Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 aftur ifla Efndir á kosningaloforðum — Hvað um efndir á kosninga- loforðum? Hvað t.d. um slagorðið fræga „samningana i gildi’’ sem mjög var hampað af Alþýðu- bandalaginu fyrir siðustu kosn- ingar? — Það var loforð sem við stóð- um fyllilega við þó að sumir hafi kannski gleymt þvi. Nýi meiri- hlutinn i borgarstjórn setti samn- ingana i gildi. — Hvaða málaflokka viltu nefna fleiri? — Það er náttúrléga hægt að nefna fjölmörg mál þar sem gagnger umskipti hafa orðið t.d. skipulagsmál og verndun gam- alla húsa, sem skiptir mig miklu máli. Og ég ætla að nefna til fáein hinna svokölluðu „mjúku” mála af þvi að þú hefur verið að spyrja mig sérstaklega um málefni kvenna. Núverandi meirihluti getur t.d. verið stoltur af þeim 600 nýju dagvistarplássum fyrir börn, sem komist hafa i gagnið á þessu kjörtimabili auk þess sem gerðhefur verið 10 ára áætlun um uppbyggingu dagvistarheimila sem nú er unnið eftir. A næstu tveimur kjörtimabilum er áætlað að hægt verði að fullnægja þörf- inni fyrir dagvistun barna i Rvik. Einnig hefur mikið átak verið gert i málefnum aldraðra og ég vil hvetja fólk til að skoða eitt- hvert hinna nýju dvalarheimila t.d. á Dalbraut þar sem búið er svo vel að hinum öldruðu að til fyrirmyndar er. Embættismennirnir — Nú hefur þvi veriö haldið fram að embættismenn borgar- innar væru þröskuldur i vegi þeirra breytinga sem þið hafiö viljað gera. Er það rétt? — Auðvitað er allt öðru visi að starfa með fólki sem hefur sömu hugmyndir og maður sjálfur um hvernig eigi að vinna að hlut- unum. Og við i Alþýðubandalag- inu höfum allt aðrar hugmyndir en flestir embættismenn borgar- innar. Satt að segja hefur mér stundum fundist mál verða fyrir miklum töfum og náð seint fram að ganga vegna þess að em- bættismönnum er gert að fylgja fram hlutum sem eru andstæðir þeirra skoðunum. Einnig hefur mér fundist skorta á frumkvæði sumra embættismanna og stund- um standa á að upplýsingar ber- ist nægilega vel og fljótt. Hér er auðvitað alls ekki átt við alla em- bættismenn, það er rétt að taka fram. Iraun er samtekki við aðra aö sakast en okkur sjálf þvi að þaðeruhinir kjörnu fulltrúar sem bera ábyrgðina. Ég tel það samt ekki eðlilegt að æðstu embættis- menn borgarinnar séu endilega æviráðnir og finnst það til bóta að þeirséut.d. aðeinsráðnir til 5ára eins og gerst hefur á þessu kjör- timabili t.d. með embætti for- stöðumanns Borgarskipulags. Heildarendurskoðun á leiðarakerfi SVR — Nú ert þú formaður stjúrnar Strætisvagna Reykjavikur. Strætisvagnakerfið var gagnrýnt mjög af vinstri mönnum I tlð meiri hluta Sjálfstæðisflokksins. Hafa orðið einhverjar úrbætur á þvi? Viatal við Gudrúnu Ágústsdóttur 3. manrk á lista Alþýöubandaiagsins i vor Texti: GFr Myndir: gel — Stjórn strætisvagnanna ákvað á i byrjun árs 1981 heildar- endurskoðun á kerfinu og átti hún að vera tilbúin fyrir alllöngu en þvimiðurhefurorðiðdrátturá að henniyrði lokið. Við töldum alveg nauðsynlegt að drifa i þessari endurskoðun þvi að borgin hefur breyst griðarlega frá þvi að nú- verandi kerfi var búið til. Fyrstu tillögur um breytingar eru komnar fram og i þeim eru mörg atriði,sem yrðu verulega til bóta, t.d. mikil aukning á ferðum úr nýrri úthverfum sem hafa setið á hakanum. Miðað er að þvi að allir hafi sem jafnasta möguleika á þvi, hvar sem er i borginni, að notfæra sér þessa þjónustu. Enn- fremur á að tengja kerfið vel við alla stærstu vinnustaði og þar með talið skóla. Það kom fram i almennings vagnakönnun, sem gerð var árið 1976, að straumur- inn liggur niður á Hlemm og Lækjartorg og hraði virðist skipta fólk miklu máli. Þess vegna er lögð áhersla á hraðferðir úr út- hverfum borgarinnar alveg niður i bæ. — Er ckki erfitt að vera stjórnarformaöur almennings- vagnafyrirtækis I þjóðfélagi þar sem 10 þúsund bilar eru fluttir inn á ári? — Við verðum að sjálfsögðu að horfast i augu við þá staðreynd. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar að töluvert mikill fjöldi fólks, sem kaupir sér bil, vildi fremur eyða peningunum i eitt- hvað allt annað og hafa frekar góðar almenningssamgöngur. Þær eru góðar úr sumum hverf- um borgarinnar á daginn en á kvöldin er tiðni ferða að minu mati of litil. M.a. þess vegna fórum við i það i haust að setja á nýja leið — leið 15 — sem bætir þarna verulega úr. En það tekur mjög langan tima að kynna fyrir fólki breytingar á kerfinu og þær breytingar sem við höfum hingað til gert eru i raun ekki annaö en að lappa upp á núverandi kerfi. Mjög erfitt er að breyta einni leið smávegis þvi að það er kannski til hagsbóta fyrir jafnmarga og tapa á breytingunni. Þess vegna er heildarendurskoðun nauðsynleg. Við erum nú að endurnýja vagna- kostinn og sú vagnaaukning, sem nýtt kerfi gerir ráð fyrir, ætti nokkurn veginn að vera til staöar með þessari endurnýjun. Aukning á rekstri og merkilegar nýjungar — Er um aö ræöa mikla aukn- ingu á rekstri SVR með fyrirhug- uöu kerfi? — Það er reiknað með svona 13—15% aukningu á rekstrinum við þessar breytingar og þess vegna skiptir það miklu máli að Alþýðubandalagið fái áfram stuðning kjósenda til þess að þessi mál nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinnhefur aldrei haft SVR sem sitt sérstaka óska- barn — öðru nær — það hefur verið olnbogabarn hans og nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn éi- i minnihluta hafa þeir flutt tillögur um niðurskurð á framlagi til SVR við gerð fjárhagsáætlunar. Það er þvi ákaflega óliklegt að Sjálf- stæðisflokkurinn gengist inn á slika aukningu ef svo óliklega vildi til að hann kæmist aftur til valda. — Eru strætisvagnarnir stór liður i útgjöldum borgarinnar? — Já, beir taka mikið til sin. Farjyöldin eru greidd niður um 40% og þess vegna er erfitt að fá meira fé úr borgarsjóði, sérstak- lega núna þegar verið er að endurnýja vagnakostinn. Hver vagn kostar um 1,3 miljónir króna. En það er lika margt hægt að gera sem ekki kostar mikla peninga t.d. að bæta biðskýlaað- stöðuna. Borgarbúar hljóta að hafa orðið varir við að þau spretta nú upp eins og gorkúlur um borgina. — Einhverjar fleiri nýjungar? — Það sem mér hefur fundist einna merkilegast af öllu sem gert hefur verið á kjörtimabilinu varðandi SVR er ferðaþjónusta fatlaðra sem komst á árið 1979. Nú eru þrir sérhannaðir bilar i gangi fyrir fatlaða og sá fjórði kemur næsta haust. Með honum ertaliðaðhægtverði að fullnægja ferðaþjónustu viö hjólastólafólk i Reykjavik. Farþegar borga venjulegt strætisvagnagjald og eru fluttir i og úr vinnu og skóla og hvert sem er, t.d. á böll. Það þarf að panta hverja ferð með dags fyrirvara. Fyrsta árið voru farnar rúml. 4000 feröir af þessu tagi en á siðasta ári fjölgaði þeim upp i rúml. 16000. Þessi þörf hefur ailiaf verið fyrir hendi og manni verður á að hugsa, þegar svona þjónusta er komin á: af hverju ekki miklu fyrr? Þetta er gjör- breyting á möguleikum latlaðs fólks til að komast leiðar sinnar. Vinnutíminn of langur — Ertu ánægð meö samfclagið okkar hér i Reykjavik, Guðrún? — Ég get ómögulega sagt að ég sé allskostar ánægð með það hvernig við lifum okkar lifi. Við vinnum alltof mikiö, sumir til að eignast fin húsgögn og flottan bil en aörir til þess að eiga fyrir nauðþurftum sinum. Það er nauð- synlegt að stytta þennan langa vinnutima og horfast i augu við það að við eigum börn og þau þurfa á okkur að halda og við á þeim, ekki bara mamman heldur lika pabbinn. Þegar kvöldin og helgarnar fara i það að safna kröftum fyrir næstu vinnu- törn — eða vinna yfirvinnu — þá verða þessi börn okkar bara hreinlega útundan og við höfum ekki efni á að sinna þeim ekki. Ef við horfum i kringum okkur sjáum við að fólk á sárafáar fri- stundir nema e.t.v. tveir hópar. Það eru aldraðir og börn. — Hvaö er i húfi i komandi borgarstjórnarkosningum? Ertu fylgjandi þvi að sami meirihluti verði áfram viö stjórn? — Alvcg eindregið. Hann hefur sýnt að hann getur starfað saman og mjög margt gott hefur náðst fram. Það var auðvitað gifurlega erfitt að taka við eftir 50 ára valdaaðstöðu Sjálfstæðisflokksins hér, og núverandi borgarfulltrúar höfðu mjög skamman tima til að útbúa sameiginlegan málefna- grundvöll þessara þriggja meiri- hlutaflokka. Menn voru i sigur- vimu og fólk hafði ekki búist við þessum úrslitum. E.t.v. höfum við lagt of mikla áherslu á að sýna samstöðu og þurft þá að kyngja hlutum sem við hefðum viljað hafa öðru visi, en slikt hlýtur þó að gerast i stjórnarsam- starfi. Mjög mörg verk, sem þegarhefur verið byrjað á, þurfa aðná fram aðganga,en það gerist ekki ef Sjálfstæðisflokkurinn fær völdin hér á ný. Þá erum við komin i gamla andfélagslega farið aftur. — Að lokumt Ertu bjartsýn? — Ég er bjartsýn, ef okkur tekst að koma þvi á framfæri sem gert hefur verið á undan- förnum 4 árum, og svo er mjög hollt fyrir fólk að hugsa um hvernig það var áður en við tókum við. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.