Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16 — 17. janúar 1982. Þorleifur Friðriksson skrifar frá Kaupmannahöfn: Við komum okkur fyrir i klefa þar sem stólarnir voru mjúkir og djúpir með bláu lináklæði. Er við vorum að troða pjönkum okkar uppá hillu var klefahurðin opnuð og inn stigu tveir menn. Sá eldri var litill, grannur og kátur. Hann talaði mikið og hló oft. Hinn var risavaxinn sagði fátt og hló sjaldan. Sá eldri, sem var bóndi, talaði góða þýsku. Vinurhans ris- inn var járnbrautarverkamaður, hann sagði fátt á pólsku og ekkert á útlensku nema „Deutschland ilber alles.”. Báðir drukknir. — A ha! Blaðamenn? Spurði sá gamli. Nei-nei, en neiið var kæft i orðaflaum um „Græna Sam- stöðu” (sem einmitt um þetta leyti var helsta hitamál i Pól- landi) og örlög pólsku þjóðar- innar sem nú er i þann mund að hrista af sér rússneska okið — Við heyrum til vestursins, bæði land- fræðilega og sögulega; nú verður það lika póliti'skt. Skrifiði það drengirnir minir, — Deutschland ilber alles — rumdi risinn. „Heyrðu geturðu ekki spurt hvort þeir eigi brennivín? Eg er nefnilega að drepast úr þynnku,” sagði Ómar. Þegar ég bar upp Pólskir kaþólikkar Kolanámumaður i Katowice Til Katowice og Crakow spurninguna hvarf brosið af þeim gamla. Ég héltsem snöggvast að hann ætlaði að beygja af. — Elsku drengirnir minir. Mikið ægilegt ólán. Ég hef bara eina flösku af vodka sem á að vera gjöf til sonar mins i Katowice. Það ersiður hér að gestir komi færandi hendi. Skiljiði þetta drengirnir minir? — Vitaskuld var það auðskilið. — Já en skiljiði þetta i sinu innsta eðli? — Jú, jú þetta var ekkert vanda- mál, nema félaga óma var dálitið illt í höfðinu. Þegar bóndinn var sannfærður um að við skildum málið i sinu innsta eðli færðist bros yfir hrukkðtt andlitið. Hann spratt upp, þreif litla tösku niður af hillu og tók uppúr henni flösku sem vafin var inni brúnan pappir. Hann handf jatlaði þetta dýrmæti af ýtrustu varfærni. Hver hreyf- ing var „útpæld”. Hann tók teygjuna og setti hana i brjóst- vasann. Siðan braut hann bréfið saman og setti það aftur i tösk- una. Þvinæst setti hann upp hátiðlegan svip og skrúfaði tappann af. — Að þið skiljið siði okkar i' sinu innsta eðli, það verðum við aðhalda uppá. Að þið skrifið sannleikann um Samstöðu og pólsku þjóðina, — þvi' verðum við að skála fyrir. Auk þess er þetta bara hálfflaska og það er nú bölvuð nálús að færa að gjöf. Skál drengir!-Og hann mynntist við flöskuna. Mig flökraði. f munnvik risans komu viprur og með krumlunum gerði hann finlegar hreyfingar sem höfnuðu svo al- múgalegu athæfi sem að drekka af stút. Hann snéri sér Ut i horn, dró blöð innan úr brjóstvasa sinum og fór að skoða. „Killar som gillar killar” hét eitt Það hafði ekkert lesmál, aðeins myndir af berum strákum. Hann andaði ört og sat ókyrr. Ómar og bóndinn sátu að teiti og létu kátlega. Ég horfði út i nóttina og risinn i blöðin sin. Mitt i stemmningunni var hurðinni hrundið upp og inn réðst kona i bláum einkennisbúningi og með kaskeiti áhöfðinu. Hún lét ófrið- iega og vildi sjá miðana. 1 ein- feldni okkar höfðum við haldið að riki sem skreytir sig með sósial- iskri glori'u hefði afnumið stétta- skiptingu i járnbrautum. Auð- vitað var það della. Okkar miðar giltu ekki i þennan fina klefa, — nema aukagjald kæmi til. Við fylgdumst að i klefa á öðru far- rými. t klefanum voru tveir þriggja- manna bekkir, klæddir ryðrauðu vinil, ljósog garðinur við glugga, — bæði þeim er snéri Ut i nóttina sem og þeim er snéru inn i gang- inn. Ómi og sá gamli hurfu á braut. Risinn sat við dyrnar og fór að skoða blöðin sin. Ég sat a hinum bekknum við gluggann. Lestin skrölti gegnum nóttina i átt til morgunsins. „Si', si?”Rumdi ris- inn i' spurnartón. ,,Ich Verstehe nicht”svaraði ég. (Hefði allt eins getað talað islensku) ,,Si,si?” Sveitafólk endurtók risinn. „Ich verstehe nicht”. Svaraði ég aftur. Hann talaði pólsku. Ég skildi hann ekki. „Ich verstdie nicht”, — og hann skildi mig ekki. Fyrir utan var kolsvört nótt á áðra hlið, en mannlaus gangur á hina. Hann stóð upp og fór að fást við lufsurnar sem héngu við ganggluggann. Hann vildi draga fyrir. Ég var i huga þakklátur pólsku hirðuleysi.Tjöldin héngu á aðeinseinu hengsli. Hann rétti að mér ntyndablað. „Si', sí?” Ég hristi hausinn. Þá slökkti hann ljósið og kom yfir til min. Hann strauk annarri krumlunni upp hægra læri mitt innanvert og andaði þungt. Ég spratt upp i sæt- inu og dró fæturna inn undir mig. Hann hrökk lika við, en aftur á bak isitteigið sæti. „Deutschland tiberalles” tuldraði hann um leið og hann breiddi jakkann fyrir andlitið. Nóttin var svört, en ljós- glæta barst inn i klefann frá ganginum. Glætan féll beint i augu risans þar sem hann gægðist undan flikinni sinni. Mig hryllti við þessum nistandi augum, þessum glampa.„Ætti ég aðreyna að hlaupa framhjá honum og út?” Þessar krumlur. Einn selbiti hefði nægt til að... t huganum kom mynd af litilli klessu á flugnaspaða, og ég fór hvergi. Ég var hræddur. Samt hafði maður- inn ekkert gert nema vilja lána mér blöðin sin, strjúka um lærið og anda þungt í eyra mitt. Þessi stingandi augu lágu á mér þar til þeir vinirnir fóru út i Katowice. Mér létti. Katowice 1 Katowice er verið að byggja stærstu stáliðjuEvrópu. Iðjuverið er ekki nema að hluta tilbúið og auk þess hefur verið, vegna hinna efnahagslegu þrenginga lands- ins, dregið úr framleiðslunni samkvæmt skipun stjórnarinnar. Nú vinna i Huta KatoWice stál- verinu um 25 þUsund verkamenn og framleiðslan er um 5 miljónir tonna á ári, en þvi er spáð að það magn tvöfaidist er verkinu er lokið og allt komið i fullan gang. Aferð okkar hittum við, Sören, danskan blaðamann frá blaði trotskiista i Danmörku, Klassekampen.Hann sagðiokkur frá heimsókn sinni til Katowice og stálversins. Samkvæmt hans heimildum voru 82% verka- manna Huta Katowice félagar i Samstööu, en aðeins örfáir f þvi verkalýðsfélagi sem stjórnað er af flokknum. Þó eru margir bæði félagar i kommúnistaflokknum og Samstöðu. Katowice hefur lengi verið eitt höfuðvigi kommúnistaflokksins, en nú hefur brugðið svo við að Samstaða stendur hvergi sterkari eneinmitt þar.Þessu hafa flokks- broddarnir i bænum svarað á tvennan hátt: annars vegar með þvi að reyna að múta forystu Samstöðu og þannig gera hana vafasama i augum fólksins (Sjá grein i Der Spiegel nr. 15. 1981). Hinsvegarhefurflokkurinn reynt að beita fyrir sig beinum refsiað- gerðum t.d. með þvi' að draga enn már úr þvi litla vöruframboði sem fyrir var. — Verst beit mig sigrarettuleysið, — ég held ég hafi þrætt allar búðarholur borgarinnar áður en ég fann eitt- hvað að reykja. — Sagði Sören. Hin forna höfuð- horg Crakow Guð almáttugur sigraði dauð- ann á páskum, — ég og Ómar vinur héldum uppá það einstæða afrek með þvi að heimsækja Cracow, hina rammkaþólsku borg i suð-austur hluta Póllands. Klukkan var 8 á páskadagsmorg- un, sólin skein ekki og það var kalt. Sétekið mið af memiingarsögu- legu gildi má liklega kalla Cracow höfuðborg Póllands. Þó eru liðin tæp 400 ár siðan Sig- mundur konungur III Vasa lét flytja höfuðborgina, og þá stjórn- sýslu sem henni fylgdi, frá Cracow til litils óþekkts bæjar inni landi. — Varsjár. Þessi töfrandi borg með sina rúmlega 700.000 ibúa, mikla iðnað aldalanga sögu mennta og vis- inda, er ein af þeim borgum er hæst ber á iista UNESCO yfir byggingasöguleg verðmæti. Ekki færri en 760 byggingar eru friðaðar vega stillegs og sögulegs gildis. I fyrndinni stóð þar sem nú er Cracow aðeins einn mikill kastali á hæð og bar hátt yfir þyrpingu smáhúsa er stóðu á sléttunni við ána. Samgöngur á ánni sköpuðu vaxtarmöguleika þorpsins litla. Kaupmenn settust þar að, hand- verk og þjónusta jukust og húsa mergðin með, sem brátt náði yfir á hinn bakka árinnar. Á sömu hæð, Wawel-hæðinni, við Vislu stendur enn i dag mikill kastali, með stórri aðalbyggingu, kirkju og nokkrum minni byggingum. Hinar mörgu hörmungar er gengið hafa yfir pólsku þjóðina um aldir hafa ekki farið framhjá höllinni á Wawel-hæð. Brunar og kúlnahrið, bæði af völdum Póí- verja sjálfra sem og erlendra óvinaherja, hafa oft leikið hana grátt. Eftir nótt kemur dagur og eftirað höllin var lögð i rúst kom jafnan uppbygging. Uppbygging i nýjum stíl á gömlum grunni. Hallarsamstæðan er þvi engin einn still, heldur ægir þar saman mörgum misgömlum og ólikum stiltegundum: rómverskum, got- neskum, renesans og barrok. Aðalhöllin, sjálf gamla konungs- setrið, endurbyggð i lok 16. aldar og að sjálfsögðu'i þeim stfl er þá var rikjandi, — renesans-stilnum. t höllinni á Wawel-hæð bjuggu pólskir konungar frá fyrri hluta 14. aldar fram til 1595 er Sig- mundur III Vasa lét flytja hina konunglegu st jórnsýslumiðstöö til Varsjár. Það hafa Cracowbúar aldrei fyrirgefið honum. Cracow- hélt samt sem áður all-nokkru konunglegu mikilvægi um langt skeið. Fram til 1764 var borgin krýningarstaður pólskra kónga og viðslik tækifæri var hún heim- sótt af mörgum stórmennum sem flest eru gleymd. En hin óboðnu mikilmenni lifa i minningunni, — þeirra á meðal Karl X Gustav og Karl XII, slikir jöfrar skildu eftir sig blóðugar rústir og lifa i sög- unni sem ódauðleg stórmenni. Cracow féll f hendur Austurrikis- manna 1795, en varð siðan sjálf- stætt lýðveldi frá 1815 til 1846 þegar hún féll aftur i hendur Austurríkis sem rikti yfir borg- inni fram til 1918. I öllu þessu aldalanga drama stóð höllin á Wawel-hæð á sama stað og hún stendur enn, — en þá var hún sviðið, nú er hún safn. Sem geta má sér til af hinum fjölmörgu byggingum sem eru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.