Þjóðviljinn - 08.04.1982, Page 28

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Page 28
28 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. aprll 1982 um helgina myndlist Ómar og Óskar sýna í Gallerí Lækjartorgi Þessa dagana stendur yfir I Gaileri Lækjartorgi samsýning tveggja ungra nýlistarmanna, Óskars Thorarensen og ómars Stefánssonar. Þó nýlistin hafi fram til þessa dags átt hugi þessara ungu manna, þá eru ný- listarverk engin á sýningunni. Hinsvegar frömdu þeir gjörning mikinn um slöustu helgi vib mikla hrifningu áhorfenda og er þaft mál manna aö dauöur punktur sé hvergi þar sem piltar þessir koma nálægt. t skrá um sýninguna er þess getið að Öskar sé fæddur i Reykjavik 1959 og sé eiginlega ekki mikið meira um hann vitað, utan þess aö mi hafi hann I fyrsta sinn árætt að koma verkum sinum á framfæri. Um Ómar er það að segja að hann ku vera fæddur i Keflavík árið 1960 og var snemma kominn á stúfana með verk sin undir handakrikanum. Þannig hafi hann þegar árið 1976 komið upp sýningu á Mokka-kaffi, gestum kaffihússins til yndisauka. Þá hefur hann tekið þátt i mýgrút af samsýningum og i ofanálag bætt við einkasýningu i Rauða húsinu á Akureyri. Til þess að bæta gráu ofaná svart mætti ómar galvaskur upp á ritstjórn Þjóðviljans og tjáði blaðamanni eigi alllitiö um lifshlaup sittogþjónkun sina viö listgyðjuna. Hann kvaðst hafa útskrifast Ur Myndlista- og handiðaskólanum 1981 ogþaöúr hinni umdeildu nýlistardeild. Var hann nokkuð myrkur i máli gagnvart stjdrnendum skólans og kvað nýlistardeildina hafa orðið fyrir ómaklegum árásum. Engu væri lfkara en að nem- endum væri uppálagt að halda sér á mottunni námsár sin i skólanum, listrænnar Utrásar gætu þeir ekki vænst innan veggja hans. Ómar sagöi að samsýning þeirra óskars hefði gengiö vel og fjölmörg verk heföu selst Hann sagðist vera með oliumál- verk, grafik og teikningar, en Óskar væri eingöngu meö akril- málverk. Sagði hann sýninguna senn á enda, siðasti dagur yrði 12. aprfl. ómar kvaðst harð- ákveðinn I að komast eitthvað Ut, væri reyndar búinn að sækja um skólavist i listaakademiúnni i Berlin, en i V-Þýskalandi ættu Gratik a Isatiröi Laugardaginn 4. apríl opnaði Jenný Guðmunds- dóttir sýningu í bókasafninu á isafirði á grafíkverk- um. Sýning þessi er á vegum Menningarráðs Isaf jarð- ar. Þetta er fyrsta einkasýning Jennýar, en hún hefur tekið þátt i sýningum á Norðurlöndunum, Þýskalandi, Póllandi og i Bandarikj- unum. Sýningin stendur yfir til 18. april og er opin á timum bóka- safnsins og frá kl. 2-6 yfir páskana, en lokaö á föstudaginn langa. Jónas í Eden Jónas Gúðmundsson heldur málverkasýningu i Eden i Hvera- gerði um páskana. Sýningin verður opin frá skirdegi til 25. april. A sýningunni verða oliumálverk og vatnslitamyndir. Eden hefur opið um páskana. Þeir félagar Óskar Thorarensen og Ómar stefánsson. Myndin var tekin I Galleri Lækjartorgi. — Ljósm.: — eik. þeir óskar reyndar hauk í horni þar sem væri kona nokkur sení hefði boðið þeim að setja upp sýningu i Köln. Kváðust þeir hafa fullan hug á að leggja land undir fót og halda Ut. 1 lok spjallsokkar Ómars vildi hann koma þvi á framfæri að i Galleri Lækjartorgi, en for- stöðumaður gailerisins er Jóhann G. Jóhannsson, væri sú nýbreytni i tilhögun, að teknar væru myndir frá hverri sýningu inná videóspólur og þeim spólum væri siðan komið til for- ráðamanna ii'stahúsa um allt land. —hól. Ingvar Þorvaldsson opnar sýningu í dag A skirdag kl. 15.00 opnar Ingvar Þorvaldsson mynd- listarsýningu i Listsýningarsal Myndlistarskólans á Akureyri. Ingvar sýnir þar 40 nýjar vatnslitamyndir. Þetta er 12. einkasýning Ingvars, en auk þess hefur hann tekið þátt I fjöl- mörgum samsýningum. Sýningin verður opin daglega frá 15-22 og lýkur annan i pásk- um. Valgarður Gúnnarsson sýnir í Nýlistasafninu Valgaröur Gunnarsson opnar sýningu I Nýlistasafninu Vatns- stig 3b föstudaginn O.april kl. 16. Sýningin veröur opin kl. 16-22 virka daga og kl. 14-22 um helgar. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 18. april. Valgarður Gunnarsson út- skrifaðist úr Myndlista- og handiðaskóla Islands árið 1979. Stundaði framhaldsnám við State University of New York og Empire State College árin 1979-1981. Þetta er fyrsta einkasýning Valgarðs, en hann hefur áður tekið þátt i tveimur samsýning- um. Sýnd eru oliumálverk unnin á striga. Myndir frá Landinu helga Nú á föstunni hefur veriö tek- in upp sú nýbreytni I starfi Nes- kirkju aö sr. Frank M. Haildórsson sóknarprestur hef- ur sýnt kvikmyndir eða Iit- skyggnur á föstudagsguðsþjón- ustum. Hefur þetta gefiðgóða raun og mælst mjög vel fyrir i söfnuðin- um, þvi að segja má að húsfyllir hafi verið i safnaðarheimilinu nærfellt hvert einasta fimmtu- dagskvöld. A eftir guðsþjónustu á skir- dagskvöld kl. 20.00 verður siðasta sýningin. Sýndar verða myndir frá páskahaldi i Israel, en i Israel halda menn páska á ýmsa vegu. Skemmtistaðir um páskana Skemmtistaöir Reykjavik- ur veröa opnir i dag, skir- dag, til klukkan 23.30, á föstudaginn langa verður allt lokaö, á laugardag opið til kl. 23.30, allt lokaö á páskadag en opiö til kl. 1.00 á annan páskadags. Þaö sem fram fer á stöðunum er þetta: Hótel Borg: Skirdagur:létt tónlist. Laug- ardagur: létt tónlist. Annar páskadagur: gömlu dans- arnir. Glæsibær: Grétar Laufdal verður ávallt i diskótekinu og hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi. Broadway: Allir dagar: Dansflokkur Heiðars Astvaldssonar sýnir ávallt Lúsiferdansinn og Jassport dansa s-ameriska dansa. Þórscafé: Lokað á skirdag og á laugar- deginum. Efri hæðin opin á annan. Klúbburinn: Skirdagur: Hljómsveitin Landshornarokkarar leikur fyrir dansi og diskótek á tveimur hæðum. Á laugar- dagogá annanverður diskó- tek. Leikhúsk jallarinn: Lokaöá skirdag og á laugar- deginum. Annar i páskum: Kjallarakvöld; skemmtiatr- iði 1 og 2 i kjallaranum. Sigtún: Skirdagur: Bingó kl. 19.30. Laugardagur: Bingó kl. 14.30. Annar: Diskótek. Hótel Saga: Hljómsveit Ragga Bjarna og Helena. Óðal: Avallt diskótek. Snekkjajn: Diskótek á annan —- annars lokað. Hreyfilshúsið: Gömlu dansarnir á laugar- deginum. Lindarbær: Gömlu dansarnir á laugar- deginum — Valgerður Þóris- dóttir syngur undir leik hljómsveitar Rúts Kr. Hann- essonar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.