Þjóðviljinn - 08.04.1982, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1982 Grafiö frá tjaldinu Á sunnudeginum ftírum viö á fætur kl. 6.15. Þá var 24 stiga frost, en haföi verið mest 25 gráður um ndttina. Þaö tekur alltaf dágóðan tima aö koma sér afstaö.grafa frá tjaldinu, ef eitt- hvað hefur snjóaö aö ráöi um nóttina. Einnig þarf aö elda mat, smyrja skiði og hlaða öllum farangri aftur upp á sleðana. Viö komust þviekki afstaö fyrrenkl. 10, oghéldum þá áfram göngunni inn á Dyngjufjalladalinn. Þá var frostiðkomiöniður i 13 gráður, og skýjahula á himni. Færðin var nokkuö þung. Um hádegi birti upp og við gengum inn dalinn í stór- kostlegu veöri. En ferðin var Ófært i erfið, mikill laus snjór, og sleðarnirvildu oftsitja fastirí urð undir lausamjöllinni. Það hafði verið óvenju snjólétt þennan vetur, og sá snjór, sem við geng- um á var tiltölulega nýfallinn. Við tjölduðum i miðjum Dyngjufjalladalnum í um 680 metra hæð. Þá að áliðnum degi var frostið komið niður i 6 stig. Sérstaklega útbúna poka úr gorotex-efni sem hleypir i gegn- um sig lofti, en er annars alveg vatnsþétt, höfðum við tekið með okkur og ákváðum við að prófa pokana þessa nótt. Tveir okkar sváfu úti i einum pokanum og fundu ekki fyrir kulda, þótt frost- ið hafi mest orðið 21 stig þá um nóttina. Við útbjuggum gryfju þar sem við komum siðan pokunum fyrir. Annars eru þessir pokar hafðir með öryggistækief tjaldið fykiof- anaf okkur, og eru jafnframt not- aðir sem segl, ef þannig færi býðst. Færðinfer versnandi A fætur fórum viö kl. 10 á mánudagsmorguninn. Frostið hafði minnkað nokkuð, og komin var logndrifa, en armars gott veður. Afram var ferðinni haldið eftir þessum merka dal sem gengur i gegnum Dyngjufjöll og er opinn i báða enda. Stefnan var tekin á Sigurðarskála, sem Ferðafélag Austurlands hefur reist i norðanverðum Kverk- fjöllum. Það snjóaöi mikið þennan dag ogfærðinfórsfversnandi Um há- degi var hitinn kominn i frost- mark, ogþá versnaði til muna að draga sleðana, þvi það fraus undir þeim. Skyggnið var orðið mjög lélegt, svo við uröum að fylgja áttavitanum, þótt litil hætta hafi verið á að villast þarna inni i dalnum sem liggur i norð- suður. Viö sáum móta fyrir iótum Trölladyngju.en þegar komið var út úr dalnum, birti upp, og um leið batnaði færið. Um ki. 18 vor- um við komnir um hálfan ki'ló- metra suð-austur af Kattbeking, og þar slógum við upp tjaldinu. Tjaldað á bökkum Jökulsár á Fjöllum Umnóttina hafði hvesst, og um morguninn þegar við vöknuðum var 11 stiga frost og skafrenn- ingur og samfelld snjókoma. Þrátt fyrir það drifum við okkur af stað, og ætluðum okkur að ná alla leið i Siguröarskála þá um daginn. Skyggnið var sama sem ekkert, en lagaöist örlitið er leið á dag- inn. Færðin fór siversnandi, mik- ill og erfiður lausasnjór. Við skiptumst á að troða slóðina á 5 minútna fresti. Þetta var mjög erfiður áfangi og okkur miðaði litiö áfram. Klukkan 8 um kvöldið náðum við loks niður að Jökulsá á Fjöll- um og komum aö henni opinni. Þá var farið að dimma svo við ákváðum að tjalda þarna á ár- bakkanum. Lausasnjórinn var svo mikill, að þegar við stigum af skiðunum, sukkum við upp að mitti I lausasnjó. Þrátt fyrir þessa færð, ákváð- um við að fara i rannsóknarferð um kvöldið og leita að snjóbrú yfir ána, sem og okkur tókst. Könnunarferö inn að Kverkjökli. Þar var allt ófært sökum mikils lausasnjós og snjóflóðahættu. Þessi mynd er tckin beint fyrir ofan úthlaupið á Kverká, þar sem Isheliarnir frægu eru. 4 km. á þremur klukkustundum Mqrguninn eftir var komið bjart veður til fjalla og 14 stiga frost. Við sáum upp um öll Kverk- fjöll, en á þessum slóðum vorum við komnir i 800 metra hæð. Yfir ána komumst við á snjó- brúnni og hugðumst ná til Sigurðarskála fyrir hádegi. Færðin var erfið og sleðarnir voru hálfir á kafi. I skálann náð- um við ekki fyrr en kl. 12, en þá höfðum við verið 3 klukkustundir að ganga aöeins 4km. Skálinn er til mikillar fyrirmyndar og að- koman var ágæt. Akváöum viö að vera i skálanum næstu nótt og nota tækifærið til að þurrka tjald- ið og huga aö okkar ferðabúnaði, gera vörutainingu, og undirbúa framhaldið. Það leit út fyrir aö ferðin myndi ætla að ganga frekar illa vegna ferðarinnar, svo viö ákváðum að kanna aðstæöur i næsta nágrenni á fimmtudeginum. Dyngjujökull var nýhlaupinn og alveg ófær, svo við fórum inn að Kverkfjöll- um strax um mcrguninn til að kanna snjóalög og aðrar aðstæð- ur. Snjór var það mikill á þessum slóðum, aö slóðin féllsaman yfir skiðin. A öldum sem sprungu i snjóinn og is og hjarn undir. Þá var einnig augljóslega mikil snjó- flóðahætta viða i hliðum Kverk- fjalla og nálægum brekkum. Það var þvi greinilega alveg ó- fært þar um. Eina leiðin fyrir okkur var þá að fara austur fyrir Kverkfjallaranann og upp Brúar- jökul. En þar sem sumir okkar voru timabundnir, og útséð að slikt ferðalag myndi tefja mikið okkar ferð, ákváðum við að snúa aftur i norður og halda i skálann Dreka sem er austan við Dyngju- fjöll, rétt sunnan við Oskjuopið. Eftir þessa ákvöröun snérum við til baka i Sigurðarskála og dvöldum þarfram á næsta morg- un. Snúið aftur í norður Við risum úr rekkju kl. 5 um morguninn og þá var ágætis veður, alskýjað en stillt og um 4 stiga frost. Snjórinn var laus við skálann og næsta nágrenni, en þegar við komumst lengra i norður þéttist hann og færið fór batnandi. Við stefnum nú i há- norður I átttil skálans Dreka, en hugmyndin var að halda þaöan áfram norður til Bræðrafells i miðju ódáðahrauni og þaðan á- fram annaðhvort niður i Mý- vatnssveit eöa i Svartárkot, þaðan sem við höfðum lagt upp I ferðina. Þegar við vorum komnir að Dyngjufjöllum aö austanverðu, minnkaöi snjórinn mjög snögg- lega, og siðasta spölinn að Dreka urðum við að rekja okkur eftir snjólænum, en i skálann náöum við eftir 12 tima ferð. Veðrið var ágætt og við sáum víöa yfir, Trölladyngju, Kistufell og Herðubreið. Við sáum lika að engin leið varað ferðast á skiðun- um áfram i norður og niður i Mývatnssveit, þvi þar var alveg auð jörð, allur snjór horfinn. Ekkert skyggni í Öskjuopi A laugardagsmorguninn héldum við gegnum öskjuop, til að komast hærra og i betra sklða- færi. Þá var skollin á stanslaus snjókoma, og skyggnið ekkert. 1 tilefni þess að feröafélögunum, tókst ekki að ná ásettu marki, þ,c. að komast yfir Vatnajökul, heldur urðu að snúa viö og halda aftur f Svartár- kot, skellti Sigurður Þórarinsson fram visu til þeirra félaga. Þar sem þeir brugðust ekkert allt of kátir viökveöskapnum, hélt Siguröur leiknum áfram, þar til úr varö á endum þessi visnaflokk- ur: Ferðasagá Nú skal segja sögu af nokkrum köppum, sem aö þegar vetur skellur á æða um fjöll með sklði löng á löppum langandi aðfrægðartindum ná. Hollt var löngum ungum og hollt mun þeim enn að heyra hvað þeir afreka, slfkir menn. Svo að verði sett meö stærsta letri á söguþjóöar hetjudáða spjöld saga af ferð, er fóru á liðnum vetri fírar þessir, hef ég nokkur kvöld aðalpunkta hennar saman sett og segir Halldór ólafs þar mest allt rétt. Afrck það, cr átti aö sýna lýöum, atgervi, sem stæðist hverja raun, var: Að fara saman sex á skiöum suöur yfir ódábanna hraun, áfram svo.fmeð allra minnsta stanz yfir Vatnajökul og Breiöársands. Litiö hefur frétzt til þeírra ferðar fyrr cn komu innst i Bárðardal, þar þcim voru veizlur stórar geröar, vambir kýldu þeir scin gera skal. Sagt hefur þaö verið um Svartárkotsmenn, að gestrisnir þcir voru og eru enn. K galla og skiöi börn og hundar bilna, bændakonur prisa garpskapinn, er feröalangar láta i það skina, . að skotferö yfir Vatnajökulinn verði ei erfið vaska fyrir menn, sem væntanlega skjótist yfir Grænland senn. Héldu svo til hraunsins breiða og langa, hvitt sem var og lokkandi að sjá, er þeir hófu út á það að ganga iililega kempum þessum brá. Böli slíku búizt höfðu ei viö, tii botns þcir sukku strax gegnum snjólagið. Hérna reyndust harla litils virði hlaupaskiðin, þeirra stolt og skraut, urðu núna aðeins aukabyrði á öxlum þcirra og juku gönguþraut. Galli það á gönguskíðum er, að gagnast mönnum ekki þá snjóþungt er. Snjó I klof nú keifa voða lcngi kapparnir og stefna i suðurátt. Fór þó svo um þessa dáöadrengi að dró úr kröftum þeirra smátt og smátl. Nær var þrotin orka sumra öll, cr þeir komust loks i Dyngjufjöll. Þar sem heitir dalur Dyngjufjalla dvöldust þeir um hrið við magran kost. Kaldir, aumir, ýkja glaðir varia, átu snarl og bruddu þurran ost. Sannarlega segjasl veröur það, að sumir mundu betri tið á þessum staö. Bættist enn á ógæfunnar kúfinn, ærinn sem að fyrir þegar var. Dyngjujökull sýndist anzi úfinn, erfið myndi skiðaganga þar. Basiararnir ráð það brugöu á að böölast austur fyrir Jökulsá. Sveittir, spældir Sigurðar- tit skála seggir brutust, hvildust þar um sinn. Kverkfjöll klifa kom nú eitt til mála, ef komast áttu suður jökulinn, en sem þeir nálgast þessi feikna fjöll fyrirliöans raustin hcyrist gjöll: „Þessi fjallshlfð mörgum erfið oft er, efstu brúnum mikil þraut að ná. Bara aö við hefðum helikopter, hagur okkar myndi vænkast þá, en enginn slikur leggur okkur lið, þvilcgg ég til að hérna viö snúum viö. Þá mun okkar þrautum bráðum linna, er þjóöráö vafalitiö telja má næst, er frægð við viljum okkur vinna að velja nokkru minni jökul þá. -Hraustir rnyndum karlar, i kokinu, ef kæmust yfir jökuiinn á Okinu." Siguröur Þórarinsson. Við komumst upp Jónsskarð en þar var geysimikill snjór. Að austanverðu viö fjöllin var hins vegar alveg autt, en töluverður snjór aö vestanverðu. Viö urðum að draga sleðana á köðlum eftir fjallshryggjum á leiðinni upp Jónsskarð, og það tók okkur eina 3 klukkutima, og heljar mikil átök. Þaðan héldum við áfram i norðuráttog tjölduðum um kvöld- ið viö Háahnjúk norður af öskju. r A villivegum A sunnudagsmorgninum var komin snjómugga en við vorum bjartsýnir og ætluðum að komast alla leið niður i Svartárkot fyrir kvöldið. Skyggnið var afar lélegt og við fylgdum mótum Fram- bruna og Útbruna. I muggunni lentum við inn i jaðar Frambruna og sveigðum brátt aftur til hægri til að komast út úr apalhrauninu sem var mjög úfið. Tók okkur um þrjátimaaðná aftur út á Útbrun- ann á mótsvið NeðriFögl. Attum við þá skammt eftir ófariö að syðstu upptökum Suðurár, og lét- um þar berast fyrir um nóttina. Aftur í Svartárkot A mánudeginum gengum við siðan niður með ánni sömu leið og við höfðum farið i fyrsta áfanga ferðarinnar. 1 Svartárkot komum við um þrjúleytið og fengum feykigóðar viðtökur eins og ætið þegar þangað er komið. Um kvöldið komu siðan félagar úr Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri og sóttu okkur. Þannig lauk nú þeirri ferð, sem tókst i alla staði vel, þótt ekki hafi verið hægt að fylgja eftir fyrirfram- gerðri áætlun. — Hver var siðasta fcrðin sem þú fórst I? — I fyrravetur fórum við fimm félagar frá Breiðamerkursandi norður yfir Vatnajökul og enduð- um i Möðrudal. Þetta var. viku ferð. Lögðum upp á jökulinn á há- degi á laugardegi, og fórum síðan um Esjufjöll og Grágæsadal og þaðan iMörðudal.en þar mættum við i þrjú kaffi næsta laugardag á eftir. — Er veriö að undirbúa fcrða- lag núna? —- Já, einn úr hópnum er að skipuleggja ferö á Vatnajökul, en ég kem því sjálfsagt ekki viö, að vera með I þessari ferð. Ég fór i ferð yfir Vatnajökul veturinn 1959, og mér er ekki kunnugt um aörar vetrarferðir yfir Vatnajökul siðan. Besti feröatiminn er seinni part vetrar, i lok mars. Þá eru menn örugg- astir meö snjó. Jöklarnir yfirleitt góðir yfirferðar, þar sem sprung- urnar eru fullar af snjó og ekki sist, þá er orðið bjartara fram eftir, en ennþá allra veðra von. — Hvað eigið þið ykkur til minja úr þessum ferðum? — Eg tek alltaf mikið af mynd- um á minum feröalögum, og það gera ferðafélagar minir einnig. Þá held ég einnig yfirleitt laus- lega dagbók yfir þessar ferðir. — Er að aukast áhuginn á slfk- um ferðum scm þessum? — Já, þetta er farinn að verða nokkuð stór hópur sem stundar þessi ferðalög reglulega, og hann fer stækkandi. Mikið til eru þetta félagar í björgunarsveitunum, sem fara i þessar ferðir bæði sem þjálfunar- og skemmtiferðir, auk þess sem ýmsir aðrir áhugamenn fara i slikar ferðir. — Fara konur litið I ferðir sem þessar? — Þaö hefur aldrei verið kona i þeim langferðum sem ég hef farið. Það hefur ennþá engin boð- ist til að fara. Aö visu erstarfandi kvennadeild innan Flugbjörg- unarsveitarinnar en þær stunda ekki langferðiraf þessu tagi. Hins vegar hefur orðið gifurleg aukning i fjaHgöngum og alls kyns styttri feröalögúm jafnt hjá körlum sem konum, nú bara á sfðustu árum. 1952 þegar ég kom hingað suður, sást ekki nokkur maöur hér á gönguskiðum. Þar hefuraldeilis orðið breyting á, nú á síðustu árum. Hér áður þurfti að nálgast allan nauðsynlegan út- búnað, eins og bakpoka, svefn- poka og hlifðarbúnað, eftir alls kyns krókaleiðum til útlanda. Nú er út’i vera orðin það stór þáttur i tómstundastarfi og skemmtan okkar, að sprottinn er upp fjöldi sérverslana sem einungis versla meö útbúnað til útivistar. Það sýnir best hversu gifurleg breyt- ing hefur orðið á. _ig.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.