Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 32
þJÚÐVIUINN
Helgin 1.— 2. mai 1982
nafn
vfkunnar
Kári
Kristjáns-
son
1 dag 1. mai, stendur fuli-
trúaráð verkalýfisfélaganna i
Reykjavik fyrir kröfugöngu og
baráttufundi afi Lækjartorgi
aö venju. Kári Kristjánsson
húsgagnasmifiur er formafiur
1. mai nefndarinnar afi þessu
sinni. Hann var spuröur
hvernig 1. mai nefndin væri
skipufi, og hvert væri hennar
verkefni.
— Stjórn fulltníaráös verka-
lýðsfélaganna i Reykjavik
skipar 8 fulltnia i þessa nefnd,
og á fyrsta fundi hennar, er
BSRB og Iðnnemasamband-
inu boðin þátttaka í aðgerðum
1. mai' þannig að í allt eru 11 i
nefndinni. Nefndin kemur sér
niður á sameiginlegan mál-
eöiagrundvöll, semur ávarp
dagsins og kröfur auk þess að
skipuleggja dagskrárliði
fyrir 1. maí.
— Hvernig hefur samstarfiö
verifi i nefndinni?
— Samstarfið hefur verið
gott. Það er fullt samkomulag
um ávarp og kröfur dagsins,
og starf nefndarinnar hefur
• gengiö vel að öllu leyti.
— Hverjar eru hcistu kröfur
da gsins?
— Kjaramál og vinnuvemd-
armál eru i brennidepli að
þessu sinni. Við leggjum m.a.
áherslu á fulla atvinnu fyrir
allar vinnufærar hendur.
Mannsæmandi laun fyrir 8
stunda vinnudag. Óskerta
framfærsluvlsitölu á öll laun.
Betri aðbiinaö á vinnustöðum
og meiri áherslu á hollustu-
hættiá vinnustööum.
— Finnst þér menn nógu
virkir f kjarabaráttunni?
— Nei, mér finnst menn ekki
vera nægilega virkir I starfi,
og sjálfsagt kemur þar margt
til. Eins mætti að minu mati
reyna að ná meiri samstöðu
með þeim sjálfkjörnu aðilum
sem standa fyrir baráttufund-
um I nafni verkalýðs hér i
Reykjavik 1. mal. bað hlýtur
aö vera framtiöarmarkmið.
— Skiptir fundurinn I dag,
jafnvel meira máli en oft áður
vegna þeirrar kjarabaráttu
sem nú er háð viö samninga-
borðiö?
— Já, ég held að svo sé tvl-
mælalaust, ekki síst vegna
þess aö það eru forystumenn
stærstu launþegasamtaka I
landinu sem flytja ávörö á
fundinum og þaö má jafnvel
búast við þvi aö linur skýrist
eitthvað I kjarabaráttunni á
þessum baráttufundi.
— Þú ert ekki hræddur um
afi kuldinnfæli fólk frá fundar-
sókn?
— Nei, ég á von á góðum og
fjölmennum fundi. Það hefur
alltaf veriö góð þátttaka hér I
Reykjavik. Hugsjónareldur-
inn sér um að halda hita á fólki
I kuldanum”, sagði Kári að
lokum. —Ig.
Sérfrœðingur okkar í örbylgjuofnum Dröfn
H. Farestveit hússtjórnarkennari, lærð hjá
tilraunaeldhúsi TOSHIBA í Englandi, er
yður til reiðu varðandi hverskonar fyrir-
spurnir um matreiðslu í ofnunum eða vai á
hinum fjölbreyttu áhöldum sem fást hjá
okkur.
Og svo þú fáir fullkomin not af TOSHIBA
ofninum þínum býður Dröjn þér á
matreiðslunámskeið án endurgjalds.
Vertu velkominn til okkar, hjá okkur f 'ærðu
réttar upplýsingar um örbylgjuofna.
TOSHIBA ofnarnir kostafrá kr. 4.510.-
Greiðsluskiimálar.
RAF HF.
Glerárgötu 26
Akurcyri.
Sími25951.
,,Eftirlitsmaðurinn ” á Akureyri:
Gamanleikur með broddi
segir Ásdís Skúladóttir
— Þetta verður vorgleöi okkar
handa Akureyringum, sagöi
Ásdis Skúladóttir leikstjóri er viö
slógum á þráfiinn til hennar
norður, þar sem hún leikstýrir
Eftiriitsmanninum eftir Nikolai
Gogol, sem frumsýndur var i
gærkvöldi.
— Við höfum unniö aö leik-
stjórninni I sameiningu, viö
Guðrún Ásmundsdóttir og Jón
Hjartarson hefur aðstoðað okkur
við að staðfæra verkið og aölaga
okkar timum og aöstæðum með
innskotum.
Eftirlitsmaöurinn er gaman-
samt ádeiluverk, sem Gogol
skrifaði til þess aö ráðast gegn
samfélagi sins tlma, það er að
segja rússneska keisaraveldinu,
en svo undarlega brá við að fáir
hlógu meir en keisarinn þegar
verkið var frumsýnt, og segir
sagan að þaö hafi valdið Gogol
þungum áhyggjum, þvi það var
meðal annars keisarinn og hans
valdastétt sem Gogol beindi
spjótum sinum að.
Við höfum hins vegar I samráði
við Jón Hjartarson gert ýmsar
breytingar á framsetningu leiks-
ins, þar sem við notfærum okkur
sem flesta mögleika leikhússins,
allt frá farsakenndum leik-
brögðum yfir i látbragðsleik og
söngleikjaform.
Þetta var aö sönnu ekki upphaf-
leg hugmynd Gogols, en við erum
sannfærö um að hann hefði haft
trú á þessari aöferð við okkar
aöstæður.
— Hvenær er leikritifi skrifafi?
— Leikritiö var frumsýnt 1836,
en fyrir þann tima hafði Gogol
skrifað alþýöusögur sem nutu
vinsælda, en fyrri leikrit hans
höfðu ekki hlotið náð fyrir rit-
skoöuninni i Rússlandi á þeim
tima. Gogol var m.a. ásakaður
fyrir aö vanvirða þjóðernið og
— Þaö var engin tilviljun að
Guörún var beðin um að taka
þetta verk að sér, þar sem hún
hefur sett hvern dúndurfarsann á
sviö á fætur öðrum en siðan kom i
ljós aö hún hafði ekki tima til að
ljúka verkinu, og þá bað hún mig
um að vinna verkið með sér.
Við unnum svo saman i 10 daga
ásamt með Jóni Hjartarsyni að
undirbúningi, þar sem linurnar
voru lagðar fyrir verkiö. Siðan fór
Guðrún norður, og þegar hún var
búin að koma æfingum af stað
kom ég noröur og við unnum
saman i 10 daga þangað til
Guðrún varð aö fara þannig að ég
fylgdi verkinu nú úr hlaði. Við
höfum unnið mjög náiö saman i
gegnum árin við Guörún, þannig
að samstarf okkar hér hefur
gengið vel eins og ávallt.
— Hverjir eru helstu leikendur
og aöstandendur sýningarinnar?
— Eins og ég sagði þá á Jón
Hjartarson stærstan þátt i leik-
gerðinni, en Ivan Törok gerir
leikmyndina og David Walters er
Framhald á bls. 25
örbylgjuofnarnir
bjóða þcr upp á hina ótrúlcgustu möguleika í matscld.
Komdu og spjallaöu við okkur og við skulum sýna þér möguleika Toshiba ofnanna,
hvers vegna svo gott erað baka í þeim og hvers vegna maturinn verðursvo góður.
Heimilisörbylgjuofninn ER
649 er búinn örbylgju-
snúningsspegli að ofan og
stórum snúningsdisk aö
neðan — þetta býður miklu
betri ogjafnari dreij'mgu á ör-
bylgjunum. Þessi ofn er skör
framar í jöfnum bakstri og
góðri steikingu.
fósturjöröina með raunsæislegum
þjóðlifslýsingum sinum, og hann
bjó siðan i útlegð I Róm frá
1836-’48, en hann lést 1852, 43 ára
að aldri. Eftirlitsmaðurinn er nú
talið til sigildra meistaraverka i
evrópsku leikhúsi.
— Hvernig var samvinnu ykkar
Guðrúnar og Jóns háttað?
Mynd úr tímaritinu
Gestgjafinn
I. tbl. 1982.
Dröfn matreidir
fylltar svínakótelettur
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaöastræfi 10 A
Sími 16995
Afialslmi Þjófiviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu
8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- 81333 81348
greiöslu blafisins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81663