Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1,— 2. mai 1982
Helgin 1.— 2. mai 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 17
Þrátt fyrir það að ey-
ríkið Malta liggi í miðju
Miðjarðarhafi, þar sem
stórþjóðir hafa lengst af
deilt um yfirráð og
siglingaleiðir og gera
enn, þá er nú Möltuþjóðin
loks orðin sjálfstæð full-
valda þjóð, eftir langa
baráttu. Svo langt sem
sagan nær aftur, þá hafa
Möltubúar lengst af orðið
að lúta yfirráðum sér
stærri og voldugri þjóða,
en hafa þrátt fyrir það
haldið þjóðtungu sinni og
menningu og barist fyrir
f ullveldi og sjálfstæði.
A árunum 1000—600 fyrir vort
timatal þá er Malta undir yfir-
ráðum Fönikiumanna, en
verður þá kartagónisk nýlenda
og er það þar til árið 218 fyrir
vort timatal. Þá yfirvinna Róm-
verjar Kartagóniumenn og
leggja Möltu undir sig og
drottna þar til ca. árið 400 e.
Kristsburð.
Árið 535 er talið að Aust-
ur-rómverska rikið hafi
hernumið eyjuna og drottnað
þar til ársins 869. Þá taka
Arabar Möltu og halda henni til
ársins 1091, þegar floti frá
Vegalengd frá Möltu til Sikil-
eyjar er 93 km og til Túnis i Afr-
iku 290km. Sökum litils landrým-
is þá hefur það verið eitt mesta
vandamál Möltubúa i gegnum
aldirnar hvað margir hafa orðið
að flytja ur landi sökum vöntunar
á atvinnu. Áður lá fólksstraumur-
inn aöallega til Bandarikja Norð-
ur Ameriku og Kanada, en siðar
þrengdist um innflytjendaleyfi
þangað; siðan þá hefur fólk frá
Möltu aðallega flutt til Ástraliu og
Nýja Sjálands. Nú er Möltustjórn
að reyna að draga úr þessum út-
flutningi með þvi að auka margs-
konar iðnað i landinu, og hefur er-
lent fjármagn verið flutt inn i
þessum tilgangi siðustu árin.
Möltubúar eru myndarlegt fólk
með likt brúnleitan hörundslit og
Italir. Þeir eru frjálsmannlegir i
framgöngu. Mál þeirra heitir
maltiska og er talið likast arab-
iskum málum. Annars kunna allir
Möltubúar ensku og sumir itölsku
að auki. Barnaskólaskylda er á
Möltu frá 6 - 11 ára aldri, en þá
tekur við miöskóla til 17 ára. Þá
er þar tækniskóla og háskóli. Auk
þessa hefur Rómversk-katólska
kirkjan ýmsa skóla, en sú kirkja
er alls ráðandi i trúmálum á eyj-
unum og hefur svo lengst af verið
siðan Möltubúar tóku kristna trú.
Kirkjur eru geysilega margar,
flestar frá miðöldum. Flestar
þessara kirkna eru mikil lista-
verk i byggingarstil og skreyting-
um. Páll postuli er talinn vera
Jóhann J. E. kúld skrifar um heimsókn sfna til Möltu
Breskt herskip ihöfninni i Valetta minnir á að Malta er fyrrverandi bresk nýienda.
Möltu—lýðveldiö er á þremur
byggðum eyjum sem eru til sam-
ans 315,59 ferkíiómetrar að stærð.
Stærsta eyjan er Maita sem er
245,729 ferkilómetrar, þá er Goso
67,078 ferkilómetrar og Comino
2,784 ferkilómetrar. Auk þess eru
nokkrar smáeyjar óbyggðar.
Lengsta loftlina frá austasta
hluta Möltu til vestasta hlutans er
aðeins 27 km, en vegalengd á
landi talsvert lengri vegna hálsa
og dalverpa á vestur helmingi
Möltu. Breidd eyjarinnar þar sem
hún er mest er 14,5 km. Lengd
Gosoeyju er 14,5 km og breidd
7,25 km. íbúar Mölturikis eru i
skýrslum sem eru nokkurra ára
gamlar taldir vera 310,400. En
hinsvegar fá menn þær upplýs-
ingar, að þeim hafi nú fjölgað í
330 þúsund.
Ey-
ríkiö
Malta
og
þjóðin
sem
þar
býr
fyrsti trúboðinn sem boðaöi
kristna trú á eyjunum og i tilefni
af þvi að hann læknaði dauðvona
höfðingja eyjanna með handayf-
irlagningu er Pálskirkjan byggð.
Þar er gamalt frægt málverk sem
sýnir kraftaverkið. Annars eru
margar kirkjur á Möltu kenndar
viö Mariu guðsmóður og mjög
mörg likneski af henni. En áöur
en Möltubúar tóku kristna trú, þá
var aðal-guð þeirra i liki konu og
hefur fjöldi likneskja af henni
bæði stór og litil fundist við upp-
gröft á eyjunum.
Samkvæmt seinni tima rann-
sóknum þá er Malta i núverandi
mynd talin vera 10 þúsund ára
Svipmynd frá höfuðborginni. Ljdsm.: eik
VALETTA
Höfuðborgin er stofn-
sett árið 1566 og er því
gömul borg á okkar mæli-
kvarða. Þetta var upp-
haflega virkisborg með
háum múrveggjum og
borgarhliði eins og flest-
ar borgir sem byggðar
voru á þessum tíma á
Möltu. Innrásir ræningja-
skipa voru þá algengar og
bera varðturnar á flest-
um hæðum Möltu vitni
um þá hættu sem menn
gátu búist við frá hafinu.
Eitt stærsta ránið frá
þessum tíma var framið
af Tyrkjum 1565 þegar
her ruddist á land og lét
greipar sópa um verð-
mætar eignir og fluttu
burt með sér allt ungt
kvenfólk sem til náðist en
brytjuðu niður karlmenn.
Allir vegir liggja til Rómar
var einu sinni haft að máltæki.
Þetta má heimfæra á Valletta,
höfuðborg Mölturlkisins, þvi
þaðan eru allar feröir á landi og
sjó skipulagðar og þar er lika
miðstöö allra ferða frá höfuð-
borginni og til hennar. Vega-
kerfið á Möltu er mjög gott. All-
ir vegir eru malbikaðir eöa
steyptir. Fargjöld eru mjög
ódýr meö Möltuvögnunum hvert
sem farið er, en hinsvegar eru
margir vagnanna gamlir og
mundu þykja lltt boölegir á Is-
landi. Ending bifreiða viröist
vera þarna margföld miðaö við
endingu hér. Þá fara bilferjur
frá vestur Möltu til Goso oft á
dag, auk ferju til Goso frá Vall-
etta. Ferðir til meginlandsins
liggja ekki bara um loftin blá og
hinn stóra flugvöll á Möltu sem
breska heimsveldið byggði þar
á sinum tima, heldur ganga lika
mjög stórar bllferjur á milli
Valletta og meginlandsins.
A aðalgötunni I Valletta sem
er eingöngu göngugata þvi um-
feröin af gangandi fólki er það
mikil að hún rúmar ekki bif-
reiðar, má heyra töluð
mörg tungumál samtimis þvi
þarna er samankomiö fólk viðs-
vegar að. En máske vekur það
mesta undrun Islendings sem
þarna er á ferö þegar kaup-
maður I einhverri búðinni er alls
ekki ófróöur um Island og Is-
lendinga. Malta er mikill og
vaxandi ferðamannastaður og
feröalög Englendinga þangað
eru sögð hafa stóraukist siðan
þeir gáfu þessari nýlendu sinni
frelsi og her þeirra yfirgaf
eyjarnar.
Stjórn Möltu er eins og
stendur i höndum Verkamanna-
flokksins sem viröist að mörgu
svipa til hins breska Verka-
mannaflokks. Tryggingar i
þessu litla riki eru lika sagöar
svipa mikið til breskra Al-
rr annatryggingá .Þannig er viða
sjáanlegt aö Möltubúar hafa
fengið ýmislegt I arf frá Bret-
um. Þannig er t.d. forsetabú-
staöurinn ásamt miklum jurta
og trjágarði gefinn Mölturikinu
af enskum kaupmanni sem
reisti þessa höll og lét rækta
garðinn.
Ef grannt er skoöað þá virðist
Bretland, þetta gamla fyrrver-
andi heimsveidi ekki hafa skilið
sem verst við þessa fyrrverandi
nýlendu sina þvi nýja rikið fékk
i sinar hendur margar glæsileg-
ar opinberar byggingar og gott
vegakerfi. Þegar ég var að
skoða þetta þá var ég aö bera
þetta saman við ástand þessara
mála hér þegar ísland fékk
sjálfstæði 1918. Og á þessu
tvennu er mikill munur.
Höfuðborgin Valletta hefur
innan sinna marka ýmsar
menningarstofnanir, m.a. stórt
og mikiö þjóðleikhús, iiklega
tvisvar sinnum stærra en okkar
þjóðleikhús. Þarna sýndi
franski Parisarbellettinn
„Svanavatnið” á frumsýningu
fyrir fullu húsi i byrjun febrúar
sl. Mölturikið hefur fámenna
lögreglu en hún er i mjög falleg-
um búningum. Ég undraöist
þetta þar sem svo mikið fjöl-
menni er af útlendingum. En
mér var tjáð að þetta hefði ekki
komið aö sök. Eins og ég sagöi
hér að framan þá eru afbrot á
Möltu sögð i lágmarki miðað við
ibúafjölda. I þessu sambandi
vekur það eftirtekt ferðamanna
aö hvergi sést maður undir
áhrifum áfengis og þó eru allar
tegundir af vini bæöi sterku og
léttu ásamt bjór seldur i hverri
einustu matvöruverslun og
þessi svokallaöa munaðarvara
er mjög ódýr á mælikvarða Is-
lendings.
Sjá næstu síðu
Götumynd frá Valetta. Ljósm.:eik
gömul, og er þá sagt að hún hafi
verið hluti af meginlandi fyrir
þann tima. Þessi kenning byggist
m.a. á þvi að i hellum á eyjunum
hafa fundist beinagrindur dýra
sem ekki geta lifað á eyjum svo
sem flóðhesta. Þessar beina-
grindur hafa við rannsóknir
reynst vera lOþúsunda ára gaml-
ar. En vegna þess hve jarðvegur
er þarna kalkborinn þá hafa
beinagrindurnar varðveist alveg
óskemmdar. Mikið hefur fundist
af fornminjum á Möltu sem sanna
að þar hefur blómstrað menning
langt aftur fyrir vort timatal.
A austur-Möltu fannst fyrir
nokkrum árum, 10 metrum undir
yfirborði jarðar musteri á tveim-
ur hæðum sem talið er vera um
fjögur þúsund ára gamalt, og er
þaö höggvið út i kalksteinsberg.
Þá eru lika á austur-Möltu undir-
stöður mikils hofs sem byggt hef-
ur verið löngu fyrir vort timatal.
Máske hefur þarna lika verið ein-
hverskonar þingstaöur. Rústirn-
ar eruá stærð við Austurvöll hér i
Reykjavik. Þarna risa upp á end-
ann steinblokkir sem eru að lik-
indum 10 - 20 tonn á þyngd og hver
ofan á annarri, en hafa ekki hagg-
ast i aldanna rás. Liklega hefur
verið einhverskonar laufþak á
þessari byggingu á meðan hún
var i notkun. Slikar fornminjar
sýna að hér hefur blómstrað sér-
stök menning áður en vort tima-
tal kom til sögunnar.
Flestöll hús á Möltu eru hlaðin
úr kalksteini og hefur svo lengst
af verið gert. Byggingarsteinn
þessi er sagaður i einingar i ofan-
jarðar námum. Steinninn er gulur
að lit, en lika er til rauður kalk-
steinn þó minna sé til af honum.
Suðurströnd eyjunnar Möltu er há
úr sjó með gulum kalksteins-
björgum. Þar eru þvi hafnleysa;
hinsvegar er góð hafnaraðstaða
viðast annarsstaðar á eyjunni.
Stórskipahöfn Mölturikis er i höf-
uðborginni Valletta á norðaustur-
hluta Möltu. Þetta er mikil og stðr
höfn.
Dvergríkiö á Miöjaröarhan
?FÍLFLA.
norskri vikingabyggð á Sikiley
hernemur eyjuna og heldur
henni til ársins 1194. Þá ráða
þýskættaðir furstar Möltu til
1282, en þá kemur hún undir
spönsku krúnuna með nokkurri
sjálfstjórn til 1500» Þá tekur við
stjórn eyjanna Karl V.
þýsk-rómverskur keisari og
spænskur konungur og drottnar
hann yfir Möltu til ársins 1530,
en gefur þá eyna Jóhanns-
riddarareglunni til eignar. Hún
heldurvöldum á Möltu til ársins
1798, þegar Frakkar gera
innrás.
Möltubúar snerust þá til
öflugrar varnar og með hjálp
Englendinga voru Frakkar
hraktir burtu frá eyjunum árið
1800. Siðan skeöur það á stór-
veldaráðstefnunni i Vinarborg
1814—1815 aö Englandi er afhent
Malta sem nýlenda. Það er svo
ekkifyrr en árið 1964, sem Möltu
er veitt sjálfstæði með bresku
drottninguna sem þjóð-
höfðingja.
En árið 1974 segja Möltubúar
sig úr lögum við breska heims-
veldið og stofna lýðveldi með
forseta sem æðsta valdsmann.
Nú voru Möltubúar loksins
orönir sjálfstæðir eftir margra
alda baráttu. Þegar hér var
komið þá var fjölmennur
breskur her á Möltu sem búið
hafði þar vel um sig til langrar
dvalar, enda var Malta búin að
vera bresk nýlenda hátt á aðra
öld. Möltubúar byrjuðu svo á
þvi að krefjast leigu fyrir
bresku herstööina. Bretar voru
tilbúnir að greiða þaö sem að
þeirra dómi var sanngjörn
leiga. En Möltubúar töldu þá
fjárhæð algjörlega
ófullnægjandi og sögðu að
herinn væri þar ekki i sina þágu.
Þeir héldu svo fast viö það háa
leigu að Bretar treystu sér ekki
til að greiða og fóru með allan
her sinn og herbúnað frá Möltu
1979. Siöan er eyrikið Malta her-
laust land.
Siðan þetta gerðist hafa
Möltubúar verið að breyta her-
stöðvum eyjanna i þágu
friðsamlegrar starfsemi. Sett
hafa verið upp margskonar
verkstæði sem framleiða muni
fyrir ferðamenn i bröggum sem
áður voru geymslur fyrir her-
gögn og sprengjur. Þegar ég
dvaldi á Möltu i byrjun þessa
árs, þá var sagt frá þvi, að
undirbúningur væri hafinn við
að breyta aðalherstöðinni i bú-
stað fyrir ferðamenn, og her-
sjúkrahúsinu I þjóðarsjúkrahús.