Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 3
Helgin 1,— 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Rætt við Stellu Steinþórsdóttur, trúnaðarmann í Síldarvinnslunni í Neskaupstað
mér nú að þaðhaí'í nú ekki alldeil-
is verið þannig. Ég var nokkrar
vertiðir fyrir sunnan, og þegar
mikill afli barst á land, var bara ;
ekki um neitt annað að ræða en að i
taka á honum stðra sinum og
hamast jafnvel til ellefueða tólf á
kvöldin.”
— Hvernig list þér á þá vélvæö-
ingu og tölvuvæðingu, sem á sér
stað i fiskvinnslunni?
„Mér list auðvitað ekkert á vél-
væöingu, ef hún kostar það, að
fólk missi atvinnu i stórum stil.
Það hefur ekki gerst hér i Sildar-
vinnslunni, enda hefur nægur afli
borist á land, og okkur vantar
frekar fólk en hitt.”
— Þaðer alltaf nóg af fólki sem
vill koma i fiskvinnslu, er það
ekki?
„Nei, það er tilfellið að unga
fólkið kemur ekki i þessa vinnu
núorðið. Og það fer minnkandi ár
frá ári að skólafólkið komi hingað
i sumarvinnu. Áður fyrr fylltist
hér allt af skólafólki á sumrin.
Ég held að þetta stafi af þvi, að
það þykir ekki fínt að vera i fiski
lengur. Það er auðvitað fisklyktin
ogmaðurer ekki ifinum fötum og
þetta er vissulega nokkuð erfið
vinna. Maður er kannski búinn að
lyfta tonni af fiski, þegar dagur-
inn er á enda!”
Þar með sneri Stella sér á ný
ofan i bónusútreikningana en gat
þess að lokum aö atvinna væri
næg orðin, eftir að Norðfirðingar
fengu skuttogarana — en að fleiri
atvinnutækifæri þyrftu að koma
til og fjölbreyttari, svo bærinn
gæti stækkað. „Krakkarnir fara
suður i langskólanám og koma
ekki hingað aftur af þvi að það er
ekkert fyrir þau að gera. Við höf-
um til dæmis hvorki lögfræðing á
staðnum né verkfræðing, ja,
nema þá bæjarstjórann okkar.
Hanner verkfræðingur, þótt hann
vinni að visu ekki sem slikur”,
sagði Stella kimin á svip um leið
og hún sökkti sér oían i bónustöl-
urnar. En þær eru ekkert grin.
—jsj.
Það
vantar
Þegar blm. Þjóðvilj-
ans var á ferð i frysti-
húsi Sildarvinnslunnar á
dögunum hitti hann á
kaffistofunni Stellu
Steinþórsdóttur, trúnað-
armann. Hún var önnum
kafin við að yfirfara
bónusútreikninga og
ganga frá auglýsingu
um tónleika i Egilsbúð
sem átti að fara upp á
vegg i kaffistofunni en
tók vel i beiðni blaða-
manns um spjall og hún
var fyrst spurð um nýja
rafeindainnviktunar-
kerfið, sem tekið hefur
verið i notkun i frysti-
húsinu.
„Já, það er alveg nýtt af nál-
inni, og það er áreiðanlega mjög
gott að geta alltaf séð, hvernig
húsið nýtir hráefnið. Ég held að
það muni koma til með að ganga
ágætlega.”
— Hvaða áhrif hefur þetta á
laun starfsfólksins og bónusinn?
„Við höfum verið um tima með
reynslubónus á vélflökuninni, og
það hefur að sumu leyti komið á-
gætlega út, a.m.k. þegar hægt er
að keyra vélarnar allan daginn.
Bónusinn gerir auðvitað nauðsyn-
legt að haft sé nákvæmt viktunar-
kerfi, bæði inn á vélina og út úr
henni, til þess að bónusinn verði
réttur. Nú, þetta nýja kerfi gerir
mögulegt að hafa bónus á hand-
flökuninni, aí þvi nú er hægt að
vigta margar tegundir af fiski til
hinna ýmsu staða i húsinu.”
— Hefur þú starfað lengi I fisk-
vinnslu?
,,Ég fór nú fyrst i fisk i Reykja-
vik á þvi herrans ári 1958, en ég
hef unnið samfleytt i i'iski siðast-
liðin tólf ár.”
— Hefur fiskvinnslan ekki
breyst töluvert á þessum tíma?
„Jú, þetta er orðið allt annað
núna. Þá var nú t.d. enginn bón-
us, og þótt fólk virðist halda að
hamagangur i fiskvinnu hafi
byrjað með bónusnum, þá finnst
fólk
Stella Steinþórsdóttir trúnaðarmaður: unga fólkið sækir ekki lengur f sama mæli og áöur i fiskvinnu.
I3CIMAR
FLJOGOM VIÐ
SOÐOR
Við munum nú í vor heQa
áætlunarflug til þriggja borga
á meginlandinu, sem allar em
miðsvæðis og tengdar íjöi-
sóttum ferðamannastöðum.
Til Amsterdam
tvisvar í viku.
Til Dússeldorf
einu sinni í viku.
Til Zúrich
einu sinni í viku.
^tARNARFLUG
LágmúlaT, sími 29511