Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ég skammast min ekki fyrir vinnubrögö af þessu tagi. Ég tel raunar aö það hafi lengi skort á vinnubrögö af þessu tagi hjá hinu opinbera. Maöur sér þaö vel þegar litið er til baka. Þarna á ég við handahófsvinnubrögð i fjár- festingarmálum og vöntun á að tengja atvinnustarfsemi i landinu saman. Að mlnum dómi skortir mikið á að stjórnkerfi okkar sé undir það búið með skaplegum hætti að samstilla mál, m.a. milli ráðuneyta og stofnana. Einnig skortir mikið á tengsl milli löggjafavaldsins og fram- kvæmdavaldsins og er gleggsta dæmið þar um Framkvæmda- stofnun rikisins. Sú stofnun gæti án vafa gert meira gagn, ef tengsl hennar við ráðuneytið væru bætt frá þvi sem nú er. Ég hygg að það hafi komiö mér einna mest á óvart, þegar ég kom inn i stjórnarráðið, að finna hve vanbúin ráðuneytin sjálf eru til að takast á við þau verkefni sem eðlilegt er aö krefjast af þeim. Mörg hver eru þau undirmönnuö á meðan ýmsar stofnanir rikisins i kringum þau þenjast út, án þess aö þær njóti nauösynlegrar leiðasagnar og eftirlits ráðu- neytanna. í þessum efnum hafa áherslur ,verið rangar, enda er búið að koma þvi inn hjá mörgum að telja alla útþenslu ráðu- neytanna af hinu illa. Hið svo- kallaða „Bákn” er orðinn persónugervingur hins illa, á sama tima og öll þjóðfélagsgeröin verður flóknari. Að minum dómi þarf að gera kröfur til embættis- manna og ráðuneytanna, en það verður lika að tryggja þeim er þar starfa aöstæöur og kjör til að sinna starfi vinu vel, en án allrar tryggingar um æviráön- ingu. Stundum hefur verið talað um að skipta ætti um alla yfirstjórn i ráðuneytunum með nýjum ráö-1 herrum, þeir ættu að fá að velja sér verkstjóra, þegar þeir taka við; ertu sammála þessari skoðun? Ég tel að þetta komi fyllilega til greina, enda er þetta þannig viða. Ég lit svo á aö ráðuneytin eöa stjórnarráð sé heili fram- kvæmdavaldsins, en stofnanirnar limirnir. r Akvarðanir daglegt brauð Ein af þeim klisjum, sem hamraðhefur veriðá i gagnrýni á þig er að þú kviðir þvi að taka ákvaröanir; hvað segir þú um þetta? Nei, ég kviði ekki ákvarðana- töku, enda eru ákvarðanir af ýmsu tagi daglegt brauð i minni vinnu, þótt misjafnlega mjkiö sé eftir þeim tekiö. Fjölmargt af þvi sem við erum að sinna kemur aldrei fram i fjölmiðlum, og þvi er litið eða ekkert eftir þvi tekið. t minni ráöherratiö hafa fjölmiðlar einkum beint augum að fáum ákveönum þáttum, sem vekja at- hygli, einkum umdeildum málum, en þau eru ekki nema brot af þvi sem fellur undir orku- og iðnaðarráöuneytið. Það eru fyrst og fremst virkjana- og verk- smiðjumálin sem fjölmiðlar hafa látið sig skipta. Og einmitt á þessi mál hefur gagnrýnin verið hvað mest; hvað veldur þvi að þinum dómi? Það er ákaflega auðvelt að ala á óánægju i þessum málum og magna upp landshlutarlg. 1 sambandi við virkjanamálin og orkunýtingu þá hafa þær rikis- stjórnir sem ég hef átt sæti i, sett fram ný markmiö og nýja áherslu i þeim málum, sem hafa kallað á ný vinnubrögð. Þar á ég við uppbyggingu virkjana utan Suðurlands og samtengingu raf- orkukerfisins með hag allra landshluta i huga. Tillögur um Blöndu- og Fljótsdalsvirkjun eru árangur af mjög miklu undirbún- ingsstarfi og vonandi tekst mönn- um á Alþingi að ná saman um þær stórframkvæmdir. Hinn þáttur- inn eru iönaðarverkefnin stóru, þar sem undirbúningsvinna hefur verið flutt inni landið i stað þess aö horfa sifellt til útlendinga og erlends áhættufjármagns i þeim efnum. A þessu sviöi er að vissu leyti um frumvinnu að ræða. Viö erum að búa okkur sjálf undir að ráða við þessi stóru verkefni og tengja þau annarri atvinnustarf- semi I landinu. Ráðherra einn fær litlu áorkað Þess misskilnings gætir viöa og það er auðvelt að ala á honum, að valdið i virkjunarmálum og öðrum stórmálum sé allt i hönd- um viðkomandi fagráðherra. Fagráðuneytin bera vissulega ábyrgð á undirbúningsvinnu og tillögugerð, en siðar verður að skapa samstöðu innan viökom- andi rikisstjórnar og á Alþingi og siðast en ekki sist hjá fjárveit- ingavaldinu. Það er ekki einhliöa á minu valdi að segja, næst byggjum við Blönduvirkjun eða Fljótsdalsvirkjun. Það er fráleitt að halda sliku fram. I þessum málum reynir á atfylgi margra aöila, samráðherra, þingflokka og þingsins alls. Enda blasir þetta raunar við þessa dagana. Eftir að tillaga min umt virkjanaröö og Texti: S.dór Ljósm.: eik staðsetningu steinullarverk- smiðju var lögð fram, er það ekki iðnaðarráðherra sem er I eldlín- unni, heldur einstakir þingmenn, sem greinir á um þessi mál. Þetta sýnir ljóslega að ráðherra ræöur ekki einn öllum málum, sem und- ir hans fagráðuneyti heyra, sem betur fer mun margur segja. Óhóflegur vinnutími Hvernig er vinnutima ráðherra háttað lljörleifur; er þar farið að lögum um 8 tima lágmarkshvild? Nei, sennilega er nú ekki farið eftir þeim lögum, enda er vinnu- tima ráðherra engin takmörk sett. Vinnusamir menn i embætti ráðherra eiga það sannarlega á hættu að ofgera sér með vinnu. Ég tel að það sé nauðsynlegt fyrir menn i sliku starfi, þegar til lengri tima er litið aö reyna aö setja vinnutima sinum einhver skynsamleg mörk. Menn veröa aö skapa sér fristundir i þessu starfi eins og öörum, einnig starfsins vegna og sinna nánustu. Hefuröu tekiö þér sumarfri siðan þú tókst við embætti iðn- aðarráðherra? Ég tók mér fri i 2 vikur sumariö 1979 og liklega eina 10 daga 1980, en i fyrra tók ég mér ekkert fri, nema ef telja ætti fundarsetu erlendis, sem varð með meira móti. Slikt er að visu tilbreyting, en þó oft þreytandi með tilheyr- andi ferðalögum. t Noregi mun það vera þannig að þingmaður sem verður ráð- herra segir af sér þingmennsku og varamaður tekur við. Væri til bóta að taka slikt fyrirkomulag upp hér á landi, myndi það ekki minnka vinnuálag á mönnum? Vissulega myndi timi ráðherra þannig nýtast betur og ég teldi það skynsamlegt að skilja aö þingmennsku og ráðherrastarfið, á meðan á þvi stendur. Þetta myndi hafa það i för með sér aö ráðherra þyrfti ekki aö sitja á Alþingi nema fyrst og fremst þegar verið er að fjalla um mál, sem heyra undir hans sviö. Með þessu móti fengi hann mun meiri tima til að sinna stefnumarkandi störfum og verkstjórn i sinum málaflokki. Timaþröngin er vest Aö lokum Hjörleifur, hefurðu haft ánægju af þessu starfi? Já, það get ég fullyrt, enda hef ég haft ánægju af öllum störfum, sem ég hef fengist við um dagana, mér hefur sjaldnast leiðst það sem ég hefi færst I fang. I þessu starfi er það eins og I öllum öðrum, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt frá degi til dags og það er sannarlega lifsfylling að glima við ný og vandasöm viðfangsefni, bæta við reynslu sina og vikka sjóndeildarhring- inn. Það sem mér hefur þótt leiðinlegast i starfi ráðherra, er þegar ég hef haft á tilfinningunni að þurfa aö fara á hundavaöi yfir hlutina vegna timaskorts og þvi miður er timinn harður húsbóndi i þessu starfi, þannig að sjaldnast gefst færi á aö skoða hlutina ofan i kjölinn svo sem vert væri. — S.dór. „Eina gagnrýnin sem mér þykir hvimleiö, hvort heldur ég sjálfur eða aðrir verða fyrir henni, er ef henni fylgir rótarskapur" „Gagnrýni er hverjum manni holl svo fremi sem hún sé borin fram á málefnaljegum grundvelli” Vinnumála- samband sam- vinnufélag- anna ályktar um kjaramál Aðalfundur Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna var haldinn föstudaginn 2. april. A aðalfundinum var fjallað um ástand og horfur i kjaramál- um nú og samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun i þeim efn- um. „Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna álitur að stöðug veröbólga valdi rýrnun kaup- máttar, og þeim mun meiri rýrnun, sem verðbólgan er meiri. Það er jafnframt skoðun VMS, að verðbólgan hafi nú þegar valdið mikilli kaupmátt- arrýrnun og sú þróun muni halda áfram með vaxandi hraða nema spyrnt verði við fótum. Jafnframt þessu grefur verð- bólgan undan rekstri atvinnu- fyrirtækjanna með þvi að rýra eigið fé og draga inn lánsfé með vaxandi kostnaði. Þess vegna leggur VMS höf- uðáhersla á það við gerð yfir- standandi kjarasamninga að ná verðbólgunni niður, i bráð og lengd, og væntir þess aö sam- komulag geti náðst um þaö við verkalýðshreyfinguna.” Ósigur mann- legrar skynsemi t umræðum á alþingi um ut- anrikismál f fyrradag létu tals- menn allra flokka i ljós áhyggj- ur vegna aukinnar spennu i al- þjóðamálum. Ólafur Jóhannesson utanri"k- isráðherra sagði að afvopnun- armálin væru i sjálfheldu og þyrfti aö rjúfa þann vitahring. Lagði hann áherslu á þaö aö af- vopnunin yrði að vera gagn- kvæm. En einhver verður að stiga fyrsta skrefið sagöi utan- rikisráðherra. „Þaö er ekki fjarri sem sænski utanrikisráð- herrann hefur sagt, að hugsunin á bak við vigbúnaöarkapp- hlaupið er i raun og veru ósigur fyrir mannlega skynsemi”. ______________— óg Skipað í stöðu hagsýslu- stjóra Forseti islands hefur að til- lögu fjármálaráðherra skipað Magniis Pétursson til aö gegna stöðu hagsýsiust jóra frá og með 1. mars sl. Staða hagsýslustjóra var aug- lýst laus til umsóknar i janúar sl. og barst aðeins ein umsókn um stöðuna, frá Magnúsi Pét- urssyni skrifstofustjóra, settum hagsýslustjóra. Magnús er fæddur 1947 og stundaöi hag- fræðinám bæði i Englandi og Sviþjóð. Ný söguskoðun I umræðunum um utanrikis- mál á alþingi I fyrradag sagði Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins að senni- lega heföi verið hægt að komast hjá seinni heimsstyrjöldinni hefði núverandi „varnarfyrir- komulag” verið við lýði, þ.e. ef Nató hefði verið stofnaö fyrr. — óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.