Þjóðviljinn - 16.01.1982, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.— 17. janúar 1982.
Helgin 16.— 17. janiiar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
BREIÐHOLTIÐ
Rætt við Lenu M. Rist
formann Framfarafélags
Breiðholts III
Lena Rist, form. Framfaraféiags Breiðholts III. út um gluggann má sjá yfir i Selásinn.
,Hinn almenni borgari hefur
meiri völd en hann heldur”
Framfarafélag Breiö-
holts III er senn áratugar-
gamalt; það var stofnað
1973 og er eitt af fyrstu
hverfasamtökum borgar-
innar. Lena M. Rist hefur
verið formaður þess í eitt
ár, en áður sat hún i stjórn.
Við ræddum við Lenu um
félagið/ viðfangsefni þess
og markmið.
Næg
verkefni
„Ég held aö það hafi sýnt sig á
undanförnum árum að þörfin fyr-
ir slikan félagsskap var mjög
brýn hér i Breiöholti. Auðvitað
má segja að hún sé brýnust á
meðan hverfið er að byggjast
upp, en þó koma stöðugt ný og ný
verkefni fyrir svona félag. Viö
höfum breytt félaginu þannig, aö
nú eru engin félagsgjöld, heldur
eru allir ibúar hverfisins sjálf-
krafa i félaginu. Það reyndist
ógerlegt að halda félagaskrá með
félagsgjöldum, þar sem hreyfing-
in er svo mikil i hverfinu. Við fá-
um hins vegar styrk frá borginni
sem endist fyrir nauösynlegasta
skrifstofurekstri, þ.e. frimerkj-
um og litilsháttar útgáfustarf-
semi. Við erum nú að undirbúa
gerð nýrra laga fyrir félagið og
höfum reynt að leggja i þau mikla
vinnu, t.d. fengið lögfræöiaöstoð,
þar sem ljóst er að þessi lög geta
orðiö öðrum hliðstæöum félögum
að leiðarljósi.”
Árangur
„Getiö þiö rakiö einhverjar
framfarir ■ hverfinu beint til ykk-
ar?”
„Það er alltaf erfitt að segja
hvað er hverjum að þakka. Viö
höfum yfirleitt átt ágætt samstarf
við borgarstjórn og ýmsa þá aðila
sem bera ábyrgö á skipulagsmál-
um, skólamálum og fleiru i hverf-
inu. Oft er viljinn hjá þeim þó
meiri en efndirnar. Ég held þó að
það sé hægt að segja að við höfum
haft bein eða óbein áhrif á mörg
framkvæmdamál hér i hverfinu.
Ég get nefnt gangbrautar- og
gangstéttamál, þrengingar á göt-
um, skipulagningu sundnám-
skeiða, skiðabrekku á Vatnsenda-
hæð, hátiöahöld 17. júni, dagvist-
armál, skipulagningu strætis-
vagnanna, sundlaugarbyggingu
og fleira.”
Heilsugæsla
„En hvaöa mál eru brýnust hja
ykkur þessa stundina?”
„Meðal mála sem við höfum
áhuga á er að fá skautasvell i
hverfið. Skipulag heilsugæslu-
þjónustunnar er einnig mjög þýö-
ingarmikiö mál, en nú liggur fyrir
aö byggja hér i hverfinu heilsu-
gæslustöð. Eru mjög skiptar
skoðanir um þetta mál. I heil-
brigðisráðuneytinu hefur veriö
gert ráð fyrir að byggð verði ein
heilsugæslustöð I hverfinu, en
læknar stöðvarinnar hér telja
æskilegra að hafa tvær litlar
stöðvar, svo hægt sé að ná per-
sónulegra sambandi við sjúklinga
sem þangað leita.”
,,Ug hver er afstaöa ibúa hverf-
isins?”
„Við erum frekar á bandi lækn-
anna. Við teljum að beir.
vinna við þessi störf daglega nafi
mesta þekkingu til að dæma um
fyrirkomulagið. Það má segja að
sú afstaöa okkar gildi um fleiri
málefni. Við teljum að þaö eigi
yfirleitt að leita álits þess fólks
sem mun vinna i stofnunum þeim
sem er verið að reisa i hverfinu.
Umferðarmál eru lika mjög of-
arlega á baugi hjá okkur i Fram-
farafélaginu. Nú er fyrirhugað að
leggja veg sem tengir nýja Selás-
hverfið við Breiöholt III. Vegur-
inn á aö vera framhald af Suður-
hólum niður i Elliðaárdal yfir brú
nálægt gömlu vatnsveitubrúnni
uppi i Seláshverfi.
Við erum mjög uggandi um
þennan veg, og viljum að fyrst
verði lokið svonefndum Ofan-
byggðarvegi sem tæki við allri
umferö af Suðurnesjum upp á
Rauðavatnssvæðiö, þvi annars
leggst gifurlegur umferðarþungi
á veginn um Suöurhóla, en þar
eru skólar, dagheimili og þétt
ibúöabyggö.”
Menningarmiðstöð
„Geturöu nefnt fleiri dæmi um
mál sem eru brýn i nánustu fram-
tiö?”
„Það má ekki gleyma menn-
ingarmiðstööinni, sem senn er
risin. Forsaga þess máls er sú að
þegar Framkvæmdanefnd bygg-
ingaráætlunar hafði lokið sinum
verkefnum, komu i ljós hundruð
miljóna gamalla króna, er safn-
ast höföu saman vegna afskrifta á
tækjum. Var hverfinu gefin þessi
upphæö og skyldi hún nýtast til
byggingar fyrrgreindrar menn-
ingarstöðvár.
Er þar gert ráö fvrir margvis-
legri aðstöðu m.a. fyrir leik-
list, tónlist, myndlist, fristunda-
iðkanir, ýmiss konar föndur og
einnig fyrir eldri borgara ásamt
fleiru. Þá verður Borgarbóka-
safnið með útibú i húsinu. Sérstök
nefnd hefur verið sett á laggirnar
til þess að skipuleggja starfsem-
ina, en áætlað er að menningar-
miðstöðin verði tilbúin 1983.
Framfarafélagið fór fram á það i
bréfi til borgarstjóra að fá að eiga
sæti i nefndinni eöa á anna'ð hátt
að vera i tengslum við hana og
höfum við nú fengiö áheyrnarfull-
trúa i henni. Ekki höfum við þó
verið boðuð á fund ennþá, en rætt
hefur verið við okkur. Það sem
við teljum brýnast i þessu sam-
bandi er að þegar i stað veröi haft
samband við ýmsa þá aðila sem
þekkingu hafa á hinni óliku starf-
semi sem þarna á að fara fram,
þvi eftir þvi sem best er vitað eru
ýmis vandkvæöi á þvi að i þessari
menningarmiðstöð verði þægt aö
stunda skapandi menningu, t.d.
tónlist og leiklist. Bæði er að sal-
irnir eru margir og litlir, sem
þýðir að eingöngu veröur hægt að
vera þarna með mjög fámenna
eða ódýra tónleika eða leiksýn-
ingar, þar sem slik starfsemi ber
sig engan veginn nema ákveðinn
áhorfenda — áheyrendahópur sé
til staðar. Það segir mér fólk sem
þekkir til,t.d. tónlistar og leik-
listar,að það sé mjög erfitt að fá
slikt húsnæöi hér i Reykjavik, þvi
á langflestum stööum hefur þekk-
ingarleysi valdið mistökum sem
ekki verða bætt. Það verður þvi
að leita til fagfólks áður en það er
um seinan. Viö viljum aö þessi
menningarmiðstöð risi undir
nafni, þvi hún getur haft ótrulega
mikið að segja fyrir hverfið og
borgina alla”.
Félög í
öðrum hverfum
„Hafið þiö I Framfarafélaginu
haft mikil samskipti viö hliðstæð
félög i öörum hverfum?”
„Já, við höfum haft einna mest
samskipti við félögið i Arbæ og
Selási og sóttum t.d. ráðstefnu
sem þau höfðu frumkvæði að, þar
sem fjallað var um Elliðaárdal-
inn og skipulag hans. Þá hafa
ibúasamtök á Kjalarnesi haft
samband við okkur með það fyrir
augum að kynnast starfsemi okk-
ar”.
„Hvað með önnur félög i hverf-
inu t.d. iþróttafélög og foreldra-
félög?”
„Við höfum talsvert samband
okkar á milli og höfum staðið að
sameiginlegum yfirlýsingum um
einstök málefni”.
Ahrif félagsins
„Finnst þér fólk i hverfinu al-
mennt gera sér grein fyrir þýð-
ingu og áhrifum félagsins?”
„Það má segja að hinn almenni
ibúi geri sér ekki grein fyrir þvi
hversu mikil áhrif hann getur
haft á framgang mála i gegnum
svona félagsskap. Þaö gerist
kannske ekki fyrr en með næstu
kynslóð. Ég held aö fólk vinni al-
mennt svo mikiö aö það hafi ekki
tima til að sinna ýmsum félags-
og framfaramálum. Hjá flestum
er þessi mikla vinna ill nauðsyn
og það þarf að bæta ýmiss ytri
skilyrði til aö fólk geti sinnt
félagsmálum. Við vitum að fólk
verður helst að eiga eigiö húsnæði
ef það er með fjölskyldu og það
byggir enginn af lágum tekjum.
En þó að fólk sé oft full sinnulaust
um mál sem snerta það sjálft,
verð ég þó að segja að það hefur
orðið mikil breyting á viöhorfum
foreldra til skólanna. Sambandið
er miklu meira og opnara en þaö
var”.
Sérstök
„borgarstjórn”?
„Nú er það Ijóst að hverfi með
25 þús. ibúa eins og Breiðholtiö
skilar drjúgum tekjum til rikis og
borgar. Heldur þú að i framtíö-
inni verði sér „borgarstjórn”
fyrir hverfi af þessari stærð?”
„Ég tel þaö ekki nauðsynlegt en
borgarstjórn verður að gera sér
grein fyrir að hér býr fólk sem
skapar borginni mikinn hluta
tekna hennar. Og það er ljóst að á
Alþingi eru áhrif eins Vestfirð-
ings meiri en eins Breiðhyltings.
Það er eins og sumir dæmi Breið-
holtið sem einhvers konar „af-
kima” ef dæma má ummæli
fréttamanns i útvarpi á dögunum,
sem spurði gest á nýja dansstaðn-
um „Broadway” hvernig honum
þætti að sækja dansstað sem væri
svona „útúr”!
Skilur fólk ekki aö þaö er útúr
fyrir Breiðhyltinga að fara t.d.
vestur á Sögu? Ég held þó al-
mennt aö ibúar i Breiðholti séu
ánægöir meö að búa hér og sjái
marga kosti við hverfiö, sem ekki
eru annars staðar. En fólk veröur
að muna að þótt það krefjist af-
skipta af málefnum hverfisins er
það ekki aö biðja um annað en
það sem er sjálfsagt og réttlátt.
Hinn almenni borgari hefur mun
meiri völd en hann heldur,” sagði
Lenaaölokum. —þs
Breiöholtið er barnflesta hverfi borgarinnar.
Mvndirnar eru teknar í Hólabrekkuskóla. — Ljósm. —
I nágrenni skólanna iefra Breiðholti hafa verið gerðar þrengingar á götum.
Menningarmiðstöðin- við Gerðuberg, sem senn er tilbúin.
Nýja sundlaugín iefra Breiðholti er mjög vinsæl af ibúunum bæði sumar og vetur.