
verskan kommúnista, jafnaldra
þeirra islensku ungmenna sem
hrifust af rússnesku byltingunni á
árunum eftir heimsstyrjöldina
fyrri. Zoltán Vas heitir hann,
fæddur i Búdapest, af gyðingum
kominn. Hann tók sér vopn i hönd
til að verja ungverska ráðstjórn-
arlýðveldið 1919, en eftir fall þess
varð hann að flýja land. Tvivegis
sneri hann heim til að „skipu-
leggja Flokkinn” en var jafn-
harðan gripinn og dæmdur.
Tvisvar var hann leystur úr haldi
i mannaskiptum Ungverja og
Rússa, i fyrra skiptið 1922, i sið-
ara skiptið 1940. Þá urðu þeir
samferða úr fangavistinni, Vas
og Rákosi, sá sem átti eftir að
verða smá-stalin Ungverjalands,
og var fagnað sem þjóðhetjum i
Sovét, Krústjof drakk full þeirra i
Kief, og á Rauöa torginu i Moskvu
voru þeir settir á pall næst graf-
hýsi hinnar dauðu kenningar.
höndum Þjóðverja og Kádár flú-
inn á náðir Titós. Fyrsta verk
hins nýkomna var að treysta inn-
viði Flokksins með útgáfustarf-
semi: það bráðlá á að koma út
ævisögum Lenins og Stalins og
flokkssögu bolsévika. Einnig kom
Vas i prentsmiðju eigin bók um 16
ára fangavist sina hjá fasistum.
Fyrir tilviljun gekk best að
prenta þá bók og varð hún á und-
an hinum. Fyrir bragðið sætti Vas
hörðum ákúrum og var ekki tek-
inn i hóp þrieykisins sem tók sér
öll völd i ungverska Flokknum,
Rákoski-Gerö-Farkas. En Vas
gekk þeim næstur.
ungversk alþýða hinum mikla og
vitra leiðtoga sovéskrar alþýðu,
skipuleggjanda hins sigrandi
sósialisma, sönnum vini og frels-
ara ungverskrar alþýöu...”
1949
1944
Zoltán Vas kom heim til Ung-
verjalands með sovésku hersveit-
unum sem lögðu undir sig austur-
héröðin haustið 1944. Hinir
kommúnistaforingjarnir, svo
sem Gerö, Farkas og Nagy, komu
ekki heim fyrr en tveim mánuð-
um siðar og Rákosi fyrst eftir
áramót, enda hafði Stalin mælt
svo fyrir að aðalritari Flokksins
mætti ekki stofna sér i neina
hættu. Vas tók þegar til við að
„skipuleggja Flokkinn”, en i
striðinu höfðu öll tengsl rofnað
milli heimamanna og útlaganna i
Moskvu. Þeir Rajk og Kádár
höfðu umboðslausir tekið sér að-
alritaratign, en nú var Rajk i
Fimm árum eftir þetta var Vas
gestur i Moskvu, einn 4ra manna i
opinberri sendinefnd ungverska
alþýðulýðveldisins til heiðurs
Stalin sjötugum. Ungverjunum
var vel fagnað, enda höfðu þeir
fyrstir leiðtoga nýju fylgirikjanna
i Austur-Evrópu uppgötvað
„handbendi heimsauðvaldsins”
inni i kjarna Flokksins, en tekist
að „afhjúpa svikarann”, knúiö út
úr honum játningu og látið hengja
hann 5 vikum fyrir afmælið
mikla. Þetta var Rajk, innan-
rikisráðherra á þeim árum þegar
Kommúnistaflokkurinn var að
hrifsa til sin alræðisvald, sérstak-
lega grunsamlegur vegna þess að
hann barðist með lýðveldissinn-
um i spænsku borgarastyrjöldinni
og aldrei útlagi i Moskvu. Stalin
var að vonum hýr i bragði við Rá-
kosi, og i veislunni i Kreml var
hann leiddur til sætis milli þeirra
Maós og húsbóndans. Vas fékk
hins vegar að afhenda gjafir Ung-
verja með ræðu: „á hátiðisdegi
sovéskrar alþýðu og alls fram-
farasinnaðs mannkyns heilsar
varandis tilkynningu um það að
hann verði að fremja sjálfsgagn-
rýni, og eftir áramótin er hann
sviptur embættum sinum og sett-
ur forstjóri illa rekinnar kola-
námu úti á landi. Samtimis verð-
ur „uppvist” um gyðinglegt sam-
særi Kremlarlækna gegn Stalin,
og mikil réttarhöld virðast i upp-
siglingu. Vas finnur gyðinga -
hatrið gripa um sig, og hann er
sannfærður um að valdaklikan i
kringum Rákosi, allir gyðingar,
ætli að bjarga sinu eigin skinni
með þvi að fórna honum i svið-
settu njósnamáli „zionista og
terrorista”. Hringurinn þrengist i
kringum hann, en dauði Stalins og
fall Beria, lögregluráðherra
harðstjórans, bjarga Vas i það
skiptið.
mál (eftir hvaða lögum? fyrir
hvaða dómstóli?) gegn Nagy og
nánustu samstarfsmönnum hans,
þeirra á meðal Vas, i júni 1958 eru
þeir dæmdir til dauða og teknir af
lifi. Nema Vas. Að skipan forseta
Ungverjalands er fallið frá ákæru
á hendur Vas, og hann fær að
snúa heim fyrir árslok. 1 ævisög-
unni gefur Vas i skyn að hér hafi
Kádár komið honum til bjargar
og þannig launað það að Vas hafi
átt þátt i að leysa Kádár úr haldi
1954.
1980
1956
Zoltán Vas
1952
Enn liða þrjú ár. Það er búið að
rétta Slanský og þá fleiri flokks-
foringja i Tékkóslóvakiu fyrir
vitnisburð frá Rákosi, og heima
fyrir hafði Kádár verið dæmdur i
betrunarhús, en hann hafði tekiö
við embætti innanrikisráöherra
af Rajk. Leiðtogar ungverskra
jafnaðarmanna sem höfðu sam-
einað flokk sinn Fiokki Rákosis
1948 sátu nú allir bakvið lás og
slá. Vas var opinberlega æðsti
maöur efnahagsmála i landinu og
limur i sjálfri pólitisku nefndinni
i Flokknum. Nema hvað: i
desember 1952 fær hann ófor-
Fjögur ár, og svipumst um i
árslok 1956. Eftir þiðu i innan-
landsmálum 1954 undir stjórn
Imre Nagy, sem kippti Vas upp úr
námunni, náði Rákosi undirtök-
unum á ný og sleppti þeim ekki
fyrr en i fulla hnefana og þá að
skipan sovétleiðtoganna sumarið
1956. Þá var frelsisandi i lofti,
Nagy beið sins tima sem kom
seint i október þegar lýðhreyfing-
in sópaði stalinistum burt og
gerði Nagy að forsætisráðherra.
Um þetta segir Vas i ævisögu
sinni ekkert annað en það, að
hann hafi staöiö við hlið Imre
Nagy fram yfir hernaöarihlutun
Rússa i byrjun nóvember. Ung-
verska uppreisnin er barin niður,
Kádár tekur að sér umboðs-
stjórnarstörf, Rákosi og Gerö
flýja af vettvangi til Moskvu,
Imre Nagy og félagar eru fluttir i
útlegð til Rúmeniu. Enn blasir
dauðinn við. 1 útlegðinni er höfðað
Vas er nú einn á lifi þeirra sem
voru i forystusveit ungverskra
kommúnista á 3ja áratugnum.
Mörgum hefir kerling Elli komið
á kné, en fleiri eru þeir sem féllu
fyrir böðulshendi, ýmist fasista
eða stalinista. Þeirra siðastur var
Imre Nagy.
Zoltán Vas hefir fengist mest
við skriftir á efri árum sinum og
ekki kært sig um að ganga i
valdaflokk Kádárs. Bækur Vas
hafa fengist gefnar út, þó ekki bók
hans um Lenin. Æviminningar
hans „Fallvelti lifsins” eða ,,A
ýmsu hefir oltið” þóttu athyglis-
verðar fyrir hreinskilni sakir
þegar þær komu út i fyrra. Þó
hlýtur lesandann að gruna að þar
séu ekki öll kurl til grafar komin,
og verður sennilega að hlita þvi
úr þessu.
Meö þessari litlu kynningu og
hjálagðri þýðingu úr æviminning-
unum er ég að efna loforð sem
ég gaf Vas i sumar leiö er hann
sendi mér bókina. „Þýddu úr
þessu — yngri kynslóðir eiga
kröfu á okkur eldri mennina aö
við segjum frá þvi sem hefir
gerst”.
Hjalti Kristgeirsson.
Flokksforinginn veitir áheym
Alvaldur meö öngvan
kjark
Vikur nú sögunni til ársins
1951. Ég ætla að skrifa um
Sándor Zöld.
Frá þvi á árinu 1948 (valda-
tökukommúnista — þý.) var 4ra
manna varðflokkur skipaður
háttsettum foringjum úr
öryggislögreglunni sifellt i fylgd
með Rákosi, sjálfur bar hann á
sér skammbyssu og geymdi
aðra i skritborðsskúffunni.
Rákosi hafði misst kjarkinn.
Va'rðsveit fór fyrir bil hans og
önnur á eftir. öryggislögreglan
hafði umsátur um hvern þann
staðsem Rákosi heimsótti. Færi
hann i verksmiðju til aö hitta
verkamenn, gengu verkaklædd-
ir iögregluforingjar jafnan hon-
um næstir.
Aður hafði Rákosi ekki verið
kjarklaus maður. Þvert á móti:
hann var manna hugrakkastur.
Ég itreka það að ég mat Rákosi
mikils og ieit upp tii hans sem
læriföður míns. Enn i dag, ára-
tugum síðar, á ég i baráttu við
sjálfan mig er ég rita um það,
að eftir Rajk-réttarhöldin og
aðrar handtökyr varð ég smám
saman gripinn ótta frammi fyr-
ir apgliti Rákosis. Eins og and-
spænis þeim er hefði smeygt sér
úr sinu mannlega gervi.
Félaginn vant viö látinn
Ég rifja þetta upp af þvi að ein
átakanlegasta minning ævi
minnar ryðst fram. Ég man
daginn og stundina.
Seint á degi 19. april 1951 fór
ég inn i aðalstöövar Flokksins
tii að finna Rákosi svo sem um
hafði verið talað. Viö ætluðum
siðan að verða samferöa á fund i
pólittsku nefndinni (polÍtbOro,
innsta stjórnarnefnd Flokksíns
— þýð ). Einkaritari hans Jolán
Simon tók á móti mér, hún var
gamall félagi úr ólöglega
flokknum (þe. hún hafði verið
flokksfélagi heima i Ungverja-
iandi fyrir strið og ekki útlagi i
Moskvu —þý.),en fljótlega eftir
þetta var hún sett inn.
— Félagi Rákosi er þvi miöur
vant við látinn. Gerið svo vei að
hinkra við. Félagi Zöld er inni
hjá honum, sagði Jolán.
Þriöji lögreglumálaráö-
herra kommúnista
Sándor Zöld var 10 árum
yngri en ég, fæddur 1913. Hann
hafði verið efnilegur háskóla-
nemi i Debrecen þegar hann
lenti inni I ólöglegu hreyfing-
unni 1934 ásamt hópi manna
sem siðar urðu þekktir
kommúnistar, Gyula Kállai,
Szilárd Ojhelyi og fleiri — ég vik
að þeim siöar. Hann iærði til
læknis. Ég kynntist honum eftir
frelsun i Debrecen i árslok 1944.
Ég kunni vei viö Zöld-sem yngri
vin. Hann vat settur við hlið
innanrikisráðherrans Ferenc
Erdei (bændaflokksmaður —
þýðl) i bráðabirgðastjórninni i
Debrecen.
Sex mánuðum siðar, þá I
Búdapest, fékk hann leiðtoga-
hiutverk i aðalstöðvum Flokks-
ins. Hann varð ábyrgur fyrir
flokksstarfi innan lögreglunnar.
Siðaí þegar Farkas tók að sér
innanríkisráðuneytið, öryggis-
lögregluna og hermálaráðu-
neytið, varð Zöld fyrsti flokks,-
ritari i Szeged (þe. eins konar
héraðsstjóri — þýð.). Frá 1948
varð hann aftur aðstoðarmaöur
innanrlkísráöherrans sem þá
var Rajk. Eftir að bæði Rajk og
Kádár voru búnir aö þjóna sinn
skyidutima I innanrikisráðu-
neytinu. varð Zöld eftirmaður
þeirra á ráðherrastóli og tekinn
inn I pólitisku nefndina. Hann
viidi aldrei taka að sér lögreglu-
málin. En hann komst ekki und-
an þvi.
Hver hótaði hverjum?
Bið min i forstofunni hjá Rá-
kosi tók skjótan endi. Ég var á
tali við ritarann er dyrunum að
skrifstofu Rákosis var skyndi-
lega hrundið upp á gátt með
miklum fyrirgangi. Zöld ryðst
fram hjá mér og út. Dyrnar
standa eftir opnar. Mér varð
bylt viö, hvað var á seyði? Ég
skundaði inn til Rákosis. Hann
var i miklu uppnámi. Skamm-
byssan iá á skrifborðinu.
— Zöld var með hótanir, hróp-
aði hann I skýringarskyni.
Ég dvaldi minnst 15 minútur
inni hjá Rákosi. Utilokað var að
komast að með það sem hafði
verið erindi mitt.
— Ég óttast hann ekki, sagöi
Rákosi i æsingi og stakk
skammbyssunni niður I skúffu.
Svo kom fram að Zöld hefði ver-
iö að kvarta yfir Farkas. Þeim
kæmi ekki saman, og Zöld teldi
Úr œvi-
minningum
ungverska
kommúnist-
ans
Zoltán Vas
Farkas ofsækja sig og ógna með
öryggislögreglunni. Þess vegna
bað Zöld um að vera leystur frá
störfum innanrikisráðherra.
Hann vildi ekki ienda i útistöð-
um við Farkas.
Sá seki leitar réttlætingar
Þegar minnst vonum varöi fór
Rákosi að tala um hið flokks-
fjandsamlega samsæri Rajks.
— Hér væri Zöld ekki með hrein-
an akjöld, sagði Rákosi.
Rákosi heföi átt að gera sér
ljóst að þegar hér var komiö
sögu, tveim árum eftir hand-
töku Rajks, trúði ég ekki einu
orði sem hann sagði. Enn I dag,
aldarfjórðungi siðar, man ég
giögglega, hvaða hugsanir sóttu
á mig þarna inni hjá Rákosi.
Mér varö hugsaö tii þess þegar
ég sat i lokuðu deildinni i Vác
ásamt 102 ránmorðingjum sem
höfðu fengið iifstiðardóma. Ég
var sá eini með pólitiskan dóm.
Rákosi og hinir kommúnistarnir
voru þá komnir i fangelsið i
Szeged (hér er átt við áratuginn
milli 1930 og 1940 — þýð.).
Fangavistin fór þannig með
félaga mina, moröingjana, aö
þeir tóku aö fegra fyrir sér for-
sendur gerða sinna. Og vissu
þeir þó vel af svivirðunni. í raun
og veru skömmuðust þeir sin, og
þess vegna leituðu þeir aö rétt-
iætingu fyrir sjálfum sér, fundu
hana og héldu i hana dauðahaldi
eins og drukknandi maður i
strá.
Stóllinn var auður
I þessari mynd sé ég fyrir mér
Rákosi sem stóð þar-na eftir út-
hlaup Sándors Zöld. Hann fór
meira að segja að telja mér trú
um það, hvað samsærin i
Flokknum færu illa með sig og
gerðu sér lifið leitt.
Hvað gat ég sagt? Ég var
sannfærður um að Rákosi væri
óheill. Ég var farinn að óttast aö
fljótlega kæmi aö mér I hópi
fórnariamba þrieykisins, Rá-
kosi-Gerö-Farkas. Ég var ekki
einn um þennan ótta. Margir
leiðtogar Flokksins hugsuöu það
sama um sig.
Þungur i skapi hvarf ég úr
skrifstofu Rákosis. Ég gekk inn
i nálægan sal þar sem pólitiska
nefndin hélt fundi sina. Rákosi
kom fijótlega. Honum var orðið
rórra.
Zöld átti sæti i pólitísku nefnd-
inni. Nú var stóll hans auður.
Einhvern veginn var hann stöð-
úgt i þanka minum.
Eina útgönguleiðin
Ég frétti það daginn eftir:
Þegar Zöld kom þjótandi út frá
Rákosi ók hann beint i innan-
rikisráðuneytið. Hann vélritaði I
nokkrum eintökum fárra lina
kveðjubréf til vina sinna. Svo
stakk hann skammbyssunni á
sig. Fór heim. Póstaði bréfin i
leiðinni. Heim kominn skaut
hann til bana konu sina, börnin
ungu, móður sina og sjálfan sig.
Þau voru lögð i ómerkta gröf.
Nú hvila þau saman i kirkju-
garðinum við Kerepesi-götu,
framan við þjóöarhofið Panthe-
on, I reit pislarvotta Flokksins.
Það er'átakanlegt að lesa graf-
skriftina. Nöfnin ásamt
fæðingardegi standa hvert af
öðru i röð. Neðst er sameigin-
legt dánardægur.
Vita þeir sem i garðinn koma,
hvað þetta þýðir að þau skuli öll
eiga sama dánardægur?
Zoltán Vas:
Viszontagságos életem.
bls. 471-473.
Fyrirsagnir eru frá
þýðanda, HjK.
rlr*rwwwíni'anf'<
wss^Bmmemmaa.