Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. aprll 1982 leikhús Allt í hassi Sverrir Hólmarsso skrifar Leikfélag Reykjavikur sýnir HASSIÐ HENNAR MÖMMU eftir Dario Fo Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Leikmynd: Jón Þórisson Þýöing: Stefán Baldursson. Við höfum nú orðið langa og góða reynslu af verkum Dario Fo hér á landi, allt frá þvi að Christian Lund setti þau fyrst á svið hérlendis i Iðnó árið 1965 við mikinn fögnuð allra, og seinna tók Alþýðuleikhúsið upp merkið og stóð fyrir bráösnjöll- um sýningum á Við borgum ekki og Stjórnleysingjanum. Dario Fo vekur þvi miklar vonir i hvert sinn sem hann er á ferð- inni og kannski er það vegna þessara miklu væntinga að þessi sýning LR á Hassinu veld- ur töluverðum vonbrigöum. Kannski heföi manni þótt alveg ferlega gaman ef verkiö hefði verið eftir einhvern annan. Og þó. Leikritið er einfaldlega ekki nógu gott, ekki nógu vel samið. Það er eins og hafi verið kastaö til þess höndunum, að höfundur hafi þurft að semja i grænum hvelli eitt stykki farsa gegn eiturlyfjum og svo böðlast áfram fyrirhyggjulitið. í fyrsta sinn sér maður i verki eftir Dario Fo að boðskapurinn er hengdur utaná verkið I staö þess að vera samofinn þáttur i vef söguþráðarins. Menn fara allt i einu að halda yfirgripsmiklar ræður um skaðsemi eiturlyfja og sviksamlegt samsæri CIA og mafiunnar gagnvart alþýðunni. Allar voru þessar ræður hinar spaklegustu, en hjálpuðu ekki beinlinis til við að halda farsan- um gangandi. Ekki svo að skilja að allt sé vont við þetta leikrit. Það er ansi fyndið framan af, fullt af skemmtilegum hugdettum og sprelli, en þegar á liður fara ræðuhöld að ágerast um leið og söguþráðurinn verður flóknari og vitlausari með hverri minútu og leysist að lokum upp i algera ruglandi sem gengur ekki einu sinni i farsa eftir Dario Fo. Þegar söguþráður farsans fer aö gerast ótrúlegur úr hófi fram er venjan sú aö breiöa yfir þetta með nógu ákafri skothrið af sprelli og spéi, halda áhorfand- anum svo ákaft við hláturinn að hann hafi ekki tima til að hugsa. Takist þetta má komast upp með ótrúlegustu hluti. Þetta tekst hins vegar ekki i seinni hluta Hassins. Bæði veröa brandararnir býsna þunnir i roðinu — það er takmarkað hvaö maður getur enst við þá skemmtun að menn sýni hvor öðrum á sér rassinn — og svo skortir allmikið á að sýningin nái þeirri stillipurð sem þarf til þess að ná traustum tökum á hláturstaugum áhorfenda. Til þess að Dario Fo takist þarf að ná fram mjög strangt útfærðum stll, mjög gegnum- gangandi ýktum og stílfærðum leikstil, sem við höfum séð i '~í, mmut. Margrét ólafsdóttir og GIsli Halldórsson I hlutverkum sinum I „Hassiö hennar mömmu”. uppsetningum Christians Lund og Stefáns Baldurssonar. Jón Sigurbjörnsson virðist hins veg- ar ekki hafa ráðið við þetta verkefni og árangurinn er moð sem á meira skylt við Arnold og Bach en Dario Fo. Af leikurunum er það aðeins Kjartan Ragnarss. sem tekst að skapa heillega og gegnumýkta persónu sem hvergi fer út af þeirri linu sem hún setur sér i upphafi. Margrét ólafsdóttir og Gisli Halldórsson gera margt vel, en þau skortir bæöi heildar- byggingu i hlutverk sin. Mar- grét leikur af miklum þrótti og sums staöar tekst henni með gáskanum aö glæða einstök atr- iði lífi, en henni tekst ekki að skapa heillega manngerð. Það tekst Gisla Halldórssyni ekki heldur og reiðir hann sig ansi mikið á gamalreynd og ódýr brögö til þess aö trekkja hlátur úr salnum. Það er ekki skemmtilegt að sjá svona lagað til leikara meö getu og hæfileika Gisla, en þessi misjafni leikur i aðalhlutverkunum er auðvitað til marks um slaka og ómark- vissa leikstjórn. önnur hlutverk eru smávægi- leg, en Aðalsteinn Bergdal fer vel með sitt og nýtir þau tæni- færi sem honum eru fengin af kostgæfni. Hann og Kjartan skera sig algerlega úr leikara- hópnum, þar sem þeir eru þeir einu sem ráða yfir (eða alla- vega beita) þeirri likamstækni sem þarf til að skila Dario Fo-farsa. Ragnheiður Stein- dórsdóttir er hálf umkomulaus I hlutverki sem erfitt er að sjá hvaða hlutverki hefur að gegna, en það er tæplega hennar sök. Emil Gunnar Guðmundsson er fremur litlaus I litlausu hlut- verki. Guðmundur Pálsson er prestur og er kominn I góða þjálfun I þvi hlutverki. Margt er vel unnið i kringum þessa sýningu. Leikmynd Jóns Þórissonar er mjög itölsk og fal- lega unnin og lýsing Daniels Williamssonar er full af suðræn- um hita. Þýðing Stefáns Bald- urssonar er krassandi og fyndin á köflum. I heiid olli þessi sýning von- brigðum og þau vonbrigði verða að skrifast á reikning höfundar og leikstjóra til helminga. Sverrir Hólmarsson HvaöerFIYTO? FIYTO er skammstöíun fyrir Alþjóðasamtök ungra íerðalanga. Við emm aðilar að FIYTO. Allir ungir íélagar í verkalýðsíélögum, 25 ára og yngri, geta notíœrt sér þjónustu FIYTO. FIYTO gefur út sérstök skírteini -YIEEkort-og með þvi að sýna þau á íerðalögum erlendis er hœgt að íá verulegan afslátt frá verði ýmiss konar þjónustu svo sem gistingu, Allar upplýsingar um þetta er að finna í bœklingi sem fylgir skírteinunum. Með þessu móti er hœgt að spara sér umtalsverða fjárhœð. íerðum, mat, aðgangi Komið og fáið nánari að söínum o.íl. r,I,f>Vrví:Ty\r'A upplýsingar. bl\J<JrblvJrA STÚDENTA Stúdentaheimllinu við Hringbrcait, sími 16850

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.