Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA’— ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.— 2. mai 1982 skák Philips & Drew-mótið í London: Karpov samur við sig Náði forystunni í nœstsíðustu umferð með því að vinna Portisch Eftir miklar hrakningar á stór- mótinu, sem Philips & Drew kompaniið i London stendur fyrir, tókst heimsmeistaranum Anatoly Karpov að hrista af sér slyðru- orðið og ná forystunni i mótinu, þegar aðeins ein umferð var eftir. Þegar þctta kemur fyrir augu les- enda er mótinu sennilega lokið með 13. umferð í gær, en það má vel vera aö lokaniðurstöðuna sé einhverstaðar að finna annars- staðar i blaðinu. Eftir biðskákir 12. umferðar sem leiddar voru til lykta á fimmtudaginn var staðan þessi: 1. Karpov 7 1/2 v. 2. Anderson 7 v. + 1 biðskák 3. Portisch 7 v. 4. - 6. Timman, Spasski og Speelman 6 1/2 v. hvcr. 7. - 8. Miles og Ljub- ojevic 6 v. + 1 biðskák hvor. 9. Geller 5 1/2 v. 10. Seirawan 5 v. + I biöskák 11. Mcstcl 5 v. 12. Nunn 4 1/2 v. + 1 biðskák. ' 13. Christ- iansen 4 1/2 v. 14. Short 3 1/2 v. Ungverski stórmeistarinn Laj- os Portisch hefur lengst af haft forystu á mótinu, en undir það siðasta orðiðaðdragamikiðiiand, fyrst með tapi fyrir Mestel, og siðan með þvi að tapa fyrir Karp- ov. Anderson er alltaf jafn örugg- ur, en i biðskákinni við Miles fær hann i mesta lagi 1/2 vinning, þannig að Karpov helst á toppn- um fyrir siðustu umferð. Mót þetta, sem er án efa það sterkasta sem haldið hefur verið i ár, vakti þegar i upphafi mikla athygli ekki sist fyrir tilstilli hins unga Nigel Short sem i 1. umferð gerði jafntefli með svörtu við heimsmeistarann. Honum tókst ekki að fylgja hinum góða árangri eftir og vermir botnsætið. Það vekur athygli að Karpov hefur haft meðsér á mótið „gæðinginn” Geller. Enn sem fyrr er Kasparov haldið utan við baráttu þeirra sterkustu. Af athyglisverðum skákum sem borist hafa yfir hal’ið stingur tap Karpovs talsvert i augun. Helgi Olafsson skrifar Hann tapar sjaldan og þær skákir fá oft meiri pressu en aðrar, i Þjóðviljanum sem annarsstaðar: Hvitt: Yasser Seirawan (Banda- rikin) Svart: Anatoly Karpov (Sovétrik- in) Drottningarbragð 1. Rf3-Rf6 5- Bg5-h6 2. c4-e6 <>• Bh4-0-0 3. Rc3-d5 t- Hcl 4. d4-Be7 (Þessi staða kom ósjaldan upp i einvigi Karpovs og Kortsnojs i einviginu um heimsmeistaratitil- inn i Meranó siðastliðið haust. Og i þessari byrjun er Seirawan fróð- ur mjög. Hann var aðstoðarmað- ur Kortsnojs i einviginu og er þvi öllum hnútum kunnugur.) 7. ...-bo (Fyrir þá sem hafa gaman af þeirri fræðilegu hlið sem snýr að baráttunni á skákborðinu, þá er þessi leikur heimsmeistarans at- hyglisverður. 1 seinni part einvig- isins i Meranó lék Karpov nefni- lega 7. -dxc4. Það dugði örugg- lega til jaínteflis. Þá virtist hann forðast hugsanlegar endurbætur á 7. -b6, en gefur nú aðstoðar- manninum tækifærið.) 8. cxd5-Rxd5 10. Bxe7-Dxc7 9. Rxd5-exd5 1L g3 (Eftir 11. e3 er komin upp sama staða og i 6. einvigisskák Fisch- ers og Spasskis i Reykjavik 1972. Seirawan velur leið sem varð uppá teningnum i einviginu i Meranó.) 11. ...-He8 ■_ LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir til- boðum i hreinsun stiflugrunna og Idælingu við Svartárstiflu, Þúfuversstiflu og Ey- vindarversstiflu og byggingu botnrásar i Þúfuversstiflu i samræmi við útboðsgögn 340. Helstu magntölur: Gröftur o.fl. Borun Efja Sement i ef ju Steypa Mót Bendistál 25.000 rúmm. 16.300 m 1.550 rúmm 6201 1.000 rúmm. 520 ferm. 25.000 kg Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 4. maí 1982, gegn greiðslu óafturkræfs gjalds að upphæð kr. 250,- fyrir hvert eintak út- boðsgagna. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14:00föstudaginn21. mai 1982, en þá verða tilboð opnuð opinberlega. Reykjavík, 28.04. 1982 Landsvirkjun (Talinn af flestum nákvæmasti leikurinn istöðunni. Hanner til að hindra 12. Bg2 og 12. Re5. Siðar- nefnda leiknum er svaraö með 12. -Ba6 13. Bg2-Rd7! 14. Hxc7-Hac8! 15. Hxd7-Db4+ 16. Kfl-Dxd4! osfrv. En nú er stund bragarbót- anna runnin upp. Kortsnoj lék 12. e3, en fann siðar mun öflugri leik sem aldrei sá dagsins Ijós i ein- viginu nefnilega.. 12. Hc3! (Gáfaður leikur af göfugum ætt- um. Hrókurinn gerir margháttað gagn á c3. Hann rýmir fyrir liðs- flutningum á c-linunni og er þess albúinn að styggja drottninguna með -He3 o.s.frv. Karpov hugsaði sig lengi um en hitti á afleitan leik.) 12. ...-Ra6? 13. Da4! (1 stöðu sem i fljótu bragði lætur ekki mikið yfir sér á svartur skyndilega i vök að verjast. Hvit- ur hótar 14. He3 eða jafnvel -Re5 eða -e3. E.t.v. gerir Karpov best i þvi að leika 13. -Bb7 þó ekki sé staðan fögur eftir 14. e3. Hann velur áhættusama leið sem inni- heldur mannsfórn.) 13. ...c5? (Það er útilokað að Karpov hafi leikið af sér manninum. Hann hefur að öllum likindum talið affararsælast að sprengja allt i loft upp.) 14. Hc3!-Be6 (Hvað annað!) 15. I)xa6-cxd4 16. IIb3 (16. Rxd4 strandar á 16. -Db4+) 16. ...-Bf5 17. Bg2 (Nú gengur ekki 17. Rxd4 vegna 17. -Dc5! o.s.frv.) 17. ...-Bc2 20. Bf3-Hc2 18. Rxd4-Bxb3 21. 0-0-Hxb2 19. Rxb3-Hac8 (Svartur ætti einhverja mögu- leika i þessari stöðu ef menn hvits stæðu ekki jafn vel og raun ber vitni. Seirawan teflir lokin af miklu öryggi.) 22. Hdl-HdS 24. Rc6-De8 23. Rd4-Hd7 25. Rxa7-llc7 (25. -Da8er svaraðmeð 26. Dc8+. Það er athyglisvert að hvitur get- ur ekki leikið 26. Hxd5 vegna 26. - Hxd5 27. Bxd5-Hbl+! o.s.frv. Þá strandar 26. Bxd5 á 26. -Hxa7!) 26. a4-Da8 28. Hd8+-Kh7 27. Hxd5!-Dxa7 29. Dd3+-f5 (Eða 29. -g6 30. Dd4-Hbl+ 31. Kg2-f6 32. Dxf6-Hg7 33. Be4! með drepandi hótun: 34. Bxg6+ og mát á h8.) 30. I)xf5 + -g6 31. Dc6 — og hérgafst Karpov upp. Hann hafði enga löngun til að glápa á stöðuna sem kemur upp eftir 31. - Hg7 32. De8. Annar sovéskur heimsmeistari, Boris Spasski, hefur margoft glatt áhorfendur á mótinu i Lond- on með sinni skemmtilegu sókn- artaflmennsku. Hann mætti Seir- awan snemma móts og gaf hinum unga andstæðingi sinum eftir- minnilega ráðningu: Hvitt: Boris Spasski (Sovétrikin) Svart: Yasser Seirawan (Banda- rikin) Caro-Kann 1. e4-c6 (Seirawan er dyggur aðdáandi byrjunar fátæka mannsins. Hún fellur vel að traustum skákstil hans. En þegar Spasski, sem kann sitt af hverju i sambandi við svo hógvær byrjunarkerfi, situr hinum megin við borðið er ekki von á góðu. Gegn mönnum eins og Spasski eiga menn að tefla langa varianta.) 2. d4-d5 3. e5 (Þannig lék Tal gegn Botvinnik i einvigjunum 1960 og 1961. Bot- vinnik svaraði vel fyrir sig og leikaðferð hvitsmissti aðdráttar- afl sitt. Nú i seinni tið hafa menn tekið aftur upp leikmáta Tals, jafnvel þó hann komi til móts við hinn litilf jörlega draum allra áhangenda þessarar vesölu byrj- unar, þ.e. að koma drottningar- biskupnum fram yfir þriðju reita- rööina.) 3. ...-Bf5 4. h4 (Með hugmyndinni 5. g4-Bg6 6. h5 o.s.frv.) 4. ,..-h5 5. c4-Bxbl (Þú gefur út yfirlýsingu og reynir siðan að standa við hana, er gald- urinn á bak við stöðubaráttuskák. Yfirlýsing Seirawan er á þá leið aö hann vill losna við hvitreita- biskupinn þar sem hann kemur til með að dingla á sömu reitum og peðin.) 6. Hxbl-e6 8. Rf3-g6 7. a3-Rd7 (Þetta hefði svartur betur látið ógert, þvi svekkjur taka að skap- ast i peðastöðunni. Betra var 8. - dxc4.) 9. Bg5-Be7 13‘ Hcl-Hxcl 10. cxd5!-cxd5 1<1- Dxcl-Kg7 11. Bd3-Hc8 15- Df4 12. 0-0-KfS (Svartur er virkilega illa beygð- ur. Hann á i vök að verjast bæði á kóngsvæng og drottningarvæng. Stöður sem þessar eru Spasskis ær og kýr.) 15. ...-Bxg5 ,8- b4-He8 16. Rxg5-Rh6 19- Hc3! 17. Hcl-Db6 (Skemmtilegur leikur. Hvitur hefur það bak við eyrað að fara inn eftir c-linunni með -Dcl o.s.frv.) 19. ...-Hc7 2t»- Hc« Karpov (Drottningarinnar þurfti ekki með.) 20. ...-Rg8 (Það er athyglisvert aö drottn- ingin svarta hefur lltil sem engin áhrif á gang mála, þess utan get- ur hún sig hvergi hrært og er viðs- fjarri þvi að geta aðstoðað kóng- inn sinn sem er kominn i hið versta klandur.) 21. g4! (Það verður fátt um varnir eftir þennan grimma sóknarleik.) 21. ,..-hxg4 22. h5!-f5 (Eftir 22. -gxh5 23. Rxf7! verður fátt um varnir i herbúöum svarts.) 23. exf6-Rdxf6 24- De5! (Svartur er varnarlaus gagnvart hótuninni 25. Hxg8+. Næsti leikur hans flokkast undir hreina og klára örvæntingu.) 24. ...g3?! 27. Kg2-Dc7 25. Hxg8+ !-Kxg8 28. Dxg6 + -Kf!j^ 26. Dxf6-gxf2+ 29. Df6+ — Svartur gafst upp. Einfaldasta leiðin eftir 29. -Kg8 er 30. h6. pQri Húsnædisstofnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77 R Simi 28500 Utboö Vogar, Vatnsleysuströnd Stjórn verkamannabústaða, Vatnsleysu- strandarhreppi, óskar eftir tilboðum i byggingu raðhúss við Leirdal 2—6, Vog- um. íbúðirnar verða þrjár, samtals 1170 rúmm. og skal skila fullbúnum 31. mai 1983. Afhending útboðsgagna er á hreppsskrif- stofu Vatnsleysustrandarhrepps og hjá Tæknideild Húsnæðisstofnunar rikisins frá miðvikudeginum 5. maí n.k. gegn kr. 2000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Tæknideildar Hús- næðisstofnunar rikisins eigi siðar en fimmtudaginn 20. mai n.k. kl. 14.00 og verða opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða. Tæknideild Húsnæðisstofnunar rikisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.