Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 13
Helgin 1 — 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
einnig æfingar á „SnöbolLskrig-
et”, sem var sýnt fyrr i vetur, en
verður nú leikið á finnsku. Leik-
stjóri „Happy Days” er Ritva
Holmberg, en Kaisa Korhonen
(leikhússtjóri Lilla Teatern) leik-
stýrir „Snöbiollskriget”. Báðar
voru þær hér heima fyrir ári
siðan og tðku nokkra leikara i
tima á eftirminnanlegu og vel
heppnuðu námskeiði. Auk þess er
Kaisa okkur vel kunn fyrir leik-
stjórn sina á þeim finnsku leik-
sýningum, sem komið hafa til,
íslands siðustu ár, sýningu KOM
teatteri á „Þrem systrum” (á
Listahátið ’80) og sýningu
Svenska Teatern á „Konunum frá
Niskavuori” (s.l. haust), sem hún
leikstýrði ásamt Kára Halldóri.
kom teatteri
Vegna húsnæðiserfiðleika hefur
KOM leikhópnum verið skipt upp
i tvo hópa. Annar þeirra hefur
nýlokið við að leika „Me
Pommittajat” hér i Helsinki, en
hinn er nú i Þýskalandi og leikur
þar leikritið „Dauðaskipið” eftir
B. Travis.
I vetur hefur KOM haft inni i
gamalli, stórri verksmiðju i verk-
smiðjuhverfi og komið sér þar
upp mjög merkilegri aðstöðu.
Salurinn, sem þau leika i, er risa-
stór geymir með leifum af
gömlum vélum og tækjum. Hálf
nöturlegt allt saman, en gefur þó
undarlega magnað andrúmsloft
og ótrúlega möguleika i leik-
sýningum.
Þó ekki skildi ég orð i sýningu
þeirra á „Me Pommittajat” (We
bombed in New Haven, e. Joseph
Heller), sem Kalle Holmberg um-
skrifaði, leikstýrði og lék sjálf-
ur stórt hlutverk i, naut ég
sýningarinnar vel. Þetta var
sterk sýning, framúrskarandi vel
leikin og naut sin vel i þessu
magnaða umhverfi. Mér skilst,
að ekki hafi sýning þeirra á
.Kulervo” frá i vetur siður notið
sin á þessum stað.
En nú hefur þetta merkilega
hús verið tekið af þeim og á að
notastsem lager (!?). Ýmsir full-
yrða að hér sé pólitik i spilinu, þvi
kommararnir þykja fullróttækir i
augum sumra, sem með völd fara
i Helsinkiborg. -Hvað um það.
Starfsemin liggur niðri um tima,
en þráðurinn verður fljótlega
tekinn upp aftur.
leikhúsdagar
í ábo
55. finnsku leikhúsdagarnir
voru haldnir i Abo i páskavikunni.
Þessa daga safnast saman hundr-
uð leikhúsmanna hvaðanæva að
af landinu, halda fundi, ræða
málin, fara i leikhús og drekka
saman. Meðal þeirra sýninga,
sem þá voru á boðstólum var
gestaleikur frá Dramaten i
Stokkhólmi: „Klassfiende” eftir
Nigel Williams. Leikrit, sem
tekur allt fyrir i senn, m.a. ung-
lingavandamál, skólann, upp-
lausn, vonleysi, atvinnuleysi —
kerfið.
Og Borgarleikhúsið sýndi leik-
rit sin Skytturnar (byggt á sögu
Dumas), Kulervo eftir Aleks-
ander Kivi og Piaf, eftir Pam
Gems, umskrifað af Elina Halt-
tunen.
Af upptöldum verkum er
skemmst frá þvi að segja, að
sýning þeirra Abo-manna á Piaf
er sú besta, sem ég hef séð til
þessa. Leikritið fjallar um ævi
söngkonunnar Edith Piaf og eru
margir söngvar hennar sungnir i
sýningunni. 1 sýningunni var á
engan hátt reynt að likja eftir
Piaf sjálfri, hvorki i útliti eða
söng, né heldur var dregin upp
fegruð mynd af lifi hennar. En
það var tekist á við þetta verkefni
af hvilikri einlægni og áhuga, að
sjaldgæft má telja. Sviðsetning og
leikur var frábær. Og leikkon-
unni, Kristiina ElstelS, sem lék
Piaf, gleymir maður ekki eftir
þessa sýningu. Hún var hreint út
sagt stórkostleg. Lék og söng af
þvilikri fjölbreytni og dýpt, að
betur verður ekki á kosið.
Þrátt fyrir málleysið var ég
með á nótunum allan timann og
svo hrifinn af leiknum, að ég gat
allsendis óhikað tekið undir með
öðrum áhorfendum, sem með tár
i augum fögnuöu leikurum og
Leikararnir Ritva Vaikama og Kalevi Kahra i hlutverkum sinum i
„Voimamies” i uppfærslu Juoko Turkka i Borgarleikhúsinu.
Hin stórkostlega leikkona
Kristiina ElstelS, sem nú ieikur
Edith Piaf i Borgarleikhúsinu i
Abo.
Asko Sarkola i hlutverki Axels
(Strindbergs) á Lilla Teatern i
Varnarræðu vitfirrings.
Úr hinni sérkennilegu dans- og lðtbragðssýningu „Loputon Arvoitus” i
Borgarleikhúsinu.
leikstjóra kröftuglega i leikslok.
Leikstjórinn hefur verið nefndur
hér að framan: Jotaarka Penn-
anen (leikstýrði Caligula i Þjóð-
leikhúsinu og einnig ágætri
sýningu hér i Abo á Kulervo).
leikarinn —
leikstjórinn
A allsherjarumræðufundi leik-
húsmanna i Abo á leikhús-
dögunum, sem bar yfirskriftina
„frá hugmynd til fram-
kvæmdar”, urðu nokkrar svipt-
ingar og ágreiningur um sam-
band leikarans og leikstjórans.
Til gamans sting ég hér inn hluta
af ræðu eins leikarans, Hannu
Lauri, frá fundinum:
„Leikstjórar — að gefa af
sjálfum sér á ærlegan og opin-
skáan hátt er ekki aðeins for-
réttindamál leikaranna. Aðstaða
ykkar gefur ykkur tækifæri til að
gagnrýna starfsgetu leikaranna,
likamlega og andlega tjáningar-
hæfileika þeirra, sköpunarmátt
þeirra. En minnist þess, að þessi
aðstaða ykkar tryggir ekki, að
ykkur verði ekki á mistök.
Hættið aö lita á sjálfa ykkur
sem menntaða yfirstétt leikhús-
starfsmanna. Gefið leikurunum
þó ekki væri nema helminginn af
þeim tima, sem þið hafið sjálfir
til þess að undirbúa nýtt verk, og
deilið þeirri þekkingu, sem þið
búið yfir um bakgrunn verksins,
meðleikurunum, eða a.m.k. þeim
upplýsingum, sem visa á þá
þekkingu.
— Það á eftir að koma ykkur á
óvart — skapandi umræða leikara
og leikstjóra er möguleg!
— Veitið leikurunum verkefni,
sem þið óttist, að þeir geti ekki
leyst af hendi, ekki verkefni, sem
þið vitið að þeir leysa.
„Pedagógiskur” leikstjóri ber
ábyrgð á leikurum sinum og
þroska þeirra. Hann hvetur leik-
arann áfram þannig að hann
beitir til fullnustu öllum þeim
hæfileikum, sem hann kann yfir
að búa. Hann setur ekki leikarann
inn i auðveldar, fyrirfram
ákveðnar aöstæður. Leikstjórar
— verið pedagógiskir!”
Að sjálfsögðu er hér aðeins um
eina hlið á flóknu máli að ræða,
máli sem er ansi afstætt mál,
raunar eilifðarmál. En ekki get
ég gert að þvi, að i hug mér hefur
flogið við og við, hvort hér ríki nú
leikstjórans tið, og spurt sjálfan
mig, hvort leikstjórar væru hér,
sumir, á æðra stalli, og notuðu
m.a. leikara sem tæki til aö
byggja upp og koma á framfæri
eigin hugmyndum um verkið,
listina, jafnvel eigin heimsmynd.
Og svo á hinn bóginn, hvort
leikara skorti meira sjálfstraust
— frumkvæði; treysta þeir um of
á ieikstjórann, leiðasagnargáfu
hans og snilli.?
niðurlag
Það er áberandi i finnsku leik-
húsi hve mikil dramatisering og
umskrift á sér stað. Það er mikið
dramatiserað af gömlu sem nýju
efni, sögum og jafnvel ljóðum. Og
Finnarnir eru aldeilis ófeimnir
viö að umskrifa leikrit og breyta
þeim, aðlaga þau eigin
aðstæðum, aðlaga þau þvi leik-
húsi eða þeim hópi, sem flytur
verkið.
Annað, sem einnig er áberandi,
er rikuleg beiting tónlistar. Svo til
i öllum sýningum er flutt músik,
lifandi eða af segulbandi, oftast
þó lifandi og þá flutt af allt frá
einum hljómlistarmanni upp i
heila hljómsveit. Þetta samspil
tónlistar og leiks list mér vera
þróað fyrirbæri hér og gefur
sýningum aukið gildi.
Finnska leikhúsið er lifandi
leikhús. Að sjálfsögðu misjafnt,
en fjölbreytt. Þó hafa ýmsir
finnskir leikhúsmenn látið að þvi
liggja, að nú riki eins konar
millibilsástand i leikhúsinu al-
mennt. Menn hafi náð einum
áfanga, en ekki hafi verið mörkuð
braut að hinum næsta. Það sé
ekki mikið að gerast einmitt nú.
Má vera rétt, en fyrir
utanaðkomandi er samt heilmikið
um að vera og margt hingaö að
sækja og það vissulega frekar en
til annarra nálægra landa.
Leiksýningar bera hér viða
merki mikillar ögunar og list-
rænn standard er hár. Og maður
finnur fyrir þeirri viðleitni að
takast á við mannskepnuna,
skoða hana og gegnumlýsa,
varpa fram spurningum, nýjum
myndum af henni, i þvi augna-
miði, að við vöxum að skilningi á
okkur sjálfum og lifinu — svo
okkur takist betur að eiga við
okkur sjálf og hvert annað, lifa
betra lifi — kannski? Kann að
hljóma barnalega, en þessi til-
finning er til staðar hér, þegar
maöur skoðar og upplifir, lærir
um sjálfan sig og aðra.
Það fer þvi veL á þvi að ljúka
þessum pistli með tilvitnun þeirra
Lilla Teatern-manna, sem er
letruð aftan á siðustu leikskrá
þeirra:
„Livetharenlángsam rytm.
Ilet för oss pá underliga
omvagar till várt mál.”
I Helsinki I2,april ’82,
Sigurður Skúlason
Svölu-
kaffi
1. maí
Svölurnar (félag fyrrverandi
flugfreyja) efna til kaffisölu i
Súlnasal, Hótel Sögu, i dag, 1.
mai. Er þetta gert til að efla fjár-
hag félagsins, en einn megintil-
gangur þess er að vinna að mann-
úðarmálum. Svölurnar hafa á
þessu ári veitt 6 styrki til fram-
haldsnáms i ýmsum sérgreinum.
Súlnasalurinn verður opnaður kl.
14.00, en þar verður tiskusýning,
happdrætti og kaffi.
Eiðfaxi
Ennþá er Eiðfaxi á ferðinni og
skýrum við nú frá þvi efni sem
fy rirferðarmest er I 3 tbl. i ár.
I íorystugreininni fjallar Arni
Þórðarson um verslun með hross
og lýkur henni með þess-
um orðum: „Hvað, sem gert
verður til að greiða fyrir kaupum
og sölu hesta i landinu má aldrei
leggja stein i götu hestakaup-
anna, þjóöariþróttar Islendinga i
viðskiptum. Menn verða að hafa
óskert frelsi til að fá fullnægt
þessari sérstæðu viðskipta-
hneigð”. Páll S. Pálsson hæsta-
réttarlögmaður skrifar um hesta
á þjóðvegum og lagagreinar, sem
um það gilda.
, Birt er viðtal við Karenu Jóns-
f ttur og Tómas Brandsson á
msstöðum i Grimsnesi, sem
gja: Hrossin hai'a verið okkar
1 lifsi'ylling. Kári Arnórsson ræðir
um þann vanda, sem menn geta
komist i ef þeir tapa hesti. „Hann
fékk sér bara hjálparbeisli”,
segir Sigurður Ragnarsson. Jón
Sigurðsson, bóndi i Skollagróf,
ritar grein um hrossaútflutning
og telur „fráleitt að banna út-
flutning kynbótahrossa en með
ieinhverjum hætti þarf að skjóta
lokum fyrir þá ósvinnu, að selja
slika gripi á smánarverði, eins og
raunarheíur viðgengist til þessa.
Einar E. Gislason á Syðra -
[Skörðugili i Skagafirði segir
Ifjölda kynbótagripa og gæðings-
efna I tamningu i Skagafirði.
B.S. ritar grein er hann nefnir:.
„Þar upphefst vandinn” og er þar
á ýmsu gripið úr misvindasamri
sögu hestsins á Islandi. Jón H.
Ásbjörnsson, heilbrigðisíulltrúi i
Mosfellssveit svarar spurning-
unni: Hvaða krölur gera heil-
brigðisyfirvöld i þéttbýli um
hreinlætisaðstöðu og frárennsli i
hesthúsahverfum? Sagt er frá
heimsókn i stóöhestastööina i
Gunnarsholti. Haukur Hafstað,
framkvæmdastjóri Landverndar,
hvetu>- til þess að rækta upp án-
ingarstaði hestamanna. Sagðar
eru fréttiraf Búnaðarþingi. Rætt
ervið Jón Ölaf Jóhannsson, 17 ára
hestamann, sem hlaut 28 verð-
launapeninga á sl. ári. „Þau eru
hungruð”, nefnist grein eftir
Marenu Amason og deilir hún þar
á illa meðferð á hrossum. Þá eru
og i ritinu fréttir af starfsemi ým-
issa hestamannafélaga.
—mhg
! Leigusamn-
!| ingur um sum- I
!j arbústaðaland j
I Lögfræðingar bændasam- '
takanna hefur nú útbúið lóð- '
Iarleigusamning fyrir þá I
jarðeigendur, sem áhuga
hafa á þvi að leigja land und- *
■ ir sumarbústaði. Geta bænd- I
[ ur fengið eyðublöðin hjá ■
Ijarðanefndum i héruðunum, I
Stéttarsambandi bænda eða I
Búnaðarfélagi Islands.